Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 60

Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 60
60 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ NEXT kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára BLADES OF GLORY kl. 4 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára THE MESSENGERS kl. 8 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ÓTEXTUÐ m/ensku tali kl. 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI SPIDER MAN 3 kl. 3 - 6 - 9 - 12 B.i.10.ára SPIDER MAN 3 VIP kl. 3 - 6 - 9 - 12 BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára SHOOTER kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.12.ára THE GOOD SHEPERD kl. 10:10 B.i.12.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 LEYFÐ / ÁLFABAKKA BECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy Moore ee H.J eee V.J.V. TOPP5.IS eee Ó.H.T. RÁS2 eee S.V. MBL eee V.J.V. TOPP5.IS FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS HEIMSFRUMSÝNING WWW.SAMBIO.IS FRUMSÝNING» EINNIG FRUMSÝNDAR» VERTÍÐ kvikmyndahúsanna sem kennd er við sumarmyndir, hefst með trukki í dag þegar þriðja myndin um Kóngulóarmanninn verður frumsýnd. Fyrri myndirnar voru eins og allir þekkja afar vinsælar og höluðu hvorki meira né minna en 1,6 milljarða bandaríkjadala inn fyrir Columbia kvikmyndaverið sem framleiðir mynd- irnar. Það er sem fyrr leikarinn Tobey Maguire sem sveiflar sér milli bygginga íklæddur kóngulóar- búningnum þrönga. Mikið mæðir á Peter Parker sem endranær enda erfitt að vera í fullu starfi sem ljósmyndari og eiga kærustu auk þess að þurfa reglulega að bjarga heiminum frá óþokk- um íklæddur búningnum góða. Eins og þetta séu ekki næg verkefni fyrir Par- ker þarf hann nú einnig að berjast við hin myrku öfl sem virðast vera að læsa klónum í hann en ummerkin má meðal annars sjá í sífellt dökkn- andi einkennisbúningnum. Vondu kallarnir Aðalóþverrinn að þessu sinni nefnist Sandman en hann býr yfir þeim magnaða eiginleika að geta breytt sér í hvert það form af sandi sem honum hugnast. Það er Thomas Haden Church, sem sötraði rauðvín svo eftirminnilega í Side- ways, sem fer með hlutverk Sandmannsins. Þá þarf Kóngulóarmaðurinn einnig að kljást við samstarfsmann sinn Eddie Brock sem á sér hliðarsjálf í ofurskúrknum Venom. Með hlutverk hans fer Topher Grace sem lesendur kannast trúlega við úr „That 70’s Show“. Venom býr að nokkru leyti yfir sömu eiginleikum og Spiderm- an og hvað Marvel-aðdáendur varðar hefur Venom verið einn vinsælasta andhetja Spiderm- an-myndasagnanna. Önnur persóna sem kemur í fyrsta skipti við sögu í kvikmyndunum er Gwen Stacy sem kom fyrst fram í myndasögunum árið 1965 en hún hrífur Peter Parker upp úr skónum og er leikin af Bryce Dallas Howard. Spiderman 3 var frumsýnd í Hong Kong þann 15. apríl síðastliðinn og hefur slegið hvert að- sóknarmetið á fætur öðru í Asíu. Í Singapore, Filippseyjum, Malasíu og Taílandi seldust fleiri miðar á myndina en á nokkra aðra mynd, miðað við fyrsta sólarhringinn í sölu. Frumsýningin var haldin í Hong Kong öðrum þræði til viðurkenningar á þessum sístækkandi markaði kvikmyndaáhorfenda í Asíu. Þar er sem fyrr Sam Raimi sem leikstýrir. Svartur og svakalegur Kóngulóarmaðurinn berst við innri og ytri ára í þriðju myndinni um ofurhetjuna sem hefur slegið í gegn víða um heim. Baráttan við myrku öflin ERLENDIR DÓMAR The Hollywood Reporter 80/100 Newsweek 80/100 Premier 63/100 Empire 60/100 Variety 50/100 (skv. Metacritic) Annarra manna líf Kvikmyndin sem Græna ljósið frumsýnir í dag fjallar öðrum þræði um hið háþróaða eftirlitskerfi sem var til staðar í Austur-Þýskalandi fyrir fall múrsins. Þessi þýska kvik- mynd, sem kallast á frummálinu Das Leben Der Anderen, hefur vak- ið athygli alls staðar þar sem hún hefur verið sýnd og ætti Ísland ekki að verða þar undanskilið. Spennudrama Í upphafi níunda áratugarins eru Georg Dreyman og eiginkona hans, leikkonan Christa-Maria Sieland, mikils metnir listamenn í Austur- Berlín. Undir yfirborðinu kraumar þó óánægja þeirra með ríkjandi skipulag og kúgun kommúnista- flokksins. Einn daginn fær menn- ingarráðuneytið sérlegan áhuga á Christu og sendir Stasi-leyniþjón- ustumanninn Wiesler út af örkinni til að kynnast hjónunum betur. Í stað þess að koma upp um andstöðu hjónanna við kommúnistaflokkinn og draga þau fyrir rannsóknar- nefnd flækist Wiesler inn í heillandi heim þeirra hjóna og í hönd fer bar- átta hans um eigin gildi og hollustu við ríkið. Saga myndarinnar spann- ar tæpan áratug, allt frá upphafi ní- unda áratugarins og framyfir fall múrsins. Margverðlaunuð Myndinni hefur hvarvetna verið vel tekið og hlotið margvísleg verðlaun á kvikmyndahátíðum. Má þar nefna Óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu myndina auk annarra stórra verð- launa í Evrópu. Leikstjórn: Florian Henckel von Donnersmarck.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.