Morgunblaðið - 24.06.2007, Síða 72

Morgunblaðið - 24.06.2007, Síða 72
SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 175. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 20 °C | Kaldast 12 °C Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart veður. Þykknar upp V- lands síðdegis og dálít- il súld á annesjum. » 8 ÞETTA HELST» Olía í íslenskri lögsögu  Össur Skarphéðinsson segir tíma- bært að kanna hvort alþjóðlegur áhugi sé á því hjá olíufyrirtækjum að fjárfesta í virkri leit að olíu með rannsóknarborunum í íslenskri lög- sögu. Niðurstöður jarðeðlis- fræðilegra rannsókna á vegum ís- lenskra og norskra stjórnvalda benda til þess að hugsanlegt sé að Íslendingar muni á næstu árum geta tekið þátt í olíuvinnslu innan eigin efnahagslögsögu. »Forsíða Gerir aðra tilraun  Jöklamærin, orrustuflugvél frá seinna stríði, lagði á föstudaginn upp í flugferð til Bretlands. Mun vélin eiga viðkomu á Íslandi en flugleiðin er sú sama og vélin reyndi að fljúga árið 1942 en þá þurfti hún að nauð- lenda á Grænlandsjökli. Bandarískir ævintýramenn grófu vélina upp með hjálp nokkurra Íslendinga en hún lá á 90 metra dýpi inni í jöklinum. »2 Fleiri bílnúmer  Bílnúmerakerfinu verður breytt um miðja þessa viku en núverandi kerfi býður ekki lengur upp á nægi- lega marga möguleika fyrir þann fjölda bíla sem er á götunum. Verður nú þriðja bókstafnum bætt við inn í númerið sem enn verður þó fimm stafa. »4 Fræðslustofa um endurgerð húsa  Minjasafn Reykjavíkur opnar í dag fræðslustofu um viðgerð og end- urgerð eldri húsa. Er stofan hugsuð sem vinnuaðstaða fyrir fólk sem vill afla sér þekkingar um viðgerðir á gömlum húsum. Verður þar bóka- safn og stefnt er að því að þar verði jafnframt haldin námskeið. »6 SKOÐANIR» Staksteinar: Ísland og Brussel Forystugreinar: Reykjavíkurbréf | Launamunur karla og kvenna Ljósvaki: Alvörubíó í Ríkisútvarpið! UMRÆÐAN» Nýir stjórnendur hjá Byr Atvinnu- og raðauglýsingar Gamlir heilar Hvaða störf henta skógfræðingum? Breytum nafni á sjúkdómi … refsimeðferð skattalagabrota ATVINNA» TÓNLIST» Conor Oberst er hæfi- leikaríkt undrabarn. »68 Vefsíða vikunnar hýsir topplista yfir mestu hálfvitana á bandaríska þinginu og besta Batman sögunnar. »69 VEFSÍÐA» Hákarla- spreyið MYNDLIST» Þrír listamenn opna sýn- ingu í Kling og Bang. »65 BÓKMENNTIR» Eru sögulok Harry Pott- ers ljós? »67 Hljómsveitin Canni- bal Corpse heldur tónleika hér á landi um næstu helgi en aldur sveitarinnar er um 20 ár. »64 Líf í dauðanum TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þungt haldin eftir umferðarslys 2. Fjöldi fastanúmera uppurinn 3. Hesturinn vanur að vera… 4. Brunnu inni er mæðurnar… NÚ ER lífvænlegt sumar við Mývatn; mýið það mesta í sjö ár. Árni Einarsson hjá Náttúrurann- sóknastöðinni við Mývatn segir að mýsveiflurnar milli lágmarks og hámarks séu þetta 5-9 ár. Takturinn í þeim gangi er í vatninu sjálfu, þar sem lirfurnar éta æti fyrir sig og næstu kynslóð og éta þá afkvæmi sín út á gaddinn. Þá minnkar um mýfluguna ár frá ári og þar af leiðandi lirf- una, sem hefur þegar botninum er náð miklu meira en nóg að éta og mýflugunum fjölgar á ný. Þessa mikla mýs nú sér strax stað í fuglalífinu, beint samhengi er milli mýflugunnar og þess hvað upp kemst af ungum. Hins vegar gætir góð- æris í mýinu ekki í veiði strax, þar sem tíma tek- ur fyrir seiði að komast í veiðanlega stærð. Árni segir að nú vanti bleikju í vatnið og því eru uppi þær sérkennilegu aðstæður að mikið er af æti en enginn fiskur til þess að njóta þess. | 22 Mikið af æti en enginn fiskur Morgunblaðið/Ómar Mýstrókar við Mývatn Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is LÖGREGLUVARÐSTJÓRAR víðs vegar um landið eru samdóma um að helgin fari vel af stað, þrátt fyrir að umferð hafi verið þung á föstudaginn og margt fólk dvelji nú í sveitum landsins. Straumurinn virðist hafa verið mestur til Árnessýslu, en að sögn lögreglu á Selfossi er mjög margt fólk í umdæminu, bæði á tjaldsvæðum, í sumarbústöðum og í helstu þéttbýliskjörnum. Talsvert var um útköll aðfaranótt laugardags vegna ölvunar og óspekta. Þrír gistu fangageymslur á Selfossi. Tveir voru látnir sofa úr sér óminnishegrann í kjölfar þess að þeir voru teknir grun- aðir um að hafa ekið undir áhrifum. Sá þriðji gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa gerst sekur um rúðu- brot og önnur minniháttar skemmd- arverk og óskaði eftir gistingu. Þá var mikill mannfjöldi í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi. Smábæj- arleikar fara nú fram í bænum og segir lögregla að um 700 knatt- spyrnuiðkendur í 4.-7. flokki karla og kvenna séu þar saman komnir. Þá hafa húsbílaeigendur og fleiri ferða- menn fjölmennt á Hvammstanga þar sem hátíðin Bjartar nætur fer fram. Þrátt fyrir fólksflauminn hefur allt gengið vonum framar í Húnavatns- sýslum og hraðakstur er með minnsta móti. Telur varðstjórinn á Blönduósi að menn séu nú loksins farnir að sjá að sér vegna mikillar hækkunar á hraðaksturssektum. Varðstjóri á Akureyri segir að helgin hafi farið vel af stað og útköll- in verið fá. Árleg flughelgi fer nú fram í bænum við góðar undirtektir. Landsmenn á ferð og flugi  Margt fólk dvelur í sveitum landsins um helgina enda mikið um að vera víðs veg- ar um landið  Helgin fer vel af stað að sögn lögreglu þrátt fyrir mikla umferð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blíða Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur á Akureyri í gær, en þar fer fram árleg flughelgi. Væta þurfti völlinn í morgunsárið vegna þurrks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.