Morgunblaðið - 04.05.2007, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÝ gjaldskrá
fyrir Hvalfjarð-
argöng tekur
gildi á mánu-
daginn kemur,
7. maí.
Meginbreyt-
ingin er sú,
samkvæmt til-
kynningu frá
Speli, að II.
gjaldflokki
verður skipt í tvennt. Í nýjum II.
flokki verða ökutæki 6–8 metrar
að lengd og í nýjum III. flokki
verða ökutæki 8–12 metrar að
lengd.
Þetta mun hafa það í för með
sér að veggjald svokallaðra pall-
bíla, sendibíla og fleiri ökutækja,
lækkar um nær helming. Stök
ferð mun þannig kosta 1.500
krónur í stað 2.800 króna áður.
Nokkur gagnrýni hefur verið á
það fyrirkomulag sem ríkti áður,
þegar pallbílar báru svokallað
vörubílagjald. Á hinn bóginn mun
gjald húsbíla hækka, en þeir hafa
hingað til farið í gegnum göngin
á lægsta gjaldi, þ.e. fólksbíla-
gjaldi, þrátt fyrir að vera allt að
7,25 metrar á lengd, segir í frétt
Spalar.
Um þessar mundir er Spölur að
taka í notkun sjálfvirkan lengdar-
mælingabúnað, en nýi búnaðurinn
er forsenda þess að hægt sé að
breyta gjaldskránni.
Spölur breytir
gjaldskránni
Umferð í Hval-
fjarðargöngum
SKRIFAÐ hefur verið undir samn-
ing um Landgræðsluskóga milli
Skógræktarfélags Íslands og land-
búnaðar- og fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs. Samningurinn lýt-
ur að framlögum ríkisins til Land-
græðsluskógaverkefnisins og felur
í sér plöntukaup, umhirðu, grisjun,
og bætt aðgengi að svæðum Land-
græðsluskóga. Samningurinn hljóð-
ar upp á framlag ríkisins sem nem-
ur 35 milljónum króna árlega til
ársins 2013. Svæði Landgræðslu-
skóga eru í umsjón og á vegum
skógræktarfélaganna og eru nú um
130 víðs vegar um land. Með þess-
um nýja samningi mun skógrækt-
arhreyfingin eflast til muna. Aukn-
ir möguleikar verða á því að gera
nýmerkur Landgræðsluskóga að-
gengilegar almenningi og um leið
er lögð áhersla á að skapa góða úti-
vistaraðstöðu á svæðum þeirra,
segir í fréttatilkynningu.
Skógræktarhreyfingin eflist
Kampakátir Ráðherrarnir Guðni Ágústsson og Árni M. Mathiesen ásamt
Magnúsi Jóhannessyni, formanni Skógræktarfélags Íslands.
NÝSKRÁNINGAR bíla í janúar–
apríl í ár voru 5787, þ.e. 34,9% sam-
dráttur frá fyrra ári. Síðastliðna 12
mánuði, til loka apríl, voru ný-
skráningar bíla 20.212 en það er
26,5% samdráttur frá fyrra tólf
mánaða tímabili.
Færri nýir bílar
RITAÐ hefur verið undir samning
um byggingu nýs skólahúss fyrir
byggingagreinar og mannvirkja-
gerð, sem í daglegu tali er kölluð
tréiðnadeild, við Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi.
Það var Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, menntamálaráðherra
sem ritaði undir samkomulagið f.h.
ríkisins og Gísli S. Einarsson,
bæjarstjóri á Akranesi, fyrir hönd
sveitarfélaganna fimm sem standa
að skólanum á sunnanverðu Vest-
urlandi.
Tréiðnahús
BAKKAVÖR, Háskólinn í Reykja-
vík og Viðskiptaráð Íslands hafa
stofnað sjóð sem notaður verður
til að verðlauna þá nemendur Há-
skólans í Reykjavík sem leggja
fram bestu viðskiptaáætlun í verk-
efnum innan skólans á ári hverju.
Þessi verðlaun verða kennd við
Guðfinnu S. Bjarnadóttur, fyrrver-
andi rektor skólans, vegna fram-
lags hennar til frumkvöðlamennt-
unar innan HR. Bakkavör mun
leggja fimm milljónir króna í
stofnfé sjóðsins.
Fyrirkomulag styrkveitinga úr
sjóðnum verður með þeim hætti að
bestu fimm til sjö viðskiptaáætl-
anirnar úr námskeiðinu Nýsköpun
og stofnun fyrirtækja (sem er
skyldunámskeið fyrir laganema,
verkfræðinema og viðskipta-
fræðinema) á vorönn og sumarönn
ár hvert og úr námskeiðinu Rekst-
ur, stjórnun og nýsköpun (sem er
skyldunámskeið fyrir tækni-
fræðinema á haustönn ár hvert)
verða sjálfkrafa þátttakendur í
verðlaunasamkeppninni, og munu
kennarar á námskeiðunum velja
þessar fimm til sjö áætlanir og
upplýsa nemendur. Einnig verður
öllum nemendum HR frjálst að
senda inn viðskiptaáætlanir. Sam-
keppnin verður kynnt öllum nem-
endum í janúar á hverju ári (í apr-
íl 2007) og er skilafrestur 1. júní.
Með stofnun sjóðsins vill HR
halda í heiðri frumkvöðulsstarf
Guðfinnu S. Bjarnadóttur innan
HR og styðja við frumkvöðulsstarf
nemenda. Í fréttatilkynningu segir
að Guðfinna hafi komið með nýja
sýn inn í íslenskt háskólaumhverfi
þegar hún tók við starfi rektors
árið 1998. „Það er trú stjórnenda
Háskólans í Reykjavík að mann-
auðurinn sé mesta auðlind lands-
ins, þannig hefur hugsunin verið
frá fyrstu tíð. Til stuðnings frum-
kvæði og sköpunarkraftinum sem
býr í hverjum einstaklingi þá hef-
ur nýsköpun verið eitt af að-
alsmerkjum skólans.“
Frumkvöðlasjóður
stofnaður í HR
Morgunblaðið/G.Rúnar
Undirskrift Undir samninginn skrifuðu Hildur Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Bakkavarar Group hf, Halla Tómasdóttir, fram-
kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, og dr. Svafa Grönfeldt, rektor Há-
skólans í Reykjavík. Fremst á myndinni er dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir.
Stofnaður í nafni
Guðfinnu S.
Bjarnadóttur
„ÞAÐ hefur orðið mjög mikil hug-
arfarsbreyting varðandi reykingarn-
ar,“ segir Þóroddur Bjarnason, pró-
fessor í félagsfræði við Háskólann á
Akureyri, HA, um þá niðurstöðu
nýrrar ESPAD-rannsóknar að
11,1% nemenda í 10. bekk reyki mið-
að við 20,8% árið 1995.
Evrópska vímuefnarannsóknin er
alþjóðleg og nær til 40 landa. Hún er
gerð á fjögurra ára fresti. Að henni
standa Evrópuráðið og forvarnaráð
Evrópusambandsins, ESB. Þórodd-
ur er í fimm manna stjórn verkefn-
isins. Á Íslandi er um að ræða sam-
vinnuverkefni HA og Lýðheilsu-
stöðvar í Reykjavík.
„Það má áætla að allt að tvöfalt
fleiri hafi reykt tíu árum á undan,“
segir Þóroddur og vísar til þess að
líklega hafi 30 til 40% ungmenna í
þessum aldursflokki reykt árið 1985.
Spurður um ástæður segir hann
viðhorf til reykinga hafa breyst, þær
hafi minnkað hraðar hjá unglingun-
um og stefni í það að vera undan-
tekningartilvik, eða svipað hlutfall
og þeirra sem hafi prófað hass, sem
mælist nú 9,4%. Reykingar tengist
meira og meira jaðarhópum, það sé
alltaf ákveðinn hópur sem prófi allt.
Dregur einnig úr drykkjunni
Ef marka má rannsóknina, sem
byggð er á spurningalista sem lagð-
ur hefur verið fram frá árinu 1995,
hefur einnig dregið verulega úr
áfengisneyslu þessa aldurshóps, 42%
segjast nú hafa orðið drukkin um
ævina samanborið við 64,2% árið
1995. Ölvun síðustu 30 daga minnkar
enn meir, úr 55,8% 1995 í 21,3%.
Þóroddur segir, að færri og færri
drekki eitthvað en ungmenni, sem
það geri, geri meira af því en áður.
„Það var meirihluti unglinga sem
drakk. Nú er þetta minnihluti. Ég
satt að segja bjóst við að sjá hærri
tölur. Áfengi er orðið miklu meiri
hluti af daglegu lífi,“ segir Þóroddur,
sem bendir á að 27,1% hafi þó tekið
áfengi heima án vitneskju foreldra.
Reykingar
ungra
minnka
Evrópska vímuefnarannsóknin sýnir jákvæða þróun hér
(! !
)
*
$
%+
*,,-&
*
,
.
/
-
0
*
1
2 # *
,
.
/
-
0
*
1
!
"
"
%&
'(
)
*
+
)) )) *,,,
))
*,,-
2 !!%
)
3!!%
% 4
% % 5 )
2 % # )
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Siv Frið-
leifsdóttur heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra: „Í tilefni af skrifum
Staksteina í Morgunblaðinu í gær, 2.
maí, þar sem ég er hvött til þess að
kynna mér hvernig öldruðu fólki
verður við þegar það þarf að „… reiða
fram nokkur þúsund krónur í hvert
sinn og jafnvel hátt á annan tug þús-
unda fyrir viðtal við lækni“, er rétt að
benda á eftirfarandi.
Sjúkratryggðir elli- og örorkulíf-
eyrisþegar eiga rétt á afsláttarkorti
frá Tryggingastofnun ríkisins þegar
þeir hafa greitt samtals 4.500 krónur
á árinu fyrir læknis- og heilsugæslu-
þjónustu. Fram til þessa hefur fólk
þurft að framvísa reikningum til að fá
afsláttarkort TR, en nú er hins vegar
unnið að því að koma á rafrænum
samskiptum með þessa reikninga frá
stofnunum til TR þannig að TR hafi
upplýsingar um afsláttarmörk ein-
staklinga fyrr en ella. Stefnt er að því
að framvegis sendi TR afsláttarkort
til sjúkratryggðra þegar rafrænar
upplýsingar liggja fyrir um að við-
komandi sjúklingur sé kominn yfir af-
sláttarmörk stofnunarinnar og munu
menn þá ekki þurfa að koma sjálfir
með kvittanir fyrir útlögðum kostn-
aði. Á næstu vikum verður tekið í
notkun nýtt afgreiðslukerfi hjá Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi sem gerir
kleift að fletta upp stöðu sjúklinga hjá
TR. Þá munu þeir sem komnir eru yf-
ir afsláttarmörk í kerfi TR greiða
samkvæmt því, óháð því hvort við-
komandi er með afsláttarkort undir
höndum eða ekki. Þegar búið verður
að koma þessum samskiptum á gagn-
vart LSH er gert ráð fyrir að Heilsu-
gæsla höfuðborgarsvæðisins tengist
kerfi TR með sama hætti og síðan
aðrar heilbrigðisstofnanir. Sjálfstætt
starfandi sérfræðingum eru nú þegar
tengdir kerfi TR.“
Athugasemd vegna Staksteina
LÁTINN er á 88. ald-
ursári á Heilbrigðis-
stofnuninni á Hvamm-
stanga Valdimar
Lárusson, fyrrverandi
aðstoðarlögregluvarð-
stjóri í Kópavogi og
leikari.
Valdimar fæddist
28. janúar 1920 á Efri-
Vaðli í Barðastrandar-
hreppi og var yngstur
14 systkina. Foreldrar
hans voru Lárus
Mikael Stefánsson
bóndi og Jónína Val-
gerður Engilberts-
dóttir.
Valdimar lauk námi frá Lög-
regluskólanum árið 1969 og
menntaði sig einnig í leiklist í
Þjóðleikhússkólanum og var hann
jafnframt í fyrsta útskriftarhópi
Leiklistarskóla Ævars R. Kvarans.
Lék hann í Iðnó og Þjóðleikhúsinu
ásamt því að leika og leikstýra
verkum hjá Ríkisútvarpinu og með
frjálsum leikhópum.
Lögreglustörf Valdimars spönn-
uðu á þriðja áratug
en hann starfaði hjá
lögreglunni í Kópa-
vogi frá 1967 til 1990.
Valdimar tók lengi
virkan þátt í Frímúr-
arareglunni og einnig
í starfi Alþýðubanda-
lagsins og Vinstri
grænna í Kópavogi.
Þá var hann stuðn-
ingsforeldri hjá hug-
sjónafélaginu Spes
sem byggir og rekur
heimili fyrir munað-
arlaus börn í þróun-
arlöndunum.
Eftir Valdimar liggja þrjár
ljóðabækur, Rjálað við rím og
stuðla 1990, Laust og bundið, 1993
og Tært drýpur vatnið 1997.
Eftirlifandi eiginkona Valdimars
er Kristrún Jónsdóttir, fædd 29.
ágúst 1922 og býr hún hjá einka-
dóttur þeirra hjóna, Sigrúnu Björk
á Dæli í Vestur-Húnavatnssýslu.
Barnabörn Valdimars heitins eru
þrjú.
Andlát
Valdimar Lárusson