Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves virðist hafa haft töluverð áhrif á plötusölu í landinu undan- farna viku því nokkrir flytjendur sem þar komu fram njóta mikillar velgengni á Tónlistanum. Þannig er Sprengjuhöllin í efsta sætinu aðra vikuna í röð með sína fyrstu plötu, Tímana okkar. Þá stekkur hljómsveitin Rökk- urró beint í þriðja sætið með sína fyrstu plötu, Það kólnar í kvöld, en sveitin spilaði í Iðnó síðastliðið föstudagskvöld. Nýjasta plata Megasar, Hold er mold, kemur ný inn í fimmta sætið, en um er að ræða aðra plötuna af þremur sem meistarinn hyggst senda frá sér fyrir komandi jól. Þá er plata með safni af því besta sem heyrðist á Airwaves í sjöunda sætinu. Á plötunni eru 22 lög er- lendra sem og innlendra flytjenda, en á meðal þeirra eru Of Montreal, Motion Boys, Bloc Party, Gus Gus, !!! og Deerhoof. Aðrir flytjendur sem komu fram á Iceland Airwaves og eru á topp 20 eru Múm, Jakobínarína, Ólöf Arn- alds, Pétur Ben og Seabear. Ein þeirra sveita sem spiluðu hins vegar ekki á Airwaves þetta árið er Síðan skein sól. Það breytir ekki því að plata með upptöku af 20 ára afmælistónleikum þeirra stekk- ur beint í 12. sæti Tónlistans.                                 !                  "  # $ $% %& %'() *+ , % '#  %-./)%      !"#$ % # &!%  '(# %)( *+,, '(# -.!/$# ,0!#!#  !# 1 !2 *(#!2  30!4 !5# + '(# 6! 6!     ! "!# $%&' !#()* $!#!# + , %- .,!# /- 001 '+ -.2 ' - &%-# 3-!#-!"45 6 4  1 -  #4 $!% 7 )27-- !! '8- 1%!- & - '0'-  ' & #9- /2 3-!#-!"4 :  $;!-- 4  <              " -./)     % 0 1,2  3 40 -./)   -./)   %   -./)  5  ( 6  (  7 !8 9              $%4.'(  ',:;<'2=      !"#$  +$0!7!89 : "( &!%  5+!5 *(#!2  2$!.!:## 4(+$;<! += 2=!9  # 8# !2$ .$ 2  !:$##>!7! !2  %! 8?$# 2!* % )#!@!  ( $## A1$,#!: %!#!7!/(9!B  # "!-# 0!=% $%&' !#()* > 2 8  !! .?@%71 !* >%**!2   .- '0'- A!4 B $% 47 ,'- $/84 1%!  > 79A&!! 6* !4 %4% 8- $ 4'/2 7' : $AA2 *$ 6!  .  !               %   % 0 " 5  * " . "  (,7  "  " ,> #?  (,7 @A@   Sjö Airwaves-flytj- endur á topp 20 Morgunblaðið/Eggert Sprengjó Hvað ætlar þessi að gera í dag? Bergur Ebbi Benediktsson. FREMUR litlar breytingar hafa orðið á efstu sætum Lagalistans frá því í síðustu viku. Hið stór- skemmtilega lag „Glúmur“ með Sprengjuhöllinni er ennþá vinsæl- asta lag landsins þótt Eivör Páls- dóttir sæki fast að þeim félögum í „Sprengjó“. Þá hefur samvinna Sniglabandsins og Nylon notið mik- illa vinsælda undanfarnar vikur, en lagið „Britney“ í flutningi þeirra situr í þriðja sætinu. Texti lagsins er ákaflega skemmtilegur, en þar óskar textahöfundur meðal annars eftir því að verða eins og Britney Spears. Ekki er þó laust við að nokkurrar kaldhæðni gæti í þeim orðum. Rapparinn og upptökustjórinn Timbaland nýtur mikilla vinsælda hér á landi sem og vestanhafs og hans nýjasta lag, „Apologize“, hækkar um 12 sæti milli vikna, fer úr 21. sætinu í 9. sætið. Líklegt verður að teljast að lagið komist enn ofar á listanum, enda mikið spilað á FM 95,7. Hin sívinsæla Ný dönsk stekkur beint í 15. sætið með sitt nýjasta lag, „Verðbólgin augu“. Lagið verður að finna á nýrri safn- plötu hljómsveitarinnar sem kemur fljótlega út í tilefni af 20 ára afmæli hennar. Fleira stendur til hjá Birni Jörundi og félögum; tvennir tón- leikar bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. Komast Verðbólgin augu á toppinn? CHROME Dreams er ein af þessum for- boðnu plötum rokksögunnar sem aldrei voru fullkláraðar og um hana hafa spunnist ótal sögusagnir, og menn hafa velt vöngum yfir meistaraverkinu sem Neil Young gaf aldrei út. Chrome Dreams II er einskonar tilvísun í þá plötu og án þess hún verði til þess að veita óhörðnuðum unglingum tónlistarlega frelsun er líklegt að gaml- ir Young-jálkar taki þessum grip fagnandi. Platan er sumpart blanda af Harvest, Freedom og Living With War en svo má líka heyra áhrif frá Seeger-plötu Springsteens … og er það vel. Vísað í draum TÓNLIST Neil Young – Chrome Dreams II  Höskuldur Ólafsson JAMES gamli Blunt hefur ekki verið tekinn neinum vettlingatökum af þeim sem þykjast „vita“ eitthvað og hefur meira að segja verið sakaður um að vera litlausari en Coldplay. Hugsið ykkur bara? Þessi nútíma James Taylor skilaði fyrir stuttu inn annarri plötu sinni, All the lost Souls, og sýnir mikil tilþrif ef tilþrif má kalla. Honum tekst að búa til fullkomið stofupopp, rennslið þægilegt og gott, en, merkilegt nokk, um leið hæfileg- ur skammtur af bítandi línum og frumlegum snúningum til að halda manni við efnið og bjarga plötunni frá meðalmennskunni ógurlegu. Skrambi gott bara! Hreint út sagt TÓNLIST James Blunt – All the lost Souls  Arnar Eggert Thoroddsen TITILL þessarar endurkomuplötu Smash- ing Pumpkins er algerlega í öfugu hlutfalli við innihaldið. Jú, jú, tónlistin veltur áfram af þunga og krafti. Mikill hávaði og látalæti en eitt mikilvægt atriði gleymdist. Að semja lög. Það er ekki eitt lag sem maður getur hummað, ekki einn krókur sem rífur í mann. Uss, uss, þetta er jafnvel verra en þetta Machina-rugl sem Corgan kallinn gaf út þegar hljómsveitin hætti árið 2000. Best hefði verið að leyfa þessu að liggja. Eða var einhver í alvörunni spenntur fyrir þessu? Ein stjarna fyrir surgandi háa gítarana og ein af einskærri miskunnsemi. Skrambi slakt bara! Bæ, bæ, Billy TÓNLIST Smashing Pumpkins – Zeitgeist  Arnar Eggert Thoroddsen WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA HEARTBREAK KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára HEARTBREAK KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ SUPERBAD kl. 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 5:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ - J.I.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK TOPPMYN DIN Á ÍSLANDI Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.