Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 23 Starfsmenn bílaverkstæðis á Ak- ureyri vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið í gærmorgun þegar ökumað- ur kom þangað með bifreið sína. Hann var akandi fyrir utan bæinn þegar mikill hvellur varð og engu líkara en skotið hefði verið úr byssu upp í gegnum vélarhlífina! Gat á „húddinu“ benti til þess - en síðar kom í ljós að kerti hafði losnað og skotist út í gegnum vélarhlífina...    Akureyrskir ljósmyndarar athugið! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagsfræðingur hélt athygl- isvert erindi á Akureyri í síðustu viku og sagði þar m.a. frá því að hann hefði ætlað að kaupa mynda- bók um hinn fagra höfuðstað Norð- urlands, en slík bók ekki verið fáan- leg. Rífið nú upp myndavélarnar og finnið svo góðan útgefanda. Það er ótækt að ekki sé til falleg myndabók um Akureyri.    Áhugamenn um góða tónlist eiga dýrðardaga framundan hér í bæ. Einn ástsælasti lagasmiður þjóð- arinnar, Magnús Þór Sigmundsson, verður t.d. með útgáfutónleika á Græna Hattinum annað kvöld þar sem hann kynnir efni af nýútkomn- um geisladiski „Sea Son“ auk þess sem hann leikur eldri perlur frá löngum og glæsilegum ferli.    Súpufundir Íþróttafélagsins Þórs í Hamri nutu mikilla vinsælda síðasta vetur og í dag verður þráðurinn tek- inn upp að nýju. Fyrsti gestur haustsins er Þorsteinn Gunnarsson formaður Samtaka íþróttafrétta- manna og fundarefnið er íþróttir og fjölmiðlar. Fundurinn er á milli kl. 12 og 13 og allir eru velkomnir.    Þórarinn Torfason les úr verkum sínum, m.a. óútgefinni skáldsögu, á Skáldaspírukvöldi á Amtsbókasafn- inu í dag. Dagskráin hefst kl. 17.15.    Rúna Þorkelsdóttir opnar innsetn- inguna Póstkort til Akureyrar í Gall- erí + að Brekkugötu 35 á Akureyri á laugardaginn kl. 16.00. Hún hefur verið starfandi myndlistarmaður í Amsterdam síðustu 30 árin og rekur þar myndlistarbókabúðina Boekie Woekie ásamt tveimur öðrum mynd- listarmönnum.    Kjarnakonur úr Innbænum er yf- irskrift forvitnilegrar dagskrár sem Stoðvinir Minjasafnsins á Akureyri standa fyrir á laugardaginn, klukkan 14 í Amtsbókasafninu á Akureyri. Flutt verða stutt erindi um merk- iskonurnar Elísabetu Geirmunds- dóttur (1915-1959), listakonuna í Fjörunni og Ragnheiði O. Björnsson (1896-1987), kaupkonu. Elísabet var fædd á Akureyri og var margt til lista lagt. Hún skar út í tré, málaði og teiknaði.    Elísabet teiknaði íbúðarhús fjöl- skyldunnar í Aðalstræti 70 en þekkt- ust er hún fyrir tréstyttur sínar. Hún var öðrum snjallari í skauta- dansi og átti það til að sýna skautad- ans á upplýstum Pollinum. Ragn- heiður stofnaði hannyrðaverslun 1937 sem hún rak allt til ársins 1972. Hún var mikill tónlistarunnandi, samdi lög og spilaði daglega á píanó fram á efri ár. Hún var mikill félags- málafrömuður, stofnaði m.a. Zonta- klúbb Akureyrar og var á meðal stofnenda Náttúrulækningafélags Norðurlands. Hún var einnig í Guð- spekifélaginu og Sálarrannsókn- arfélaginu að ógleymdu Heimilisiðn- aðarfélagi Íslands, sem hún starfaði með í mörg ár. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nothæf? Nonni í haustlitunum. Hann fær kannski að vera með í bókinni... AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Bjarni Stefán Konráðsson segirað breyta þurfi taktíkinni hjá landsliðinu: Svo landsliðið bíði ei bana, ég bið það að gera að vana, sem er þaulreynt og sannað að þýðir ekki annað; en senda á samherjana. Jón Ingvar Jónsson tekur í sama streng og kemur með aðra uppástungu til landsliðsins: Það hjálpar víst ekki nein harka en hiklaust við vænst getum marka ef knattspyrnumenn sem keppast við enn bölvuðum boltanum sparka. Pétur Stefánsson segir öll spjót beinast að Eyjólfi Sverrissyni þjálfara fyrir dapurlegt gengi landsliðsins, en hann telur meira þurfa til en þjálfaraskipti í hvert sinn sem illa gengur: Það liggur ósköp þungt á hug og hjarta að hafa tapað fyrir Lichtenstænum. En landslið vort á líf og framtíð bjarta, svo lengi sem að Jolli er í bænum. Annarskonar íþróttir eiga sér stað á heimilum. Pétur Stefánsson lýsti ástandinu heima hjá sér: Til hjónalífs er hugur rór, hér skal annað virkja; frúin er að bergja bjór, bóndinn ljóð að yrkja. Sigrún Haraldsdóttir svaraði að bragði: Um það hérna sönn má sjá seig og óræk merkin að eiginkonur oftast fá erfiðustu verkin. VÍSNAHORNIÐ Af fótbolta og hjónalífi pebl@mbl.is ÖRUGG FJÁRFESTING — TRYGGÐUR HÖFUÐSTÓLL E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 2 4 6 Kynntu þér málið á kaupthing.is, í síma 444 7000, eða komdu við í næsta útibúi. ICEin 1008 • Lágmarksupphæð er 500.000 kr. • Reikningurinn er bundinn í eitt ár • Ávöxtun að hámarki 20% • Fylgir OMXI15 vísitölunni • Höfuðstóll er tryggður í ISK • Upphafsgengi ákvarðast við lok dags 25. október • Sölutímabilið er frá 16.-25. október Sölutíma bili lýkur í da g! BRICin 1008 • Lágmarksupphæð er 500.000 kr. • Reikningurinn er bundinn í eitt ár • Ávöxtun að hámarki 20% • Fylgir KMS BRIC sjóðnum* • Ávöxtun tekur mið af hækkun á verði á BRIC í EUR og greiðist út umreiknuð í ISK á lokadegi • Höfuðstóll er tryggður í ISK • Upphafsgengi ákvarðast við lok dags 25. október • Sölutímabilið er frá 16.-25. október Nú getur þú tekið þátt í að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum án þess að eiga á hættu að tapa höfuðstól og átt möguleika á góðri ávöxtun. Sölu er að ljúka á tveimur nýjum reikningum, ICEin 1008 og BRICin 1008, sem eru höfuðstóls- tryggðir reikningar. ICEin fylgir gengi íslenska hlutabréfamarkaðarins, OMXI15. BRIC er skammstöfun fyrir Brasilíu, Rússland, Indland og Kína en BRICin fylgir KMS BRIC sjóðnum sem er í stýringu Kaupþings. * KMS BRIC er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag Kaupþings banka. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu Kaupþings, www.kaupthing.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.