Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is RYÐJA á úr vegi samkeppnishindr- unum á borð við vörugjöld, stimpil- gjöld og uppgreiðslugjald í bönkum og er stefnt að því að það gerist á fyrri hluta kjörtímabilsins, að sögn Björg- vins G. Sigurðssonar viðskiptaráð- herra. Á blaðamannafundi í gær boð- aði ráðherra nýja sókn í neytendamálum og undirritaði um leið samstarfssamning við þrjár stofnanir Háskóla Íslands; Laga- stofnun, Hagfræðistofnun og Fé- lagsvísindastofnun. Stofnanirnar munu á næstunni vinna ítarlega skýrslu um stöðu neytendamála en alls renna um 12 milljónir króna til rannsóknarinnar. Björgvin sagði á fundinum að til stæði að byggja hér upp viðskipta- ráðuneyti að norrænni fyrirmynd. Þótt margt gott væri gert í málaflokk- inum þyrfti bæði að leggja meiri pen- inga í hann og endurskoða löggjöf. Skýrslan sem kæmi út úr starfi há- skólastofnananna ætti að verða grunnur að framtíðarlagasetningu. Auka þarf vitund neytenda Um markmið verkefnisins sagði Björgvin að til stæði að „vinna gegn háu verðlagi, auðvelda almenningi að takast á við breytta verslunarhætti og styrkja og auka vitund neytenda um sinn rétt“. Hann benti á að á hinum Norðurlöndunum skipuðu neytenda- mál stóran sess og vitund neytenda væri sterk. „Það er erfitt, til dæmis, að okra á Dönum. Fólk er mjög með- vitað um þessi mál,“ sagði ráðherra. Hann kvaðst þó telja að vitund ís- lenskra neytenda væri að aukast. „Umræðan um dýrtíðarmál, neyt- enda- og verðlagsmál er talsvert mikil í samfélaginu. Það fjalla ýmsir um þessi mál og með ýmsum hætti, hvort sem það er doktor Gunni eða ein- hverjir aðrir,“ sagði Björgvin. Hann tók fram að vinnan framund- an kæmi við öll ráðuneytin með einum eða öðrum hætti. Eitt þeirra mála sem mikil vinna hefði verið lögð í að undirbúa væru breytt lög um greiðsluaðlögun. Markmiðið væri að aðstoða fólk í miklum greiðsluerfið- leikum og fækka gjaldþrotum ein- staklinga verulega. Lengi hafi tíðkast að þeir sem missa fótanna lendi í skuldafangelsi árum saman og séu jafnvel gerðir gjaldþrota. „Við viljum að einstaklingar komist miklu fyrr út í samfélagið og semji um raunhæfar greiðslur eða niðurfellingu skulda eft- ir aðstæðum.“ Ráðuneytið hyggst á næstunni vinna að því að setja skýrari reglur um ábyrgðarmenn fjárskuldbindinga til að draga úr vægi sjálfskuldará- byrgða. Þá vill ráðherra að sett verði innheimtulög sem takmarki álagðan innheimtukostnað og að reglur um fyrningarfrest krafna verði sam- ræmdur og frestur almennt styttur í fjögur ár til að tryggja skynsamleg lok fjárhagsskuldbindinga. Fram kom á fundinum að til fram- tíðar yrði að huga að því að verð á neysluvörum á Íslandi lækkaði. Það væri nú 44% yfir meðaltalið í ESB og 15% yfir meðallagi í Danmörku, Finn- landi og Írlandi, samkvæmt því sem Hagstofan hefði tekið saman. Virkja þyrfti betur kraft neytenda hér á landi en tiltölulega fáum málum væri hér skotið til áfrýjunarnefnda. Hærra framlag til Neytendasamtakanna Björgvin sagði á fundinum að við- skiptaráðuneytið ætti í góðu sam- starfi við aðila á borð við Neytenda- samtökin, Neytendastofu og tals- mann neytenda. Raunar væri það eitt markmiða sinna að hækka verulega þá upphæð sem rynni til Neytenda- samtakanna svo efla mætti samtökin. „Við viljum gera Neytenda- samtökunum og frjálsum, öflugum samtökum kleift að verða miklu öfl- ugri. Sambærileg samtök hafa mjög sterka stöðu í mörgum löndum.“ Ný sókn í neytendamálum  Viðskiptaráðherra vill auka vitund íslenskra neytenda  Lækka á verðlag og tolla og afnema vöru- gjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjald  Þrjár háskólastofnanir vinna skýrslu um stöðu neytendamála Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aukin vitund neytenda Björgvin og þau Þórólfur Matthíasson og Ragna Garðarsdóttir greindu frá komandi verkefnum á fundi með blaðamönnum. Í HNOTSKURN »Viðskiptaráðherra vill aðsamkeppniseftirlitið verði eflt til þess að auka samkeppni á markaði. »Tryggt verði að sjálftaka ígjaldtöku fjármálastofn- ana, s.s. varðandi seðilgjöld og vanskilagjöld, eigi sér ekki stað. »Þá verði sett lög umgreiðslumiðla, þ.m.t. greiðslukort, m.a. í þeim til- gangi að skýra réttarstöðu neytenda með nútíma greiðsluformi, að því er segir í verkefnaáætlun ráðuneytisins.  ! ! " #$   ! ! %&'(%  )*'+ %'*,+ (-*-+             ! # ./  %,&00 1& 2(-,34 -5&66, 1& (0&-'5      LAGASTOFNUN HÍ mun að sögn Ásu Ólafsdóttur hrl. í fyrsta lagi vinna að því að greina með heildstæðum hætti það regluverk sem er á sviði neyt- endamála og verður þá bæði litið til einkaréttar og opinberra reglna. „Í öðrum hluta á að kanna aðgengi neytenda að úrskurðaraðilum, hvaða mál fara fyrir úrskurðarnefndir, hverjir fara með málin og hvort þessi álit eru bindandi,“ sagði Ása. Jafnframt vilji Lagastofnun kanna þekkingu neyt- enda á þeim úrskurðarleiðum sem fyrir hendi eru. Í lokaþættinum verði hugað að því hvort hægt sé með einhverjum hætti að þétta regluverkið. „Það kemur strax upp í hugann þegar við skoðum þetta hvort rétt sé að setja hér löggjöf um notkun greiðslukorta, en [slíkt] hefur verið á hinum Norðurlöndunum.“ Skoða lög um greiðslukort „HAGSMUNIR neytenda eru ekki endilega andstæðir hagsmunum fram- leiðenda eða söluaðila. Í mjög mörgum tilvikum eru það miklir hagsmunir þeirra sem verða til þess að stjórnvöld koma að neytendamálunum með kröftugum hætti,“ sagði Þórólfur Matthíasson prófessor, sem kynnti hag- fræðihluta skýrslunnar fyrir blaðamönnum en Hagfræðistofnun mun vinna hann. Hugmyndin væri sú að líta á fræðilega þætti þessara mála og þar væri af nógu að taka. Síðan stæði m.a. til að bera saman stöðu neytenda- mála hér á landi við það sem gerðist erlendis og koma að því loknu með ábendingar. Ekki andstæðir hagsmunir FIMMTA bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík var opnuð í gær en hún er á Skúlagötu 15, við Aktu Taktu. Það var Páll Rúnar Elísson, for- maður Breiðavíkursamtakanna, sem opnaði stöðina, en Atlantsolía ætlar að styrkja samtökin þannig, að fyrsta mánuðinn fá þau hluta af andvirði hvers bensínlítra. Breiðavíkursamtökin voru stofn- uð í apríl síðastliðnum í framhaldi af umræðum um málefni Breiða- víkur. Markmið þeirra er að vera málsvari þeirra sem enn eiga um sárt að binda eftir vistunina í Breiðavík. Myndin var tekin er bensínstöð- in á Skúlagötu 15 var formlega opnuð en við það tækifæri var boð- ið upp á léttar veitingar á Aktu Taktu og þá flutti Bergþór Pálsson söngvari nýja útgáfu af laginu Við eigum samleið eftir Sigfús Hall- dórsson. Atlantsolía opnar nýja bensínstöð Styrkir Breiðavíkursamtökin Ljósmynd/Frikki RAGNA Garðarsdóttir kynnti þann hluta skýrslunnar sem Félagsvís- indastofnun mun vinna. Vinna stofnunarinnar skiptist í tvennt. Annars veg- ar er ritun fræðilegs inngangs um sálfræði neytandans og hegðun hans. Fram kom að skoða ætti hvernig neytendur tækju ákvarðanir og hver væru viðhorf þeirra. Þá kæmi stofnunin til að með að sjá um viðhorfskönnun, sem til stendur að gera um þessi mál á Íslandi, en viðhorf hefðu lítt verið rannsökuð. Rannsaka ætti hvað kæmi í veg fyrir að fólk leitaði réttar síns. „Neytendur eru ekki mjög virkir og við þurfum að komast að því hvers vegna þeir eru minna virkir en í mörgum öðrum löndum í kringum okkur.“ Neytendur ekki mjög virkir GRÉTAR Þor- steinsson, forseti ASÍ, segir að hugmyndir sem Björgvin G. Sig- urðsson, við- skiptaráðherra kynnti í gær, um afnám stimpil- gjalda, séu já- kvætt skref, enda hafi ASÍ lengi verið þeirrar skoðunar að það ætti að gera. Viðskiptaráðherra sagði í gær að á næstunni stæði til að afnema þessi gjöld og jafnframt vöru- og uppgreiðslugjöld í bönkum. Grétar segir aðspurður að hann sjái ekki að afnám stimpilgjalda geti orðið innlegg í komandi kjarasamn- inga. „Það er búið að boða það á síð- ustu misserum og árum að stimpil- gjöldin muni verða aflögð. Það er þá væntanlega og vonandi að koma að því núna,“ sagði hann. Afnám gjalda ekki innlegg í samninga Grétar Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.