Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 87

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 87
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 87 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is EITT VIRTASTA útgáfufyr- irtæki Evrópu nú um stundir er þýska útgáfan Morr Music, sem hef- ur haslað sér völl með því að gefa út danstónlist. Eigandi fyrirtækisins hefur löngum haft dálæti á íslenskri tónlist, kom hér á Airwaves fyrir nokkrum árum og hefur nú gert samning við þrjár íslenskar hljóm- sveitir um plötuútgáfu, múm, Benna Hemm Hemm og Seabear. Morr Music hefur nafn sitt frá stofnanda fyrirtækisins, Thomas Morr, sem er og eigandi þess og vel- ur sjálfur þær hljómsveitir sem fyr- irtækið gefur út. Það er starfrækt í Berlín og gaf framan af aðallega út það sem kallast IDM, Intelligent Dance Music eða gáfumannadans- tónlist; danstónlist sem er eiginlega ekki hægt að dansa við, en nýtir þó ýmis stílbrigði, hljóma og hljóð sem helst er að finna í tölvuvæddri dans- músík. Þetta var sú tónlist sem Thomas Morr virtist helst hafa smekk fyrir en ekki er að merkja annað en smekkur hans hafi breyst með tímanum, því æ meira hefur borið á draumkenndri poppmúsík í útgáfuáætlun Morr. Ekki efni heldur andi Reyndar segir Christina Kiefer, kynningarstjóri Morr, að Thomas Morr hafi aldrei einblínt á hvernig tónlist væri spiluð eða samin, hvaða hljóðfæri voru notuð við að flytja hana, heldur hafi inntakið skipt hann mestu máli. „Við höfum gefið út mikið af IDM en við höfum líka gefið út plötur sem kalla mætti þjóðlagatónlist, rokk eða hiphop.“ Af listamönnum sem gefið hafa út hjá Morr í gegnum tíðina má nefna Lali Puna, ISAN, B. Fleischmann, Herrmann & Kleine, F.S. Blumm, Ms. John Soda, sem mætti flokka sem IDM að mestu leyti, en einnig hefur fyrirtækið gefið út plötur með American Analog Set sem er klif- unar- og draumkennd rokktónlist. Slík gerð tónlistar hefur reyndar aldrei verið langt undan í Morr- útgáfum, því fjölmargar þeirra hljómsveita sem fást við IDM hafa orðið fyrir áhrifum af innhverfri rokktónlist að hætti My Bloody Val- entine og Slodive, sem sannaðist kannski einna best á Morr-plötunni Blue Skied an’ Clear þar sem ýmsir IDM listamenn taka fyrir Slowdive- lög. múm, Benni Hemm Hemm og Seabear Morr hefur einnig sýnt íslenskum tónlistarmönnum áhuga og samdi þannig við múm á sínum tíma. Please Smile My Noise Bleed, sem var safn af endurunnum múm lög- um með tveimur nýjum í bland, kom út á vegum Morr og síðan gaf Morr út Yesterday was dramatic, today is OK árið 2005, en sú plata kom upp- haflega út 1999. Ný múm plata kem- ur út hjá Morr í september, en hún hefur verið í smíðum síðastliðin ár. Benni Hemm Hemm gerði einnig útgáfusamning við Morr og fyrsta breiðskífa hans kom út á vegum Morr seint á síðasta ári og ekki er langt síðan Kajak kom út ytra. Morr gefur líka út Seabear- breiðskífuna The Ghost That Car- ried Us Away, sem kemur út í sept- ember. Aðspurð um hvers vegna Morr hafi samið við svo marga íslenska tónlistarmenn svarar hún að bragði og hlær við: „Vitanlega vegna þess hve mikið er af hæfileikafólki á Ís- landi!“ en heldur svo áfram: „Aðal- ástæðan er líklega sú að Thomas og Örvar [Smárason Þóreyjarson, múm maður] eru svo miklir vinir og hann benti Thomas á Benna Hemm Hemm og Seabear. Svo fór Thomas til Íslands fyrir tveimur árum og var mjög ánægður með þá ferð, sagðist hafa hitt svo mikið af skemmtilegu fólki. Honum er það mikilvægara að fólk sé viðkunn- anlegt og gott að vinna með því en hvernig tónlistin er. Hann er líka hrifinn af treganum sem finna má í íslenskri tónlist, lágstemmdum ljúf- sárum trega.“ Framundan eru tvö sérstök Morr-kvöld hér á landi: 1. maí á Ak- ureyri og síðan 5. maí í Reykjavík, en þá munu íslenskar og erlendar Morr-hljómsveitir spila. Christina Kiefer segir að Thomas muni heim- sækja landið af því tilefni og að kannski eigi hann eftir að rekast á fleiri forvitnilega íslenska lista- menn. Morr mærir íslenska músík Morgunblaðið/ÞÖK Seabear Sindri Már Sigfússon er fer fyrir Seabear sem er samnings- bundin Morr Music. Ljósmynd/Árni Torfason Kanó Morr Music gefur út nýjustu plötu Benna Hemm Hemm, Kajak. Þýska útgáfan Morr Music er með þrjár íslenskar sveitir á sínum snærum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.