Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BISKUP Íslands, Karl Sigur- björnsson, segir að fái hann frum- varp um frjálsa sölu á léttvíni og bjór í verslunum til umsagnar frá Alþingi, sé ljóst að hann muni, með vísan til stefnu þjóðkirkjunnar í vímuvarnamálum, benda á að frumvarpið gangi þvert á for- varnastarf kirkjunnar og annarra aðila, og muni auka enn á vanda samfélagsins við vímuefnavand- ann. Þetta kom fram hjá honum í fyr- irspurnatíma biskups á Kirkju- þingi í gær í svari við spurningu frá Huldu Guðmundsdóttur. Karl Sigurbjörnsson sagði að í stefnu þjóðkirkjunnar í vímuefna- vandanum kæmi meðal annars fram að þjóðkirkjan tæki undir viðhorf Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar, WHO, frá 1955 þar sem alkóhólismi er skil- greindur sem sjúkdómur. Jafnan sé minnt á að sjúkdómurinn snerti ekki aðeins líf einstaklingsins sem í hlut eigi, heldur einnig fjölskyldu og aðra í kringum hann og mik- ilvægt sé að halda því á loft. Bein tengsl séu á milli glæpa og afbrota af ýmsu tagi og vímuefnaneyslu. Þjóðkirkjan og starfsfólk kirkj- unnar hafi tekist á við vandamál vímuefnaneyslu með ýmsum hætti. Biskup sagði ennfremur að kirkjan gegndi mikilvægu hlut- verki í forvarnastarfi og eflingu heilbrigðis og hamingju og rann- sóknir sýndu að aukið aðgengi að áfengi hefði leitt til aukinnar neyslu. Vínfrumvarpið gengur þvert á forvarnastarf kirkjunnar Morgunblaðið/Ómar Varnaðarorð Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, segir að frumvarp um frjálsa sölu á víni og bjór gangi þvert á forvarnastefnu kirkjunnar. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÞAÐ er hægt að spá fyrir um það með nokk- urri vissu hvernig göngur loðnunnar verða hverju sinni. Nú er staðan þannig að hugs- anlegt er að loðnan hætti að ganga vestur með Suðurlandi til hrygningar, en hrygni þess í stað fyrir Norðurlandi. Þetta kemur fram í stærðfræðilíkani sem tveir nemendur Björns Birnis, prófessors í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, eru að vinna undir stjórn hans. „Ég hef nokkuð marga nemendur, en tveir þeirra, Alethea Barbaro og Baldvin Ein- arsson, eru að gera útreikninga til þess að reyna að reikna út göngur íslenzka loðnu- stofnsins,“ segir Björn. „Þetta er stærð- fræðilíkan sem var þróað og notað af Kjart- ani Magnússyni heitnum, prófessor við Háskóla Íslands og Svend Sigurðssyni, sem hefur unnið með okkur. Þeir unnu að því að þróa líkanið í nokkur ár og síðan höfum við tekið við í samstarfi við Svend og síðan Haf- rannsóknastofnunina. Við höfum þróað það enn frekar og erum nú farin að nota það til að líkja eftir göngum loðnunnar. Það sem skiptir kannski mestu máli er að við höfum getað framkvæmt þessa útreikn- inga í stórum tölvuklösum og við höfum get- að reiknað með miklu meiri fjölda fiska en áður, mörgum milljónum fiska. Þá kemur í ljós að við fáum betri niðurstöðu, sem ber saman við gögn Hafró. Núna eru Alethea og Baldvin að vinna úti í Santa Barbara. Þau eru að bera saman útreikningana við gögn Hafró síðustu 30 árin og nota þau til að fín- stilla líkanið. Síðan er hugmyndin að nota það og gera Hafró kleift að hafa það til þess að reikna út mögulegar göngur loðnunnar eftir að þeir hafa fundið hana á einhverjum stað,“ segir Björn. Er þá hægt að reikna loðnuna út? „Það er hægt að reikna loðnuna út í gróf- um dráttum. Maður verður að gera pínulít- inn greinarmun á því hvort hægt er að spá nákvæmlega fyrir um gang mála eða í gróf- um dráttum, það er að segja tölfræðilega. Að spá nákvæmlega er oft erfitt vegna þess að það eru sveiflur í umhverfinu, en töl- fræðilega er hægt að vita nokkurn veginn hvað gerist.“ Hvernig verður vertíðin í vetur? „Um það vil ég ekki spá fyrr en við erum búin að fá alla þessa útreikninga. Þá getum við sagt hvað þeir sýna. Svo er það alltaf spursmálið hvort öll loðnan hafi fundizt og hvort sveiflur í hitastiginu eru meiri en við vitum um og svo framvegis. Það sem við er- um að reyna að gera núna í haust er að nota upplýsingar frá því í sumar, en þá fannst loðnan langt í norðri í átt að Grænlandi og í ljós kom að stofninn er lítill. Jafnframt voru gerðar anzi góðar hitamælingar í Íslands- hafi. Við ætlum að reyna að nota þessar hitamælingar til að reikna út hvernig þessi stofn muni færa sig. Þetta er samspil þess að stofninn er í lægð og að breytingar hafa orðið á hitastigi sjávar. Hitinn hefur hækkað og þá færir hún sig norðar. Við erum að reyna að komast að því hvort hún haldi áfram hefðbundnum hrygningargöngum eða hvort mögulegt sé að hún hætti þeim og hrygni jafnvel fyrir norðan. Það hefur gerzt áður, upp úr 1930, og það er möguleiki að þessi hitastigsbreyting sem hefur verið mæld á undanförnum árum, 1,5 gráður, hafi svipuð áhrif,“ segir Björn Birnir. Hugsanlegt að hrygningin færist norður fyrir land vegna breytinga á hitastigi sjávar Göngur loðnunnar reiknaðar út Morgunblaðið/Ómar Líkan Björn Birnir, prófessor við Kaliforn- íuháskóla, reiknar út loðnugöngurnar. PÁLL Magnússon út- varpsstjóri hefur tek- ið þá ákvörðun að setja aftur á dagskrá Rásar 1 dagskrárlið- inn Orð kvöldins. Líkt og Morgunblaðið greindi nýverið frá höfðu fjölmargir eldri borgarar lýst yfir óánægju með að hætt var með Orð kvölds- ins þegar vetrardag- skrá RÚV hófst. Í kjölfarið fór ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma fram á fund með út- varpsstjóra þar sem hann var beðinn um að gera á því bragarbót. Í samtali við Pál í gærdag sagðist hann vera búinn að taka ákvörðun um að taka dagskrárliðinn upp aftur, en að öllum líkindum yrði hann á nýjum tíma, þ.e. strax á eftir kvöldfréttum klukkan tíu í stað þess að vera síðasti dag- skrárliður fyrir fréttatímann. Orð kvöldsins aftur á dagskrá Páll Magnússon BAUGSMÁLIÐ svonefnda verður ekki tekið fyrir hjá Hæstarétti fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Að sögn Sig- urðar Tómasar Magnússonar, setts sak- sóknara, hófst ágripsvinna í byrjun mánaðarins og er hún vel á veg komin. „Þá tekur við ritun greinargerða á báða bóga og standa vonir til að málið verði tilbúið til flutnings um áramót.“ End- anleg dagsetning hefur ekki verið ákveðin og fer að miklu leyti eftir stöðu mála hjá Hæstarétti. Baugsmálið tekið fyrir eftir áramót LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo karlmenn og konu í kjölfar húsleitar í fjölbýlishúsi í Breiðholti um miðjan dag á þriðjudag. Við leitina fannst töluvert magn fíkniefna og kom fíkniefnaleitarhundur að góðum notum. Þegar lögregla mætti á vettvang var konan, sem er á fertugsaldri, ein í íbúð- inni ásamt ungri dóttur sinni. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan í annarlegu ástandi og barna- verndaryfirvöld því kölluð til. Eftir að leit hófst í íbúðinni komu tveir karl- menn að, annar á þrítugsaldri en hinn fimmtugsaldri. Sá yngri reyndi að losa sig við fíkniefni þegar hann varð lög- reglu var í stigagangi fjölbýlishússins og kom til átaka milli hans og lögreglu. Fór svo að lögreglumenn þurftu að beita úðavopni og kylfu til að yfirbuga manninn. Að sögn lögreglu fundust amfetamín, LSD og kannabisefni í íbúðinni. Yf- irheyrslur stóðu yfir fram á gærdag. Með unga dóttur sína og fíkniefni FISKVINNSLA er komin vel af stað hjá Eyrarodda hf. á Flateyri. Þar eru 34 starfsmenn sem vinna um 50 tonn af þorskflökum á viku og framkvæmdastjórinn telur þörf á því að auka umsvifin á næstunni vegna mikillar eftirspurnar eftir afurðunum. Eyraroddi hf. hóf vinnslu í byrj- un mánaðarins í fiskvinnsluhúsum sem áður voru í eigu Kambs hf. Teitur Björn Einarsson fram- kvæmdastjóri segir að vel hafi gengið að keyra vinnsluna upp og hún sé nú komin í það horf sem ætlunin var í upphafi. Starfsfólkið vinnur um 12 tonn á dag, söltuð og lausfryst þorskflök fyrir Spán- armarkað. Hann segir að veruleg eftirspurn sé eftir afurðunum. „Við þurfum að bretta upp ermar og auka umsvifin með meiri vinnslu,“ segir hann. Aðspurður segir Teitur að verð afurðanna sé ásættanlegt. Telur hann að stígandi verð helgist með- al annars af minnkandi framboði af þorski frá Íslandi á næstu mán- uðum og menn séu að reyna að draga úr áhrifum samdráttarins með hærri verðum. Þá hafa eigendur fyrirtækisins verið að vinna að því að skapa möguleika til að flytja út ferskan fisk með flugi. Teitur Björn segir að sá undirbúningur taki sinn tíma. að hún sé jafn mikil og hún var hjá fyrri eiganda fiskvinnsluhúsanna. Kambur var með 80 manns að vinna 8-9 þúsund tonn á ári. Teitur Björn segir stefnt að því að Eyr- aroddi vinni 2500 til 3000 tonn á fyrstu tólf mánuðum fyrirtækisins. ýsuveiði og frátafa vestfirskra báta frá veiðum vegna tíðarfarsins. Segir hann að einnig sé verið að at- huga með möguleika á að afla hrá- efnis annars staðar frá. Þótt umfang vinnslunnar sé samkvæmt áætlun er langt frá því Eyraroddi telur sig hafa nægi- legt hráefni á næstunni til að auka vinnsluna. Fyrirtækið gerir út einn hraðfiskibát og kaupir fisk á markaði. Teitur Björn segir að vissulega sé lítið framboð af þorski, vegna mikillar áherslu á Yfir 30 manns við fiskvinnslu hjá Eyrarodda hf. á Flateyri Þörf á meiri vinnslu til að anna eftirspurn Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Hjólin snúast Fiskvinnsla er nú hafin hjá Eyrarodda og eru starfsmennirnir 34 og líklega þörf á því að fjölga þeim á næstunni. Stefnt er að því, að 2.500 til 3.000 tonn verði unnin í fyrirtækinu á fyrsta starfsárinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.