Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 56
FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 298. DAGUR ÁRSINS 2007
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
SPRON lækkar um 23%
Hlutabréf í SPRON hafa lækkað
um 23% frá því á þriðjudag er þau
fóru á markað í kauphöll OMX á Ís-
landi. Þetta er ein versta byrjun sem
félag hefur átt í kauphöllinni, ef mið
er tekið af þróun hlutabréfaverðsins.
»Viðskipti 2
Um 60 milljarða tjón
Um það bil 1.700 hús hafa brunnið
í skógareldunum í sunnanverðri
Kaliforníu síðustu daga og áætlað er
að eignatjónið nemi sem svarar rúm-
um 60 milljörðum króna. Um 25.000
hús eru enn í hættu og að minnsta
kosti hálf milljón manna hefur flúið
heimili sín. » 16
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Labbið á staðnum
Staksteinar: Hættur að tjá sig?
Forystugreinar: Mismunur
kynjanna | Mannabreytingar
UMRÆÐAN»
Um nauðsyn uppskurðar á Landsp.
Dæmisaga af olígörkum
Eru föðurnöfn séríslenskt misrétti?
Dagur Sameinuðu þjóðanna
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Ójöfn samkeppni í sjávarútvegi
Ríkið á ekki að vera kjölfestueigandi
Baráttan gegn verðbólgu gekk of vel
Hvernig tryggja afburðamenn forsk.
VIÐSKIPTI»
4#
4 4 4 4# 4#
4
5 %6&' . &+ %
7 &&
3&
!. &
4
4 4 4 4# - 8 1 '
4 4#
4
4
4##
4
9:;;<=>
'?@=;>A7'BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA'8&8=EA<
A:='8&8=EA<
'FA'8&8=EA<
'2>''A3&G=<A8>
H<B<A'8?&H@A
'9=
@2=<
7@A7>'2+'>?<;<
Heitast 12 °C | Kaldast 6 °C
Sunnan og suðaustan
10-18 m/s og mikil
rigning en minnst á
Norðausturlandi.
Snýst í suðv.-átt. » 10
VEÐUR»
1. Ótrúlegt að ekki varð stórslys
2. Kona lést í skemmtigarði
3. Ísl. auðmenn tala í gullsíma
4. Magni vill vini sína í Hveragerði
BUBBI Morthens
og Stórsveit
Reykjavíkur verða
með stórtónleika í
Laugardalshöll að
kvöldi nýársdags
2008. Bubbi stefnir
að því að spila alls
22 lög á tónleik-
unum en Þórir Baldursson sér um
útsetningar á þeim fyrir stórsveit.
„Ég hlakka mikið til því mér finnst
þetta mjög spennandi. Ég ætla líka
að láta taka þetta upp fyrir bæði
DVD og geisladisk. Ég ætla að tjalda
öllu sem til er,“ segir Bubbi.| 50
Bubbi með
stórsveit
Bubbi Morthens
reykjavíkreykjavík
TÓNLIST»
Sprengjuhöllin enn á
toppnum. » 52
TÓNLIST»
Dýrðin sögð mesta upp-
götvun Airwaves. » 46
Það hefur sérstaka
merkingu fyrir
Horsebox-meðlim-
inn VilhjálmVaug-
han að vera Íslend-
ingur til hálfs. » 53
TÓNLIST»
Íslendingur
til hálfs
FÓLK»
Maríu Carey dreymir um
að verða móðir. » 48
Ragnheiður Eiríks-
dóttir segir texta og
lög vel samin á diski
sem inniheldur tón-
listina úr leikritinu
Óvitar. » 55
DÓMUR»
Vel samin
tónlist
„MÉR getur ekki
annað en litist vel á
þetta,“ segir Guðný
Halldórsdóttir leik-
stjóri um þær 11 til-
nefningar til Eddu-
verðlauna sem
mynd hennar
Veðramót hlaut í
gær. Henni kemur
þó á óvart að tónlistin í myndinni er
ekki tilnefnd. | 18
Líst vel á til-
nefningarnar
Guðný
Halldórsdóttir LÍKLEGA geta þau Elke Foelsche
Polo frá Perú og Piotr Paweł Ka-
sperczak frá Póllandi tekið undir
það að ástin spyrji hvorki um stund
né stað. Þau komu hvort í sínu lagi
til Húsavíkur, kynntust þar í fisk-
vinnslu og urðu ástfangin. Þau búa
nú með börnum sínum á Húsavík og
líkar vel að búa hér á landi. | 6
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Ástin
brúar bilið
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÁSGEIR Jónsson kom eins og storm-
sveipur inn í íslenska fjallgöngusam-
félagið fyrir örfáum misserum og
hafði lítið sem ekkert klifið af fjöllum
hérlendis. Hann fór beint í erlendu
deildina og stefnir nú á Everest innan
nokkurra missera. Komst hann á tind
Elbrus í fyrra og fleiri fjöll í kjölfarið.
Líklega stendur nýleg ganga hans á
Carstenzs Pyramid í Eyjaálfu upp úr
því ferðin að fjallinu var hættulegri en
klifrið sjálft.
„Leiðsögumaður minn varð að
grípa til þess að múta bæði hermönn-
um og fleirum til að við gætum komist
leiðar okkar að fjallinu,“ segir hann.
Leiðangurinn ferðaðist með herbíl að
gull- og koparnámu og er þangað kom
tóku eftirlitsmenn hennar við hópnum
fyrir mútufé og óku honum að fjallinu.
„Við vorum látin klæðast vinnugalla
eins og námuverkamenn til að vekja
ekki grunsemdir. Líklega varð ég
hvað smeykastur í allri ferðinni þegar
ekið var í gegnum ranghala flutnings-
ganga í nágrenni við aðalnámuna.
Þau voru óupplýst og svo þröng að
bílarnir rétt komust í gegn. Það hafði
hrunið úr loftinu og vatnsflaumurinn
var óstöðvandi.“
Ógleymanlegur dagur
Á svæðinu eru þrír ættbálkar og
segir Ásgeir að tveir þeirra séu
þekktir fyrir mannát. Árið 1987 fór
fjögurra manna fjallaleiðangur frá
Jakarta um svæði eins ættbálksins,
Dane, ásamt aðstoðarmönnum. Þetta
voru þrír háskólastúdentar ásamt
kennara sínum og fóru sömu leið og
Ásgeir. Þrátt fyrir að Dane-
ættbálkurinn sé ekki talinn árás-
argjarn fór ekki betur en svo í sam-
skiptum aðkomufólksins við flokks-
menn að fólkið var tekið til fanga og
sást aldrei aftur þrátt fyrir leit. Talið
var víst að það hefði verið étið. Þótt
Ásgeir teldi mannátshættu harla litla
var hann samt feginn að komast loks í
grunnbúðir fjallsins og byrja klifrið.
„Og dagurinn sem við klifum sjálfan
tindinn mun aldrei gleymast. Það
snjóaði á fjallinu svo menn höfðu
aldrei upplifað annað eins. Þessi snjó-
koma varði samt þennan eina dag og
hennar gætti ekki neðar. En þetta
gerði ferðina bara eftirminnilegri.“
Með mútufé á mannætuslóðum
Dulargervi Ásgeir klæddur í námu-
verkagallann af illri nauðsyn.
♦♦♦