Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 13

Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 13
edda.is Guðmundur Páll Ólafsson er fyrir löngu landskunnur fyrir sínar einstæðu bækur um náttúru Íslands sem hafa opnað augu landsmanna fyrir þeim verðmætum sem okkur er trúað fyrir. „Vatn, mórautt straumvatn, tjörn, tær lækur, grjót, sandur og eyðimörk, iðandi staraflákar, heiðagæs, illviðri, blíða, fannfergi, beljandi stormur, blóm- grónir balar, klettar, jökulhvel, volgrur, kviksyndi – andstæður, mótsagnir, þversagnir – Þjórsárver!“ Þessi bók fjallar um stríð sem staðið hefur í hálfa öld um náttúruperluna Þjórsárver og þar hafa tekist á andstæðar hugmyndir um náttúru Íslands og hlutverk mannsins í henni. Því er lýst í greinargóðu máli og ægifögrum myndum hvað í húfi er, og rakin sagan um stöðuga ásælni orkuyfirvalda. Stríðið um varðveislu þeirra þjóðargersema stendur enn. Leiðbeinandi útsöluverð 4.480 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.