Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 43 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, út- skurðarnámskeið kl. 13, laus pláss á þriðjudögum. Myndlistarnámskeið kl. 13, video-stund kl. 13.30, jóga kl. 19. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bókband, kaffi. Jóga fellur niður. Dalbraut 18-20 | Lýður mætir með harmonikkuna. Leikfimi kl. 10. Postulínsnámskeið. Félag eldri borgara í Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, bókband kl. 10, gler- og leirlist kl. 13, handavinnuhorn og námskeið í bútasaumi/ almennri handavinnu kl. 13. Óperukvöld SG og GR í Garðabergi kl. 17 Rigoletto, hertoginn leikinn af Luciano Pav- arotti. Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó kl. 13.45, kortaverð kr. 100 og verður því varið í vinninga. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, rammavefnaður kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, ró- leg leikfimi kl. 13, bókband kl. 13, bingó kl. 13.45, myndlistarhópur kl. 16.30, stólajóga kl. 17, jóga á dýnum kl. 17.50. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, há- degisverður kl. 11.40, brids og handa- vinna kl. 13 og jóga kl. 18.15. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Frá hádegi vinnustofur opnar m.a. myndlist og perlusaumur. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun í dag kl. 9, smíðar og alm. handavinna. Kl. 14 verður samveru- stundin „Viltu vera memm“, í salnum, kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegis- matur, félagsvist kl. 14 og . Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, leikfimi kl. 11.20, tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9-12, boccia kl. 10, fé- lagsvist kl. 13.30, kaffi og meðlæti. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Hjördís Geirs í dag kl. 13.30. Kór Breiðagerðisskóla í heimsókn. Ókeypis tölvukennsla, línu- dans, Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðjan á Korpúlfsstöðum er opin á morgun kl. 9-12 og kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og spjall kl. 9.45, boccia karla- klúbbur kl. 10.30, postulínsmálun kl. 13, boccia kvennaklúbbur kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borg- ara kl. 11. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofan í handmennt opin. Leir- listarnámskeið. Hugmynda og lista- stofa. Boccia kl. 10. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Skák í kvöld í félags- heimilinu Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-16, boccia kl. 9, aðstoð v/böðun kl. 9.15-14, handavinna kl. 9.15-15.30, spænska framh. kl. 10, matur kl. 11.45, leikfimi kl. 13 og kaffi kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, hárgreiðslu- og handavinnustofan opnin frá kl. 9, upplestur kl. 12.30, mosaik kl. 13, frjáls spilamenska kl. 13-16.30. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, leikfimi kl. 13.15, bingó/félagsvist kl. 14.30. Kirkjustarf Árbæjarkirkja. | Starf með 6-9 ára börnum (STN) kl. 15-16. Starf með 10- 12 ára börnum (TTT) kl. 16-17. Áskirkja | Foreldrasamvera kl. 10, kl. 14 söngstund með Magnúsi Ragnars- syni organista, kaff eftir stundina. Kl. 17 klúbbur 8 og 9 ára barna og kl. 18 TTT-starfið. Breiðholtskirkja | Biblíulestur kl. 20. í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. Bústaðakirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12, ekki þarf að skrá sig. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12, 6-9 ára starf kl. 16-17, Æskulýðs- starf Meme fyrir 8. bekk kl. 19.30- 21.30. www.digraneskirkja.is Dómkirkjan | Opið hús í Safnaðar- heimilinu kl. 14-16. Kaffi. Kvöldkirkjan kl. 20-22, bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15-16 í Víkurskóla. Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 18.15, Þorvaldur Halldórsson leiðir söng. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, orgelleikur, íhugun, bænir. Léttur málsverður eftir stundina. Háteigskirkja | Íhugunartónlist, orð Guðs, bænir, kvöldmáltíð Drottins, fyrirbæn með handayfirlagningu og smurningu kl. 20. Starf eldri borgara, vinafundir kl. 14 í Setrinu. KFUM og KFUK | Holtavegi 28. Fundur í AD KFUM kl. 20. Ríkharður Jónsson knattspyrnumaður verður gestur fundarins. Hugleiðing sr. Val- geir Ástráðsson. Laugarneskirkja | Listamaðurinn Benedikt Gunnarsson heimsækir samveru eldri borgara kl. 14. Hann segir sögur af ferðum sínum og sýnir litskyggnur af ævafornum listaverk- um o.fl.. Kaffiveitinga á eftir. Sr. Bjarni Karlsson stýrir samkomunni. Kyrrð- arstund kl. 12, málsverður í boði í safnaðarheimilinu kl. 12.30. Adrenalín gegn rasisma, 9. og 10. bekkur kl. 17. Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10- 12. Spjall, samfélag og kaffi. Vídalínskirkja Garðasókn | Bíódagur í safnaðarheimilinu á morgun kl. 14. Eldriborgaranefnd Garðasóknar stendur fyrir sýningu myndarinnar „Stepmum“ með Julie Roberts í aðalhlutverki. Kaffi og umræður á eftir. Þorlákur sækir þá sem óska, sími: 869-1380. Uppl. í síma: 565- 6380. Sr. Jakob Ág. Hjálmarss verð- ur með fræðslu um, „Engla og vernd Guðs“, kl. 20, Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur leiðir umræður um efnið. Stutt fyrirbænastund kl. 21. Boðið upp á kaffi, djús og spjall. 80ára afmæli. Í dag 25. október erIngibjörg Þorbergs tónskáld áttræð. Í tilefni dagsins tekur hún á móti vinum og vandamönnum í Iðnó milli kl. 18 og 20. 80ára afmæli. Áttatíu ára er í dag,25. október, Skúli Gunnlaugs- son bóndi í Miðfelli í Hrunamanna- hreppi. Í tilefni afmælisins verður haldin málverkasýning á verkum Skúla á heimili þeirra hjóna að Miðfelli 4, föstudaginn 26. og laugardaginn 27. október kl 13 – 18 báða dagana. Heitt verður á könnunni. 50ára afmæli. Fimmtíu ára er ídag 25. október Ágústa Jó- hannsdóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræð- ingur og framhaldsskólakennari, til heimilis að Sörlaskjóli 1 Reykjavík. Hún mun skemmta sér með vinum og vandamönnum um helgina. 40ára afmæli. Ólafur Einarssonframkvæmastjóri Þjótanda ehf. verður fjörutíu ára 28. október. Af því tilefni býður hann og fjölskylda hans til veislu á vetingastaðnum Kanslaranum á Hellu laugardagskvöldið 27. október frá kl. 20-24. Vonast hann til að sjá sem flesta. Í dag er fimmtudagur 25. október, 298. dagur ársins 2007 Tónlist Fella- og Hólakirkja | Menningarkvöld 26. okt. kl. 20, tónlist, ljóðalestur. Guðný Ein- arsdóttir spilar á orgel, Agnieszka Pan- asiuk og Ewa Tosik spila tvíleik á fiðlu og píanó. Lesin verða ljóð eftir Toshiki Toma og Ingibjörgu Björgvinsdóttur. Litli ljóti andarunginn | ASA-tríó leikur tónlist píanistans Thelonious Monks kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Samtökin ’78 | Andrea Jónsdóttir er gestgafi tónlistarkvölds í Regnbogasal kl. 21sem hún nefnir: Lifandi útvarp með And- reu Jóns. Þar kynnir hún framlag ýmissa samkynhneigðra tónlistarmanna til popp- og rokksögunnar. Bækur Norræna húsið | Upplestur og höfunda- spjall kl. 20. Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler lesa úr bók- unum um litla og stóra skrímslið og spjalla um samvinnuna og hugmyndirnar að baki bókunum. Fyrirlestrar og fundir Samtök lungnasjúklinga | Fræðslufundur um mengun verður kl. 20 í Síðumúla 6 (gengið inn á bak við). Anna Rósa Böðv- arsdóttir M.Sc. heilbrigðisfulltrúi frá um- hverfissviði Reykjavíkurborgar mun fjalla um svifrik og almennt um mengun. Geðhjálp | Túngötu 7. Sjálfshjálparhópur þeirra sem þjást af kvíða er starfræktur kl. 18 í húsi Geðhjálpar. Landakot | Fræðslunefnd RHLÖ kynnir fræðslufyrirlestur kl. 15 í kennslusalnum. Helga Ágústsdóttir tannlæknir fjallar um munnhirðu aldraðra sjúklinga. Sent út með fjarfundabúnaði. Sögufélag, Fischersundi 3 | Á rannsókn- arkvöldi hjá Félagi ísl. fræða, kl. 20, flytur Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur erindi um átrúnað á heiðin kvengoð, einkum Freyju, á Íslandi til forna. Fréttir og tilkynningar Ættfræðifélagið | Ættfræðifélagið, fundur kl. 20.30 í húsi þjóðskjalasafninsins, fyrir- lesari Brynjar Halldórsson sem talar um ættir Þingeyinga. árnað heilla ritstjorn@mbl.isdagbók Orð dagsins: "Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars." (Jh.. 13, 35.) 75 ára afmæli. Sr. Kristján Búasonfrv. dósent við Háskóla Íslands verður sjötíu og fimm ára í dag 25. október og tekur á móti gestum á heimili sínu að Torfufelli 20 í Reykja- vík, laugardaginn 27. október milli kl. 15-18. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynn-ingu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Til leigu í Skútuvogi 1 Skrifstofuhúsnæði - 151 fm Frábær staðsetning Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is tákn um traust Um er að ræða gott skrif- stofurými sem er 151 fm að stærð. Góð lofthæð er í plássinu og í miðju rýminu eru þakgluggar sem gefa góða birtu. Miklir möguleikar. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388. Félag Íslenskra fræða býðurtil fyrirlestrar í kvöld kl.20, í húsi Sögufélagsins,Fischersundi 3. Þar mun Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur flytja erindi sem hún nefnir Íslands-Freyja. „Afar lítið er til af heimildum um átrúnað á gyðjur norrænnar heiðni hér á landnámsöld en aftur á móti þó nokkuð af minjum og ritum og örnefnum sem vitna um átrúnað á karlgoðin,“ útskýrir Ing- unn. „Lítið hefur verið fjallað um þennan mun, en af þeim örfáu vís- unum sem þó má finna til Freyju tel ég mig geta dregið þá ályktun að nokkur átrúnaður á hana hafi tíðkast hér.“ Ýmsar ástæður Ingunn nefnir nokkrar mögulegar ástæður þess hve fáar heimildir eru um kvenleg goðmögn í heiðni: „Þær textaheimildir sem við höfum voru sennilega allar samdar af körlum, eftir að kristni er tekin – og hugs- anlegt að þeir hafi ekki gefið kven- goðum þann gaum sem þær áttu skil- inn. Viðhorf kristninnar gætu hafa haft þar nokkuð að segja, en þar er jú aðal- og eini guðinn karlkyns,“ segir Ingunn. „Einnig er áhugavert að velta vöngum yfir því að Freyja, og kvenleg goðmögn yfirleitt, hafa kannski haft mun víðari áhrifasvið en karlgoð. Karlgoðin voru oft bundin afmörkuðum sviðum, t.d. var Óðinn goð skáldskapar og hernaðar og Þór nokkurs konar varnargoð veraldar. Þó við höfum fengið hvað sterkasta mynd af Freyju sem ástar- og frjó- semisgyðju, sér í lagi í gegnum Snorra Sturluson, þá var áhrifasvið hennar umfangsmeira en það. Hún var t.d. dauðragyðja og hafði árif á mörgum grundvallarsviðum mann- lífsins, allt frá fæðingu til dauða.“ Að sögn Ingunnar þarf að rýna all- vel í heimildir, og með vakandi auga, til að sjá stöðu Freyju í réttu ljósi: „Vísbendingarnar um dýrkun kven- goða liggja heldur ekki á yfirborðinu og það þarf að kafa meira eftir þeim en þegar karlgoðin eru annars vegar. Í fyrirlestrinum fer ég t.d. til Noregs og finn vísbendingar um átrúnað á Freyju hér á Íslandi í gegnum Ásu- bergsgröfina þar.“ Finna má nánari upplýsingar á www.islensk.fraedi.is. Goðafræði | Fyrirlestur á vegum Félags íslenskra fræða í kvöld kl. 20 Gyðjur á hliðarlínunni?  Ingunn Ásdís- ardóttir fæddist á Egilsstöðum 1952. Hún lauk BA-gráðu í ensku og al- mennri bók- menntafræði frá HÍ, stundaði nám í leikstjórn í Þýskalandi 1981-1985 og starfaði jöfnum höndum við leikstjórn og þýðingar til margra ára. Árið 2005 lauk hún MA-prófi í þjóðfræði frá HÍ og leggur nú stund á dokt- orsnám í norrænum fræðum. Í febr- úar kom út bók hennar Frigg og Freyja – Kvenleg goðmögn í heiðn- um sið. Ingunn á eina dóttur og dótturson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.