Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 31
margar þekktar ættir sem ekki tengjast neinu ættarnafni. Er Eng- eyjarætt í felum? Auk þess dugar Blöndalsnafnið ekki til að skera úr um hvort einhver sé af Blöndalsætt því að ættarnöfnin erfast venjulega bara í karllegg. Ekki verður heldur séð að föðurnafnakerfið hafi staðið Íslendingum fyrir þrifum þegar kem- ur að ættfræði og ættarmótum enda er hvort tveggja stundað ótæpilega hér á landi. Magnús telur að misrétti felist í því að þeir einir eigi kost á að bera ættarnafn sem eiga til þess ætterni eða hjónaband. Sjálfsagt er það rétt í einhverjum skilningi en misrétti er innbyggt í næstum hvaða nafnakerfi sem er. Til dæmis er Pawel Bartos- zek, sem Magnús telur vel settan að eiga sér ættarnafn, ekkert nær því en við Magnús að mega heita Eldjárn eða Laxness – til þess þyrftum við allir að finna okkur nýtt kvonfang. Það hlýtur að vera misrétti að ekki eigi allir völ á sömu nöfnum því að ef- laust þykja ekki öll nöfn jafnfín. Eina kerfið sem ekki fæli í sér neitt misrétti væri að leyfa hverjum sem er að velja sér hvaða fornöfn og eftirnöfn sem er. Slíkt kerfi hefði vit- anlega sína ókosti og hér verður ekki skorið úr um hvort það væri betra eða verra en það sem við búum við núna. Þetta er samt væntanlega ekki kerfið sem Magnús hefur í huga því að hann lítur á ættarnöfn eins og ein- hvers konar lögvernduð „vöru- merki“. Hvernig hann ætlar að út- rýma öllu misrétti úr kerfinu er því ekki ljóst. » Föðurnöfn eru ekkiséríslensk, þau tíðk- ast víða í Asíu og Afríku. Kostir ættarnafna eru vafasamir. Höfundur er tölvunarfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 31 - kemur þér við Spítalarnir á leið inn í amerískan fasa? Viðskiptaráðherra berst gegn sjálftöku Ingibjörg samdi lög til að öðlast frið í sálinni Rokkandi, sundur- skotin jólahátíð Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi Milljónir í stöðu- mælasektir yfir Airwaves-hátíðina Hvað ætlar þú að lesa í dag? Laugardaginn 27. október Frá kL. 11:00-15:00 verður opið hús í háskóLanum í reykjavík, kringLunni 1. Nemendur og starfsfólk HR taka á móti gestum í anddyri skólans, Kringlunni 1, (gamla Morgun- blaðshúsinu) og veita upplýsingar um það nám sem í boði er í Háskólanum í Reykjavík. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna þær námsbrautir sem taka inn nýnema á vorönn og kynningarfundir á því námi verða haldnir sem hér segir: Stofa K5 kl. 12:00 Frumgreinar - Málfríður Þórarinsdóttir, sviðsstjóri frumgreinasviðs. kl. 13:00 meistaranám í byggingarverkfræði og tengdum faggreinum - Ingunn Sæmundsdóttir, forstöðumaður meistaranáms í verkfræði og tengdum faggreinum. kl. 14:00 tölvunarfræði - Ásrún Matthíasdóttir, verkefnastjóri háskólanáms með vinnu. www.hr.is VerKfræði tæKnifræði tölVunarfræði iðnfræði frumgreinar ViðSKiptafræði lögfræði KennSlufræði lýðheilSufræði Stærðfræði Íþróttafræði OPIÐHÚS háskólinn í reykjavík er skóli 21. aldarinnar; kraftmikill alþjóðlegur háskóli sem verður fyrsti valkostur þeirra sem vilja framsækið og skapandi nám. P L Á N E T A N 2 0 0 7 VINNUVERNDARVIKAN á Evrópska efnahagssvæðinu er að þessu sinni helguð forvörnum gegn líkamlegum álagssjúkdómum sem leitt geta af vinnuaðstæðum og rangri beitingu lík- amans. Sjúkdómar í stoð- og hreyfikerfi líkamans eru með dýrustu heilsu- farsvandamálum sam- félagsins. Rannsóknir sýna jafnframt að veru- legur hluti slíkra sjúk- dóma á rætur sínar að rekja til aðstæðna á vinnustöðum fólks. Einstaklingar sem fá slíka sjúkdóma verða iðulega fyrir mikilli lífs- gæðaskerðingu. Hver þekkir ekki einhvern sem er hrjáður af alvarlegri bakveiki, ef hann hefur þá ekki lent í slíku sjálf- ur? Þessu fylgir síðan að ekki er hægt að stunda vinnu um lengri tíma og jafnvel ekki til frambúðar. Örorka hefur farið mjög vaxandi í okkar sam- félagi og þar koma álagssjúkdómar mjög við sögu. Þeir eru næstalgeng- asta orsök örorku hérlendis, valda um 30% tilvika, einungis geðrænir sjúkdómar eru skæðari í þessu tilliti. Það er því til mikils að vinna að ná sem allra bestum ár- angri í forvörnum gegn sjúkdómum í stoð- og hreyfikerfi. Í því tilliti eru mörg sóknarfæri á vinnustöðunum, með vönduðu skipulagi, notkun réttra létti- tækja, góðri skipulagn- ingu vinnunnar og þjálf- un starfsmanna má ná miklum árangri. Ráð- legt er að ganga skipu- lega til verks og gera áhættumat, með aðstoð fagfólks þar sem við á og setja á blað áætlun um forvarnir sem síðan er innbyggð í allt verklag og þróast í takt við breyttar aðstæður. Starfs- fólkið þarf að vera með í þessari vinnu því góður árangur næst ekki nema almennt viðhorf þess – andinn á vinnustaðnum, styðji við mark- miðið. Hæfilegt álag er heilsu best Eyjólfur Sæmundsson skrifar í tilefni af Vinnuverndarvikunni Eyjólfur Sæmundsson » Það er því til mikilsað vinna að ná sem allra bestum árangri í forvörnum gegn sjúk- dómum í stoð- og hreyfi- kerfi. Höfundur er forstjóri Vinnueftirlitsins. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.