Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 46
Það er ekki eitt lag
sem maður getur
hummað, ekki einn krókur
sem rífur í mann… 52
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Soffíu Guðrúnu Jóhannsdóttur
soffiajo@gmail.com
Í GALLERÍ 101 stendur yfir einkasýning Söru
Riel. Sýningin er hluti af Sequences-hátíðinni. Ber
hún heitið Vélarkostur eða Machinery. Sara er
hálfdönsk og hálfíslensk. Hún er nýlega komin aft-
ur til Íslands eftir fimm ára nám í Berlín, þar sem
hún er virkur umhverfislistamaður, en sú listgrein
er lítt þekkt á Íslandi.
Í Berlín vann Sara í þrjú ár í virku teymi ásamt
fyrrverandi kærasta að umhverfislist. „Verkefnið
kölluðum við Gatan og við unnum eftir fyrirfram-
gefnum ramma og bjuggum til „manifesto“. Ég hef
alltaf unnið til jafns í galleríum og á götunni.“
Aðspurð um sýninguna í 101 og tenginguna við
umhverfislist segir Sara lyftuna á sýningunni
tengjast bakgrunni hennar og er tenging við félaga
hennar. „Lyftur eru oft notaðar af umhverf-
islistamönnum, klósett og lyftur er oftast „tögguð
og bombuð“,“ segir Sara. Að tagga og að bomba
eitthvað, eru hugtök og tungumál umhverfislista-
manna. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er um að
ræða einhvers konar límmiða-lógó sem umhverf-
islistamenn skiptast á. Oft eru þetta teiknuð ab-
strakt form, fígúrur eða karakterar. „Ég bauð
virkum umhverfislistamönnum að skreyta lyftuna
með mér, ég á gott límmiðasafn og þeir komu með
límmiðasettin sín og í sameiningu skreyttum við
lyftuna. Hún er alvöru, mér líður vel í útúrtögg-
uðum lyftum, meðan aðrir segja að svoleiðis lyftur
séu sóðalegar og Breiðholtslegar. Lyftan er líka
annað og meira, hún er upplifunartæki, margir eru
hræddir í henni og sumir þjást af innilok-
unarkennd, hvernig er að vera inní tæki og treysta
tækinu og eftirlitsmönnunum sem sjá um tækið. Á
lyftunni er líka gluggi með útsýni, eitthvað sem yf-
irleitt er ekki lyftum.“
Til Kína á næsta ári
Sumir tala um umhverfislistamenn eða veggja-
krotara af þekkingarleysi. Í dag er orðið algengt
að sjá hús eða port í miðbænum fagurlega skreytt
af umhverfislistamönnum. Þeir eru ekki með neina
sýningarstjóra; það sem þeir gera er oft hrárra og
ekki eins stýrt. „Ég get ekki sætt mig við það að
Reykjavíkurborg eyði 500 milljónum í að „hreinsa“
krot,“ segir Sara.
Í janúar á næsta ári fer Sara til Kína í fjóra mán-
uði. „Ég fékk inngöngu í vinnustofudvöl og sýning-
arhöld í Xiamen í Kína, á vegum stofnunar sem er
rekin af Ineke Guðmundsson, eiginkonu Sigurðar
Guðmundssonar myndlistarmanns. Ég kýs að fara
til Kína án fyrirfram ákveðinna hugmynda um
hvernig ég vinn. Ég hef auðvitað með tímanum átt-
að mig á eigin sköpun í grófum dráttum og hvert
ég leiðist og konseptinu á bak við verkin. Ég tek
með mér þessi grunnverkfæri; tölvuna, skissubók,
penna, myndavél og vídeóvél. Svo kemur það í ljós
hver áhrif umhverfisins hafa á verkin. Það er svo
gaman að ferðast því þú ert með það í huga að þú
sért í „missjón“ og þú skoðar umhverfið á öðrum
forsendum, ég veit ekki hvaða hráefni Kína hefur
að bjóða, það kemur í ljós og verður líklega hægt
að búa til ýmislegt – er ekki allt „made in China“?“
Eftir dvölina ætlar Sara að halda áfram að vinna
í myndlist í Noregi, en kemur svo til baka og
hyggst sýna verkin hér heima. Sýningin í Gallerí
101 stendur til 24. nóvember. www.sarariel.com.
Skiptst á límmiðum
Morgunblaðið/Eggert
Listakonan Sara Riel sýnir nú í Gallerí 101, ber sýningin heitið Vélarkostur eða Machinery. Hér er Sara með páfagauknum sínum honum Ísí.
útgefandi verið á staðnum, og sá
hafi orðið mjög hrifinn af sveitinni.
„Hann lofaði okkur engu, vildi
bara fá hjá okkur disk. Það væri
gaman að heyra frá honum aftur.“
Dýrðin var stofnuð árið 1994, en
plata samnefnd sveitinni kom út á
síðasta ári. Sveitin hefur spilað
töluvert í Bandaríkjunum, og þá
sérstaklega á svokölluðum „twee-
pop“-hátíðum.
„Svo lét hann lét sig bara hverfa,
hann talaði ekkert við okkur,“ seg-
ir Magnús, en velunnari sveit-
arinnar benti þeim á hina lofsam-
legu umfjöllun. „Maður varð bara
hvumsa þegar maður sá þetta.“
Að sögn Magnúsar voru aðeins á
bilinu 30 til 40 manns á tónleik-
unum sem fóru fram á Grand
Rokk, en Dýrðin átti í samkeppni
við ansi stór númer sem spiluðu á
sama tíma, svo sem !!!, Mínus,
Chromeo og Bloc Party. „Skilj-
anlega fór fólk annað í staðinn fyr-
ir að kíkja á frekar óþekkta hljóm-
sveit,“ segir Magnús í léttum dúr,
en bætir við að þó hafi bandarískur
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er nú ekki leiðinleg um-
fjöllun, ég verð að segja það. Ég
átti ekki von á þessu því ég hélt að
það væri enginn blaðamaður í hús-
inu þegar við spiluðum,“ segir
Magnús Axelsson, bassaleikari
Dýrðarinnar, en tónleikar sveit-
arinnar á Airwaves fá lofsamlega
umsögn á pitchforkmedia.com,
einni virtustu tónlistarnetsíðu
heims. Blaðamaðurinn, Douglas
Wolk, segir meðal annars að sveit-
in sé mesta uppgötvun hátíð-
arinnar.
Lofsamleg umfjöllun
Dýrðin Aðeins voru á bilinu 30 til 40 manns á tónleikum sveitarinnar á
Grand Rokk, enda stórar hljómsveitir að spila á sama tíma.
Dýrðin sögð mesta uppgötvun Airwaves á Pitchforkmedia
www.pitchforkmedia.com
www.myspace.com/dyrdin
www.mmedia.is/dyrdin
Plötubúðin og útgáfufyrirtækið
12 tónar er að sögn hæstánægt með
Iceland Airwaves-helgina í ár –
eins og svo margir aðrir. Mun dag-
skráin í búðinni hafa verið ein sú
besta hingað til og til marks um það
seldust öll 85 eintökin sem hand-
prentuð voru af fyrstu plötu Rökk-
urrór, Það kólnar í kvöld, daginn
sem sveitin lék í búðinni.
Margfeldisáhrif Air-
waves víða að finna
Leikstjórinn og handritshöfund-
urinn Jóhann Sigmarsson kvað nú
vera staddur í Berlín þar sem hann
leggur lokahönd á nýtt kvikmynda-
handrit sem ku fara í framleiðslu á
næsta ári. Jóhann á m.a. að baki
kvikmyndina Óskabörn þjóðar-
innar en þá hefur hann líka látið
mikið að sér kveða í íslenskri stutt-
myndagerð og stóð lengi í brúnni á
Stuttmyndadögum. Því hefur einn-
ig heyrst fleygt að sveitungi Jó-
hanns í Berlín, Helgi Björnsson,
taki á einhvern hátt þátt í fram-
leiðslunni og muni að öllum lík-
indum taka að sér burðarhlutverk í
myndinni.
Jonni Sigmars með
nýtt handrit í smíðum
Nýjum dagskrárlið í þunga-
rokksþættinum Metal verður
hleypt af stokkunum í kvöld á rás 2
kl. 22. Kallast hann Metalhaus mán-
aðarins þar sem þungavigtarmenn
úr bárujárnsheimum koma og
skeggræða sína aðkomu að þessari
eðlu list. Fyrsti Metalhausinn er
blaðamaður Morgunblaðsins Orri
Páll Ormarsson en hann hefur
marga fjöruna sopið í þeim fræð-
unum.
Orri Páll Metalhaus
mánaðarins á Metal