Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 37
Ég man sérstaklega eftir því frá
fyrstu jólunum okkar hvað hann
vandaði sig við gjafir handa systk-
inum sínum og foreldrum. Þetta
fylgdi Magga alla tíð, hann lét sér
alltaf annt um fjölskylduna, var
fyrstur í afmælisboð krakkanna
hvernig sem annars stóð á hjá hon-
um.
Maggi passaði ekki inn í skólakerf-
ið. Þrátt fyrir að vera skarpgreindur
strákur sem átti auðvelt með að læra
hætti hann námi fljótlega. Lífið er
örugglega enginn leikur fyrir leit-
andi ungling sem dettur þannig úr
takti við marga jafnaldra og nær
honum ekki aftur. Við tók tímabil í
einhvers konar ólgusjó og við skild-
um ekki alltaf hvert ferðinni var heit-
ið eða hver réð för. Magga lá mikið á,
hann lifði hratt og litli strákurinn
hennar mömmu sinna var nú orðinn
húðflúraður töffari og hann fór alla
leið í því sem hann var að gera á
þessum árum. Kannski er best að
vita sem minnst um það.
Eins og hjá mörgum góðum
drengnum var það góð kona sem
kallaði það besta fram í honum
Magga. Þau Guðrún – æskuástin
hans Magga – fóru aftur að draga sig
saman fyrir nokkrum árum. Þau
voru kát saman, stolt hvort af öðru
og mér fannst væntumþykjan á milli
þeirra mjög áberandi. Föst vinna,
sambúð, hundaeign, sumarbústaða-
ferðir og annað sem tilheyrir smá-
borgaralegu lífi var að taka yfirhönd-
ina þegar Maggi losaði þrítugt.
Þegar slysið varð höfðu þau Guðrún
nýfest kaup á íbúð í næsta nágrenni
við okkur og foreldra Magga. Synir
okkar réðu sér ekki fyrir kæti því
Maggi var svo góður félagi þeirra.
Það var bjart framundan hjá
Magga og Guðrúnu þegar dauðinn
hrifsaði hann til sín. Maggi var kom-
inn á lygnan sjó þegar slysið varð.
Aðstandendur spyrja sig núna
spurninga sem enginn getur svarað.
Af hverju hann, af hverju hann
núna? Aldraður faðir spyr, af hverju
má ég ekki deyja í sonar stað. Við
hrökkvum upp við það að slysin geta
líka orðið í okkar eigin fjölskyldu og
tal um hverfulleika lífsins er ekki
bara stílbragð heldur köld staðreynd
sem betra er að taka mark á. Harm-
ur aðstandenda er svo mikil að hjart-
að brestur.
Það er ekkert annað hægt að gera
en að minnast góðs manns sem var
ljúfur við börn og dýr, gerði ekki
flugu mein þótt hann lifði í hörðum
heimi. Það sefar líka sorg aðstand-
enda hans Magga að svo ótrúlega
margir hafa lagt lykkju á leið sína til
að hjálpa og sýna hluttekningu á
þessum erfiðu tímum. Fólk hefur svo
sannarlega sýnt sínar bestu hliðar.
Og fyrir það vil ég þakka.
Jóhannes Karl Sveinsson.
Ég lifi og dafna, ég leik mér að vanda,
leita uppi gleðina ykkur til handa.
Ó, grátið þið ekki, minn Guð vildi fá mig.
Hann gaf ykkur vissuna aftur að sjá mig.
Þið skuluð ei ásaka. Alfaðir ræður –
atvikum lífsins með systur og bræður.
Sorgin er allra, sem ólánið hendir.
Einn Guð fær læknað þær mannlegu kenndir.
Styrk veiti aflgjafinn alls, sem að lifir;
elífa náðin hans vaki ykkur yfir.
Hann á sér vísdóm, sem við ekki skiljum.
Við skulum treyst́onum, einskis hann dyljum.
(Guðm. Sigurrós Guðmundsdóttir
frá Sauðeyjum.)
Ég og fjölskylda mín vottum unn-
ustu, foreldrum og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Ragna Magnúsdóttir.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góða, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
Gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Höf. ókunnur.)
Blessuð sé minning þín, elsku
frændi,
María Ragna Aradóttir
og fjölskylda.
Elsku Maggi, okkur langaði að
kveðja þig með örfáum orðum. Í allri
sorginni núna reynum við að hugsa
um góðu tímana sem við áttum sam-
an. Það var svo ofsalega gaman þeg-
ar þið Guðrún fluttuð núna í sumar
hingað í næstu götu við okkur. Það
var gott að geta bara gengið yfir og
hitt þig, Maggi, og leikið við hann
Bóa þinn, uppáhalds hundinn okkar.
Þú kenndir okkur ýmislegt um það
hvernig á að ala upp hunda, svo
gafstu þér líka tíma til að spila við
okkur fótbolta í litla nýja garðinum
þínum. Á daginn gengum við svo
stolt fram hjá húsinu þínu á leið heim
úr skólanum og bentum vinum okkar
á að þarna ætti núna hann Maggi
frændi okkar heima. Við bræðurnir
ætluðum svo sannarlega að fara
reglulega í göngutúra með þér og
Bóa upp á Vatnsenda í vetur og ætl-
uðum að horfa með þér á Simpsons
þegar þú værir í fríi frá vinnunni.
Við erum öll svo leið núna, Guðrún
er svo leið yfir því að þú ert nú ekki
lengur hjá henni, amma og afi eru
svo leið yfir því að yngsta barnið
þeirra er dáið og mamma og pabbi og
allir hinir gráta því þau geta aldrei
aftur fengið að hitta þig, meira að
segja Bói hefur grátið stöðugt síðan
þú fórst. Elsku frændi, við söknum
þín mikið, megi þér líða vel hjá hin-
um englunum. Við skulum passa upp
á Guðrúnu og hann Bóa þinn.
Hrefna Ragnhildur,
Sigurkarl Róbert og
Hafliði Jökull.
Mánudagskvöldið 15. október
fengum við þær sorgarfréttir að
Maggi hefði látist af slysförum.
Aldrei hefði okkur dottið í hug að
ein okkar yrði ekkja svona ung. Lífið
getur verið svo ósanngjarnt og á einu
augnabliki þá breytist allt.
Maggi og Guðrún féllu fyrir hvort
öðru á unglingsárunum og allar göt-
ur síðan hefur okkur verið ljóst að
þau áttu sálufélaga hvort í öðru.
Maggi hafði ástríðu fyrir öllu sem
hann tók sér fyrir hendur, hvort sem
það voru mótorhjólin, tónlistin eða
tölvurnar þá var hann í því af lífi og
sál. Sama var með samband hans og
Guðrúnar. Þau voru nýbúin að festa
kaup á sinni fyrstu íbúð og vönduðu
sig við að búa sér fallegt heimili.
Okkur tekur það sárt að fallinn er
frá góður maður langt fyrir aldur
fram.
Minningin um hann mun lifa
áfram í hjörtum okkar og þeirra sem
þekktu hann.
Elsku Guðrún, við vottum þér og
öllum aðstandendum ykkar Magga
okkar dýpstu samúð.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.)
Erla, Katrín, Rut, Sigrún,
Harpa, Guðný og Emma.
Mánudaginn 15. október lést
Maggi, unnusti Guðrúnar vinkonu
minnar í vélhjólaslysi. Þeirra sam-
band byrjaði þegar við vorum aðeins
unglingar fyrir hátt í 20 árum síðan.
Mér leist nú svona og svona á hann í
byrjun, hann með þetta dökka, mjög
svo krullaða hár og þau bláustu augu
sem ég hef séð. Guðrún féll fyrir hon-
um enda ekki annað hægt, hann með
þennan seiðandi sjarma sem fylgdi
honum þar til yfir lauk. Ég átti eftir
að kynnast ástríðufullri tilfinninga-
veru sem var góður vinur og ég
sakna hans mikið.
Á milli Magga og Guðrúnar var
einhver taug sem ekki varð slitin,
frekar en Gleipnir í Gylfaginningu.
Þrátt fyrir að hafa farið sitt í hvora
áttina á tímabili var alltaf ljóst að þau
gleymdu ekki hvort öðru.
Hvernig getur það gerst að á einu
augnabliki er líf þurrkað út, líf sem
hafði svo mikið til brunns að bera, líf
sem svo margir treystu á, líf sem
aldrei verður aftur líf? Þegar fólk les
um banaslys í umferðinni þá kannski
hugsar það, grey fólkið sem eftir lif-
ir, og snýr sér að einhverju öðru. En
þarna á bak við er heill hópur af fjöl-
skyldu og vinum sem situr eftir og
spyr sig af hverju, hvað gerðist? Af
hverju hann? Eigi má sköpum renna,
enginn flýr örlög sín. Það hafa skapa-
nornirnar ákveðið og við verðum að
lifa við það, hversu erfitt sem það er.
Þetta erindi úr Hávamálum lýsir hug
mínum vel og ég mun aldrei gleyma.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Elsku Guðrún, þú hefur misst mik-
ið og ég vona að ekki verði meira á
þig lagt. Kæri Jón, Hrefna, Tryggvi,
Svala, Berti og aðrir ættingjar, vinir
og ferfætlingar, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Minningin um góðan mann lifir
áfram.
Erla K. Sigurðardóttir.
Heyr, himna smiður,
hvers skáldið biður,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
Því heit eg á þig,
þú hefur skaptan mig,
ég er þrællinn þinn,
þú ert Drottinn minn.
Guð, heit eg á þig,
að græðir mig,
minnst, mildingur, mín,
mest þurfum þín.
Ryð þú, röðla gramur,
ríklyndur og framur,
hölds hverri sorg
úr hjartaborg.
Gæt, mildingur, mín,
mest þurfum þín
helst hverja stund
á hölda grund.
Set, meyjar mögur,
máls efni fögur,
öll er hjálp af þér,
í hjarta mér.
(Kolbeinn Tumason)
Vottum aðstandendum okkar
dýpstu samúð, megi guð gefa þeim
styrk.
Árgangur 1975
úr Þinghólsskóla.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 37
Elsku Maggi.
Ég á eftir að sakna þín
sárt. En þegar lífið er tekið
sem keppni í heppni þá fer
sem fer. Mér þykir vænt um
þig og mun alltaf þykja.
Sjáumst seinna.
Kveðja,
Tryggvi.
Traustur og glaður,
frakkur, frár,
nærvera þín svo gladdi.
Þín saknað verður um ókomin ár,
elsku vinur Maggi.
Hans Alan Tómasson.
HINSTA KVEÐJA
✝
Hugheilar þakkir færum við öllum sem auðsýnt
hafa samúð og vináttu við andlát og útför kærrar
systur, mágkonu og frænku,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
(Sítu).
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Grundar,
dvalar- og hjúkrunarheimilis, fyrir alúðlega
umönnun.
Baldur Jónsson,
Bjarni Bragi Jónsson, Rósa Guðmundsdóttir,
Jón Bragi Bjarnason, Ágústa Guðmundsdóttir,
Ólöf Erla Bjarnadóttir, Sigurður Axel Benediktsson,
Guðmundur Jens Bjarnason, Vigdís Sigurbjörnsdóttir,
bróðurafabörn og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
JÓHÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Litluvöllum 11,
Grindavík.
Már Guðmundsson,
Dagný Másdóttir, Herjólfur Jóhannsson,
Svanhvít Másdóttir, Örn Sigurðarson
Guðmundur Egill Másson, Kristín Sesselja Richardsdóttir,
Hrund Briem, Gunnlaugur Gunnlaugsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MARGRÉTAR JÓNU JÓNSDÓTTUR,
Heiðarvegi 24,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins
Víðihlíðar í Grindavík.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhann Björn Dagsson,
Dagbjartur Björnsson,
Valur Björnsson, Erla Guðjónsdóttir,
María Björnsdóttir, Svavar Sædal Einarsson,
Ingiþór Björnsson, Regína Rósa Harðardóttir,
Bjarnveig Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HELGU SIGRÍÐAR PÁLSDÓTTUR
frá Nýjabæ í Kelduhverfi,
Dalbraut 27.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dalbraut 27.
Gunnlaug Ólafsdóttir, Sigurður Sveinsson,
Selma Helga Einarsdóttir, Eggert Kristjánsson,
Elín Arndís Sigurðardóttir,
Einar Sævar Eggertsson,
Jóhann Sævar Eggertsson,
Sindri Sævar Eggertsson.
✝
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HELGU KRISTINSDÓTTUR,
Sunnuhlíð.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun.
Guðný Kristín Pálmadóttir, Karl Guenter Frehsmann,
Helga María Fressmann, Páll Þorleifsson,
Sonja Björk Frehsmann, Arnar Freyr Reynisson,
og langömmubörn.