Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 39 ✝ Elvar EyfjörðErlingsson fæddist í Búlands- hreppi 16. maí 1960. Hann lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 18. október síðastliðinn. For- eldrar hans eru Vil- borg Reimarsdóttir, f. 10.8. 1942 og Er- lingur Ákason, f. 9.12. 1935, d. 24.10. 1971. Börn Vilborg- ar og Sigurjóns Jós- eps Friðrikssonar, f. 28.12. 1936 og systkini Elvars sammæðra, eru Helga Guðrún, f. 12.9. 1965, Stefanía, f. 7.5 1967, Reimar, f. 2.2 1972, og Friðbjörg Jóhanna, f. 7.7 1973. Systkini Elvars samfeðra eru, Stefán Hlynur, f. 15.6. 1968, d. 5.12, 1991 og Þröstur Heiðar, f. 11.11. 1970. Elvar bjó með Guðrúnu Soffíu Þorleifsdóttur, f. 8.7. 1960 og eignaðist með henni þrjú börn. Þau eru: a) Vilborg Anna, f. 14.11. 1979, gift Vali Dan Jónssyni, f. 6.10. 1981. b) Helga Sóley, f. 4.8. 1982, sambýlis- maður Gunnlaugur Snorri Hrafnkels- son, f. 11.1. 1977. c) Þorleifur Elís, f. 15.8. 1983, sam- býliskona Silja Hlín Magnúsdóttir, f. 22.12. 1988. Elvar kvæntist Hrafnhildi Björk Jónsdóttur, f. 26.4. 1964, sonur þeirra er Óskar Eyfjörð, f. 28.4. 1985. Þau slitu samvistir. Barnabörn Elvars eru þrjú. Elvar vann ýmis störf til sjós og lands, en var öryrki síðustu árin, búsettur á Akureyri. Útför Elvars verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, uns allt það pund, sem Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (Matthías Jochumsson) Elsku pabbi. Við viljum þakka þér fyrir stundirnar sem voru alltof fáar. Vonum að þér líði vel og góða ferð inn í eilífðina. Bestu kveðjur Börnin þín, Vilborg Anna, Valur Dan, Helga Sóley, Gunn- laugur Snorri, Stefán Hrafn- kell, Íris Ósk, Þorleifur Elís, Silja Hlín, Daníel Kristján og Óskar Eyfjörð. Hann kom til mín í sveitina með móður sinni hann elsku Elvar minn þegar hann var 4 ára gamall, lítill ljóshærður stúfur. Hann varð strax mjög góður við allar skepnur og varð snemma góður skepnuhirðir. Hann var með skerta sjón og heyrn frá barnæsku sem háði honum í námi og starfi. Hann mátti ungur glíma við einelti sem þá var ekki eins þekkt mein í samfélaginu og það er í dag. Og snemma tók Bakkus völdin í lífi þessa unga manns og gerði honum á stundum lífið óbæri- legt. Þessi litli gullmoli sem hann var, var í okkar umsjón og ábyrgð og við gerðum allt sem okkur var unnt til að skapa honum sem best umhverfi, þótt eflaust hafi mátt betur gera á stundum. Róar, sefar rökkurharpa dagsins sorg. Kyrrist, hljóðnar lýðsins fótatak um torg. Safnar nóttin svörtum dún að brjósti mér. Hvílu mjúka býr hún undir bringu sér. Móðurfaðmur mildur skýlir þreyttri önd. Morgunbjarminn knýr mér sigð og sverð í hönd. Megi friður Guðs fylgja honum. Jósep. Kæri bróðir minn Ég á eftir að sakna þín. Þú varst afar sérstakur einstaklingur og sannarlega hafðir þú sjaldnast með- byr í þínu lífi. Eitt sinn lærði ég að það væri ekki aðalatriði úr hve miklu við hefðum að spila í þessu lífi, heldur það hvernig við spiluðum úr því sem okkur er gefið. Það held ég að þú hafir gert eins vel og þér var mögulega unnt. Ég veit að það var margt sem þú varst ósáttur við og hefðir viljað að færi öðruvísi, en lífsins örlög eru ekki í okkar höndum og vilji mann- anna má sín oft lítið þegar við ofjarl er að etja. Flestir telja held ég að þú hafir verið lokaður persónuleiki, en það er ekki langt síðan að þú sagðir mér að þér þætti svo vænt um mig og værir stoltur af mér. Já, þú sýnd- ir náminu mínu áhuga, þú hafðir áhyggjur af Friðrik Jóhanni þegar hann var lasinn. Þú faðmaðir mig í veikindum mömmu okkar, ég get ekki annað sagt en að þú hafir reynst mér eins góður bróðir og í þínu valdi var. Við Friðrik Jóhann þökkum þér sam- veruna, við þökkum þér líka allar skemmtilegu jólagjafirnar, þeirra verður saknað. Í Guðs friði. Þín systir, Friðbjörg Jóhanna (Didda.) Elvar Eyfjörð Erlingsson Óþreytandi fylgdist hún með ömmubörnunum og var leitun að því í þessum heimi sem hún var hreyknari af heldur en fjölskyldum sínum bæði okkur bróðurbörnunum og dætrunum hans Knud ásamt af- komendum og mökum. Síðustu árin glímdi hún við lang- varandi veikindi en alltaf bar hún sig vel og hafði fremur áhyggjur af öðrum. Síðustu misseri naut hún umhyggju fjölskyldna sinna og ber þar sérstaklega að þakka tengda- syni þeirra Sissu og Knud, Þór Steinarssyni sem sýndi henni ein- staka alúð og umhyggju. Við fjölskyldan kveðjum okkar ástkæru Sissu með þökk í hjörtum fyrir að hafa notið gæsku hennar. Hilmar Einarsson og fjölskylda. Við höfum misst kæran fjöl- skyldumeðlim og góða vinkonu. Sissa var eiginkona Knud Salling Larsen, sem lést 1996 og var hann bróðir Mogens. Þau komu oft og heimsóttu okkur til Danmerkur og nutum við ásamt föður þeirra bræðra ávallt komu þeirra. Einnig eru okkur mjög kærar dætur Knud þær Aníta og Helen. Það sem einkenndi Sissu var hennar jákvæða sýn á tilveruna, hennar fallega bros, hreinskilni, gestrisni og síðast en ekki síst snilld hennar við matargerð. Hún var vön að senda okkur íslenskan villtan lax fyrir hver jól sem átti heiðurssess á jólaborðinu okkar og sem við mun- um nú sakna. Við þökkum Sissu langa sam- fylgd. Anna, Dorthe, Anne-Lise og Mogens Salling Larsen, Virum, Danmörku. Kæra Sissa. Þú hefur ávallt skipað sérstakan sess í hjarta mínu þar sem þú varst guðmóðir mín. Ég mun minnast þín sem þeirri hjartahlýju og glaðværu persónu sem þú ávallt varst. Þín glaða lund og glettni var ekki yf- irborðskennd heldur kom beint frá hjartanu. Þú gast alltaf séð björtu hliðarnar á tilverunni, einnig þegar þú varst orðin veik. Þess vegna munt þú alltaf verða mín fyrirmynd. Því miður komst ég ekki til Íslands í fyrrasumar, af heilsufarsástæðum, þegar Sonja og Gestur giftu sig og grunaði mig þá að ég mundi senni- lega ekki ná að sjá þig aftur. Það gladdi mig mikið þegar þú hringdir til mín á afmælisdaginn í vetur og við spjölluðum lengi saman. Því miður kemst ég ekki til Íslands til að kveðja þig núna en mun tendra kertaljós fyrir þig og biðja góðan Guð að vera með þér. Kveðjur, guð- dóttir þín í Danmörku Dorthe. Elsku Sissa mín. Komið er að kveðjustund, stund- inni sem ég hef kviðið fyrir um nokkurn tíma. Söknuðurinn er sár, því þú varst mér svo kær og ég á þér svo mikið að þakka. Þú unnir mér ætíð sem þín eigin dóttir væri. Nærvera þín var hlý og svo góð. Þú áttir svo auð- velt með að sýna ástúð og um- hyggju, hrósa mér og hvetja. Þegar ég var smástelpa sagðist ég ætla að verða eins og þú. Mér fannst þú bera af öðrum konum, alltaf svo glæsileg. Minningarnar eru svo ótal margar, ljúfar og góð- ar, sem ég mun varðveita í hjarta mér. Þú varst dugleg að segja mér frá fortíðinni og naust þess að minn- ast móður minnar, ömmu og afa sem ég fékk ekki notið. Þú varst svo einstaklega vel skapi farin. Þú naust þín vel innan um fólk og þá sérstaklega fjölskyldunn- ar og góðra vinkvenna sem hafa verið þér svo tryggar. Fagurkeri varstu og naust þess að hafa fallegt í kringum þig. Mat- gæðingur varstu mikill og naust þess að halda matarboð. Annáluð eru „frokost“-hlaðborðin um jól og páska sem þið Knud buðuð til með- an hann lifði og síðan áfram fyrstu árin eftir fráfall hans. Í minning- unni fannst mér þú reyndar alltaf vera í eldhúsinu, eitthvað að bralla. Þegar ég var komin með fjöl- skyldu minnkaði ekki umhyggja þín. Þú varst svo stolt af börnunum og fylgdist vel með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þú varst þeim afar kær og fannst þeim óhugsandi annað en þú værir með okkur þegar eitthvað stóð til, eða bara hversdags – „kemur Sissa ekki örugglega?“ Eftir að þú fluttir í Eikjuvoginn urðu samverustundirn- ar enn þéttari og nutum við okkar vel saman, við gátum setið enda- laust og spjallað, enda vorum við bestu vinkonur. Þér leið vel í húsinu og þú eignaðist góða granna. Nú verða samverustundirnar ekki fleiri í bili. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig að. Það verður tómlegt að hafa þig ekki lengur hjá okkur en minningin lifir um ynd- islega, ástríka frænku sem öllum vildi vel. Ég kveð þig, elsku frænka mín, eins og þú kvaddir svo gjarnan þegar ég fór í ferðalag: „Megirðu eiga góða ferð og góða heimkomu“. Ég trúi því að vel verði tekið á móti þér . Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þín elskandi Sigríður Helga (Dudda) Elsku Sissa. Við sitjum hér systkinin og rifjum upp ljúfar minningar um uppáhalds frænku okkar sem reyndist okkur ætíð eins og amma. Þú varst alltaf svo hress og reyndist öllum svo vel. Fallega brosið þitt á alltaf eftir að sitja í okkur. Hvernig er annað hægt en að taka þig til fyrirmyndar. Aldrei kom maður að tómum kof- anum, hvorki í Mávahlíðinni né í Eikjuvoginum. Þú varst aldrei lengi að bera fram kræsingar og fylla eld- hús- eða stofuborðið. Stórglæsilegu jólahlaðborðin sem haldin voru á annan í jólum standa upp úr. Litlum stöllum leið eins og í konungsveislu, þú lagðir þig alltaf alla fram í að hafa allt sem glæsilegast. Vildir full- vissa þig um að enginn færi svangur heim. Á okkar yngri árum biðum við spenntar eftir að komast í hlað- borðið uppáklæddar í nýju jólakjól- unum og með gjöfina frá Sissu, sem var oftar en ekki uppáhaldið, undir hendinni. Síðan var Eydís ekki lengi að hendast inn í eldhúsið og næla sér í sykurhúðuðu sleifina sem var notuð í brúnu kartöflurnar og gæða sér á sætindunum. Á meðan starði Guðný agndofa á veisluborðið. Það voru forréttindi að fá að hafa þig með okkur á áramótunum síð- ustu árin. Björgvini fannst alltaf svo gaman að fá að spila fyrir þig á saxófóninn og hlusta á gamlar sögur sem þú hafðir að segja. Honum fannst æðislegt þegar hann upp- götvaði það að hægt væri að spyrja Sissu frænku um orð og þýðingar á dönsku í stað þess að fletta upp í orðabókinni. Kveðjum þig með söknuði, elsku Sissa frænka, Eydís Hildur,Guðný Björg og Björgvin Ragnar. Elsku hjartans Sissa okkar er bú- in að kveðja okkur. Við Sissa erum systradætur en ég ólst upp með henni eins og stóru systur. Mæður okkar voru þær bestu systur sem ég hef kynnst og höfðu daglegan samgang. Önnur var ljóshærð með vatnsblá augu og hin dökkhærð með brún augu en þær áttu það sameig- inlegt að kærleikur og hlátur voru einkenni daglegs lífs þeirra. Sissa hélt áfram búskap á Hverfisgötu 100 eftir að hún stofnaði sjálfstætt heimili, en foreldrar hennar byggðu henni skjól ofan á sína hæð. Einar, einkabróðir hennar, fékk sitt skjól á fyrstu hæð hússins þeg- ar hann hóf búskap. Fjölskyldan var því sameinuð meira en almennt gerist. Foreldrar þeirra, Dúa og Nonni kenndur við Völund, eign- uðust einnig litla dóttur Guðrúnu Svövu en misstu hana úr bráða- berklum aðeins rúmlega eins árs gamla. Börn Dúu og Nonna voru mjög elskuð á heimili foreldra minna og dvöldu oft á sumrin í Sól- heimatungu við Laugarásveg. Bróð- ir minn Svavar heitir eftir litlu syst- ur Sissu. Sissa lifði lífi sínu öllu sem elskuð félagsvera þar sem bros hennar og kærleikur umvafði alla hennar ætt- ingja og vini. Vinkonurnar Stella og Adda hafa verið í lífi Sissu eins lengi og ég man og aldrei borið þar skugga á. Vallý systir mín og Maddý frænka mín voru mjög nán- ar henni frá frumbernsku. Ása Jóna frænka hennar frá Jónsætt var einnig við hlið hennar allt til enda. Sissa fæddi ekkert barn en ég hafði oft á orði að lífið væri mjög dularfullt þar sem hún átti stærstu fjölskylduna. Hún eignaðist tvær stjúpdætur, Helenu og Anitu, þegar hún hóf búskap með Knúti manni sínum og hafa þær og fjölskyldur þeirra verið henni dásamleg og komið fram við hana eins og sína eigin móður. Einar bróðir hennar eignaðist fimm börn. Hann varð ekkill aðeins 30 ára gamall og var þá með þrjú börn, Jón Þór, Hilmar og Sigríði Helgu. Síðan átti hann tvo syni, Kjartan og Guðjón Pál. Einar dó 56 ára. Börn hans hafa umvafið Sissu alla tíð og verið henni sem hennar eigin börn. Fjölskyldur þeirra hafa umgengist hana með miklum kærleika. Sissa geislaði af fegurð alla sína ævi. Síðustu tvö ár- in voru henni ákaflega erfið og er sárt til þess að vita að læknisfræði- leg kunnátta var ekki eins víðáttu- mikil og óskandi væri. Við öll stóð- um bjargarlaus og horfðum upp á að Sissa okkar missti heilsu sína. Hún var aðeins tæpan hálfan mánuð á spítala áður en hún lést. Síðasta morguninn sem hún lifði kom ég að beði hennar og sá að kveðjustundin nálgaðist. Hún sjálf vissi hvert stefndi en hún brosti enn sínu fagra brosi og þakkaði fyrir sig og kvaddi mig. Ég þakka fyrir hverja einustu stund sem ég fékk að vera sam- vistum við Sissu mína. Ég votta stóru fjölskyldunni hennar og vinum mína hjartans samúð. Að endingu langar mig að vers Guðjóns afa okkar til Sissu þegar hún var á spítala árið 1949, fylgi hér með. Kristur sé skjöldur þinn og skjól Skíni þér kærleikans eilífa sól Og öllum þeim sem þrautirnar þjaka. Þeim yfir englar Guðs vaka. (G.P.) Hinsta kveðja og þakklæti frá okkur systkinunum í Sólheima- tungu. Selma Júlíusdóttir. Það er mikils virði að eiga góða nágranna og það var Steinunn. Frá fyrstu stundu sýndi hún okkur já- kvæðni, traust og velvilja. Minning- arnar streyma fram, spjallið í þvottahúsinu, kaffibollarnir, kökur og fínerí. Ekki amalegt að kíkja nið- ur á aðventunni og drekka saman staup af púrtvíni úr fínu dönsku jólaglösunum. Sameiginleg hrifning af Dönum og því sem danskt er. Steinunn passaði húsið þegar við hin vorum á flandri, veitti öryggi og hægt að fá aðstoð þegar einhver læsti sig úti. Kisurnar gerðu sig heimakomnar og stungu sér á milli kristalsvasa inn í stofu. Jafnvel þessum heimsóknum tók Steinunn með jákvæðni og leit á þær sem vin- konur sínar. Farið að halla undan fæti, heilsan ekki góð, en alltaf sama góða viðmótið. Ættingjar og vinir gerðu henni lífið léttara. Við minnumst Steinunnar sem sterkrar konu sem mætti lífinu með jafn- aðargeði og gerði sér far um að hafa góð áhrif á umhverfi sitt. Hennar er sárt saknað hérna í Eikjuvoginum um leið og við þökkum allt gott. Öll- um ættingjum og vinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Áslaug Einarsdóttir og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Stein- unni S. Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJÁLMARS KJARTANSSONAR málarameistara, Sólheimum 27, Reykjavík. Viktor Hjálmarsson, Magnea Ingólfsdóttir, Kjartan Már Hjálmarsson, Agla Björk Ólafsdóttir, Jökull Viðar Harðarson, Vala Ósk Ólafsdóttir, Baldur Óli, Viktor Ingi, Erna og Magnea Elísa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.