Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 19 Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÞETTA byrjaði í Róm á Ítalíu. Ég bjó í Svíþjóð og var að keyra vörubíl um alla Evrópu. Svo fékk ég mér í glas í Róm, datt í það. Maður býr í vörubílnum á þessum ferðum og þeg- ar ég vaknaði þunnur morguninn eft- ir tók ég eftir því að dagbókin mín lá á gólfi bílsins. Pennanum var stungið í gegnum dagbókina og ég fer að skoða hvað ég hafði verið að skrifa, það fyrsta sem ég sé er; drepa, drepa, Þórhallur. Þá fór ég að skrifa.“ Þannig lýsir Páll Rúnar Elísson hvernig hann hóf að skrifa bókina Breiðavíkurdrengur. En saga bók- arinnar er miklu eldri, gerðist á strákaheimilinu Breiðavík á sjöunda áratug síðustu aldar og við erum flest fyrst að horfast í augu við hvað gerðist þar núna. Páli, líkt og fjölda annarra drengja, var ítrekað nauðg- að og misþyrmt, bæði af sér eldri drengjum og starfsfólki um árabil. Þrjátíu árum síðar er Páll kominn heim og byrjaður að vinna í bókinni þegar hann sér Bárð Ragnar Jóns- son, sem hafði verið samtíða honum á Breiðavík, í Kastljósinu. „Ég hugsaði með mér, ég get ekki sleppt þessu tækifæri. Þarna var komið tækifæri lífs míns að hleypa skömminni út úr mér. Ég hringdi strax í Kastljósið og var kominn daginn eftir og sagði frá mér og þessu kynferðislega ofbeldi og brotnaði þarna niður – en það kom nýr Palli aftur. Ég þarf ekki lengur að fela mig. Mér er nákvæm- lega sama þótt fólk bendi á mig, það breytir engu – það getur ekkert orð- ið verra en það var.“ Að vernda rödd Í Sjónvarpshúsinu hittir hann svo Bárð, sem hefur unnið þar lengi sem þýðandi, og spyr hann hvort hann geti hjálpað honum við að skrásetja söguna. Bárður segist ekki hafa ver- ið ginnkeyptur fyrir hugmyndinni í byrjun. „En þegar ég fór að hugsa þetta fannst mér að það væri eigin- lega enginn annar sem gæti þetta. Ég var samtíma honum þarna, þekkti umhverfið og ástandið allt.“ Þeim var líka umhugað um að vernda rödd Páls í bókinni, það er rödd tán- ingspiltsins kvalda sem er að skríða af barnsaldri við skelfilegar aðstæð- ur sem hljómar í gegnum bókina. Það voru 128 drengir vistaðir í Breiðavík á árunum 1952-72, þar af eru 29 látnir og óvíst er um einn. Af þeim sem voru samtíða Páli og Bárði hafa að minnsta kosti fjórir framið sjálfsmorð og aðrir drukknað á sjó. Páll segir að vissulega hafi hann hug- leitt þá lausn. „Það kom oft þessi hugsun í mann, að labba niður í vík, niður á strönd, synda út eins langt og mögulegt var, þannig að maður ork- aði ekki að synda til baka, þannig að maður myndi drukkna, maður hafði heyrt að það væri gott að drukkna. Þegar kvölin var sem mest. Á kvöld- in, þá leið manni verst. Ég held hún hafi komið í fleiri en mig, þessi hugs- un.“ Við þetta bætir Bárður: „En Þór- hallur var heppinn að drepa aldrei neinn. Það mátti ekki muna miklu að hann dræpi Palla þarna í fjárhús- inu.“ Í bókinni verða töluverð kafla- skil um miðbikið þegar að eldri pilt- arnir, sem hvað mest höfðu kvalið yngri drengina, fóru og nýr umsjón- armaður, Þórhallur, tekur við. „Þá losnar maður við nauðgun og annað slíkt, en það tók bara ekkert betra við. Þessum handahófskennda ofsa Þórhalls var aldrei hægt að sjá við. Ég var nú kallaður Palli plástur um tíma. Það hafði líka eitthvað að segja að við vorum nokkrir strákar sem vorum ofvirkir og það er ekkert hægt að berja ofvirkni úr börnum.“ Hér skýtur Bárður inn í: „Það er bara aldrei hægt að berja neitt úr börnum, þetta er aðferð sem gengur ekki.“ Hratið í samfélaginu Fullorðinsár piltanna í Breiðavík hafa sjaldnast verið gæfurík. Þær til- raunir sem gerðar voru til þess að fá eitthvað gert í málinu báru lítinn ár- angur. Páll reyndi að fá grein birta í Morgunblaðinu árið 1974 en fékk hana síðar birta í Þjóðviljanum. „Á þessum tíma var þetta þjóðfélag ákaflega lokað,“ segir Bárður. „Í svona lokuðu samfélagi þrífst ákveð- ið óheilbrigði, við vorum utangarðs- menn, hratið í samfélaginu, lágstétt- armenn. Það er nú reyndar svo enn, við erum fæstir miðstéttarmenn.“ Og áfengið og vímuefnin komu til sög- unnar. „Þá líður manni vel, þá fer allt þetta vonda úr manni – það var bara bjargvættur. Er hægt að líða svona vel? Á nóttunni byrjuðu svo martrað- irnar, þá byrjar maður að slást við sjálfan sig,“ segir Páll og bætir við sögu frá árunum í Svíþjóð. „Besti vinur minn í Breiðavík sem ég hafði ekki séð í mörg ár, kemur með kon- una sína til Svíþjóðar og flytur á sama stað og ég. Það varð allt vit- laust. Konur okkar hóta að skilja við okkur því það var bara Breiðavík á milli okkar. Við fórum í algjöran trans, allt annan hugsanagang, áfengi og vitleysu. Þennan stutta tíma sem hann bjó þarna fór allt til fjandans, húsin og annað. Hann skildi og fór til Íslands og eftir það framdi hann sjálfsmorð. Við fluttum í burtu og það tók mörg ár að bíða þess bætur.“ Páll er nú skilinn við sænska eiginkonu sína „en þessi kona er enn í dag sá besti vinur sem ég hef nokkurn tímann eignast. Hún er hér á Íslandi núna að veita mér styrk“. Og sagan er að miklu leyti ósögð enn. Þeir segja mér frá ýmsu sem rataði ekki í bókina, sögum sem aðrir þurfa að segja. En það er byrjað að segja þessar sögur og Bárður segir að í kjölfarið hafi hann farið að sjá at- burðina í nýju ljósi. „Þetta átti bara að vera svona, svona er heimurinn bara, hann er svona öfugsnúinn. En svo áttar maður sig á því af viðbrögð- um annarra að nei, þetta er ekki svona, svona á ekki að fara með börn og sem betur fer er það ekki venjan.“ Vegurinn frá Róm Morgunblaðið/Frikki Breiðavíkurdrengir Páll Rúnar Elísson skrifaði bók um dvöl sína í Breiðuvík ásamt Bárði Ragnari Jónssyni. EINS og fram hefur komið í fjöl- miðlum er Björk Guðmundsdóttir á tónleikaferðalagi um heiminn að kynna nýjustu plötu sína, Volta. Hún syngur þó ekki bara nýju lögin, held- ur einnig þau gömlu, sem að vísu eru í nýjum útsetningum. Eitt þessara gömlu laga er „Vöku- ró“ eftir Jórunni Viðar, sem Björk syngur á núverandi ferðalagi við sembalmeðleik. Ég hef það eftir býsna áreiðanlegum heimildum að hún hafi fyrst heyrt lagið í samsæti þegar einhver setti á fóninn geisla- disk frá Smekkleysu sem ber nafnið Unglingurinn í skóginum, en á hon- um er að finna safn laga eftir Jór- unni. Fyrsta lagið á diskinum er ein- mitt „Vökuró“ í flutningi Jóns Þorsteinssonar tenórsöngvara og Gerrit Schuil píanóleikara. Björk hreifst svo af laginu, og einnig af óvanalega heillandi túlkun Jóns, að hún ákvað að læra lagið sjálf. Núna er það þekkt um allan heim. Jón hefur ekki mikið komið fram opinberlega á undanförnum miss- erum, og því voru tónleikar hans í Hallgrímskirkju á sunnudaginn töluverður viðburður. Að þessu sinni söng hann ekki tónlist eftir Jórunni Viðar, heldur sálma og trúarljóð úr sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar. Tilefnið var útkoma geisladisksins Ó, Jesú, að mér snú, sem inniheldur þessa sálma og nokkra þar að auki. Hörður Áskelsson leikur á orgel með Jóni á diskinum, og það gerði hann einnig í kirkjunni á tónleik- unum. Skemmst er frá því að segja að tónleikarnir, sem voru klukkustund- ar langir, voru afar ánægjulegir. Rödd Jóns er óvanalega björt og tær, og það var unaðslegt að hlusta á hann. Túlkunin var fallega látlaus eins og hæfir sálmum, en samt þrungin viðeigandi merkingu. Sálm- ar eru ekki „bara“ sálmar þótt tón- málið sé fábrotið, inntak textans er mismunandi og Jón náði ávallt að miðla því til áheyrenda á áhrifamik- inn hátt. Meðleikur Harðar var fram- úrskarandi, svo skemmtilega litrík- ur og vandaður að hann skapaði full- kominn ramma utan um sönginn og lyfti honum upp í hæstu hæðir. Þetta voru frábærir tónleikar og þótt ég hafi enn ekki heyrt sjálfan geisla- diskinn þá held ég að hann geti varla verið annað en frábær líka. Heillandi söngur TÓNLIST Hallgrímskirkja Sálmar og trúarljóð úr sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar í flutningi Jóns Þorsteins- sonar tenórsöngvara og Harðar Áskels- sonar orgelleikara. Sunnudagur 21. októ- ber. Söngtónleikar  Jónas Sen ÁRLEGIR Tónlistardagar Dóm- kirkjunnar hófust s.l. miðvikudag og standa til 11. nóvember. Einleiks- unnendur gátu að þessu sinni helzt bundið vonir við ofangreindan organ- ista, kantor við nýendurreistu Frú- arkirkjuna í Dresden síðan 2005. Alltjent var hann eini nafngreindi sólistinn á blaði. En þó slík veiði sé oftar sýnd en gefin um yngri erlenda einleikara sem ekki hafa komið fram hér áður (a.m.k. var þess ekki getið í tónleika- skrá), þá þurfti ekki lengi blöðum um það fletta að Matthias Grünert (f. 1973) var ósvikinn virtúós – og í ofan- álag fjölhæfur og þroskaður túlkandi þrátt fyrir ungan aldur. Jafnvel kröfuhörðustu hlustendur fengu hér nefnilega vel fyrir sinn snúð – m.a.s. þeir sem háðastir voru ósanngjarnri viðmiðun frá klipptum og skornum heimi hljóðversupptakna. Sem betur fór kunnu menn að meta það með því að fagna á fæti að leikslokum. Er þá ógetinn miskunnarlausasti mæli- kvarðinn í stöðunni, því sem kunnugt lætur dagstofuheyrð Dómkirkjunnar engan meðalfúskara óstraffaðan. Minnstu örður berast þar með skil- um, ólíkt því þegar t.a.m. ginnung- arakústík Hallgrímskirkju dreifir smyrslum í sárin. Núgildar lengdarhömlur á klass- ískri tónleikarýni banna nánari út- tekt á einstökum verkum. En að þessu sinni gerir það minna til, því hvergi gat að heyra daufan punkt í oft kröfuhörðu en jafnan skemmti- legu þýzk-spænsk-ítölsku efnisvali Grünerts sem var jafnfjölbreytt að inntaki og blæbrigðarík meðferð hans. Sveigjanleg túlkunin bjó yfir allt frá viðkvæmustu lýrík til sópandi dramatíkur án minnsta vottar af spil- tæknilegri fyrirstöðu, og ósjaldan krydduð smitandi gáska. Burðarmestu verkin voru Tríó- sónata Bachs í Es BWV 525 og hin mikla VI. Sónata Mendelssohns (misrituð „IV“) í d um Faðirvors- sálminn. En þótt frábærlega væru flutt þýddi það samt enga tilslökun í fislétta lokaatriðinu, síhreyfri Tok- kötu Frygiesar Hidas (f. 1928), jafn- vel þótt rokkleitur aukablærinn kall- aði stundum á brosið. Gafst þar tilefni fyrirsagnar þessara skrifa – og er þá náttúrulega ekki átt við Elvis heitinn Presley heldur aðal- gram hljóðfæra, orgelið. Harla óvænt niðurlag – hafi það ekki átt að kinka kolli til hrynhátíðarinnar Reykjavík Airwaves … Ríkarður Ö. Pálsson Kóngurinn rokkar TÓNLIST Dómkirkjan Verk eftir Buxtehude, J.S. Bach, Lanch- ares, Moretti, Mendelssohn og Hidas. Matthias Grünert orgel. Miðvikudaginn 17. október kl. 20.30. Orgeltónleikar  Í GREIN á miðopnu Morgunblaðs- ins í gær um nýliðnar bókamessur í Frankfurt og Gautaborg var farið rangt með eitt ártal. Sagt er að Ísland hafi verið þema- land á bókamessunni í Frankfurt ár- in 1994 og 1999 en það rétta er að það var árin 1990 og 1994. Leiðrétting JÓNAS Ingimundarson vinur minn sagði eitt sinn „það má ekki halda illa sótta tónleika“. Þessi hugsun læddist að mér er ég naut þeirra forréttinda að hlusta á þær stöllur flytja á áhrifa- mikinn og vandaðan hátt fjölbreytta efnisskrá með tónlist sex valinkunnra íslenskra tónskálda. Slík forréttindi eru í sjálfu sér ekki eftirsóknarverð þegar um glötuð tækifæri fjölmargra er rætt. Offramboð í listum á þessum degi á Akureyri? þematónleikar Tónlistar- skólans á Glerártorgi, 3 myndlistar- sýningar opnaðar og Airwaves tón- leikar í kvöld. Er ekki kominn tími til að tengja og að skipuleggjendur listgreina fari að mynda klasa á sömu grein. Svava söng á víóluna með raust „Guði sé lof fyrir ljósið glatt“ í sam- nefndu upphafi syrpu íslenskra þjóð- laga eftir Þorkel og svo sannarlega lof í samræmi við purpuralita birtu á vesturhimni með bjartri áferð í fal- legum samleik. Þetta verk Þorkels var upphaflega samið fyrir og leikið af okkar góða víóluleikara Ingvari Jónassyni og er verkið í senn bæði gætt faglegri reisn, hugmyndaríki og smekkvísi.. „Grátandi kem ég“ og „Nú skal seggjum segja“ heilluðu mig mest. Að loknu námi sínu í Yale-háskól- anum, hjá tónskáldinu Hindemith, flutti Jón Þórarinsson með sér strauma nýrra tíma, hann var þar í forystu. Sónata hans fyrir víólu og píanó er vandað verk og góð túlkun þess áhrifamikil, en örvandi áhrif „rag- time“ hljóðfalls í lokin hefði mátt tjá af meiri áfergju og hita. Einleiksverkin sem báru bæði heit- ið Kveðja, annars vegar fyrir píanó eftir Mist og hins vegar fyrir einleiks- víólu eftir Hilmar voru einkar vel flutt. Sérstaklega fannst mér Kveðj- an sem Hilmar Þórðarson samdi í minningu afa síns Páls Tómassonar, sem bjó hér í Skipagötunni, vera flutt á hugljúfan og heillandi hátt. Dimma Kjartans Ólafssonar er sí- gilt verk í áhrifamiklum tæknibrell- um og var einnig hlaðið mikilli dramatík og andstæðum dregnum upp með litagnótt víólunnar og píanósins. Litagnótt sem harmoner- aði við haustlitadýrðina er út var komið. Litagnótt í Ketilhúsinu TÓNLEIKAR Tónlistarfélag Akureyrar Sex ísl. þjóðlög Þorkels Sigurbjörns- sonar, Kveðja fyrir píanó eftir Mist Þor- kelsdóttur, Sónata f. víólu og píanó eftir Jón Þórarinsson, Kveðja f. einleiksvíólu eftir Hilmar Þórðarson og Dimma f. víólu og píanó eftir Kjartan Ólafsson. Laugardaginn 20. okt. 2007 kl. 16.00 í Ketilhúsinu. Svava Bernharðsdóttir á víólu Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó  Jón Hlöðver Áskelsson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.