Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 79
Skartgripir
Fjallkonunnar
Reynomatic
Café Mílanó
TÓNLISTARSKÓLINN
Í REYKJAVÍK
Innritun stendur yfir
SJÁ TONO.IS
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikhúsferð: Söngleikurinn
Grettir, sýnt í Borgarleikhúsinu 5. maí kl. 20.
Rúta fer frá Aflagranda 40 og Grandavegi 47,
kl. 19.15. Miðaverð er 2.900 kr. Rútufargjald
500 kr. Miðapantanir á Aflagranda 40 og í síma
411 2700.
Bólstaðarhlíð 43 | 5. og 6. maí nk., kl. 13–17
verður sýning á munum þátttakenda í fé-
lagsstarfinu. Kaffisala, heimabakaðar kökur og
smurt brauð. Ingvar Hólmgeirsson verður með
nikkuna báða dagana. 5. maí kl. 14.30 sýna
dömur föt frá tískuversluninni Smart og 6. maí
sýnir danshópur línudans ásamt börnum úr
Hlíðaskjóli.
Bústaðakirkja | Fundir F(ullorðin) B(örn) A(lkó-
hólista) eru alltaf á sunnudögum kl. 11–13 í Bú-
stöðum (kjallara Bústaðakirkju) og eru 12 spora
samtök fyrir þá sem vilja skoða bernskuna út
frá alkóhólísku uppeldi og hafa fundið leiðina til
bata.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur
sunnudagskvöld kl. 20. Hljómsveitin Klassík leik-
ur.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla miðvikudaga kl.
10.30 gamlir leikir og dansar, umsj. Félag áhuga-
fólks um íþróttir aldraða, undirbúningur fyrir
Landsmót UMFÍ í Kópavogi í byrjun júlí. Allir vel-
komnir. Upplýsingar á staðnum og s. 575 7720.
Strætisvagnar S4, 12 og 17.
Hæðargarður 31 | Síðasti fundur Bókmennta-
hóps í vetur er miðvikudag 2. maí kl. 20. Hann
er helgaður förinni að Hala í Suðursveit. Myndir
og vídeó. Óvænt uppákoma. Ekki missa af þess-
um fundi. Ást sunnudag 6. maí kl. 20. Fastir liðir
eins og venjulega. S. 568 3132, asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, mánudag, er
ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10 og Boccia á
Korpúlfsstöðum kl. 13.30, allir velkomnir.
Vesturgata 7 | Flóamarkaður verður fös. 4. maí
og mán. 7. maí kl. 13–16 báða dagana. Margt for-
vitnilegt í boði. Sjón er sögu ríkari. Veislukaffi.
Allir velkomnir.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir alla
krakka. Söngur, sögur, brúðuleikhús o.fl. Almenn
samkoma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir prédik-
ar. Tónlistarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Fyr-
irbænir í lok samkomu. Barnagæsla meðan á
samkomu stendur og kaffisala að henni lokinni.
Allir velkomnir.
Kristniboðsfélag karla | Kristniboðssalurinn
Háaleitisbraut 58–60, 3 hæð. Fundur í Kristni-
boðsfélagi karla mánudaginn 30. apríl kl. 20. Sr.
Frank M. Halldórsson talar. Allir karlmenn vel-
komnir.
50ára afmæli. Í dag erÓlöf Guðrún Péturs-
dóttir hjúkrunarforstjóri,
Lambafelli, 861 Rangárþingi
eystra, fimmtug. Af því tilefni
mun hún taka á móti vinum og
velunnurum á heimili sínu
Ljónshöfða/Lambafelli undir
Eyjafjöllum milli kl. 15 og 19.
80ára afmæli. GuðbjörgJóhannsdóttir, Rauða-
gerði 29, Reykjavík er áttræð í
dag, sunnudaginn 29. apríl.
Hún er stödd í Lillehammer í
Noregi með börnum og
tengdabörnum í tilefni dagsins.
dagbók
Í dag er sunnudagur 29. apríl, 119. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.)
Dýraverndarsamband Ís-lands hefur gætt hags-muna málleysingjanna fráárinu 1914. Sigríður Ás-
geirsdóttir er formaður félagsins:
„Tryggvi Gunnarsson garðyrkjumað-
ur Alþingisgarðsins og bankastjóri
var helsti hvatamaðurinn að stofnun
félagsins. Hann taldi hóp íslenskra
hefðarfrúa sem komnar voru saman í
Kaupmannahöfn á að stofna dýra-
verndarfélag en hann hafði þá um
nokkurt skeið gefið út blaðið Dýra-
vininn,“ segir Sigríður. „Helsta
markmiðið með stofnun félagsins var
fá setta löggjöf um meðferð dýra, og
hefur félagið alla tíð síðan einkum
gætt að því að hvergi brjóti meðferð
dýra í bága við lög.“
Fulls trúnaðar gætt
Dýraverndarsamband Íslands er
eina dýraverndarfélagið á landinu og
eru skráðir félagsmenn hátt í 500:
„Félagið innheimtir engin félagsgjöld
og hlýtur enga styrki frá opinberum
aðilum og heldur þannig fullu sjálf-
stæði í störfum sínum,“ segir Sigríð-
ur. „Félagið tekur við ábendingum
frá almenningi og kemur upplýs-
ingum til réttra aðila eftir að hafa
sannreynt að þær eigi við rök að
styðjast, og gætum við þá fulls trún-
aðar við þá sem upplýsa um slæma
meðferð dýra. Trúnaðar er oft þörf,
og t.d. ekki óalgengt að fólk hafi fjöl-
skyldutengsl við þann aðila sem
grunur leikur á að fari illa með dýr,
og einnig vill það gerast að þeir sem
fara illa með dýr eru óvandaðir menn
og óttast fólk að þeir geti brugðist
illa við kvörtunum.“
Góð lög sem þarf að fylgja
Á heimasíðu félagsins, Dyravernd-
.is, birtast fréttir, ábendingar og
pistlar um dýraverndarmál: „Íslend-
ingar búa að mínu mati við afskap-
lega góð lög og reglugerðir um dýra-
vernd og búfjárhald. Vandinn felst
oft í því að fræða dýraeigendur um
þessi lög og gæta þess að þeim sé
fylgt,“ segir Sigríður. „Einnig virðist
stundum þurfa að ýta við stjórnmála-
mönnum, ráðuneytum og stofnunum
svo að dýraverndarmálum sé sinnt
sem skyldi og sendum við bréf og
vekjum athygli á því á síðu félagsins
þegar svo ber undir.“
Nánar má fræðast um starf Dýra-
verndarsambands Íslands á
www.dyravernd.is.
Dýr | Fréttir og umfjöllun um dýraverndarmál á slóðinni www.dyravernd.is
Gæta hagsmuna dýranna
Sigríður Ás-
geirsdóttir fæddist
í Reykjavík 1927.
Hún lauk námi frá
Verslunarskóla Ís-
lands 1946 og í lög-
fræði frá Háskóla
Íslands 1971. Hún
starfaði hjá
Mæðrastyrksnefnd
og Félagi einstæðra foreldra áður en
hún gerðist héraðsdómslögmaður
1965 og rak lögfræðistofu með eigin-
manni sínum til 1988. Sigríður á þrjú
börn.
Tónlist
Norræna húsið | Kl. 15.15. Tónleikasyrpa í Norræna húsinu:
Caput-hópurinn og Auður Gunnarsdóttir, sópran, Hafdís
Bjarnadóttir, tónsmiður.
Salurinn, Kópavogi | Kl. 21. Tveir nemendur halda útskrift-
artónleika sína frá Trommuskóla Gunnars Waage. Þeir eru
Jón Mar Össurars., Artist Diploma og Friðrik Elí Bernharðs.,
Professional Certificate. Báðir útskrifast þeir úr Trommu-
setts- og hljóðhönnunardeild. Aðgangur ókeypis og allir vel-
komnir.
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | Hásalir kl. 14. Tónleikar. Hel-
ena Marta Stefánsdóttir syngur bæði íslensk og erlend verk.
Meðleikarar verða Sigurður Marteinsson, píanó, Guðrún
Óskarsdóttir, semball, Teitur Birgisson, saxófónn og Stefán
Bjarnason, baríton. Allir velkomnir. Aðg. ókeypis.
Fyrirlestrar og fundir
Askja- Náttúrufræðihús HÍ, stofa 132 | Fræðsluerindi Hins
Íslenska Náttúrfræðifélags verður mánudaginn 30. apríl kl.
17.15. dr. Ævar Petersen flytur erindið „Breytingar á lífríki
Breiðafjarðar: Vöktun sjófuglastofna“. Aðg. ókeypis og öll-
um heimill.
Garðaberg, Garðatorgi | Garðatorgi 7 (h. f. ofan bókasafnið).
Bókin og birtan - Bókasafn Garðabæjar 25 ára kl. 20. Katrín
Jakobsdóttir, bókmenntafræðingur, flytur erindi um tilurð og
þróun íslenskra glæpasagna. Garðakórinn, kór eldri borgara í
Garðabæ, syngur. Aðg. ókeypis, kaffiveitingar.
Fréttir og tilkynningar
Kaffi Kjós | Fuglaskoðunarferð í Kjós, laugardaginn 5. maí kl.
14. Farið verður frá Kaffi Kjós í rútu. Leiðsögumaður Björn
Hjaltason, Kiðafelli, Kjós. Verð kr. 2000. Pantanir í síma:
5667019, 5668099, 8682219 fyrir 3. maí.
GREININGAR- og ráðgjafarstöð
ríkisins stendur fyrir tveggja
daga námskeiði eða ráðstefnu á
Grand hóteli dagana 3. og 4. maí
nk.
Vornámskeið stöðvarinnar hafa
verið haldin árlega frá því að hún
tók til starfa árið 1986 og verður
þetta því hið tuttugasta og annað
í röðinni. Námskeiðin hafa verið
vettvangur fræðslu og samveru
fólks sem starfar að málefnum
fatlaðra barna á öllu landinu. Þau
hafa skapað tækifæri frá önn
dagsins fyrir fólk af ólíkum vett-
vangi að hittast, ræða saman og
bera saman bækur sínar.
Efni námskeiðsins í ár verður
„Börn og heilbrigði“. Fjallað
verður vítt og breitt um ýmislegt
sem varðar heilsu allra barna,
með líkamlega heilsu og þarfir
barna með þroskafrávik og fötlun
í huga. Á dagskrá verða 19 erindi
jafnmargra fyrirlesara. Dagskrá
og frekari upplýsingar má finna
á vef Greiningarstöðvar:
www.greining.is.
Börn og heil-
brigði á nám-
skeiði Grein-
ingarstöðvar
NÚ fer hver að verða síðastur að
sjá yfirlitsssýningar á verkum Jó-
hanns Briem og Jóns Engilberts í
Listasafni Íslands. Leiðsögn verður
um báðar sýningarnar í fylgd
Hörpu Þórsdóttur listfræðings í
dag, sunnudag, kl. 14.00. Harpa
mun fjalla um þróun í list beggja
listamannanna og tengsl þeirra við
strauma og stefnur í alþjóðlegu
samhengi.
10 þúsund hafa
sótt sýningarnar
Skv. upplýsingum Listasafnsins
hefur frábær aðsókn verið á sýn-
ingarnar í tengslum við dagskrá
fræðsludeildar þar sem fjölmargir
einstaklingar hafa verið kallaðir til
og fjallað um listamennina út frá
mismunandi sjónarhorni en um
10.000 manns hafa sótt sýning-
arnar. Í safnbúð Listasafnsins fást
bækur um listamennina sem gefnar
voru út í tilefni sýninganna.
Leiðsögn á
sýningum í
Listasafninu
Á DAGSKRÁ Sjón-
varpsins í kvöld er að
finna þátt helgaðan
dagskrá Listahátíðar í
Reykjavík 2007.
Þátturinn hefur að
geyma umfjöllun um
alla viðburði hátíð-
arinnar sem eru ríflega
30 talsins. Þar á meðal
er umfjöllun um hið
óvenjulega götuleikhús
Royal de Luxe, goð-
sögnina og tónlistar-
manninn Goran Brego-
vic, sem verður í
Laugardalshöll 19. maí
og barítónana Bryn
Terfel og Dmitri Hvoro-
stovsky. Einnig er þar
að finna umfjöllun um
íslensku leiksýning-
arnar Gyðjan í vélinni,
Yfirvofandi og Partíl-
and og breska leikhóp-
inn Cheek by Jowl, sem
nýlega frumsýndi Cym-
beline eftir William
Shakespeare í París, að ógleymdri
umfjölluninni um hingaðkomu San
Francisco ballettsins og sýninguna
um feril Helga Tóm-
assonar sem hefst í
anddyri Borgarleik-
hússins af því tilefni.
Þarna má líka finna
umfjöllun um alla ís-
lensku tónlistar-
viðburðina s.s. Ungir
einleikarar á Listahá-
tíð, Hljóðkompaníið,
Tónamínútur Atla
Heimis, kvartett
Kammersveitarinnar
sem flytur kvartetta
Jóns Leifs og fjöl-
breyttar myndlistarsýn-
ingar á borð við Kviku,
sem er viðamesta ís-
lenska hönnunarsýning
sem haldin hefur verið á
Íslandi, svo fátt eitt sé
nefnt.
Kynnir þáttarins er
Guðrún Gunnarsdóttir,
dagskrárgerð var í
höndum Jóns Egils Berg-
þórssonar og umsjón í
höndum Guðrúnar
Kristjánsdóttur.
Þátturinn er á dagskrá Sjón-
varpsins í kvöld klukkan 20.15.
Listahátíð kynnt
Götuleikhús Royal de Luxe.
Dmitri Hvorostovski
Bryn Terfel