Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 22
|fimmtudagur|25. 10. 2007| mbl.is Rúmlega 5.000 kr. munur get- ur verið á þjónustu hjólbarða- verkstæða við umfelgun á hjól- börðum. » 24 verðkönnun Súpukjöt og slátur á vel við í hversdagsmatinn hjá fjölskyld- unni á votviðrasömum haust- dögum. » 26 helgartilboðin Heimsókn í Heim Astridar Lind- gren í Vimmerby í Svíþjóð getur verið sannkallað ævintýri fyrir börn á öllum aldri. » 26 ferðalög Þó grenndarmál rati sjaldan til dómstóla reynir oft á grenndar- reglur sem meta athafnafrelsi eins gegn friði annars. » 26 neytendur Það getur reynst vandasamt verk að velja eingöngu matvæli sem framleidd eru í innan við 161 km fjarlægð frá heimilinu. » 25 út í loftið Ég er fædd og uppalin íSkagafirðinum og í minnibernsku átti ég aldreihjól. Ég fór eiginlega ekki að hjóla fyrr en ég flutti í bæinn á fullorðinsárum,“ segir Alda Jóns- dóttir sem er leiðsögumaður í hjóla- ferðum Íslendinga í útlöndum og meðlimur í Fjallahjólaklúbbnum. „Þetta hófst allt saman fyrir um tutt- ugu árum þegar fyrstu fjallahjólin komu hingað til lands og maðurinn minn, Pétur Kolbeinsson, féll fyrir svakalega flottu fjallahjóli í gamla Erninum. Ég gladdi hann með því að kaupa handa honum þetta hjól, en ég hafði engan sérstakan áhuga á slíku fyrir sjálfa mig enda gekk ég þá með fyrsta barnið okkar, hana Söndru. Pétur tók þetta með trompi og fór meðal annars yfir Kjöl á nýja hjólinu sínu með Daníel Smára bróður sín- um. Ég sat heima með lítið barn en þessi ferð þeirra yfir Kjöl varð mjög eftirminnileg því þeir fóru nánast ein- göngu með döðlur og súkkulaði- rúsínur í nesti. Þeir urðu náttúrlega bara veikir en komust samt alla leið og lærðu heilmikið af þessu.“ Þegar frumburðurinn var orðinn þriggja ára hugsaði Alda sem svo að fyrst Pétur hefði komist á hjóli yfir Kjöl, þá gæti hún það líka. Þau lögðu því saman í sína fyrstu löngu hjóla- ferð og hann með dótturina í stól fyrir framan sig. „Ég hafði í raun aldrei hjólað neitt og við höfum oft hlegið að því seinna meir að ég þurfti að hvíla mig strax í Mosfellsdalnum. En allt hafðist þetta.“ Eftir þetta jókst hjólaáhuginn og þau hafa farið í ótal hjólaferðir bæði hér heima og erlendis. „Við erum bú- in að hjóla mikið í Austurríki, Þýska- landi, Sviss, Belgíu, Hollandi og Skot- landi og við vorum með krakkana okkar í kerru aftan í hjólunum þegar þau voru lítil en þegar þau urðu stærri fóru þau að hjóla mikið með okkur, en yngra barnið okkar, Arnar, er orðinn tólf ára. Ég mæli með að fólk taki börnin sín með í hjólaferðir og fari á forsendum þeirra. Það er gaman að skreppa í hjólaferð til Þing- valla og hjóla kringum vatnið, eða til Nesjavalla og gista þar yfir nótt og hjóla heim daginn eftir. Krakkar fara létt með að hjóla 50-70 kílómetra á dag, ef það er ekki mikill mótvindur.“ Hjólaferðir frá Gardavatninu Alda hefur hjólað mikið ein um ís- lensk fjöll og firnindi. „Ég hjólaði fyrst ein yfir Arnarvatnsheiði sem var prófraun fyrir mig en ég komst vel frá henni, þó ég játi að lærin hafi í lokin logað eftir brekkurnar og að slóðinn hafi á kafla verið svo stór- grýttur að erfitt var að komast yfir. Ég þurfti líka að vaða yfir jökulána Norðlingafljót, tvær ferðir, eina ferð með hjólið og aðra með farangurinn. Ég hef aldrei lagt eins mikið á mig líkamlega og í þessari ferð en mér fannst rosalega gaman. Ég var ekki þreyttari en það að daginn eftir að ferðinni lauk þá hjálpaði ég systur minni sem býr fyrir norðan að mála húsið sitt allt að utan og síðan skellt- um við okkur á Stuðmannaball í Mið- garði.“ Alda segir árið 2002 hafa verið mikið hjólaár hjá henni. „Þá hjólaði ég rosalega mikið, ég gekk frá Loð- mundarfirði yfir í Borgarfjörð með vinkonu minni og hjólaði í framhaldi af því frá Dettifossi í Hljóðakletta, síðan í Ásbyrgi, yfir Öxarfjarðarheiði og loks hringinn í kringum Melrakka- sléttuna. Síðan húkkaði ég mér far að Goðafossi og hjólaði Sprengisand með tveimur félögum mínum. Við fengum svakalegan mótvind eða átján metra á sekúndu. Daginn eftir lagði ég svo ein á Dómadalinn. Þegar ég fer ein í hjólaferðir þá hjóla ég mun lengra á hverjum degi, alveg fram á kvöld og jafnvel nótt.“ Alda fór í Leiðsögumannaskólann árið 2000 og tveimur árum áður tók hún að sér formennsku í Fjallahjóla- klúbbnum og fór með meðlimi hans í hjólaferð til Noregs. Í framhaldi af því tók hún að sér leiðsögn í hjóla- ferðum í útlöndum. „Ég hef verið með hjólaferðir á sumrin frá Gardavatninu á Ítalíu fyr- ir Íslendinga sem þar eru á ferðalagi og það hefur verið mjög gaman. Við erum tvær sem sjáum um þetta og ég býð upp á dagsferðir út frá einum stað en Kristín Einarsdóttir hjólar með fólk á milli staða. Þetta er fyrir fólk á öllum aldri og það þarf ekki að vera neinir hjólagarpar til að hjóla með.“ Alda segir að sig langi til að hjóla Fjörðurnar fyrir norðan og um Flat- eyjardal. „Mig langar líka til að hjóla Fjallabaksleiðirnar báðar og ég á mér draum um að hjóla upp úr Skagafirðinum, upp í Laugafell og fara Gæsavatnaleið. En ég hef ekki enn fengið fararleyfi, því það eru jú óbrúaðar ár á leiðinni og mjög fáfarið og villugjarnt. En ég fer nú samt einn daginn, það er engin spurning.“ Viðgerðir Sprungið dekk þarf að gera við. Alda í hjólaferð í Skotlandi 2004 og Hjörtur aðstoðar. Morgunblaið/RAX Á fleygiferð Alda þýtur áfram á hjólafáknum sínum góða. Ein á ferð Alda tók mynd af hjólinu sínu er hún fór ein yfir Öxarfjarðarheiði. Fór á ball eftir margra daga hjólatörn Fjölskylduferð Alda ásamt Pétri og börnunum tveim í Þýskalandi árið 2000. Hún hefur lagt mörg þúsund kílómetra að baki á fjallahjóli og kann því vel að hjóla ein um hálendi Íslands. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti fjall- konu sem vílar ekki fyrir sér að vaða jökulár ef þarf til að komast leiðar sinnar á hjólinu. www.uu.is (undir íþróttir) www.php.internet.is/ifhk/joomla/ daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.