Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 55 X E IN N IX 0 7 10 0 17 Fataska´par Rými sem er vel skipulagt, nýtist betur og skapar jafnvægi í umhverfi þitt og líf. Fataskápana frá Inn X er hægt að sníða inn í þitt pláss, eftir þínum málum og þá er hægt að fá í eik, hvítu, hvítu-háglans, hlyn og kirsuber. Þær stærðir sem til eru á lager eru, 40-50-60-80 og 100 sm. Þín veröld - veldu Inn X Innrettingar Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur Sími 577 1170 • Fax 577 1172 • www.innx.is ...eftir þínu máli Nú býðst af öllum fataskápum frá Inn X í lagerstærðum, til 15. nóvember. %afsla´ttur25 ÞAÐ ER verulega erfitt að fá í hendurnar geisladisk með tónlist úr leiksýningu sem maður hefur ekki séð. Diskur með tónlist úr leikriti getur nefnilega virkað á þann veg að manni finnist maður bara hafa aðgang að helmingnum af verkinu, svona rétt eins og að hlusta á hljóð- ið í einhverri kvikmynd en sjá ekki myndina sjálfa. Jón Ólafsson sér hér um tónlistarsköpun en Davíð Þór Jónsson er höfundur texta og því um afar vana menn að ræða sem gerir nú heilmikið. Strax frá fyrstu hlustun fer mað- ur þó að reyna að ímynda sér sen- urnar sem lögin eru í, og þótt nokkrir textanna séu mjög skýrir og flottir eru aðrir eins og gripnir úr samhengi; samhenginu sem leik- sýningin skapar náttúrulega. Það má því segja að geisladiskurinn sem slíkur nái ekki að standa einn og sér en virki hins vegar mjög hvetjandi á mann að skella sér á sýninguna Óvita. Það þarf varla að taka það fram að bæði textar og lög eru vel samin; lögin prýðispopp í anda hljómsveita eins og Spilverks þjóðanna, og text- arnir virkilega vel samdir og hnyttnir. Best finnst mér takast upp í laginu „Ys og þys“ en það lag inniheldur ekki eiginlegar samræð- ur eða „díalóg“ milli tveggja karakt- era í leikritinu. Lagið ætti auðveld- lega að geta spilast oft og mikið á öldum ljósvakans án þess að vera „lag úr leikriti“ ef svo mætti að orði komast. Boðskapurinn í textanum er frábær áminning um að slaka að- eins á í neyslugeðveikinni og reyna að minnka stressið, og sú góða vísa er sjaldan of oft kveðin. Krakkakór- inn í því lagi er afskaplega flottur effekt þarna, sem og hvar sem hann kemur fyrir á diskinum. Næstbesta lagið finnst mér vera lagið „Stund- um“ sem er hugljúf og falleg mel- ódía og hefur eitthvað notalegt við sig sem vinnur á. Að lokum verð ég að minnast á hlutverk Stefáns Más Magnússonar á þessum geisladiski, en í umslagi kemur fram að hann spili á gítar, bassa, trommur, slagverk, mandól- ín, munnhörpu og guð-má-vita-hvað, og verður þetta að teljast nokkuð gott framlag, sér í lagi þar sem öll spilamennska er til fyrirmyndar. Þegar upp er staðið eru á disk- inum ellefu lög sem öðlast vænt- anlega aukið gildi við að sjá sýn- inguna og því held ég að fólk ætti bara að skella sér í leikhús og kaupa svo diskinn, því þar má finna öll lög- in með og án söngs, fyrir söngelska. Nokkuð góðir Óvitar Ragnheiður Eiríksdóttir TÓNLIST Geisladiskur Óvitar – Tónlist úr leiksýningu  AÐEINS eitt verk var á dagskrá Kristalstónleikanna þessu sinni, Ok- tett í F-dúr eftir Franz Schubert, sem er í sex köflum alls. Verkið er sérstaklega falleg og vönduð smíð með fallegum laglínum og hugvitsam- legri nýtingu á hljóðfærunum. Til dæmis má heyra í verkinu kafla sem hljóma næstum eins og um stærri sveit sé að ræða, enda ritaði Schubert sjálfur í bréfi að hann sæi verkið sem leið til að koma sér í sinfónískan gír, en þá hafði hann ekki samið sinfóníu um langt skeið. Flutningurinn var mjög vandaður, hópurinn samstilltur, samhljómurinn góður og nutu allir hljóðfæraleikararnir sín á þeim stöð- um sem verkið bauð upp á að þeir létu ljós sitt skína, en þeir eru fjölmargir og nokkuð jafnt dreifðir milli hljóð- færa, sem gerir verkið einstaklega heppilegt fyrir tónleika sem þessa. Einstaka sinnum bar á nokkuð sila- lega spiluðum undirleikspörtum hjá fiðlum, en í laglínuhlutunum var syngjandi túlkun áberandi og mætti þar helst nefna líflegt samspil milli Laufeyjar Sigurðardóttur, fiðlu og Rúnars Óskarssonar, klarínettu. Einnig var spilagleði Bryndísar Björgvinsdóttur, selló, smitandi og tónninn sérlega hreinn og fallegur. Tónleikarnir voru í heildina hinir ánægjulegustu og minntu á hversu lánsöm við erum að búa að sinfón- íuhljómsveit sem státar af svo góðu tónlistarfólki. Ólöf Helga Einarsdóttir Tónlist Þjóðmenningarhús Kristall, kammertónleikar í Þjóðmenning- arhúsinu, laugardaginn 13. október. Fram komu: Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Bryndís Pálsdóttir, fiðla, Svava Bern- harðsdóttir, víóla, Bryndís Björgvins- dóttir, selló, Hávarður Tryggvason, kontrabassi, Rúnar Óskarsson, klarínetta, Brjánn Ingason, fagott, Þorkell Jóelsson, horn. Meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands – Oktett í F-dúr eftir Franz Schubert.  Fögur tónsmíð í vönduðum flutningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.