Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 61 BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára BREACH kl. 8 - 10 LEYFÐ MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI / KEFLAVÍK SPIDER MAN 3 kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM eeee V.J.V. eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS SPRENG- HLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! ee J. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is eee S.V. - MBL MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" eee MMJ, Kvikmyndir.com M A R K W A H L B E R G eeee SV, MBL eee LIB, Topp5.is eeee S.V. eeee V.J.V. TOPP5.IS WWW.SAMBIO.IS  Hljómsveitin Hjaltalín treður upp í dag kl. 17 í plötuversluninni 12 Tón- um á Skólavörðustíg. Hjaltalín er tveggja ára gömul sveit sem hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og lauk meðal annars hinni víðfrægu tónleika- ferð einyrkjanna Lay Low, Péturs Ben og Ólafar Arnalds, Plokkað hring- inn með Rás 2. Tónlistin sem sveitin spilar er bræðingur margra tónlist- arstefna, svo sem indí-rokks, 60’s tónlistar og klassíkur. Hjaltalín í 12 Tónum  Framleiðendur söngleiksins um Shrek leita nú um allan heim að leikurum í aðalhlutverkin. Sam Mendes leikstýrir og verður sýn- ingin sett upp á Broadway í New York að ári. Framleiðendurnir vilja fá fólk til að senda inn myndbönd með söngprufu í ætt við þau sem er að finna á YouTube. Samkvæmt BBC leita framleiðendurnir nú að karlmönnum á þrítugsaldri til að fara með hlutverk Shrek og asnans. Ekkert segir að Íslendingar geti ekki sent inn upptökur. Íslenskur Shrek?  Fatahönnuðurinn Thelma Björk Jónsdóttir er að gera það gott í hin- um stóra tískuheimi ef eitthvað er að marka þá athygli sem hún vekur með frumlegum hárspöngum sín- um. Breska Vogue fjallar um Thelmu og höfuðdjásnin sem hún hannar, í síðasta mánaðarhefti og ef fer sem horfir má allt eins gera ráð fyrir því að tískuafurð Thelmu verði það sem koma skal á flug- hálum framabrautum hátískunnar. Thelma Björk vekur athygli Lofsamlegir dómar um nýjustuplötu Bjarkar halda áfram að birt- ast í heimspressunni og svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir að Volta fari sigurför um heiminn. Tónlistarblaðið Uncut spanderar þremur síðum undir Björk í nýjasta tölublaði og gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm. Sömu sögu er að segja um stjörnugjöf Mojo og Atti- tude bætir um betur og gefur Volta fullt hús stiga í plötudómi. Björk er nú stödd á tónleikaferð um Banda- ríkin en um síðustu helgi lék hún á tónlistarhátíðinni Coachella. Sigurförin heldur áfram  Íslenski dansflokkurinn er enn staddur í Kína þar sem hann er á sýningaferð. Samkvæmt ferðabloggi flokksins (id.blog.is) hafa stjórn- endur dansflokksins átt viðræður við nokkra kaupendur danssýninga og ber þar helst að nefna listahátíð- ina í Hong Kong sem er talin sú stærsta í Suður-Asíu. Þá nefnir færsluhöfundur einnig listahátíðir í Macau og Sidance í Seúl sem mögu- lega kaupendur að sýningum dans- flokksins á næstu misserum. ÍD eftirsóttur „ÞAÐ ER mikið af drasli í gangi í ár, lögin eru illa samin og sumar þjóð- irnar hafa ekki lagt neitt í þetta að ráði,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir um lögin sem taka þátt í Evróvisjón- söngvakeppninni í ár. „Mér finnst lögin í ár verri en lög- in í fyrra ef maður lítur yfir heildina og þannig gefur það okkar manni meiri séns því lagið hans Eiríks er ágætt og hann á þónokkra mögu- leika á að komast upp úr forkeppn- inni.“ Sigríður hefur aðeins kynnt sér lögin og þá sérstaklega þau skandin- avísku. „Það eru nokkur lög sem eru sterk, t.d. eiga Danir mjög sterkt lag í ár, lag sem á eftir að verða mikið diskóteka- og útvarpslag í sumar. Annars þykir mér voða erfitt að segja til um þetta því Austur- Evrópuþjóðirnar eru með annan tónlistarsmekk en restin af Evr- ópu,“ segir Sigríður sem tók sér- staklega vel eftir þessum mismun- andi tónlistarsmekk þjóðanna í fyrra þegar hún fór út með Silvíu Nótt. Sigríður vonar að Eiríkur falli í kramið hjá allri Evrópu. „Eiríkur á eftir að gera þetta eins vel og hægt er að gera þetta, lagið er líka þræl- melódískt og ég held að það grípi töluvert við fyrstu hlustun.“ Verður með Evróvisjónball Spurð út í hina frægu Evróvisjón- formúlu segir Sigríður að hún sé ekki til lengur. „Lordi vann í fyrra og það sýnir það og sannar að það er engin formúla til. Íslendingar eiga að halda áfram að vera með og kannski komum við eitt árið með lag sem virkar á alla Evrópu.“ Sigríður ætlar að horfa á for- keppnina á fimmtudagskvöldið og skella sér eftir hana á Laddasýn- inguna á Broadway. „Á laugardeg- inum sjálfum horfi ég á keppnina og kosningarnar en síðan ætla ég og Grétar Örvarsson ásamt hljómsveit að vera með rosa Evróvisjónball á skemmtistaðnum Players í Kópa- vogi. Það koma til okkar góðir gestir á sviðið, m.a. Selma Björnsdóttir, Friðrik Ómar, Thelma og Einar Ágúst, svo það verður hörkustuð,“ segir Sigríður sem vonar að Eiríkur komist upp úr forkeppninni svo stemningin á laugardaginn verði góð. 6 dagar í Söngvakeppni Lélegri lög en í fyrra Sæt saman Sigga Beinteins með Lordi á Evróvisjón-söngvakeppninni fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.