Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Öskjuhlíð | „Skólinn er 32 ára gam- all og er einn af grunnskólum borg- arinnar,“ segir Dagný Annasdóttir, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla. Skól- inn hefur ráðgjafarhlutverk á landsvísu og getur fagfólk komið þangað og fengið kennsluráðgjöf fyrir fötluð börn. „Við fylgjum aðalnámskrá grunnskóla, hjá okkur eru bekkj- ardeildir, frá fyrsta og upp í tíunda bekk og hvert barn tilheyrir ákveðnum bekk,“ segir Dagný. Í vetur eru 92 nemendur í skólanum og um 90 starfsmenn, þó ekki allir í fullu starfi. „Skólinn er ólíkur öðrum skólum að því leyti að hér eru mjög margar fagstéttir starfandi,“ segir Dagný og nefnir leikskólakennara, grunn- skólakennara, sérkennara, þroska- þjálfa, talmeinafræðinga, iðju- þjálfa, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa og sálfræðing. „Svo fáum við meira að segja tannlækni til okkar einu sinni í viku,“ segir hún. Einstaklingsnámskrár Til að barn fái inngöngu í Öskju- hlíðarskóla þarf að liggja fyrir við- urkennd greining frá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Í greining- unni þarf að koma fram að barnið sé undir 70 í greind. „Oft fylgja barninu einhverjar viðbótarfatl- anir,“ segir Dagný. „Viðkomandi getur verið hreyfihamlaður, með skerta sjón eða heyrn, einhvers konar ofvirkni eða athyglisbrest.“ Inntökuteymi metur hverja umsókn fyrir sig. Reykjavíkurborg rekur Öskju- hlíðarskóla. Skólinn er opinn fyrir börn úr nágrannasveitarfélögum og utan af landi og þurfa viðkom- andi sveitarfélög að samþykkja að greiða með hverju barni. Einstaklingsnámskrár eru gerð- ar fyrir alla nemendur skólans og námið lagað að þörfum hvers og eins. Skólinn býr yfir 30 ára reynslu af einstaklingsmiðuðu námi. Í dag fer fram í Þjóðminjasafni Íslands málþing undir yfirskriftinni Mennt er máttur – málþing um skólagöngu fatlaðra. Menntasvið Reykjavíkur stendur fyrir mál- þinginu en það byrjar klukkan 13 og stendur til 17. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skemmtilegt Dagný Annasdóttir, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, ásamt nokkrum nemendum í skólanum. Einstaklingsmiðað nám AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir skipulagsmál þurfa að taka mið af þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Morgunblaðið ræddi við hana í gær í framhaldi af áhugaverðum fyrirlestri Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um skipulagsmál í Háskól- anum á Akureyri í síðustu viku. „Mér fannst mjög gaman að hlusta á Sigmund og kynnast sýn hans á skipulagsmál; hún er skemmtileg og hann var gagnrýninn, sem er gott. Mér fannst líka heillandi að heyra hann lýsa upp- byggingunni í Austur-Evrópu,“ sagði Sigrún. Heildarmynd Sigmundur lýsti m.a. þeirri skoðun sinni að bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri væri byggt býsna mikið og hratt, án þess að spáð væri í heildarmynd og gæði. Naustahverfi er það nýjasta á Akureyri og Sigrún segist vissulega hafa heyrt gagnrýn- israddir varðandi það. „Menn gera eins vel og þeir geta á hverjum tíma og síðan dæmir sag- an það hvort vel hafi tekist til eða ekki. Skipu- lag Naustahverfis er byggt á verðlaunatillögu arkitekta þar sem einmitt átti að leggja áherslu á heildarmyndina; hugmyndin er að skapa skjól og þarna eiga gangandi vegfar- endur að hafa forgang. Mikið verður um göngustíga, 30 km hámarkshraði í öllu hverf- inu og hlykkjóttar götur til þess að hindra hraðakstur. Markmiðið er sem sagt að búa til gott hverfi.“ Hún segir að ef til vill átti menn sig ekki á heildarmynd hverfisins fyrr en það verður full- byggt. „Þarna eru margar blokkir og sér- staklega ein sem stendur upp úr – en ég geri ráð fyrir því að hverfið samsvari sér betur þeg- ar það verður tilbúið.“ Sigmundur sagði í fyrirlestrinum að í miðbæ Akureyrar og þar í grennd væru mikil tæki- færi varðandi uppbyggingu og lagði áherslu á þá skoðun sína að byggt yrði á arfleifðinni og í samræmi við umhverfið. Sigrún segir að skipu- lag hvers tíma þurfi að taka mið af þörfum samfélagsins hverju sinni og nú sé unnið að því að breyta áherslum í miðbænum til þess að gera hann sólríkari og bjartari; miðbærinn mun snúa í austur-vestur eftir breytingar, ekki norður-suður eins og göngugatan gerir í dag. „Tilgangurinn er að skapa skemmtilegri bæ, til dæmis með hugmyndinni um síki, sem er róttæk og kostnaðarsöm, en segja má að teng- ist arfleifðinni; síkið á að tengja bæinn betur við sjóinn, sem markvisst hefur verið fyllt upp í lengi.“ Hvenær tekur nútíminn við? Töluvert rís af nýjum byggingum í mið- bænum, miðað við deiluskipulagið sem verið er að vinna og byggt er á hugmyndum skoska arkitektsins Graeme Massie. Og fljótlega verður hafist handa við að byggja á Drotting- arbrautarreitnum þar sem nú eru bílastæði, sunnan við afgreiðslu leigubílastöðvarinnar BSO. „Nýju húsin og þau sem fyrir eru eiga að mynda það skjól sem mikið er kallað eftir. Sú bygging sem þarna rís verður örugglega nú- tímaleg en ég á engu að síður von á að um- hverfið verði mjög manneskjulegt – sem er einmitt það sem verið er að leita eftir.“ Hún segir að breytingin á miðbænum eigi að hafa góð áhrif á svæðið sem íverustað og fjár- festingarkost. „Við höfum séð gríðarmiklar fjárfestingar á miðbæjarsvæðinu undanfarið.“ Hún samsinnir því að alltaf sé gott að horfa til gamla tímans þegar arkitektúr sé annars vegar, en spyr: „Hvenær á nútíminn að taka við? Um þetta er dálítið tekist á. Hvenær verð- ur dagurinn í dag að gamla tímanum? Til eru dæmi um illa heppnaðar byggingar, eins og húsið á milli Hótel Borgar og Reykjavík- urapóteks – það var örugglega talið fallegt þegar það var byggt en er nú talið slys.“ Varðandi arfleifðina nefnir Sigrún arkitekt- inn Fanneyju Hauksdóttur á Akureyri. „Turnana, sem einkennt hafa menningararf Akureyrar, hefur hún mikið notað á sín hús og þannig viðhaldið hefðinni, en á sinn hátt. Það er mjög gaman að því.“ „Vítamínsprautuleiðin“ Eitt sem vakti athygli í máli Sigmundar var að „vítamínsprautuleiðin“ sem hann nefndi svo, virkaði ekki. Þegar verslunarmiðstöð væri byggð í miðbæ til þess að lífga upp á hann. Áhrifin væru oft þveröfug, slík miðstöð eyði- legði frekar götulífið í kring og nefndi hann sem dæmi Oxford í Englandi, þar sem hann bjó um tíma; þar á að fara að rífa versl- unarmiðstöð sem reist var í miðbænum fyrir nokkrum árum. Hugmyndir hafa verið uppi um það að reisa verslunarmiðstöð á svæðinu þar sem íþrótta- leikvangur bæjarins, Akureyrarvöllur, er nú og stundum haft á orði að tilgangurinn væri sá að styrkja miðbæinn. „Menn hefur greint dálítið á um það. Ég hef til dæmis verið efins um að stór versl- unarmiðstöð á vellinum myndi styrkja miðbæ- inn. Í bæjum og borgum erlendis eru slíkir verslunarkjarnar yfirleitt í jaðri byggðarinnar og ég efast um að einhver fari til stórinnkaupa á íþróttavallarsvæðinu og svo gangandi inn í bæ.“ Sigrún upplýsir að nú séu uppi hugmyndir um að styðjast við fyrsta aðalskipulag Ak- ureyrar, frá 1926, þegar byggð verður skipu- lögð á svæðinu þar sem Akureyrarvöllur er nú; að þar verði lágreist íbúðabyggð í samræmi við byggðina á Eyrinni, eins og Guðjón Sam- úelsson gerði ráð fyrir í þessu fyrsta að- alskipulagi bæjarins. „Viljum skapa skemmtilegri bæ“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Uppbygging Horft frá menningarhúsinu Hofi, sem nú er í byggingu. Á svæðinu handan göt- unnar verður fljótlega hafist handa við framkvæmdir í samræmi við nýtt miðbæjarskipulag. Í HNOTSKURN »Þróunarfélagið Þyrping vill fá aðbyggja verslunarhúsnæði þar sem Akureyrarvöllur er en ólíklegt er að af því verði. Sigrún segir bæjarbúa greini- lega vilja að þar verði grænt svæði sem nýta megi til samkomuhalds og sér lítist vel á það ásamt lágreistri byggð. Bæjarstjórinn: Sagan dæmir hvernig til tekst Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is EF SPÁR skipulags- og bygginga- sviðs Reykjavíkurborgar ganga eftir verða 430 nemendur við Vesturbæj- arskólann árið 2011, en þetta er 65% fjölgun frá þessu ári, því í dag eru um 260 nemendur í skólanum. Þessi fjölgun skýrist af því að ráðgert er að byggja samtals 623 nýjar íbúðir í hverfinu á næstu fjórum árum. Hefði þessi fjölgun íbúða í hverfinu ekki komið til gerðu spár menntasviðs borgarinnar ráð fyrir að nemendur yrðu samtals 355 árið 2011. „Ég á nú hins vegar eftir að sjá að þessi spá um svo mikla fjölgun nem- enda gangi eftir,“ segir Hildur Haf- stað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, og bendir á að reynsla síðustu ára sýni að barnafjölskyldum og þar með börnum í hverfinu hafi verið að fækka. Segir hún þetta stafa af því að barnafjölskyldur virðist eiga erf- itt með að stækka við sig í Vestur- bænum í réttu hlutfalli við stækk- andi fjölskyldur. Að sögn Hildar hefur um nokk- urra ára skeið verið fækkun í skól- anum. „Núna eru um 260 börn í skól- anum, en þau voru þegar mest var árið 1989 um 330. Skólinn er byggð- ur fyrir um 280 til 300 nemendur, þannig að við getum ennþá tekið við börnum. En það fer m.a. eftir dreif- ingu í bekki og annað,“ segir Hildur. Aðspurð segir hún ljóst að gangi spá byggingasviðs eftir þurfi að stækka Vesturbæjarskólann fljótlega. Spá fjölgun skólabarna  Barnafjölskyldum fækkar í Vest- urbænum  Fjölga á íbúðum um 623 Morgunblaðið/Jim Smart Kátir krakkar Nú stefnir í að þeim fari fjölgandi í Vesturbænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.