Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 21 AUSTURLAND Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfs- aðilum, viðskiptavinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. Jólagjafir frá fyrirtækjum Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfsfólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 1. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 29. október. Eftir Andrés Skúlason Djúpivogur | Örþreyttur förufálki slæddist um borð í línuveiðarann Jó- hönnu Gísladóttur GK á miðunum suðaustur af landinu í slagveðurs- rigningu fyrr í vikunni. Hugulsamir skipverjar veittu hinum dasaða fugli aðhlynningu og tóku hann með sér í land á Djúpavogi, þar sem fuglinn er nú í endurhæfingu áður en honum verður sleppt. Förufálkinn (Falco peregrinus) er útbreiddastur allra ránfugla heims- ins og verpir í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkar flækjast stöku sinnum til Íslands. Fær á fluginu Förufálkinn er meðal færustu flugfugla og ná m.a. engar tegundur jafn miklum flughraða, eða allt að 360 kílómetrum á klukkustund í steypiflugi, en í láréttu flugi er hraði fuglanna um 75–100 km. Förufálkar teljast ekki vera í út- rýmingarhættu eins og sakir standa en þó eru þeir sjaldgæfir á stórum svæðum innan útbreiðslusvæðis síns. Þótt stofn förufálka hafi rétt úr kútnum á undanförnum áratugum er hann ekki úr allri hættu. Förufálkar verða stöðugt fyrir ágangi fálkaþjófa sem ræna eggjum þeirra, en föru- fálkinn er vinsælastur allra veiði- fálka vegna flugfimi sinnar. Förufálki fær end- urhæfingu Morgunblaðið/Andrés Skúlason Bjargvættur Arnar Jónsson, skip- verji á Jóhönnu Gísladóttur GK, með fálkann þreytta. LANDIÐ fyrr á þessu ári voru tekin í notkun pósthús á Húsavík og Reyðarfirði. Öll pósthúsin verða svipuð í útliti og skipulagi innanhúss. Það var Ingimundur Sigurpáls- son, forstjóri Íslandspósts, sem af- henti Margréti Ásgeirsdóttur póst- meistara lyklana að nýja pósthúsinu og bauð starfsfólkið velkomið á nýj- an stað. Í viðtali við Margréti kom fram að starfsemi Póstsins hefur breyst mikið á síðustu árum. Pósturinn bauð m.a. upp á bankaþjónustu, en henni hefur verið hætt. Nú er lögð áhersla á flutninga og þar hefur Pósturinn verið að koma sér inn á markaðinn. Sendingarnar hafa orð- ið stærri og það var orðið erfitt að taka á móti þeim í gamla pósthús- inu, en nú verður þetta allt miklu Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Nýtt pósthús hef- ur verið tekið í notkun í Stykk- ishólmi. Pósthúsið er við Aðalgötu, við innkomuna í bæinn. Gestum var boðið að skoða húsnæðið við form- lega opnunarathöfn. Pósthúsið er um 350 fermetrar að stærð, á einni hæð og skiptist í vörumóttöku, flokkunarrými, af- greiðslu og aðstöðu fyrir starfs- menn. Skóflustunga að byggingunni var tekin 19. október og hefur byggingin risið á sléttu ári. Verk- taki að byggingunni var Sumarbú- staðir ehf. Nýja pósthúsið er liður í end- urskipulagningu póstþjónustu Ís- landspósts á landsbyggðinni. Áætl- að er að byggja níu ný pósthús og léttara og þægilegra. Hún segir að í nýja pósthúsinu verði boðið upp á aukna þjónustu. Þar er meðal ann- ars átt við sölu á ýmiskonar vörum eins og skrifstofuvörum, ritföngum, pappír, geisladiskum, kortum og öðru sem mikilvægt er fyrirtækjum, einstaklingum og ferðalöngum. Einnig verður sett upp „Samskipta- borð“ sem eru nýjung í þjónustu Póstsins. Þar er í boði að kaupa net- aðgang, prenta út gögn og ljós- myndir, skanna og ljósrita. Póstinum er ekið frá Reykjavík alla virka daga að næturlagi. Strax að morgni er hann flokkaður og eiga bæjarbúar að vera búnir að fá póstinn sinn inn um bréfalúguna um hádegisbil. Hjá Póstinum í Stykk- ishólmi starfa 8 manns. Áhersla lögð á flutninga Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Opnun Ellert Kristinsson, stjórnarmaður hjá Íslandspósti, ávarpar gesti við opnun nýja pósthússins og segir frá starfseminni. Nýtt pósthús opnað í Stykkishólmi Seyðisfjörður | „Þriðjudeildar-sveitarfélögin á landsbyggðinni eiga í vök að verjast,“ segir Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Hann segir staðreynd að mikil og djúp gjá sé á milli afkomumöguleika sveitarfélaga á lands- byggðinni og vaxtarsvæðisins á suðvest- urhorninu, sem segja megi að nái nú frá Holta- vörðuheiði í norðri og austur og suður fyrir Árborgarsvæðið. „Landslagið hefur breyst hratt síðustu árin og landsbyggðin sem áður var sterk, hopar nú sífellt og afl hennar minnkar,“ segir Þorvald- ur. „Það hefur síðustu vikur verið fróðlegt að fylgjast með þeim áherslumun sem birtist í umfjöllun og viðfangsefnum stjórnenda sveit- arfélaga og þingmanna frá landsbyggðinni annars vegar og á vaxtarsvæðunum hins veg- ar. Stundum finnst manni eins og þessir ein- staklingar búi ekki á sama Íslandi.“ Í samantekt Hagdeildar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga vekur athygli mikill munur á afkomu sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu og landsbyggðinni. Stærstur hluti af rekstrarafgangi sveitarfélaga kemur frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Ein- ungis um 11% af rekstrarafgangi sveitarfélag- anna kemur frá sveitarfélögum utan höf- uðborgarsvæðisins, þótt þar búi um 38% íbúa. Í samantektinni kemur fram að höfuðborg- arsvæðið áætlar að fjárfesta fyrir 17 milljarða eftir ár, veikist grunngerðin það mikið að hún getur ekki lengur nært sitt nánasta umhverfi og það deyr. Til viðbótar glíma nú mörg þeirra við þann mikla vanda sem þorskskerðingunni fylgir og bitnar hart á þessum veiku sam- félögum. Kynntar mótvægisaðgerðir rík- isvaldsins eru máttlausar þegar kemur að þriðjudeildar-sveitarfélögunum á landsbyggð- inni.“ Þolinmæði sveitarfélaganna þrotin Þorvaldur segir stjórn Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi og 41. aðalfund SSA 22. september sl. hvetja stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og stjórnvöld félags- og byggðamála í landinu til skjótra viðbragða og óska ákveðið eftir því að alvöruvinna verði sett í gang til að styrkja grunngerðir og rekstr- arumhverfi þessara þriðjudeildar sveitarfé- laga áður en það verður of seint. „Kalla verður á breytt og skilvirkari vinnu- brögð. Fimm sveitarfélög af níu á Austurlandi, Vopnafjörður, Borgarfjörður, Seyðisfjörður, Breiðdalsvík og Djúpivogur, sem öll standa ut- an vaxtarsvæðis Mið-Austurlands, hafa séð sig knúin til þess að kalla til byggðamálaráðherra og félagsmálaráðherra og knýja á um aðgerðir til átaks með sveitarstjórnunum í þeirri hörðu varnarbaráttu sem þau heyja nú. Þolinmæði þeirra er þrotin og rauða flaggið er uppi,“ seg- ir Þorvaldur Jóhannsson. veiki til muna viðleitni viðkomandi sveit- arstjórna til að veita íbúum sínum lögbundna þjónustu. „Á þeim bæjum finnst mörgum mik- ið talað um bruðl og óráðsíu sem orsök vand- ans. Slíkt er fjarri sanni. Þegar íbúum fækkar og atvinnutæki hverfa úr byggðarlögunum ár og selja varanlega rekstrarfjármuni fyrir um 5,5 milljarða. Sveitarfélög á landsbyggðinni áætla að fjárfesta fyrir um 7.8 milljarða en selja eignir á móti fyrir um 700 milljónir. Í nið- urlagi segir að leiða megi líkur að því að mun- urinn fari vaxandi og að enn erfiðara verði fyr- ir sveitarfélögin á landsbyggðinni, sem búa við samdrátt í íbúafjölda og atvinnulífi, að halda uppi því þjónustustigi sem eðlilegt er talið í nú- tíma samfélagi. Kynntar mótvægisaðgerðir máttlitlar Þorvaldur segir vaxtarsvæðin tvö á lands- byggðinni, þ.e. Akureyri og nágrenni og mið- svæði Austurlands, s.s. Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp og Fjarðabyggð, næstum halda í við vaxtarsvæði Suðvesturlands um þessar mundir, en þau þurfi þó að sætta sig við að vera í annarri deild. „Spyrja má t.d. hver væri staðan á Mið- Austurlandi í dag ef ekki hefðu til komið fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver Fjarðaáls á Reyðarfirði, en þeim fer nú senn að ljúka. Svarið liggur fyrir: Það svæði allt væri í þriðju deild eins og önnur sveitarfélög í landshlutanum.“ Hann segir þjóðina hafa fylgst með miklum erfiðleikum á Vestfjörðum nánast í beinni út- sendingu. Svipað ástand sé hjá sveitarfélögum í öðrum landshlutum á landsbyggðinni, þar sem fólksfækkun og töpuð atvinnutækifæri Þolinmæðin þrotin og rauða flaggið uppi Fimm sveitarfélög af níu á Austurlandi utan vaxtarsvæðis Mið-Austurlands sjá sig tilneydd til að kalla til byggðamála- og félagsmálaráðherra og knýja á um aðgerðir til átaks með sveitarstjórnunum Ljósmynd/SSA Áhyggjur Þorvaldur Jóhannsson, frkvstj. SSA lýsir eftir skilvirkari aðkomu rík- isvaldsins að málefnum sveitarfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.