Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 2
FIMM verkefni hlutu samtals 9
milljóna kr. styrki úr Jafnrétt-
issjóði í gær. Geir H. Haarde for-
sætisráðherra afhenti forsvars-
mönnum verkefnanna styrkina.
Að þessu sinni bárust 13 um-
sóknir en þau fimm verkefni sem
fengu úthlutað eru:
Félagsleg áhrif launavænt-
ingar kynjanna. Styrkþegi og
verkefnisstjóri Haukur Freyr
Gylfason.
Kynbundið starfsval og gildi –
samband launa, viðurkenningar
og verðleika. Styrkþegi og verk-
efnisstjóri Agnes Sigtryggsdóttir.
Reynsla af fæðingarorlofi og
samspili vinnu og einkalífs frá
sjónarhóli feðra og maka þeirra.
Styrkþegi og verkefnisstjóri Auð-
ur Arna Arnardóttir.
Óútskýrður launamunur kynj-
anna. Styrkþegi og verkefn-
isstjóri Þorlákur Karlsson.
Umönnun og atvinnuþátttaka
foreldra barna 3 ára og yngri –
Hvaða áhrif hafa lög um fæð-
ingar- og foreldraorlof haft?
Styrkþegi og verkefnisstjóri
Guðný Björk Eydal.
Hlutu styrki Jafnréttissjóðs
Morgunblaðið/Frikki
Styrkir Forsætisráðherra ásamt styrkþegum og sjóðsformanni, Gylfa Aðalsteinssyni.
2 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
undanfari. Það er mjög góð sam-
staða í Starfsgreinasambandinu. Ég
finn gríðarlega góðan stuðning og
órofa samstöðu,“ sagði Kristján.
Að SGS eiga 24 félög aðild og
sagði Kristján öll félögin hafa sent
fulltrúa og allir formenn aðildar-
félaganna hafi mætt utan einn sem
var forfallaður vegna veikinda.
Sjálftökuliðið bar á góma
„Það væri hægt að leysa þetta
með einu pennastriki ef við fengjum
að tengja okkur við þingfararkaup,“
sagði Kristján og bætti við að
stungið hefði verið upp á þessari
hugmynd vegna kröfugerðar í kom-
andi kjarasamningum. „Þetta var
athyglisverð hugmynd. Við sjáum
að þeim hefur gengið miklu betur
en okkur.“
Kristján sagði að „sjálftökuliðið í
þjóðfélaginu“ hefði einnig borið á
góma á formannafundinum. „Menn
hafa engar áhyggjur af stöðugleika
þegar þeir ganga jafnvel í al-
mannafé og skenkja sér kauphækk-
anir – sjálftökuliðið í þjóðfélaginu.
Það þarf að vekja þá til ábyrgðar,
það kann að vera að þeir ruggi bátn-
um.“
FORMANNAFUNDUR Starfs-
greinasambandsins (SGS), sem lauk
í Reykjavík í gær, vann að því að
móta kröfugrunn
og markmiðslýs-
ingu fyrir kom-
andi kjaravið-
ræður. Einnig
var verið að skipa
fólk í samninga-
nefndir og stofna
starfshópa, að
sögn Kristjáns
Gunnarssonar,
formanns SGS.
Hann sagði að
SGS myndi kynna Samtökum at-
vinnulífsins helstu markmið sín fyr-
ir kjaraviðræðurnar næstkomandi
þriðjudag og birta þau síðan op-
inberlega. Eiginlegar launakröfur
yrðu síðan kynntar í annarri eða
þriðju viku nóvember.
„Félögin hafa unnið rosalega vel
og sem aldrei fyrr. Þau hafa sent
inn áhersluatriði og kröfugerðir
vegna komandi kjarasamninga. Í
sjálfu sér vorum við að draga þessi
atriði saman á formannafundinum.
Vissulega eru margir með svipaðar
áherslur en þetta er nauðsynlegur
Uppástunga um
tengingu launa
við þingfararkaup
Kristján
Gunnarsson
Markmið viðræðna verða kynnt í næstu viku
!"
#
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„Ég reikna með að við munum láta
reyna á innflutning í vetur þó að
við séum ekki búin að taka form-
lega ákvörðun um það,“ sagði Jón
Gíslason, bóndi á Lundi í Lund-
arreykjadal og formaður Naut-
griparæktarfélags Íslands, þegar
leitað var eftir viðbrögðum hans
við skýrslu Landbúnaðarháskóla
Íslands sem sýnir að verulegur
fjárhagslegur ávinningur er að því
að flytja inn fósturvísa til að kyn-
bæta íslenskt kúakyn.
Nautgriparæktarfélagið var á
sínum tíma stofnað til að gera
samanburðarrannsókn á íslensku
og erlendu kúakyni, en hætt var
við tilraunina.
„Það hefur lengi staðið til hjá fé-
laginu að gera aðra tilraun og
þessi skýrsla hvetur mann áfram,“
sagði Jón.
Jón sagði að talsverð vinna væri
að undirbúa umsókn og síðan færi
hún til meðferðar í landbúnaðar-
ráðuneytinu. „Maður er vanastur
því að þar gerist hlutirnir á hraða
snigilsins. Umsögn þarf að fara til
yfirdýralæknis og fleiri aðila. Þetta
er því ekki handan við hornið.“
Ef umsókn frá Nautgriparækt-
arfélaginu verður samþykkt verða
fluttir inn 10-15 fósturvísar
(frjóvguð egg). Kýr sem ganga
með fósturvísana þurfa að vera í
einangrunarstöð. Jón segir að síð-
an yrði flutt í land sæði úr nautum
sem yrðu til úr þessum fósturvís-
um.
Jón sagði að menn hefðu farið
talsvert langt fram úr sér í um-
ræðu um nýtt kúakyn. „Í fyrsta
lagi tekur nokkur ár að koma
þessu inn í landið. Í öðru lagi held
ég að þessi innflutningur yrði aldr-
ei svo mikill að það væri ekki hægt
að snúa við blaðinu ef reynslan af
þessu yrði ekki góð. Allt tal um að
menn séu að fara að skipta um
kúakyn er bara tal út í loftið,“
sagði Jón og bætti við að bændur
hefðu að sjálfsögðu val um hvort
þeir vildu nota erfðaefni úr inn-
fluttu kúakyni.
Vill fá erlenda
kúakynið
til landsins
Morgunblaðið/Þorkell
Í HNOTSKURN
»Skýrsla starfshóps sýnir aðávinningur bænda af því að
skipta um kúakyn gæti verið
800-1.250 milljónir á ári.
»Skýrslan er nú rædd á fund-um sem Landssamband kúa-
bænda heldur um landið.
»Landssambandið mun ekkieiga frumkvæði að innflutn-
ingi. Líklegra er að félagsskapur
bænda standi að því.
Nautgriparæktarfélagið blæs til sóknar
MENNTASKÓLINN í Kópavogi
hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs
2007 í gær. Sigrún Einarsdóttir
hannaði verðlaunagripinn sem Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra afhenti Margréti Frið-
riksdóttur, rektor MK.
Viðurkenninguna hlýtur MK fyrir
skýra og virka jafnréttisstefnu
gagnvart nemendum og starfsfólki.
MK hefur haft forystu um verkefni
sem miða að því að jafna stöðu
karla og kvenna.
MK leggur áherslu á jafnrétti í
skólanámskrá, launajafnrétti, jafn-
an hlut karla og kvenna við stjórn-
un skólans. Þá er áhersla lögð á að
auglýsa störf ókyngreind og jafnan
rétt til endurmenntunar og
starfsþróunar.
Skýr jafnrétt-
isstefna í MK
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Viðurkenning Jóhanna Sigurðardóttir ásamt verðlaunahafanum, Margréti
Friðriksdóttur, rektor MK. Þar er lögð áhersla á jafnrétti karla og kvenna.
ÞAÐ getur
munað rúmlega
5.500 krónum
milli hjólbarða-
verkstæða að
láta skipta um
dekk á litlum
jeppa á álfelg-
um. Það kostar
5.990 krónur
þar sem það er
ódýrast, hjá Borgardekkjum í
Borgartúni og 11.513 krónur þar
sem það er dýrast, hjá Betra gripi
í Lágmúla. Munurinn nemur 92%.
Þetta kemur í ljós í nýrri verð-
könnun verðlagseftirlits ASÍ sem
kannaði verð hjólbarðaverkstæða
á umfelgun.
Þjónusta hjólbarðaverkstæða
við fólksbíla hefur að meðaltali
hækkað um 6-9% frá því síðasta
könnun var gerð fyrir rúmu ári og
hefur mest hækkun orðið á þjón-
ustu við minni jeppa á álfelgum,
eða 9%. | 24
Allt að 92%
verðmunur