Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 89

Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 89
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 89 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: John Lill Ludwig van Beethoven ::: Píanókonsert nr. 5 Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 1 FÖSTUDAGINN 4. MAÍ KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Tveggja meistara veisla Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Cristina Ortiz Ludwig van Beethoven ::: Píanókonsert nr. 4 Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 2 MIÐVIKUDAGINN 2. MAÍ KL. 19.30 LAUS SÆTI tónleikar utan raða í háskólabíói rauð tónleikaröð í háskólabíói Fyrsta vikan í maí er helguð Ludwig van Beethoven og Johannes Brahms, og kallast á við samskonar Beethoven–Brahms viku í haust sem fékk gríðarlega góðar viðtökur. Sannir tónlistarunnendur láta ekki þetta einstaka tækifæri til að upplifa meistaraverk í afburðaflutningi framhjá sér renna. Fyrsti konsert er frír Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is FIMM leikkonur stíga fram um borð í varðskipinu Óðni hinn 10. maí næstkomandi og flytja verkið Gyðj- an í vélinni með fjölmennan hóp sér til fulltingis. Konurnar fimm heita Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir og saman skipa þær Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildi. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar. Fjöldi listamanna taka þátt í sýningunni auk kvennanna fimm, svo sem Davíð Þór Jónsson tónlist- armaður sem sér um tónlistina og Halla Gunn- arsdóttir myndlistarmaður sem verður með innsetn- ingar. „Það eru alls um fimmtíu manns sem koma að sýningunni,“ upplýsti Margrét Vilhjálmsdóttir í sam- tali við Morgunblaðið. Í sýningunni er brugðið upp táknmyndum af kon- unni gegnum árþúsundir, saga hennar og samhengi viðrað á nýstárlegan hátt. Saumuð verða hjartasár, keppir fylltir og málshættir bróderaðir. Hugurinn baðaður í hlaupi, hunangi, royal-búðingi og majónesi. Miðasala er hafin á vef Listahátíðar og að sögn kynningarstjóra eru fáir miðar í boði. Gyðjan í vélinni Gyðjurnar Leiksýningin, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík, verður frumsýnd í varðskipinu Óðni þann 10. maí. DR. GUNNA óraði ábyggilega ekki fyrir þeim almennu vinsældum sem barnaplata hans, Abbababb!, átti eftir að njóta í kjölfar útkomu hennar fyrir tíu árum. Gunni kemst hins vegar ekki undan þeim örlögum að hann er lagasmiður af Guðs náð, og það sem átti að vera sakleysislegt hlið- arverkefni, bundið í nett kaldhæðið grín, náði fljótlega hylli margfalt stærri hóps en búast hefði mátt við. „Prumpufólkið“ varð fljótt mest um- beðna lagið á leikskólum landsins og fólk sem átti erfitt með rokkarann Gunna (sem þá var enn á fullu í Un- un) dróst að þessum „auðmeltu“ barnalögum. Abbababb! var sann- arlega fyrir börn á öllum aldri, af- spyrnu vel heppnuð plata sem hefur lifað góðu lífi í þessu tíu ár. Sú ákvörðun að umbreyta henni í söng- leik virðist því næsta eðlileg og sjálf- sögð. Hér höfum við því söng- leikjaútgáfur af gullmolum eins og „Systa sjóræningi“, „Rauða haus- kúpan“, „Óli hundaóli“ og „Prumpu- fólkið“ að sjálfsögðu. Nokkrum lög- um af upprunalegu plötunni er sleppt eða þau stytt og öðrum bætt við til að þjóna framvindu leikgerð- arinnar. Flest þeirra koma undir restina, sum bara stutt stef, og besta nýsmíðin er örugglega hið stór- skemmtilega „Meira diskó“. Hrá- leikinn sem stundum einkenndi hljóðversplötuna er sniðinn af; en í stað þess einkennast lögin af sam- söng leikaranna og flutningur er hress og glaðvær. Rangt væri að bera þessa plötu saman við frum- gerðina og sökkva sér í spurninguna um hvor sé nú betri, þar sem plöt- urnar lúta einfaldlega ólíkum lög- málum. Þannig er tónlistin úr söng- leiknum Abbababb! afbragð, hún er skemmtilega framreidd og ber náð- argáfu höfundar – eins og forverinn – fagurt vitni. Abba- babb, enn og aftur! TÓNLIST Dr. Gunni – Abbababb!  Arnar Eggert Thoroddsen Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.