Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKI 9 • KRINGLAN 1 SÍMI: 599 6200 • www.hr.is www.hr.is KYNNTU ÞÉR NÁMSFRAMBOÐ Á HEIMASÍÐU SKÓLANS Opið fyrir umsóknir ELÍAS Björn Hall- dórsson listmálari andaðist á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 2. maí sl., 76 ára að aldri. Hann fæddist 2. desember 1930 á Snotrunesi í Borgarfirði eystra, sonur Halldórs Ár- mannssonar bónda og Gróu Björnsdóttur húsfreyju. Elías ólst upp á Borgarfirði eystra. Hann gekk í Alþýðu- skólann á Eiðum og fékkst þar talsvert við að teikna. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskóla Íslands 1954– 1957 og vann á sumrin við brúar- smíð víða um land. Elías hélt til náms við Listaakademíuna í Stutt- gart og var þar eina önn en fór til Kaupmannahafnar og fékk inn- göngu í Konunglega fagurlista- skólann. Meðal samnemenda hans þar voru Alfreð Flóki og Zakharías Heine- sen. Elías sneri heim og vann ýmis störf en vann að myndlistinni í frístundum. Auk þess að mála myndskreytti hann bók og vann tré- ristur. Elías flutti til Sauðárkróks 1963 þar sem hann vann m.a. í verksmiðju og var bæjarverkstjóri en vann jafnframt að myndlistinni. Árið 1974 ákvað Elías að helga sig myndlistinni og sýndi verk sín bæði á einkasýningum og samsýningum. Hann bjó í Kópa- vogi frá 1987 og var þar með vinnustofu. Elías var heiðurslista- maður Kópavogs 1994. Eftirlifandi eiginkona Elíasar er Ásthildur Í. Sigurðardóttir. Þau eignuðust þrjá syni sem lifa föður sinn. Andlát Elías B. Halldórsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HÆÐARRÁ yfir Miklubraut féll niður á nyrðri akbrautina laust fyrir hádegi í gær og lenti á tveimur bílum. Ráin féll þegar vörubíll með of hátt reistan krana ók á hana um kl. 11.20 í gærmorgun. Öllum fjórum akreinum braut- arinnar til vesturs var lokað vegna óhappsins og olli það talsverðri umferðarteppu. Ekki urðu nein slys á fólki en bílarnir tveir skemmd- ust talsvert samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar. Brá svona þokkalega „Ég var bara að keyra þegar eitthvað datt ofan af himninum í rúðuna hjá mér, fór svo á húddið og undir bílinn,“ sagði Þórunnbjörg Sigurðardóttir, eigandi fólksbíls, sem skemmd- ist talsvert við að fá hæðarrána á sig. Þórunn- björg var ein á ferð í bílnum. Eftir á að hyggja sagði hún að sér þætti eins og vörubíllinn, sem olli óhappinu, hefði verið talsvert langt fyrir framan hana. En skyldi henni ekki hafa brugð- ið við óhappið? „Jú, svona þokkalega. Það flaug í gegnum huga minn hvað þetta gæti verið og hvaðan það hefði komið. Þetta var allavega mjög óvænt uppákoma,“ sagði Þórunnbjörg. Hún sagði að framrúðan hefði brotnað við óhappið en ekki splundrast. En meiddist Þórunnbjörg við óhappið? „Ef ég hef gert það, þá hef ég ekki áttað mig á því. Ég man að ég rak hausinn í stýrið, en mér brá svo mikið að ég spáði ekki í það,“ sagði Þórunnbjörg. Hún taldi að bíll sinn væri mikið skemmdur eftir óhappið. Auk þess að brjóta rúðuna hafi sláin beyglað vélarhlífina og brettið, skemmt hjólabúnað að framan og einnig fór vír úr ránni undir bílinn og reif númeraplötuna að framan af og eitthvað undan honum. Þórunnbjörg sagðist hafa getað ekið bílnum að nálægu vinnusvæði og skilið hann þar eftir. Miklir skruðningar væru í honum og svo mikill titr- ingur í stýrinu að bíllinn væri óökufær. Svo datt hún bara „Við vorum að keyra þarna og sáum vörubíl- inn rekast í slána, svo datt hún bara,“ sagði Guðrún Ósk Pálsdóttir, sem var farþegi í bíl á Miklubrautinni. Sláin datt fyrir framan bílinn sem hún sat í, en Sævar Þór Svanlaugsson bíl- stjóri brást skjótt við og tókst að stöðva bílinn án þess að lenda á slánni. Guðrún sagði að þau hefðu ekið fyrir aftan vörubílinn og séð þegar kraninn á honum rakst í slána. Hún sagði að sér hefði brugðið mikið við að sjá slána detta. Sláin lá þvert yfir ak- brautina og sagði Guðrún að þau hefðu beðið eftir að lögreglan kæmi. Hún leyfði þeim síðan að halda för sinni áfram. Aðspurð sagði Guðrún að hún myndi „alveg örugglega“ hafa varann á sér næst þegar hún æki undir svona hæðarrá. Morgunblaðið/Júlíus Sluppu Guðrún Ósk Pálsdóttir var farþegi í fólksbíl sem slapp naumlega við að lenda á slánni. Óhappið átti sér stað á Miklubraut í gær. Eitthvað datt af himninum Óhapp Sláin lenti á bíl Þórunnarbjargar Sigurðardóttur og skemmdi hann og annan bíl. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt rúmlega fertugan karlmann, Garðar Garðarsson, í fimm ára fangelsi fyrir ýmis brot og skil- orðsrof. Með dómi sínum staðfesti Hæsti- réttur refsingu sem ákærða var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 13. desem- ber sl. Ákærði var sakfelldur af ákæru ríkis- saksóknara fyrir nytjastuld, þjófnað, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til langs sakaferils ákærða, langrar brotahrinu, einbeitts brotavilja og þess að hann reyndi eftir fremsta megni að hylja slóð sína. Sakaferill ákærða nær aftur til ársins 1982. Auk refsingar var hann sviptur öku- rétti ævilangt og dæmdur til að greiða sak- arkostnað upp á rúmar 460 þúsund kr. og bætur til Olíuverzlunar Íslands að fjárhæð rúmar 420 þúsund kr. vegna þjófnaðar á bensínstöð félagsins. Þá voru upptæk gerð nokkur grömm af fíkniefnum af ýmsum teg- undum s.s. kókaín, hass og e-töflur. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugs- son og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verj- andi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðardóttir vara- ríkissaksóknari. 5 ára fangelsi fyrir ýmis brot ÍSLENSKIR „áhrifavaldar“ treysta ríkis- stjórninni betur en viðskiptalífinu, fjölmiðl- um, frjálsum félagasamtökum og trúfélög- um. Þetta má lesa úr nýrri könnun Capacent Gallup og AP almannatengsla þar sem kemur fram að heilbrigðisgeirinn nýtur mests trausts atvinnugreina. Með skilgreiningunni „áhrifavaldur“ er hátt við háskólamenntað fólk á aldrinum 35 – 64 ára sem eru í tekjuhæsta fjórðungnum og „hafa áhuga á stjórnmála- og viðskipta- umræðu“ eins og það er orðað í tilkynningu. Svarendur voru 150 og treysta 54% stjórn- inni frekar eða mjög mikið, 46% viðskipalíf- inu, 35% fjölmiðlum, 25% frjálsum félaga- samtökum og 11% trúfélögum. Viðhorf til fjölmiðla var einnig kannað. Flestir töldu útvarpsfréttir frekar eða mjög áreiðanlegar, eða 75%. Nær sama hlutfall, eða 74%, nefndi greinar í viðskiptablöðum annars vegar og skýrslur frá verðbréfa- eða greiningarfyrirtækjum hins vegar. 66% töldu sjónvarpsfregnir áreiðanlegar, 42% dagblöð og aðeins 3% efni á bloggsíðum. Tortryggni í garð bloggsins sem miðils kom einnig fram í því að aðeins 4% sögðu upplýsingar frá bloggurum frekar eða mjög trúverðugar. Þátttakendur voru jákvæðir í garð fyrirtækja sem sýna samfélagslega ábyrgð, alls sögðust 77% líklegast að þeir mundu kaupa vöru eða þjónustu af fyrir- tækinu (34%), skipta við það (26%) eða mæla með því (17%). Stjórninni treyst betur ♦♦♦ Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is RÚSSNESKUR læknir, Vladimir Stanovko, sem starfar við heilsu- gæslustöðina við Kárahnjúka á veg- um Heilbrigðisstofnunar Austur- lands, færði Impregilo bráðabirgðalista Þorsteins Njáls- sonar yfirlæknis yfir 180 menn sem hann taldi hafa orðið fyrir eitrun í göngum virkjunarinnar. Þetta stað- festir landlæknir. Þorsteinn hefur ásakað Impregilo fyrir að láta stela listanum af skrifborði sínu á heilsu- gæslunni. Stanovko hefur ekki gilt lækningaleyfi á Íslandi en starfar með Þorsteini að heilsugæslu. Matthías Halldórsson landlæknir segir ótímabært að ræða frekar at- hugun embættisins og Vinnueft- irlits á málavöxtum, enda hafi ekki öll gögn borist embættinu. Ekki hafi tekist að ná í Þorstein Njálsson til að fá ákveðin atriði á hreint og ekki sé um meiri upplýsingar að ræða fyrr en það tekst. Upplýsinga beðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.