Morgunblaðið - 24.06.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.06.2007, Qupperneq 22
stjórnmál 22 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ P étur!“ kallar Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra kumpánlega út af skrifstof- unni þegar blaðamaður býst til að setjast í sófa á gang- inum. Hann kemur í dyrnar, líkur sjálfum sér, hýrt yfir honum og tilhlökkun í fasi og látbragði. Þannig þekkir þjóðin hann úr ræðustól á Alþingi, – og af blogginu. Andstæð- ingar hans úr pólitík kalla það „gassagang“, en sjálfur lýsir hann sér á blogginu sem gömlum fressketti sem búinn er að slást við alla kettina í hverfinu. Ýmislegt hefur á daga Össurar drifið frá því hann var síðast yfir ráðuneyti. Þá stýrði hann umhverfismálum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem starfaði frá 1991 til 1995, en kom reyndar inn á miðju kjörtímabili. Og það er ólík upplifun að sitja ríkisstjórnarfundi í þetta skipti. Sá strák á aftasta bekk „Síðast þegar ég varð ráðherra gerðist það óvænt og með skömmum fyrirvara. Ég var eig- inlega ekki búinn að jafna mig á tíðindunum þegar ég settist í ríkisstjórn. Og mér leið eins og hræddum strák á skólabekk. Þannig vildi til að það urðu snemma átök í þeirri ríkisstjórn, bændur flugust á, og mér leið eins og það væru átök stórvelda og jarðskjálfti. Þær deilur sner- ust meðal annars um veiðar Íslendinga í Bar- entshafi, sem voru mjög umdeildar, og sömu- leiðis um ógleymanlega gengisfellingu, sem gerð var skömmu eftir að ég settist í ríkisstjórn. Ég hélt að ákvarðanatakan í slíkum tilvikum væri afar vísindaleg, en svo var haldinn fundur í Ráðherrabústaðnum, þar sem hvert stórmennið af öðru hélt fyrirlestur, og svo rifumst við þess á milli. Mig minnir að Þorsteinn Pálsson [sjáv- arútvegsráðherra] hafi viljað 12% gengisfell- ingu fyrir hönd sjávarútvegsins en Jón Baldvin [Hannibalsson utanríkisráðherra] vildi helst enga eða ekki meira en 2%. Síðan var farið bil beggja og ákveðið að gera 7% gengisfellingu. Davíð Oddsson sagði seinna frá því að hann hefði tekið af skarið vegna þess að honum hefði orðið litið á klukkuna og séð að hún væri að verða sjö. En þetta þótti vel heppnuð gengisfell- ing og var síðasta handstýrða gengisfellingin ef ég man rétt. En það er mikill munur að setjast í ríkisstjórn og vera vanur pólitísku volki, orðinn sjóaður í þeim efnum, þannig að manni bregður hvorki við sár né bana. Ég gjörþekki líka málaflokkinn, enda hef ég komið að honum á ýmsan hátt, og lífsreynslan er svo fjandi verðmæt þegar svona ber að höndum. Þetta er allt öðruvísi nú en þá, þó að ég hefði lært til starfans. Það var sagt í flimtingum að Jón Baldvin hefði litið yfir hóp- inn, séð strák á aftasta bekk og munað að hann hafði líffræðimenntun. Nú er þetta allt öðruvísi og betra.“ – Af hverju betra? „Á þeim tíma var komið mitt kjörtímabil og erfiðir tímar í Alþýðuflokknum. Það voru að rísa úfar innan flokksins og því lyktaði með klofningi hans. Og þó að mér líkaði prýðisvel í faðmi íhaldsins var haft á orði að ég hefði verið eins og kálfur að vori þegar ég komst út. Það hafði skapast ósamstaða og klofningur meðal forystu- manna þeirrar ríkisstjórnar, sem ég held raun- ar að hafi verið ástæðan fyrir slitunum, fremur en naumur þingmeirihluti.“ – Þú talar um ágreining innan flokksins þá, en það er líka talað um ágreining innan Sam- fylkingarinnar. Ef til vill markar upphafið að þeim ágreiningi það sem Svandís Svavarsdóttir sagði í viðtali í Morgunblaðinu fyrir nokkru, þ.e. að þú hefðir flæmt Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur úr ráðhúsinu á sínum tíma með „fá- heyrðri fléttu“? „Öll meginatriðin í viðtalinu við Svandísi voru röng um hvernig þetta gerðist á sínum tíma Á blogginu geturðu Morgunblaðið/Frikki Tilfinningavera „Eins og þeir vita sem hafa unnið með mér í pólitík, þá er ég ákaflega snöggur að rjúka upp, en öldur mínar lægir jafnskjótt.“ Það mun mæða mikið á nýjum iðnaðarráðherra, Össuri Skarp- héðinssyni, í ferðalagi kjör- tímabilsins, enda stóriðjumálin í farangrinum. Pétur Blöndal tal- aði við hann um álver og virkj- anir, en einnig sprotafyrirtæki, innanflokksátök og hinn ljóð- ræna streng.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.