Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 17 ÚR VERINU Náðst hefur samkomulagstrandríkja um að heild-araflamark verði1.250.000 tonn árið 2008. Samkvæmt samkomulaginu verður íslenskum skipum heimilað að veiða 202.836 tonn. Aflaheimildir Íslands í kolmunna á þessu ári eru 335.000 tonn og skerðast því um 132.000 tonn. Aflinn á árinu er orðinn 237.000 tonn. Samningur um stjórn kolmunna- veiða var gerður síðla árs árið 2005 og kom böndum á þær stjórnlausu of- veiðar sem höfðu viðgengist árin þar á undan. Við gerð samningsins árið 2005 reyndist nauðsynlegt til að ná samkomulagi að ákvarða heildarafla- mark sem var of hátt til lengri tíma litið. Lækkun heildaraflamarks næstu árin var hluti af því samkomu- lagi og í því sambandi var á strand- ríkjafundinum árið 2006 ákveðið að draga úr veiðum sem nemur 300.000 tonnum fyrir árið 2007. Markmiðið er að veiðar séu í samræmi við veiðiráð- gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) innan fárra ára. Niðurstaða strandríkjanna núna felur í sér að dregið verði úr veiðum milli ára um alls 597.000 tonn, eða 32,32%. Eru þau sammála um að þetta sé stórt skref í átt til þess að gera veiðarnar sjálfbærar til lengri tíma. Í sendinefnd Íslands á strandríkja- fundinum voru Stefán Ásmundsson formaður og Steinar Ingi Matthías- son frá sjávarútvegsráðuneytinu auk Kristjáns Þórarinssonar frá LÍÚ. ICES leggur til 835.000 tonna heildarafla Þessi niðurstaða er verulega um- fram tillögur Alþjóða hafrannsókna- ráðsins (ICES), en í þeim segir svo: Á árunum 1996-2004 var mjög góð ný- liðun í kolmunnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygn- ingarstofninn stækkaði í tæpar 7 milljónir tonna árið 2003, en hefur farið minnkandi síðan vegna minnk- andi nýliðunar. Stofninn er samt sem áður talinn vera yfir varúðarmörk- um. Gögn úr bergmálsleiðöngrum í ár benda til þess að árgangar 2005 og 2006 séu litlir. Aflinn hefur verið yfir 2 milljónir tonna síðan 2003 og er gert ráð fyrir að hann verði um 1,8 milljónir tonna í ár. Talið er að stofn- inn sé nú nýttur umfram afraksturs- getu. Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að verulega verði dregið úr kolmunnaveiðum og aflamark árið 2008 verði 835 þús. tonn, enda sé það í samræmi við varúðarsjónarmið (var 980 þús. tonn árið 2007). Samið um verulega skerð- ingu kolmunnakvótans Hlutur Íslands fer úr 335.000 tonnum í 203.000 tonn Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Veiðar Kolmunninn hefur verið ofveiddur síðustu ár að mati Alþjóða- hafrannsóknaráðsins. Í HNOTSKURN »Niðurstaða strandríkjanna núna felur í sér að dregið verði úr veið-um milli ára um alls 597.000 tonn, eða 32,32%. Eru þau sammála um að þetta sé stórt skref í átt til þess að gera veiðarnar sjálfbærar til lengri tíma. »Samningur um stjórn kolmunnaveiða var gerður síðla árs árið 2005og kom böndum á þær stjórnlausu ofveiðar sem höfðu viðgengist ár- in þar á undan. »Aflinn hefur verið yfir 2 milljónir tonna síðan 2003 og er gert ráðfyrir að hann verði um 1,8 milljónir tonna í ár. AÐALFUNDUR LÍÚ fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. október nk. Málefni tengd hafrann- sóknum við Ísland verða meginvið- fangsefni fundarins en vísindamenn frá Hafrannsóknastofnuninni og fulltrúar atvinnugreinarinnar munu halda erindi og svara fyrirspurnum. Auk þeirra munu Einar K. Guðfinns- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, Björn Rúnar Guð- mundsson, sérfræðingur hjá Lands- banka Íslands, Pétur Pálsson, fram- kvæmdastjóri hjá Vísi í Grindavík, Sigurður Kári Kristjánsson alþing- ismaður og Peter Hajipieris, fram- kvæmdastjóri stefnumótunar fyrir innkaup á sjávarafurðum hjá Tesco í Bretlandi, ávarpa fundinn. Fundurinn er opinn fjölmiðlum. Hann stendur frá kl. 13-16 á fimmtu- deginum 25. okt. og frá kl. 10-15 á föstudeginum 26. okt. Rætt um hafrannsóknir í 101 Skuggahverfi Sala nýrra íbúða er hafin H im in n og ha f/ SÍ A Kynntu þér frábæran valkost í miðborginni. Nánari upplýsingar á www.101skuggi.is eða í síma 599 5000. 101skuggi.is 50% afsláttur af þurrkublöðum með afmæliskorti Olís Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.