Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 72

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 72
72 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ERNA SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Bústaðavegi 95, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.00. Pétur Kjartansson, Sigurður Walters, Viðar Pétursson, Björg Elísabet Guðmundsdóttir, Auður Pétursdóttir, Gunnar Páll Guðbjörnsson, Bryndís Pétursdóttir, Páll Briem Magnússon og barnabörn. ✝ Útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, SKÚLA ÞÓRÐARSONAR, fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 14.00. Bragi Skúlason, Anna Þuríður Kristbjörnsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Ólafur Jón Guðmundsson, Hafdís Skúladóttir, Magnús Árnason, Sigríður Birna Bragadóttir, Sigurjón Þorsteinsson, Ámundi Steinar Ámundason, Hrafnhildur Vala Grímsdóttir, Hafdís Anna Bragadóttir, Grímur Arnar Ámundason, Sara Skúlína Jónsdóttir, Arnar Már Símonarson, Arnar Ólafsson, Skúli Bragi Magnússon, Árni Þórður Magnússon, Bragi Þórðarson, Elín Þorvaldsdóttir, Birgir Þórðarson, Ása Gústavsdóttir, Hilmar Þórarinsson. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS JÓN JÓNSSON fyrrv. aðallögregluvarðstjóri ríkislögreglunni Keflavíkurflugvelli, til heimilis á Smiðjustíg 2, Hafnarfirði, andaðist á sjúkrahúsi í Lúxemborg föstudaginn 20. apríl. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 30. apríl kl. 13.00. Oddbjörg Ögmundsdóttir, Jón Elíasson, Björg Ásdísardóttir, Lárus Elíasson, Ingibjörg Óðinsdóttir, Ingi Sturla Elíasson, Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Kristján Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Pálína MargrétReynisdóttir fæddist á Grund í Njarðvík 28. sept- ember 1949. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Reynir Þorvaldsson, f. 18. nóvember 1923, d. 1. september 1963, og Sigurlilja Þór- ólfsdóttir, f. 13. júlí 1929. Systkini Margrétar eru Stefanía Diljá, f. 12.12. 1951, Þor- valdur, f. 4.7. 1953, og Erna, f. 20.10.ber 1956. Margrét giftist Guðmundi Jónssyni bifreiðastjóra frá Grindavík, f. 24.7. árið 1950. Foreldrar hans eru Ingunn Ei- ríksdóttir og Jón Valgeir Guð- mundsson. Börn Margrétar og Guðmundar eru 1) Reynir Ólafur, f. 2.12. 1968, kona hans er Ásrún Helga Kristinsdóttir, f. 17.10. 1974, dætur þeirra eru Margrét Rut og Arna Rún. 2) Lilja Þórey, f. 2.9. 1971, maður hennar er Teitur Guðmunds- son, f. 26.11. 1973, börn þeirra eru Tinna Sif og Viktor Daði. 3) Jón Val- geir, f. 19.4. 1974, kona hans er Stein- unn Árnadóttir f. 6.2. 1973, börn þeirra eru Guðný Margrét, Guð- mundur og Pálína Ósk. Við fráfall föður síns fór Margrét á unga aldri að leggja móður sinni lið með tekjuöflun, ásamt því að ann- ast um systkini sín. Hún vann ým- is störf, ásamt því að annast um heimili sitt og börn. Síðustu ævi- árin vann Margrét við Grunn- skóla Grindavíkur sem skólaliði. Að hennar ósk fór útförin fram í kyrrþey frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 7. apríl. Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef þú værir hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur hjá blómunum, er rökkvar, ráðið stjörnumál, gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niðrað strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin, nú einn ég sit um vetrarkvöld. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn. hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Ástin mín, hafðu hjartans þökk fyrir allt, ástina, traustið og virð- inguna sem þú sýndir mér. Þakka þér fyrir þann fjársjóð sem þú skildir eftir þig og allar minning- arnar um okkar yndislegu samveru. Elska þig að eilífu. Þinn eiginmaður, Guðmundur. Nú ertu horfin móðir mín en myndin þín í minningunni skært hún skín og skapar trúna bestu. Kallar hún fram kærleikans kraft og viljafestu. Við skulum muna móðir mín hve mildin þín gaf okkur lífsins sólarsýn sannan trúarvilja. Mannleg okkar mistökin þú megnaðir að skilja. Þinn kærleikur móðir mín aldrei dvín meðan lifir minning þín mun hann okkur vísa um vandrataða vegi lífs og veröld dimma lýsa. Svo kveðjum við þig móðir mín, þökk til þín. Guð þig leiði í sali sína þú sæti náðar hljóti. Og vinir sem fóru fyrr í faðm sinn tak þér móti. Við hinsta beð þinn móðir mín börnin þín fella tregatárin sín tjá þér virðing mesta. Þú gengur djörf á Guðs þíns fund gjafarans okkar besta. (Kristján Kristjánsson) Elsku mamma mín, það er ótrú- leg tilfinning að sitja hér og skrifa minningarorð um þig. Þrátt fyrir að allir vissu í hvað stefndi í erfiðum veikindum þá er maður samt aldrei tilbúinn að kveðja. Ég hef misst móður mína og um leið góðan vin. Alla tíð vorum við ná- in og mjög samrýnd. Ég er þakk- látur fyrir að hafa getað eytt mikl- um tíma með þér á erfiðum stundum undanfarin ár. Þú stóðst þig eins og sönn hetja og lést ekkert buga þig, þú hélst þinni léttu lund og húmor þinn gerði okkur auðveld- ara að takast á við þessar sáru stað- reyndir. Þú varst höfuð fjölskyldunnar, bast allt saman og alltaf tilbúin að leggja okkur lið. Nú er það okkar að halda öllu saman í þínum anda. Það var margt sem við áttum sameiginlegt þ.á m. garðstörfin, það verður skrýtið næsta sumar að geta ekki fengið þig til að koma og leggja blessun þína yfir garðyrkjuna mína. Margt í garðinum mínum mun minna á þig, ótal plöntur sem þú gafst mér og skemmtilegu garðálf- arnir sem þú komst svo oft með. Ég veit að pabbi mun halda áfram að leggja mér lið eins og hann gerði með þér. Þær eru óteljandi stund- irnar góðu sem tengjast þér og ekki hægt að gera þeim öllum skil, en að lokum vil ég nefna undirbúning jólanna. Við vorum bæði mikil jóla- börn og ég varðveiti vel þá minn- ingu þegar þú læddist til mín þegar systkini mín voru sofnuð og baðst mig um að hjálpa þér að skreyta jólatréð. Þessar minningar ásamt öllu því góða sem tengdist þér mun ég ávallt varðveita með mér og dætrum mínum. Elsku mamma mín, takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þinn sonur Reynir Ólafur Þráinsson Komin ég í hvílu mína, kaunin snerta engin pína, ó, Guð, sendu englana þína, allt í kring sængina mína. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Elsku mamma mín, það er erfitt að kveðja þig. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga minn, t.d. þegar við sátum saman og sögðum sögur. Ég sagði þér sverar veiðisögur og þú tókst undir. Ég man svo vel eftir þegar þú veiddir þinn fyrsta lax, ég var svo stoltur að eiga svona mömmu. Mig langaði svo mikið að fara með þér í veiði en aldrei létum við verða af því. Það er svo margt sem ég get sagt um þig en þér er best lýst með faðmlögum og kossum en það var eitthvað sem þú áttir alltaf nóg af. Ég mun alltaf sakna þín. Þinn sonur Jón Valgeir. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Elsku dóttir mín, hjartans þakkir fyrir allt sem þú varst mér. Þú varst ávallt vakandi yfir velferð minni og reiðubúin að rétta mér hjálparhönd við öll tækifæri. Ég er þakklát fyrir allar yndislegu stundirnar okkar saman í blíðu og stríðu. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga, vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson) Guð geymi þig. Þín mamma. Elsku amma okkar, það er svo skrítið að við fáum ekki að sjá þig aftur í þessu lífi. En við trúum því að við eigum eftir að sjást einhvern tímann aftur. Við söknum þín svo mikið og það er svo leiðinlegt að geta ekki kíkt í heimsókn til þín og fengið nammi. Þú varst svo mikill nammigrís eins og við. Við skulum passa afa Gumma fyr- ir þig, elsku amma. Við lofum að vera áfram góðar stelpur svo þú getir verið stolt af okkur í himna- ríki. Við kveðjum þig með litlu bæn- inni sem við syngjum saman á hverju kvöldi. Við elskum þig rosalega mikið. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Þínar ömmustelpur Margrét Rut og Arna Rún. Elsku mamma, tengdamamma og amma, nú ertu farin frá okkur eftir löng og erfið veikindi. Við eigum eftir að sakna þín óskaplega mikið, en minning þín mun verða okkur ljóslifandi um alla framtíð. Þeir sem gefa jafn mikið af sér og þú gerðir komast sjálfkrafa til himnaríkis og fá þar hásæti, við erum þess full- viss. Það hjálpar okkur gegnum þá erfiðu tíma sem eru framundan og sérstaklega þá sorg í hjarta okkar að börnin okkar, Tinna Sif og Viktor Daði, munu í framtíðinni ekki fá að njóta viðveru þinnar nema í anda. Þú lyftir upp fólki í kringum þig með góðum húmor, lífsgleði og smitandi hlátri sem virtist aldrei ætla að linna. Þú sást spaugilegu hliðarnar á lífinu og hafðir gott gild- ismat sem þú innrættir okkur, þín- um nánustu. Við máttum stóla á orð þín og þú stóðst við þau í hvívetna. Elsku mamma mín, ég er stolt yf- ir því að hafa átt þig að, allar þær stundir sem við áttum saman og þann vinskap sem ég fann í þér. Þú varst sú sem stóðst alltaf við hlið mér og styrktir mig, sama hvað bjátaði á. Það var nóg að fá faðmlag og þá hurfu öll vandamál eins og dögg fyrir sólu. Þú varst svo opin og auðvelt að tala við þig alla tíð, sem unglingur eða ung kona í námi og starfi, hvað þá heldur sem gift kona og móðir. Móðirin er mjúk og fríð, miðlar kærleiksstjörnum. Ávallt vekur ár og síð ást hjá sínum börnum (Guðmundur Kr. Sigurðsson) Þú hélst fjölskyldunni saman, matarboðin fimm rétta, útilegur, daglegt samband þó ekki væri nema í síma, þú varst alltaf nærri og því verður þín sárt saknað. Hugmynda- flugið og þau mörgu prakkarastrik voru einstök, margt var brallað og aldrei vantaði þig ef verið var að skipuleggja og undirbúa mannfagn- að. Þú kenndir mér að lifa lífinu lif- andi og líta á björtu hliðarnar, tak- ast á við vandamálin og umfram allt aldrei að gefast upp. Þú varst stoð og stytta, ekki bara okkur heldur öllum í kringum þig Pálína Margrét Reynisdóttir Elsku Magga frænka. Takk fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú varst svo ,,sweet“, góð og gjafmild. Takk fyrir hálsfest- arnar sem þú gafst okkur, þær eru svo flottar. Við mun- um varðveita þær vel til minningar um góða frænku. Þínir frændur, Aron og Stefán. HINSTA KVEÐJA Elsku amma okkar, það er sárt að þú sért ekki lengur hjá okkur. En í hjarta okkar ertu alltaf hjá okkur. Takk fyrir að hafa verið amma okkar. Við elskum þig rosa- lega mikið (Amma Póló). Guðný Margrét og Guðmundur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.