Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 22

Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 22
stjórnmál 22 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ P étur!“ kallar Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra kumpánlega út af skrifstof- unni þegar blaðamaður býst til að setjast í sófa á gang- inum. Hann kemur í dyrnar, líkur sjálfum sér, hýrt yfir honum og tilhlökkun í fasi og látbragði. Þannig þekkir þjóðin hann úr ræðustól á Alþingi, – og af blogginu. Andstæð- ingar hans úr pólitík kalla það „gassagang“, en sjálfur lýsir hann sér á blogginu sem gömlum fressketti sem búinn er að slást við alla kettina í hverfinu. Ýmislegt hefur á daga Össurar drifið frá því hann var síðast yfir ráðuneyti. Þá stýrði hann umhverfismálum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem starfaði frá 1991 til 1995, en kom reyndar inn á miðju kjörtímabili. Og það er ólík upplifun að sitja ríkisstjórnarfundi í þetta skipti. Sá strák á aftasta bekk „Síðast þegar ég varð ráðherra gerðist það óvænt og með skömmum fyrirvara. Ég var eig- inlega ekki búinn að jafna mig á tíðindunum þegar ég settist í ríkisstjórn. Og mér leið eins og hræddum strák á skólabekk. Þannig vildi til að það urðu snemma átök í þeirri ríkisstjórn, bændur flugust á, og mér leið eins og það væru átök stórvelda og jarðskjálfti. Þær deilur sner- ust meðal annars um veiðar Íslendinga í Bar- entshafi, sem voru mjög umdeildar, og sömu- leiðis um ógleymanlega gengisfellingu, sem gerð var skömmu eftir að ég settist í ríkisstjórn. Ég hélt að ákvarðanatakan í slíkum tilvikum væri afar vísindaleg, en svo var haldinn fundur í Ráðherrabústaðnum, þar sem hvert stórmennið af öðru hélt fyrirlestur, og svo rifumst við þess á milli. Mig minnir að Þorsteinn Pálsson [sjáv- arútvegsráðherra] hafi viljað 12% gengisfell- ingu fyrir hönd sjávarútvegsins en Jón Baldvin [Hannibalsson utanríkisráðherra] vildi helst enga eða ekki meira en 2%. Síðan var farið bil beggja og ákveðið að gera 7% gengisfellingu. Davíð Oddsson sagði seinna frá því að hann hefði tekið af skarið vegna þess að honum hefði orðið litið á klukkuna og séð að hún væri að verða sjö. En þetta þótti vel heppnuð gengisfell- ing og var síðasta handstýrða gengisfellingin ef ég man rétt. En það er mikill munur að setjast í ríkisstjórn og vera vanur pólitísku volki, orðinn sjóaður í þeim efnum, þannig að manni bregður hvorki við sár né bana. Ég gjörþekki líka málaflokkinn, enda hef ég komið að honum á ýmsan hátt, og lífsreynslan er svo fjandi verðmæt þegar svona ber að höndum. Þetta er allt öðruvísi nú en þá, þó að ég hefði lært til starfans. Það var sagt í flimtingum að Jón Baldvin hefði litið yfir hóp- inn, séð strák á aftasta bekk og munað að hann hafði líffræðimenntun. Nú er þetta allt öðruvísi og betra.“ – Af hverju betra? „Á þeim tíma var komið mitt kjörtímabil og erfiðir tímar í Alþýðuflokknum. Það voru að rísa úfar innan flokksins og því lyktaði með klofningi hans. Og þó að mér líkaði prýðisvel í faðmi íhaldsins var haft á orði að ég hefði verið eins og kálfur að vori þegar ég komst út. Það hafði skapast ósamstaða og klofningur meðal forystu- manna þeirrar ríkisstjórnar, sem ég held raun- ar að hafi verið ástæðan fyrir slitunum, fremur en naumur þingmeirihluti.“ – Þú talar um ágreining innan flokksins þá, en það er líka talað um ágreining innan Sam- fylkingarinnar. Ef til vill markar upphafið að þeim ágreiningi það sem Svandís Svavarsdóttir sagði í viðtali í Morgunblaðinu fyrir nokkru, þ.e. að þú hefðir flæmt Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur úr ráðhúsinu á sínum tíma með „fá- heyrðri fléttu“? „Öll meginatriðin í viðtalinu við Svandísi voru röng um hvernig þetta gerðist á sínum tíma Á blogginu geturðu Morgunblaðið/Frikki Tilfinningavera „Eins og þeir vita sem hafa unnið með mér í pólitík, þá er ég ákaflega snöggur að rjúka upp, en öldur mínar lægir jafnskjótt.“ Það mun mæða mikið á nýjum iðnaðarráðherra, Össuri Skarp- héðinssyni, í ferðalagi kjör- tímabilsins, enda stóriðjumálin í farangrinum. Pétur Blöndal tal- aði við hann um álver og virkj- anir, en einnig sprotafyrirtæki, innanflokksátök og hinn ljóð- ræna streng.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.