Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 68

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 68
68 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UPP úr miðjum sjöunda áratugn- um þegar Bent Larsen vann tvö millisvæðamót í Amsterdam 1964 og Túnis 1967 og fjölda annarra móta, hafa varla ríkt meiri vænt- ingar og vonir um að á Norðurlönd- um kæmi fram nýr heimsmeistari en nú. En vorið 1968 tapaði Bent, 2 ½ : 5 ½, fyrir Boris Spasskí í ann- arri hrinu áskorendaeinvígjanna og Danir, sem aldrei vissu hvernig þeir áttu að taka hinum glaðbeitta og kohrausta landa sínum, fundu fljót- lega skýringuna: Bent Larsen telur sig vera guðs útvaldi skákmeistari, skrifaði Jens Enevoldsen og taldi að eitt og annað í fari Larsen þarfnaðist endurskoðunar. Svipuð stemning er nú að skap- ast í kringum Magnús Carlsen sem tjáir sig þó aðallega með leikjum sínum á skákborðinu. Það var á Reykjavík rapid 2004 sem Magnús “sló í gegn“ hjá löndum sínum. Hann nýtur dyggrar aðstoðar fjöl- skyldunnar sem ferðast með honum á milli móta og athyglin sem hann vekur í Noregi virðist ekki trufla hann mikið. Á dögunum varð hann í 2. sæti á Linares sem er einhvers konar Wimbledon-mót skákarinnar. Hann vann Karpov í hraðskákmótinu sem ákvarðaði rásnúmer keppenda. Degi síðar mætti hann Kasparov í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Hann var sennilega með unnið tafl í fyrri skákinni en tapaði samanlangt ½ : 1 ½ . Ósennilegt er að þessir tveir muni tefla aftur saman. Aðalgallinn við Norðmenn er hvað þeir eru miklir Norðmenn, sagði Hrafn Gunnlaugsson í út- varpsþætti fyrir nokkrum árum: í huga manns vaknar mynd af manni á gönguskíðum. Magnús Carlsen mun raunar vera ágætur skíðamað- ur og kannski var það þess vegna sem hann hélt á skíðahótelið í Gausdal á dögunum og tók þátt í sterku alþjóðlegu móti, sem þrátt fyrir fráfall Íslandsvinarins Arnold Eikrem, stendur enn fyrir öflugum skákmótum. Rétt eftir páskana fór þar fram sterkt alþjóðlegt skákmót. Magnús vann yfirburðasigur en hann lagði helstu keppinauta sína að velli í lokaumferðunum. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Magnús Carlsen 7 v. 2. – 4. Mikhael Krasenkow ( Pól- land ), Lajos Portisch ( Ungverja- land ) og Eduard Rozentalis ( Litháen ) 5 ½ v. 5. Kaido Kulaots ( Eistland ) 5 v. 6. – 7. Irina Krush ( Bandaríkin ) og Alexei Dreev ( Rússland ) 4 ½ v. 8. Kjetill Lie ( Noregi ) 4 v. 9. Gawain Jones ( England ) 2 ½ v. 10. Eric Moscow ( Bandaríkin ) 1 v. Besta skák Magnúsar var tefld í sjöundu umferð. Lajos Portisch var stórveldi i skákinni um áratuga skeið. Hann er kominn fast að sjö- tugu og teflir ekki eins mikið og áð- ur: Gausdal 2007 classic; 7. umferð: Magnus Carlsen – Lajos Port- isch Katalónsk byrjun Katalónsk byrjun hefur löngum hentað þeim vel sem vilja tefla til sigurs án þess að taka of mikla áhættu. Ein helsta aðferð svarts til þess að eiga vinningsmöguleika er að krækja í c4-peðið og reyna síðan að hanga á því. Magnús gerir sér lítið fyrir og lætur peðið af hendi baráttulaust. Hann setur síðan allt í bál og brand með hinum stór- skemmtilegu leikjum, 14. Hxd5! og 15. b4! Vinningsleikurinn er 23. Bb7. Hvítur vinnur lið til baka og knýr fram sigur með nokkrum hnit- miðuðum leikjum. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 dxc4 5. Bg2 Rbd7 6. O-O Hb8 7. Dc2 b5 8. b3 cxb3 9. axb3 a6 10. Re5 Rxe5 11. dxe5 Rd5 12. Hd1 De7 13. Rc3 Dc5 14. Hxd5 exd5 15. b4 Dxb4 16. Ba3 Dg4 17. Bxf8 Kxf8 18. Rxd5 Dc4 19. Dd2 Be6 20. Hc1 Db3 21. Rxc7 Kg8 22. Dd6 Hc8 23. Bb7 Lítil mynd 0 þarfnast stundum mikilla útskýringa. Af hverju leikur svartur ekki 23. .. Hf8? Vegna 24. Bd5!! Bxd5 hvað annað? 25. Rxd5 og nú á svartur nokkra möguleika: a) 25. .. h6 26. Dxf8+! Kxf8 27. Hc8 mát b) 25. .. He8 26. Re7+ Kf8 27. Rg6+ Kg8 28. Df8+! Hxf8 29. Re7 – kæfingarmát í anda Paul Morphy. Ennfremur 25. .. g6 26. Re7 + Kg7 27. Df6+ Kh6 28. Rf5+ Kh5 29. Dh4 mát. Þegar Lajos Portisch var upp á sitt besta álitu margir hann mikinn snilling stöðubaráttunnar. Sem hann auðvitað var en hann var ekki síður yfirmáta snjall í taktískum brellum. Hann sá við fléttunni og valdi því 23. .. h6. 23. … h6 24. Bxc8 Bxc8 25. Rxb5 axb5 26. Hxc8+ Kh7 27. Hc1 He8 28. Kg2 Kg8 29. Hc5 Da2 30. Dc6 – og Portisch gafst upp. Hann hefði getað teflt eitthvað áfram en með tveimur peðum undir er bar- áttan vonlaus. Yfirburðasigur Magnúsar Carlsen í Gausdal SKÁK Gausdal Classic 18. – 26. apríl Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Sögulegt Magnús Carlsen mætir Garrí Kasparov á Reykjavík rapid 2004. Morgunblaðið/Ómar ÆSUBORGIR 8 2.H.PARH. Sérlega vandað parhús á tveimur hæðum, fjögur stór svefnherbergi, tvö baðherbergi, upptekin viðarklætt loft,gegnheilt eikarpark- et og eikarinnréttingar, innbyggð ljós, glæsi- legtútsýni.Vandað og athyglisvert parhús á góðum stað með útsýni. V. 48,9 m. 6593 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-14. KÓNGSBAKKI - RÚMGÓÐ 5 HERBERGJA. Snyrtileg og rúmgóð 5 herbergja 111,3 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í 4 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi. stofu með borðstofu, þvottahús og geymslu í kjallara. V. 19,8 m. 6586 HÁTEIGSVEGUR - NEÐRI SÉRHÆÐ. Góð fimm herbergja neðri sérhæð íþríbýlis- húsi á eftirsóttum stað. Eignin skiptist í þrjú herbergi, stofu,borðstofu, eldhús, snyrtingu og baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús íkj- allara og sérgeymsla. Nýlega er búið að skipta um skólp og drenlagnir.V. 33,9 m. 6595 BRÁVALLAGATA - 101 REYKJAVÍK Björt og mikið endurnýjuð 81,4 fmíbúð í þrí- býlishúsi á mjög eftirsóttum stað. Stórar stofur og stórthjónaherbergi. Íbúðin skiptist í tvær rúmgóðar stofur, eitt sv. herbergi,bað- herbergi og eldhús. Garður í suður. V. 25,9 m. 6559 MELGERÐI Um er að ræða 2-3ja herbergja lítið einbýli. Húsið erklædd að utan. Húsið stendur á góðri lóð. Húsið skiptist í forstofu,eldhús, borðstofu, stofu, svefnherbergi, baðher- bergi, þvottahús og geymslu. Góður frí- standandi bílskúr. Húsið er hlaðið fram að stofu sem er út timbri.V. 30,0 m. 6582 SKAFTAHLÍÐ - MEÐ BÍLSKÚR Falleg 122,1 fm efri hæð ásamt 28 fm bíl- skúr. Húsið er í góðu ásandi og nýlega er búið að skipta um skólp og drenlagnir. Íbúð- in skiptist í stofu, 3. svefnherbergi, baðher- bergi og eldhús. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. 6587 DOFRABORGIR -FALLEG EIGN Um er að ræða mjög fallega og velskipu- lagða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjöl- býli ásamt bílskúr .Eignin stendur í halla þannig að baka til er glæsileg verönd með heitumpotti. Húsið er byggt árið 1996 og er steinsteypt.V. 25,4 m. 6491 ÁLFHÓLSVEGUR - FALLEGT ÚTSÝNI 3ja herbergja björt og fallegíbúð á góðum stað í Kópavogi. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi og tvö svefnherbergi. Mjög góð sér geymslafylgir í kjallara. V. 19,5 m. 6572 OPIÐ HÚS Í DAG Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali FROSTASKJÓL - EINBÝLI Vel skipulagt og fallegt einbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur sem skiptist þannig: Á 1. hæð er anddyri, hol, stofa, borðstofa og eldhús. Á neðri palli (kjallari/jarðhæð) er þvottahús, geymslur, sjónvarpsherbergi og svefnherbergi með sérbaðherbergi (Þetta herbergi er bílskur á teikningu). Á efri palli eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. 6594 GRASARIMI - GÓÐ EIGN Um er að ræða 155,4 fm einbýlishús með20,7 fm innbyggðum bílskúr. Bílskúr hefur verið stækkaður og því er hannaðeins stærri en uppgefinn fm fjöldi hjá FMR. Eign- in skiptist í forstofu, 3svefnherbergi, baðher- bergi, gestasnyrtingu, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, eldhús og þvottahús. Garður við húsið er sérstaklega skemmtilegur og góður. Stórglæsileg timburverönd með tengi fyrir heitann pott. Bílskúr er fullbúinnog góður. V. 46,5 m. 6578 STEKKJARHVAMMUR- AUKA ÍBÚÐ Mjög gott 196,6 fm raðhús ásamt 31,8fm bílskúr samtals 228,4 fm Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris, sér 2ja herbergja aukaí- búð er í kjallara. Góð verönd og garðskáli V. 42,5 m. 6588 LAUFÁSVEGUR - GLÆSILEG ÍBÚÐ Um er að ræða glæsilega 86,6 fm 2ja her- bergja endaíbúð við Laufásveg í Reykjavík. Eignin er í húsi sem var áðuriðnaðarhúsnæði og endurnýjað og gert úr íbúðir fyrir um tveimur árum síðan. Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, þvottaherbergi, geymslu, baðherbergi, svefnherbergi, fata- herbergi. Eigninni fylgir einnig sér bílastæði alveg við inngang. Sömuleiðis ersameiginleg geymsla á jarðhæð. V. 23,5 m. 6567 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.