Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 72
SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 175. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 20 °C | Kaldast 12 °C Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart veður. Þykknar upp V- lands síðdegis og dálít- il súld á annesjum. » 8 ÞETTA HELST» Olía í íslenskri lögsögu  Össur Skarphéðinsson segir tíma- bært að kanna hvort alþjóðlegur áhugi sé á því hjá olíufyrirtækjum að fjárfesta í virkri leit að olíu með rannsóknarborunum í íslenskri lög- sögu. Niðurstöður jarðeðlis- fræðilegra rannsókna á vegum ís- lenskra og norskra stjórnvalda benda til þess að hugsanlegt sé að Íslendingar muni á næstu árum geta tekið þátt í olíuvinnslu innan eigin efnahagslögsögu. »Forsíða Gerir aðra tilraun  Jöklamærin, orrustuflugvél frá seinna stríði, lagði á föstudaginn upp í flugferð til Bretlands. Mun vélin eiga viðkomu á Íslandi en flugleiðin er sú sama og vélin reyndi að fljúga árið 1942 en þá þurfti hún að nauð- lenda á Grænlandsjökli. Bandarískir ævintýramenn grófu vélina upp með hjálp nokkurra Íslendinga en hún lá á 90 metra dýpi inni í jöklinum. »2 Fleiri bílnúmer  Bílnúmerakerfinu verður breytt um miðja þessa viku en núverandi kerfi býður ekki lengur upp á nægi- lega marga möguleika fyrir þann fjölda bíla sem er á götunum. Verður nú þriðja bókstafnum bætt við inn í númerið sem enn verður þó fimm stafa. »4 Fræðslustofa um endurgerð húsa  Minjasafn Reykjavíkur opnar í dag fræðslustofu um viðgerð og end- urgerð eldri húsa. Er stofan hugsuð sem vinnuaðstaða fyrir fólk sem vill afla sér þekkingar um viðgerðir á gömlum húsum. Verður þar bóka- safn og stefnt er að því að þar verði jafnframt haldin námskeið. »6 SKOÐANIR» Staksteinar: Ísland og Brussel Forystugreinar: Reykjavíkurbréf | Launamunur karla og kvenna Ljósvaki: Alvörubíó í Ríkisútvarpið! UMRÆÐAN» Nýir stjórnendur hjá Byr Atvinnu- og raðauglýsingar Gamlir heilar Hvaða störf henta skógfræðingum? Breytum nafni á sjúkdómi … refsimeðferð skattalagabrota ATVINNA» TÓNLIST» Conor Oberst er hæfi- leikaríkt undrabarn. »68 Vefsíða vikunnar hýsir topplista yfir mestu hálfvitana á bandaríska þinginu og besta Batman sögunnar. »69 VEFSÍÐA» Hákarla- spreyið MYNDLIST» Þrír listamenn opna sýn- ingu í Kling og Bang. »65 BÓKMENNTIR» Eru sögulok Harry Pott- ers ljós? »67 Hljómsveitin Canni- bal Corpse heldur tónleika hér á landi um næstu helgi en aldur sveitarinnar er um 20 ár. »64 Líf í dauðanum TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þungt haldin eftir umferðarslys 2. Fjöldi fastanúmera uppurinn 3. Hesturinn vanur að vera… 4. Brunnu inni er mæðurnar… NÚ ER lífvænlegt sumar við Mývatn; mýið það mesta í sjö ár. Árni Einarsson hjá Náttúrurann- sóknastöðinni við Mývatn segir að mýsveiflurnar milli lágmarks og hámarks séu þetta 5-9 ár. Takturinn í þeim gangi er í vatninu sjálfu, þar sem lirfurnar éta æti fyrir sig og næstu kynslóð og éta þá afkvæmi sín út á gaddinn. Þá minnkar um mýfluguna ár frá ári og þar af leiðandi lirf- una, sem hefur þegar botninum er náð miklu meira en nóg að éta og mýflugunum fjölgar á ný. Þessa mikla mýs nú sér strax stað í fuglalífinu, beint samhengi er milli mýflugunnar og þess hvað upp kemst af ungum. Hins vegar gætir góð- æris í mýinu ekki í veiði strax, þar sem tíma tek- ur fyrir seiði að komast í veiðanlega stærð. Árni segir að nú vanti bleikju í vatnið og því eru uppi þær sérkennilegu aðstæður að mikið er af æti en enginn fiskur til þess að njóta þess. | 22 Mikið af æti en enginn fiskur Morgunblaðið/Ómar Mýstrókar við Mývatn Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is LÖGREGLUVARÐSTJÓRAR víðs vegar um landið eru samdóma um að helgin fari vel af stað, þrátt fyrir að umferð hafi verið þung á föstudaginn og margt fólk dvelji nú í sveitum landsins. Straumurinn virðist hafa verið mestur til Árnessýslu, en að sögn lögreglu á Selfossi er mjög margt fólk í umdæminu, bæði á tjaldsvæðum, í sumarbústöðum og í helstu þéttbýliskjörnum. Talsvert var um útköll aðfaranótt laugardags vegna ölvunar og óspekta. Þrír gistu fangageymslur á Selfossi. Tveir voru látnir sofa úr sér óminnishegrann í kjölfar þess að þeir voru teknir grun- aðir um að hafa ekið undir áhrifum. Sá þriðji gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa gerst sekur um rúðu- brot og önnur minniháttar skemmd- arverk og óskaði eftir gistingu. Þá var mikill mannfjöldi í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi. Smábæj- arleikar fara nú fram í bænum og segir lögregla að um 700 knatt- spyrnuiðkendur í 4.-7. flokki karla og kvenna séu þar saman komnir. Þá hafa húsbílaeigendur og fleiri ferða- menn fjölmennt á Hvammstanga þar sem hátíðin Bjartar nætur fer fram. Þrátt fyrir fólksflauminn hefur allt gengið vonum framar í Húnavatns- sýslum og hraðakstur er með minnsta móti. Telur varðstjórinn á Blönduósi að menn séu nú loksins farnir að sjá að sér vegna mikillar hækkunar á hraðaksturssektum. Varðstjóri á Akureyri segir að helgin hafi farið vel af stað og útköll- in verið fá. Árleg flughelgi fer nú fram í bænum við góðar undirtektir. Landsmenn á ferð og flugi  Margt fólk dvelur í sveitum landsins um helgina enda mikið um að vera víðs veg- ar um landið  Helgin fer vel af stað að sögn lögreglu þrátt fyrir mikla umferð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blíða Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur á Akureyri í gær, en þar fer fram árleg flughelgi. Væta þurfti völlinn í morgunsárið vegna þurrks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.