Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á LANDSPÍTALA hefur um árabil verið tvíþættur óleystur vandi, annars vegar fjármögn- unarvandi og hins vegar stjórn- unarvandi. Það er því mikið fagn- aðarefni, að nýr heilbrigðisráðherra hafi á fundi í Valhöll 20. október sl. boðað til uppskurðar á vanda- málum sjúkrahússins. Fjármögnunar- vandi Landspítali er rek- inn nánast alfarið á miðstýrðum föstum fjárveitinum úr al- mannasjóðum. Sjúk- lingarnir streyma að – en fjármagn fylgir ekki unnum verkum og spítalinn getur ekki skrúfað fyrir að- flæðið. A.m.k. frá árinu 1992 hafa fastar fjárveitingar ekki dugað til uppbyggingar viðunandi aðstöðu og þjónustu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Þetta sést best á úr sér gengnu húsnæði núverandi sjúkrahúss. Þótt nú liggi loksins fyrir svokölluð DRG („diagnosis related group“) -verðskrá á spít- alanum, sem gefur tækifæri til fjár- mögnunar, sem byggist á sund- urliðuðum kostnaði lækninga, þá er rétt að benda á, að slík verðskrá er ekki nýjung. DRG-kerfi hefur verið notað í yfir aldarfjórðung við fjár- mögnun bandarískra spítala. Ís- lenskir læknar hafa um langt árabil bent m.a. á þessa leið í ræðu og riti en töluðu lengst af fyrir daufum eyrum, þ.m.t. undirritaður sem birti um það grein í tímaritinu Vís- bendingu í janúar 1996. Stjórnsýsluvandi Alvarlegar kvartanir einstakra lækna og læknaráðs hafa m.a. snú- ist um afbrigðilegt faglegt skipulag. Stjórnendur spítalans hafa beinlínis farið á svig við lög með því að svipta faglega ábyrga yfirmenn lækninganna ákvörðunarvaldi með ófaglegri ráðningu annarra yf- irmanna. Kvartanir lækna innan kerfisins og í almennri umræðu náðu aldrei eyrum stjórnenda sjúkrahússins. Því var beint kvört- un til umboðsmanns Alþingis, sem tók í febrúar 1997 undir aðfinnsl- urnar í veigamestu atriðum. Þá samsinnti sjálft Alþingi vönduðu áliti umboðsmanns við setningu nýrra heilbrigðislaga í mars 2007. En þrátt fyrir það hafa núverandi stjórnendur ekki breytt aðferðum sínum eða skipulagi til batnaðar. Fyrir liggur, að þeir hyggjast engu breyta ef marka má fundargerð framkvæmdastjórnar Landspítala 24. apríl 2007 þar sem segir beinlínis orðrétt, að það sé ekki ætlunin heldur sé „verið að formfesta það skipu- lag, sem þróast hefur síðustu ár“. M.ö.o. fylgir embættisfærslan ekki áliti umboðs- manns eða ákvörð- unum Alþingis um lög- in í landinu. Er það ásættanleg stjórn- sýsla? Afleiðingar vandans Hinn langvarandi vandi hefur valdið stöðnun, ófullnægjandi að- stöðu sjúklinga og starfseminnar, óánægju fagfólks, ófaglegum ráðn- ingum í áhrifamestu störf og vax- andi bákni. Ábyrgð á því öngstræti, sem lækningastofnunin er komin í, hljóta yfirstjórnendur heilbrigð- ismála á undanförnum árum að bera, þ.e. ráðherrar, ráðuneyti og þeir, sem stjórnað hafa sjúkrahús- unum. Þessir aðilar hafa fellt sig við kerfi fastra fjárveitinga með ástundun niðurskurðar, og hafa leitt hjá sér sjónarmið þeirra lækna, sem hafa talið sér skylt að benda á eðlilegri leiðir. Það er álíka skynsamlegt eins og að hlusta ekki á veðurfræðinga á Veðurstofunni. Ályktun Læknafélags Íslands Þótt DRG-kerfi gefi vissulega fyrirheit um lausn fjármögn- unarvanda LSH, þá er alvarlegur skipulags- og stjórnunarvandi Landspítala enn óbreyttur. Þess vegna samþykkti aðalfundur Læknafélags Íslands 28.-29. sept- ember sl. eftirfarandi ályktun um lausn á stjórnunarvanda Landspít- ala: „Í núverandi skipulagi Land- spítala hafa áhrif yfirlækna sér- greina verið rýrð með óheimilli tilfærslu verkefna þeirra til ann- arra stjórnenda, sem valdir hafa verið án auglýsingar og hæfn- ismats. Umboðsmaður Alþingis hef- ur fjallað ítarlega um þennan vanda og í greinargerð með nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu er tekið undir sjónarmið umboðs- manns og hnykkt á mikilvægi yf- irlæknisábyrgðar. Aðalfundur Læknafélags Íslands haldinn 28.- 29. september 2007 hvetur heil- brigðisráðherra til þess að auka áhrif yfirlækna sérgreina í stjórnun á Landspítala og að tryggja að beitt sé málefnalegum sjónarmiðum við ráðningu yfirmanna lækninga á sjúkrahúsinu eins og lög kveða á um. Afar mikilvægt er, að ákvörð- unarvald yfirlækna sérgreina verði aukið með þeim hætti, að fjár- hagsleg ábyrgð, ráðningarvald og lögbundin fagleg ábyrgð fari saman í rekstri sérgreina.“ Lokaorð Forsætisráðherra boðaði í stefnuræðu sinn 2. október sl., að „stefnt sé að einfaldri og skýrri stjórnsýslu þar sem saman fari ábyrgð á þjónustu og vald til að hrinda verkefnum í framkvæmd“. Það er vel mælt og þar er sterkur samhljómur við úrbótatillögur ein- stakra lækna, læknaráðs Landspít- ala og Læknafélags Íslands. Dreif- stýring og báknið burt. Í ljósi fyrirheita heilbrigðisráðherra og orða forsætisráðherra er full ástæða til að ætla, að mikilla fram- fara sé að vænta á Landspítala á næstunni. Þá verður aftur ánægju- legt að starfa þar. Um nauðsyn uppskurðar á Landspítala Páll Torfi Önundarson skrifar um málefni Landspítalans » Langvarandi stöðn-un, ófullnægjandi aðstaða sjúklinga og starfseminnar, óánægja fagfólks, ófaglegar ráðningar í áhrifamestu störf og vaxandi bákn. Páll Torfi Önundarson Höfundur er yfirlæknir blóðmeina- fræðideildar, dósent við læknadeild HÍ og varaformaður læknaráðs Land- spítala. Hjálparsíminn 1717 efnir til slíks átaks tvisvar á ári þar sem vakin er athygli á sérstökum málaflokkum sem 1717 sinnir í miklum mæli. Árlega berast allt að 17.000 símtöl til Hjálparsímans 1717. Símtöl tengd neyslu voru tæplega þúsund árið 2006. Mest var hringt vegna eigin neyslu en einnig vegna neyslu nákominna svo sem neyslu maka, for- eldra eða barna. Flest símtölin sem berast Hjálp- arsímanum eru vegna sálrænna vandamála eins og þunglyndis, geðraskana og kvíða. Í þeim símtölum er neysla oft einnig nefnd sem hluti af vandamálinu. Hjá Hjálparsímanum starfa um 100 sjálfboðaliðar auk starfsmanna sem eru reiðubúnir að hlusta og veita upplýsingar um leiðir út úr ýmsum vanda auk fjölmargra sam- félagslegra úrræða. Allir sjálf- boðaliðar 1717 fara í gegnum nám- skeið í viðtalstækni, virkri hlustun, sálrænum stuðningi, skyndihjálp og fleira. Allir sem starfa hjá 1717 eiga það sameiginlegt að vilja sýna náungakærleika og vera til staðar fyrir þá sem þurfa á ein- hverjum að halda til að ræða við. Til að undirbúa svar- endur sem best fyrir átaksvikurnar eru fengnir fyrirlesarar með sérþekkingu á þeim málefnum sem sjónum er beint að í hvert sinn. Að þessu sinni fengu sjálf- boðaliðar símans þjálf- un frá starfsfólki göngudeildar LSH fyrir áfengis- og fíkniefnasjúklinga, Vímulausrar æsku og Ekron sem býður upp á at- vinnutengda starfsþjálfun og end- urhæfingu fyrir einstaklinga sem eiga ekki greiðan aðgang út á hinn almenna vinnumarkað vegna afleið- inga áfengis- og vímuefnaneyslu. Tilgangur átaksvikunnar er meðal annars að minna þá sem eiga um sárt að binda vegna neyslu áfengis eða fíkniefna á að nýta sér þjónustu Hjálparsímans 1717 sem er ókeypis og aðgengileg allan sólahringinn. Þó lögð sé sérstök áhersla á þetta mál- efni í átaksvikunni er vert benda á að Hjálparsíminn 1717 er nú sem áð- ur opinn fyrir alla sem þurfa á að- stoð að halda. Átaksvika 1717 – Áfengis- og vímuefnafíkn Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifar í tilefni átaksviku » Flest símtölin semberast Hjálparsímanum eru vegna sálrænna vanda- mála eins og þunglynd- is, geðraskana og kvíða. Elfa Dögg S. Leifsdóttir Höfundur er verkefnastjóri Hjálp- arsíma Rauða krossins. Í GÆR, 24. október, var dagur Sameinuðu þjóðanna haldinn hátíð- legur að venju um allan heim. Hér á Íslandi gekkst Félag Sameinuðu þjóðanna af tilefni dagsins fyrir ýmsu til að minna á fjölþætt starf samtakanna um víða veröld. Hlut- verk Félags Samein- uðu þjóðanna er meðal annars að vinna al- menning í landinu til fylgis við samtök Sam- einuðu þjóðanna og að samræma starf þeirra félagssamtaka sem leggja vilja hugsjónum samtakanna lið sitt. Einnig leitast félagið við að vinna að fram- gangi markmiða sinna í samvinnu við fjöl- miðla og skóla í því skyni að kynna þannig Íslendingum hugsjónir og starfsemi hinna sameinuðu þjóða. 2015-markmiðin Á degi Sameinuðu þjóðanna opnaði Félag Sameinuðu þjóðanna sérstakan kynning- arvef tileinkaðan Þú- saldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, www.2015.is. 2015-markmiðin, eins og þau eru gjarnan nefnd, voru samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september árið 2000. Þar var því heitið að vinna í sameiningu og með markvissum hætti að þróunarverk- efnum til að auka lífsgæði íbúa í verst settu ríkjum heims. Stefnt er að því að markmiðum samkomulags- ins verði náð fyrir árið 2015, en þau eru eftirfarandi: 1. Að útrýma fátækt og hungri í heiminum með því að fækka um helming þeim hluta jarðarbúa sem býr við sára neyð og óviðunandi að- stæður. 2. Að tryggja menntun á grunn- skólastigi fyrir öll börn, bæði stúlkur og drengi. 3. Að jafna stöðu kynjanna í skól- um og auka almenn réttindi kvenna. 4. Að draga úr barnadauða og lækka hlutfall þeirra sem deyja fyrir fimm ára aldur um tvo þriðju frá því sem nú er. 5. Að efla mæðravernd og lækka dánartíðni kvenna í barnsnauð um þrjá fjórðu. 6. Að segja HIV/AIDS, malaríu og öðrum alvarlegum smitsjúkdómum stríð á hendur, stöðva útbreiðslu þeirra og snúa vörn í sókn. 7. Að stuðla að sjálfbærri þróun og auka aðgengi að hreinu vatni. 8. Að efla hnattræna samvinnu í þróunarmálum með markvissum hætti. Enn fer því fjarri að þessum markmiðum verði náð árið 2015. Kannanir sýna að yfirleitt ríkir van- þekking um þessi markmið meðal al- mennings. Það er von þeirra sem að vefnum standa að hann bæti þar úr. Margþætt starf Fyrir áhugasama kennara má geta þess að Námsgagnastofnun hefur í samvinnu við Félag Samein- uðu þjóðanna birt efni á vefsetri sínu sem er tileinkað annars vegar Sam- einuðu þjóðunum og Íslandi, og hins vegar Þúsaldarmarkmiðum samtak- anna. Vonandi kemur það að góðum notum í skólum landsins. Í tengslum við upp- haf fimmtu ráðstefnu IceMUN (Iceland Model United Nations) voru á degi Sameinuðu þjóðanna haldnir fyr- irlestrar í hátíðarsal Háskóla Íslands. IceM- UN hefur þegar skapað sér hefð og vinsældir á háskólastigi og hefur Félag Sameinuðu þjóð- anna stutt við það starf eftir mætti frá upphafi vega ásamt Háskóla Ís- lands og Háskólanum í Reykjavík. Á ráðstefnu IceMUN voru sett upp tvö líkön eða sviðsetn- ingar af starfi örygg- isráðs Sameinuðu þjóð- anna. Umfjöllunarefnin voru Kosovo-deilan og deilan um sjávarbotn norðurheimskautsins. Það er ánægjulegt til þess að vita að með því að taka þátt í IceMUN- ráðstefnunum á ungt fólk kost á því að kynna sér með virkum hætti verkefni og starfshætti Sameinuðu þjóðanna. Og framhaldsskólanemar láta sitt ekki eftir liggja, því sams- konar ráðstefnur eru einnig haldnar þar. Félag Sameinuðu þjóðanna stend- ur að rekstri miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi 42, ásamt UNICEF og UNIFEM á Íslandi. Þar hefur meðal annars verið efnt til kynningarfunda og fyrirlestra af ýmsu tagi, meðal annars um fram- boð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en nú er kom- ið að lokaspretti þeirrar kosninga- baráttu. Eins og kunnugt er sækjast Tyrkir og Austurríkismenn einnig eftir sæti í öryggisráðinu en kosn- ingin fer fram eftir tæpt ár á því sama allsherjarþingi og setti 2015- markmiðin á sínum tíma. Eins og áður sagði er það meðal markmiða Félags Sameinuðu þjóð- anna að fylkja saman þeim sem vilja vinna að framgangi hugsjóna Sam- einuðu þjóðanna. Nú stendur yfir átak í að fjölga félögum og skal áhugasömum bent á að unnt er að skrá sig í félagið með því að senda tölvupóst á vefsetri félagsins, www.un.is. Þar er einnig hægt að nálgast margvíslegar upplýsingar um félagið og starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Dagur Sameinuðu þjóðanna Tryggvi Jakobsson skrifar í tilefni af Degi Sameinuðu þjóð- anna, sem var í gær Tryggvi Jakobsson » Í gær gekkstFélag Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi fyrir ýmsu til að minnast dags- ins... Höfundur er formaður Félags Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi. TIL að blindir geti lesið hljóðbækur eins og sjáandi lesa svartlet- ursbækur, þurfa þeir sérstakan spil- ara, eða svokallaðan Daisy-spilara. Eftir að hafa skoðað verð á þessum spilurum hefur greinarhöfundur komist að þeirri niðurstöðu að toll- kúgun er á þessu sérstaka hjálp- artæki en það kostar um 190 pund á Bretlandi en verður á um 64.000 krónur hér á landi. Ástæðan, að sögn söluaðila, er sú að þetta er hátolluð vara. Samkvæmt tollayfirvöldum fellur þessi sértæki spilari í lúxustollaflokk, eins og ipod, eða um 7,5% tollur, 25% vörugjöld og síðast en ekki síst vsk. upp á 24,5%. Og ofan á herlegheitin þarf seljandi auðvitað að fá sitt. Tollkúgun á svona tæki ætti ekki að eiga sér stað að mati bréfritara, og hvet ég hæstvirtan fjármálaráðherra til aðgerða í þessu máli til að gera blindum kleift að kaupa þessi hjálp- artæki á skikkanlegu verði. EINAR LEE, Hamrahlíð 17, Reykjavík. Tollkúgun á hjálpar- tækjum blindra Frá Einari Lee: BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.