Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MAGNÚS S. Magnússon skrifaði grein um íslenska mannanafnahefð í Morgunblaðið 21. október síðastlið- inn. Þar segir hann að á Íslandi séu notuð tvö nafnakerfi, ættarnöfn og föður(móður)nöfn. Heldur Magnús því fram að ættarnafna- kerfið sé notað af nán- ast öllu mannkyni, „yf- ir 99%“, og telur að það hafi kosti umfram föð- urnafnakerfið. Nið- urstaða hans er að ótæk mismunun sé að lög leyfi ekki hverjum Íslendingi sem vill að bera ættarnafn. Lítum nú aðeins nánar á þetta. Er föðurnafnakerfið íslensk afdala- mennska sem varla finnst annars staðar á byggðu bóli? Nota yfir 99% af mannkyni ættarnöfn? Ég hygg að þetta sé fullmikið sagt. Föðurnöfn eru notuð nokkuð víða. Til dæmis bera Rússar og Grikkir föðurnöfn auk ættarnafna. Þannig heitir forseti Rússlands fullu nafni Vladímír Vla- dímírovitsj Pútín, hann er sem sagt Vladímírsson. Konan hans heitir Ljúdmíla Aleksandrovna Pútína og er þar með Alexandersdóttir. Á svip- aðan hátt var Konstantinos Georgiou Karamanlis, Grikklandsforseti, son- ur manns sem hét Georgios. Svipaðir siðir tíðkast til dæmis í Kasakstan og Aserbaídsjan. Nú má hins vegar benda á að í þessum löndum eru ættarnöfn notuð ásamt föðurnöfnunum og reyndar skipta ættarnöfnin þar iðulega meira máli. Spyrja má hvort einhvers stað- ar séu þjóðir sem nota föðurnöfn en ekki ættarnöfn. Þess eru reyndar ýmis dæmi. Nefna má Saddam heit- inn Hussein, Íraksforseta, en við gætum kallað hann Saddam Huss- einsson því að Hussein er föðurnafn en ekki ættarnafn. Arabísk nafna- hefð er reyndar margslungin og er ekki rými til að rekja hana hér en föðurnöfn hafa þar ennþá sterka stöðu þótt ættarnöfn hafi nokkuð sótt á í seinni tíð. Færum okkur nú til Indónesíu, fjórða fjölmennasta ríkis í heimi. Fyrir nokkrum árum hét forsetinn þar Megawati Sukarnoputri en seinna nafnið merkir Sukarnodóttir. Faðir hennar, Sukarno, var fyrsti forseti landsins. Eins og algengt er í Indónesíu hafði hann hvorki ættarnafn né föð- urnafn og sama gilti um eftirmann hans, Suh- arto. Svipað er uppi á teningnum í Kambódíu og Búrma, til dæmis hefur Aung San Suu Kyi ekkert ættarnafn. Margir Indverjar og Pakistanar eru einnig ættarnafna- lausir en bera þá iðulega föðurnöfn. Við gætum líka gripið niður í Afríku. Í Eþíópíu, Erítreu og Sómalíu eru föðurnöfn iðulega notuð fremur en ættarnöfn. Til dæmis hefur Isaias Afawerki, Erítreuforseti, ekkert ætt- arnafn en Afawerki er föðurnafn. Af þessari stuttu yfirreið er strax ljóst að ekki er hægt að tala um ætt- arnafnakerfið sem nafnakerfi yfir 99% mannkyns. Nafnahefðir mis- munandi þjóða eru mjög mismunandi og reyndar þannig að varla er hægt að tala um eitt ættarnafnakerfi því að ættarnöfn eru notuð og meðhöndluð mjög misjafnlega, jafnvel í löndum þar sem þau standa á gömlum merg. Til dæmis bera Spánverjar iðulega tvö ættarnöfn en Englendingar eitt. Hvorir tveggja hafa síðan aðra hefð en Kínverjar sem setja ættarnafnið fremst en eiginnafnið aftast (sbr. Mao Zedong – Mao er ættarnafn). Víkjum nú að því sem Magnús tel- ur kosti ættarnafnakerfisins. Hann segir að ættir sem „mega hafa nafn“ (þ.e.a.s. ættarnafn) séu „augljóslega í betri aðstöðu“ en aðrar því að hinum sé „lögskipað í felur“. Nefnir hann Blöndalsætt sem dæmi um ætt í þessari góðu aðstöðu. Ég verð að við- urkenna að ég veit ekki alveg hvað Magnús er að fara. Á Íslandi eru fjöl- Eru föðurnöfn sér- íslenskt „misrétti“? Haukur Þorgeirsson svarar grein Magnúsar M. Magn- ússonar um nafnakerfi á Íslandi Haukur Þorgeirsson ALLT frá því Alþingi samþykkti fjarskiptaáætlunina árið 2005 hafa fjarskiptafyrirtækin og stjórnvöld unnið að því að ná þeim markmiðum sem að er stefnt í fjarskiptaáætlun. Að gefnu tilefni og vegna þess að seinni áfangi útboðs á GSM sendum á þjóðvegum liggur nú fyrir vil ég í þessari grein fara yfir helstu markmið sem sett voru fram í fjar- skiptaáætlun. Einkaréttur á fjar- skiptum afnuminn Samræmd Evr- ópulöggjöf hefur kallað á víðtækar breytingar, m.a. aukna samkeppni og afnám einkaréttar á fjarskiptamarkaði. Þær breytingar lögðu grunn að einkavæðingu rík- isrekinna símafyrirtækja og var sala Landsíma Íslands eðlilegt framhald af því. Stjórnvöld geta ekki lengur falið Símanum að framkvæma stefnu- mið sín enda fleiri fjarskiptafyrirtæki komin á markaðinn. Í kjölfar þess að Síminn var seldur var nauðsynlegt að setja fram með skýrum hætti stefn- una í fjarskiptaáætlun og tryggja að Íslendingar verði í fremstu röð þjóða með hagkvæma, örugga, aðgengilega og framsækna fjarskiptaþjónustu fyrir alla landsmenn. Árið 2000 tóku gildi ný fjar- skiptalög. Með þeirri löggjöf voru gerðar grundvallarbreytingar sem stuðla áttu að aukinni samkeppni í fjarskiptum auk þess sem tryggja átti aðgang allra landsmanna að ákveð- inni lágmarksþjónustu, svokallaðri al- þjónustu. Löggjöfin kom í veg fyrir markaðshindranir, viðskiptafrelsi jókst til muna og valkostum við- skiptavina símafyrirtækja fjölgaði í kjölfarið. Fjarskiptalögum var síðan breytt árið 2003 í kjölfar mikilla breytinga á markaði og nýrra krafna innan EES svæðisins. Háhraðavæðing Meginmarkmiðin í fjarskiptaáætl- uninni eru að allir landsmenn sem þess óska geti tengst háhraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjar- skiptaþjónustu. Þessum markmiðum var síðan fylgt eftir með tímasetningu hvers verkefnis innan áætl- unartímabilsins sem var tímabilið 2005-2010. Væntingar landsmanna eru miklar gagnvart þessu verkefni. Ég tel að símafyrirtækin hafi í flest- um tilvikum staðið sig vel í því að hrinda þessum markmiðum í fram- kvæmd. Engu að síður er dreifbýlið á eftir í þessari mikilvægu þró- un, enda hefur skort markaðsforsendur fyrir uppbyggingu háhraða- sambanda. Þar kemur til kasta Fjar- skiptasjóðs, en stjórn sjóðsins hefur sýnt vilja sinn til þess að skipu- leggja verkefni sjóðsins þannig að sem mestur árangur náist. Farsamband Fjarskiptaáætlun gerir ráð fyrir því að öryggi vegfarenda verði bætt með auknu aðgengi að farsímaþjón- ustu á þjóðvegum landsins og helstu ferðamannastöðum. Auk þess verði háhraðafarþjónusta byggð upp um allt land. Samkeppni fjarskiptafyr- irtækjanna sem mótuð var með lög- unum sem ég mælti fyrir haustið 1999 og tóku gildi 1.1. 2000 hefur leitt til þess að uppbygging farsímakerfanna hefur orðið hraðari hér á landi en bú- ast mátti við í svo dreifbýlu landi. Til þess að ná markmiðum Fjar- skiptaáætlunar var Fjarskiptasjóði gert að kosta uppbyggingu á svæðum sem símafyrirtækin voru ekki tilbúin til að byggja upp á markaðslegum forsendum. Útboð Fjarskiptasjóðs á þessum verkefnum fór af stað á síð- asta ári og er komið vel á veg. Þess er að vænta að Fjarskiptasjóði verði tryggt fjármagn svo ljúka megi upp- setningu GSM kerfanna í samræmi við fyrri áætlanir. Stafrænt sjónvarp og hljóðvarp Fjarskiptaáætlun gerir ráð fyrir að allir landsmenn hafi aðgengi að gagn- virku stafrænu sjónvarpi. Útvarpað verði um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið. Sá mikilvægi áfangi hefur nú náðst að sjófarendur geta náð sjónvarpssendingum. Fjarskiptasjóður Þann 9. desember 2005 samþykkti Alþingi lög um fjarskiptasjóð sem ætlað er að styðja við uppbyggingu fjarskiptakerfa á svæðum þar sem fjarskiptafyrirtæki hafa ekki treyst sér í uppbyggingu á markaðslegum forsendum. Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjar- skipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins. Sjóðnum eru ætlaðir til ráðstöfunar 2,5 milljarðar króna af söluandvirði Símans, fjármunir sem verður varið til að bæta fjarskiptakerfin um landið allt. Á árinu 2006 var einum milljarði króna varið til uppbyggingar og síðan er gert ráð fyrir að 500 milljónir króna komi í sjóðinn árlega 2007- 2009. Stjórn sjóðsins, sem ég skipaði frá 1. febrúar 2006, hefur yfirumsjón með fjármálum fjarskiptasjóðs í sam- ræmi við hlutverk hans, ásamt því að vera verkefnastjórn fjarskiptaáætl- unar. Öllum má ljóst vera að þessi uppbygging tekur tíma. Það er engu að síður von undirritaðs að mark- miðum fjarskiptaáætlunar verði náð sem fyrst svo fjarskiptin nýtist ein- staklingum hvar sem er á landinu. Það er jafnframt von mín að sam- gönguráðherra fái þann stuðning sem þarf til þess að halda þessu mik- ilvæga starfi áfram svo Ísland verði altengt eins og starfsfólk samgöngu- ráðuneytis, Póst og fjarskiptastofn- unar og stjórn Fjarskiptasjóðs hefur unnið svo ágætlega að. Markmiðum fjarskiptaáætl- unar verður að ná sem fyrst Sturla Böðvarsson skrifar um fjarskipti »Meginmarkmiðin ífjarskiptaáætluninni eru að allir landsmenn sem þess óska geti tengst háhraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjarskipta- þjónustu. Sturla Böðvarsson Höfundur er forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis HINAR miklu stjórnmálasvipt- ingar í austanverðri Evrópu, ekki síst í fyrrum Sovetríkjum, við upp- haf tíunda áratugar síðustu aldar höfðu í för með sér stórfelldar samfélagsbreytingar. Sérstakt fagnaðarefni var að sjá flokks- einræðis- og harðstjórnarkerfin falla og hernumdar og kúgaðar þjóðir eins og Eystrasaltsríkin öðl- ast sjálfstæði. Hitt var dapurlegra að sjá þjóðarauðinn sópast saman á fárra manna hendur samtímis því að atvinnuleysi jókst gríð- arlega og lífeyrir eldra fólks brann upp og varð að engu. Fyrirmælin að vestan, frá evrópskum efna- hagsspekingum jafnt sem þeim sem unnu á vegum Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, voru einföld: Markaðs- og einka- væðiði sem mest þið megið. Eft- irfarandi atburðarás fór af stað: Stóru ríkisfyrirtækin, fyrirtæki fylkja og sveitarfélaga, samvinnu- og samyrkjufyrirtæki, ekki síst þau sem byggðu á nýtingu verð- mætra aulinda svo sem olíu- og gaslindum, veitu- og fjarskiptafyr- irtæki o.s.frv., voru einkavædd. Valdaklíkurnar og menn þeim handgengnir notuðu aðstöðu sína og „eignuðust“ stóran hlut í fyr- irtækjunum eða þau alveg. Æðstu stjórnendur útbjuggu sér gjarnan snyrtilegar einkagró- ðahjáveituleiðir, t.d. með ríflegum og áhættulausum kauprétt- arsamningum, að fyrirmynd amer- ísks nýfrjálshyggju-dólgakapítal- isma. Fyrirtækin voru skráð á ný- stofnaða hlutabréfamarkaði og snarhækkuðu yfirleitt í verði, jafn- vel margfaldaðist verðmæti hluta- bréfanna á fáeinum árum. Djarfir vestrænir áhættufjárfestar tóku að stinga sér inn í fyrirtækin fram- arlega í ferlinu og hirtu síðan gjarnan með sér myndarlegan hagnað við endursölu eftir að hafa staldrað stutt við. Hinir nýríku eigendur fóru svo fljótlega að færa hagnað sinn út úr fyrirtækjunum og gjarnan frá við- komandi löndum og í öruggt skjól á Vesturlöndum. Í mörgum til- vikum fylgdu ríkisbubbarnir fjár- magninu eftir og búseta í auð- mannahverfum Lundúna komst mjög í tísku. Hinir nýríku eða ofurríku tóku upp nýjan lífsstíl með áður nær óþekktum munaði sem meðal ann- ars fólst í því að hætta að ferðast nema með einkaþotum. Snekkjur á Miðjarðarhafinu og lúxusíbúðir í helstu heimsborgunum þóttu líka við hæfi. Hápunkti þessarar þróunar var gjarnan náð þegar auðmennirnir keyptu ensk knattspyrnufélög. Hljómar sumpart kunnuglega, ekki satt? Steingrímur J. Sigfússon Dæmisaga af olígörkum Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs.              !" #   ! $ %&' ( % ) *$+,$+ % -  .'    /01 2345 -& - "      6     7"" # -  5 '   6 7 1'7  + 8    -  9! 7  5+ :' 6   / ) 5 5   '    ' ) + ;  5 5    5   )  -'<+ ' 5      =75     -'< 5       >'  7   5   ' &  ?+  << '        -    5  -   7< ' + 0    5< 5 !"   '  7 ! 5   #  #   5 5 5  )#      !)7< 5  5  7   !+ @-   ' "  7   !+ 5   !#+ A<   5 5   5   =  ' 7  7 + !)7<          5   = ' 7 "#+ %       )  5 )  <<  B    7" -+ 0 #    -5- ' )  7B 5  ) 5-)- 7    5#   + C   7# 5    ' -& ' 5    ' !" )   + 45 %     5 D"+      %  # 8)  "     #E F+ 8# "    # E F+ G -    5  /031 2 45 H 5 $ H    H   $($($ H III+ F+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.