Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 85

Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 85
magnið af New York-borg. Það var svo ári síðar að Edda Tegeder gekk til liðs við sveitina og var þá farið að teygja heildar- hugmyndina að plötunni aðeins til að sögn Gunnars Bjarna. „Mér fannst platan aldrei vera tilbúin og náði að væla út fleiri stúdíótíma. Ég og Karólína vildum fá meiri hráleika í plötuna … við vorum í þróunarvinnu og vorum stöðugt að nálgast eitthvað að okk- ur fannst. Þetta var orðið ansi spennandi. Og við búin að ganga í gegnum mikið og skemmtilegt æv- intýri … en eld og brennistein líka. Þetta tekur tíma og þetta er ennþá í gangi sjáðu til … við settum t.d. á stofn tónleikaútgáfu af sveitinni og lékum á nokkrum tónleikum, t.d. úti í New York.“ Staða plötunnar, sem sagt Kill Your Idol með Free Range Overground eða FROG, er því þannig í dag samkvæmt Gunnari: „Við erum búin að skila þessu verkefni af okkur og þetta kemur einhvern veginn út í Ameríku … ég veit hins vegar ekki hvernig þeir ætla að standa að því nákvæmlega. En það á að keyra hana inn á stóra markaði. Það eru menn að vinna í þessu og það er gott samband okk- ar á milli. Þetta hefur allt saman verið jákvæð reynsla … en svona hlutir eru stórir í sniðum og háðir duttlungum. Eðlilega …“ www.wrongrecords.net www.myspace.com/freer- angeoverground06 Morgunblaðið/Golli Sígilt Jet Black Joe hefur blásið í gamlar glæður að undanförnu og verið vel tekið. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 85 HLUTHAFAFUNDUR GLITNIS BANKA HF. Hluthafafundur Glitnis banka hf. verður haldinn í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi mánudaginn 30. apríl og hefst kl. 15.00. Dagskrá: • Kjör stjórnar • Önnur mál, löglega upp borin Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað á fundardegi kl. 14.00 til 15.00. 16. apríl 2007, stjórn Glitnis banka hf. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 9 0 2 9 „Djarfirleikararnirsýnasnilldarleikognáaðgaldraframþvílíka orkuásviðinuaðáhorfendursitjaagndofaeftir.“ - Tageblatt, March Weinachter, mars 2007 „DeclanDonnellan,meistaribreskaleikhússins,erkominnafturmeð sýningusemjaðrarviðfullkomnun.CymbelineeftirShakespeareer verksemgeristviðbreskakonungshirðþarsemfólklegguráráðinum samsæriogsvik,byrlareitur,sviðseturdauða,felluríraunverulegt dáogstendurívegifyrirástumannarra.“ - Le Figaro, mars 2007 „Einn af tíu bestu leikhópum veraldar!“ -TimeMagazine Hinn margverðlaunaði leikhópur Cheek by Jowl, sem talinn er einn af tíu bestu leikhópum veraldar skv. Time Magazine, sýnir Cymbeline eftir William Shakespheare á Listahátíð, en sýningin var frumsýnd í París í lok febrúar. Leikhópurinn hefur hlotið margvísleg verðlaun, þar á meðal fern Olivier verðlaun, Golden Mask Award, Obie Award, New York Drama Desk Award, Paris Drama Critics Award og Time Out Award. Sýningin er í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Glæsilegur 68 síðna dagskrárbæklingur Listahátíðar í Reykjavík 2007 kominn út! Fáðu þér eintak í verslunum Hagkaupa, listasöfnum, kaffihúsum og víða um land. Þjóðleikhúsið 15., 16., 17. og 18. maí Miðaverð: 3.300 Miðasala á viðburði Listahátíðar í Reykjavík 2007 fer fram á www.listahatid.is og í síma 552 8588, alla virka daga frá kl. 10 til 16. Miðasala á Cymbeline 15. og 16. maí er hjá Listahátíð en 17. og 18. maí hjá Þjóðleikhúsinu á www.leikhusid.is Miðasala Þáttur um dagskrá Listahátíðar 2007 verður í Sjónvarpinu í kvöld, sunnudagskvöld kl. 20.05

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.