Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÁL Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa gegn Orkuveitu Reykjavíkur vegna REI- málsins verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 8,50 mánudags- morguninn 29. október. Málið fær flýtimeðferð hjá Hér- aðsdómi. Í dagskrá dómsins er er heiti málsins „ógilding stjórn- arathafnar“. Dómari í málinu er Sandra Bald- vinsdóttir héraðsdómari. Lögmað- ur Svandísar er Ragnar H. Hall hrl. en lögmaður Orkuveitunnar er Helgi Jóhannesson hrl. Fyrirtaka á mánudag Svandís Svavarsdóttir HVAÐ má og hvað má ekki? Svert- ingi, útlendingur, negri, nýir Ís- lendingar? Um þetta verður meðal annars fjallað í hádegisumræðu á Café Cultura í Alþjóðahúsinu í dag. Umræðurnar munu snúast um hugtakanotkun í málefnum inn- flytjenda og munu framsögumenn verða dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður Mirru, miðstöðvar innflytjendarannsókna; Kristján B. Jónasson, formaður íslenskra bóka- útgefenda, og Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður. Það er eitt meginhlutverk Al- þjóðahúss að veita aðhald og gæta jafnréttis til að allir geti notið kosta fjölmenningarlegs samfélags. Hvað er við hæfi? Á NETSÍÐU bresku náttúruvernd- arsamtakanna WWT, wwt.org-uk, er hægt að fylgjast með ferðum sjö svana, sem verptu á Íslandi í sumar. Sendar hafa verið festir við svanina og er hægt að fylgjast með þeim gegnum gervihnött. Fimm af svön- unum eru enn á Íslandi en tveir eru komnir til Skotlands. Fram kemur á netsíðunni að menn þar á bæ hafi verið farnir að hafa talsverðar áhyggjur af svan- inum Merlin, sem lagði af stað frá Íslandi um miðjan október. Hins vegar mun Merlin hafa sést á Cape Wrath í norðurhluta Skotlands. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ferðir svana sjást á netinu Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞÓTT hið umdeilda félag Reykjavík Energy Invest væri ekki efni mál- þings sem Orator, félag laganema, efndi til í hádeginu í gær sveif nafn þess yfir vötnum og bar ítrekað á góma. Meðal þess sem rætt var á þinginu var hvort og á hvaða hátt stjórnsýsluréttur næði til fyrirtækja sem eru að hluta eða öllu leyti í op- inberri eigu. Sérlega grannt var hlustað á fram- lag Kjartans Bjarna Björgvinssonar enda er hann aðstoðarmaður um- boðsmanns Alþingis en umboðsmað- ur sendi ítarlegar og gagnrýnar spurningar til eigenda Orkuveitu Reykjavíkur í kjölfar samruna REI og Geysir Green Energy. Þegar talið barst að REI valdi Kjartan Bjarni orð sín vandlega og þegar spurning um REI kom úr sal minnti fundarstjórinn, Róbert Spanó lagaprófessor, hann á að gæta sín, augljóslega umhugað um að aðstoð- armaður umboðsmanns myndi ekki láta einhver orð falla sem gerðu hann vanhæfan til að fjalla um málið í sínu starfi. Í framsögu sinni fjallaði Kjartan Bjarni einkum um álitamál sem rísa þegar opinberir aðilar færa verkefni sem áður voru á þeirra hendi í einka- réttarlegt rekstrarform, ýmist með hlutafélagavæðingu eða í sameignar- félög. Skráðar og óskráðar reglur Um hið opinbera gilda m.a. stjórn- sýslulög og upplýsingalög en ríki og sveitarfélög eru einnig bundin af óskráðum reglum stjórnsýsluréttar, s.s. um að gæta þurfi málefnalegra sjónarmiða og jafnræðis. „Og þá er spurningin: Hverjar af þessum reglum verða óvirkar og verða þær óvirkar við breytingu í form einka- rekstrar og þátttöku í einkarekstri? Og að hvaða leyti?“ sagði Kjartan Bjarni. Í sumum tilvikum leysti Al- þingi úr þessu með sérstakri löggjöf en í þeim tilvikum sem Alþingi gerði það ekki reyndi á túlkun á stjórn- sýslurétti, bæði skráðum sem óskráðum reglum. Hjá honum kom fram að Hæsti- réttur hefði dæmt að stjórnsýslulög skyldu gilda um fyrirtæki í opinberri eigu en Kjartan Bjarni tók jafnframt fram að varast yrði að skilja þetta bókstaflega. Á hinn bóginn væri ekki fyllilega ljóst hvort hinar óskráðu reglur stjórnsýsluréttarins giltu um slík félög. Sumir norrænir fræði- menn héldu því fram að við breyt- ingu á rekstrarformi hættu hinar óskráðu reglur að gilda en það mætti hins vegar færa rök fyrir því, miðað við norræna dómaframkvæmd og kenningar, að fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitarfélaga gætu einnig fallið undir óskráðu reglurnar. Þegar um er að ræða félag sem er í sameiginlegri eigu opinberra aðila og einkaaðila flækist málið. Kjartan Bjarni taldi þó ljóst að fulltrúar ríkis og sveitarfélaga væru bundnir af óskráðum reglum stjórnsýsluréttar- ins þegar þeir tækju ákvarðanir um stjórn fyrirtækisins. Ákvarðanir þeirra yrðu því bæði að vera mál- efnalegar og þeir yrðu að gæta jafn- ræðis. Þeir gætu með öðrum orðum ekki látið reka starfsmenn bara af því að þeir halda með Val en ekki KR, svo dæmi væri tekið. Meðferð kjörinna fulltrúa á eignarhlut hins opinbera í hlutafélögum og sameign- arfélögum teldist vera stjórnsýsla og þar með væru þeir a.m.k. bundnir af reglum um sérstakt hæfi, reglum um jafnræði, málefnaleg sjónarmið og einnig upplýsingalögum, að því marki sem umræddar reglur snerust um meðferð eignarhluta hins opin- bera. Alls þessa hefði þó ekki alltaf verið gætt í framkvæmd og nefndi hann m.a. sölu á hlutabréfum í rík- isbanka til starfsmanna á genginu 1,2 en til almennings á genginu 1,9 árið 1998. Geta ekki gert hvað sem er Birgir Tjörvi Pétursson, hdl. og framkvæmdastjóri Rannsóknarmið- stöðvar um samfélags- og efnahags- mál, sagði mikilvægt að hafa í huga þann grundvallarmun sem væri á réttarstöðu hins opinbera og einka- aðila. Þannig gæti opinbert fyrirtæki ekki athafnað sig nema mælt væri fyrir um það í lögum, t.d. gæti Vega- gerðin ekki ákveðið upp á sitt eins- dæmi að gera tilboð í vegafram- kvæmdir erlendis. Þetta væri svokölluð lögmætisregla sem gilti jafnt um ríki sem sveitarfélög og sveitarfélögin hefðu ekki opna heim- ild til atvinnureksturs, þótt sumir væru á þeirri skoðun. Einstaklingar gætu hins vegar gert það sem þeim sýndist, svo lengi sem það stæðist lög og þeir væru, af ýmsum ástæð- um, mun betur í stakk búnir til að taka þátt í samkeppni á hinum frjálsa markaði. Eins og við var að búast snerist fyrsta spurning úr sal um afstöðu frummælenda til þátttöku Orkuveitu Reykjavíkur í REI. Kjartan Bjarni sagðist telja fremur hæpið að skráð- ar eða óskráðar reglur stjórnsýslu- réttar næðu til starfsemi félagsins sjálfs. Varðandi aðkomu kjörinna fulltrúa væri hins vegar spurning hvort þeir væru bundnir af þeim. Þetta væri óleyst álitamál. Stjórnsýslureglur um hálfopinber fyrirtæki? Morgunblaðið/Ómar Áhugi Salur 101 í Lögbergi var þéttskipaður á málþingi um þátttöku hins opinbera í einkarekstri enda brennur málefnið á mörgum lögspekingnum. Í HNOTSKURN » Málþingið bar yfirskrift-ina Þátttaka ríkis og sveit- arfélaga í einkarekstri og var haldið af félagi laganema við Háskóla Íslands. » Frummælendur voruBirgir Tjörvi Pétursson hdl., framkvæmdastjóri Rann- sóknarmiðstöðvar um sam- félags- og efnahagsmál, og Kjartan Bjarni Björgvinsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók fimm manns í húsnæði í Mosfellsbæ aðfaranótt miðviku- dags, eftir að tilkynning barst um fólk þar í annarlegu ástandi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni voru á staðnum fjórir karlmenn, þrír á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri, auk þess sem sextán ára stúlka var meðvitund- arlaus. Að sögn lögreglu rankaði hún fljótlega við sér en þau eru öll grunuð um að hafa neytt fíkniefna. Í húsnæðinu fannst nokkurt magn af lyfjum og haglabyssa en þar að auki var einn mannanna með ætluð fíkniefni á sér. Við leit á dval- arstað hans fannst meira af fíkni- efnum. Án meðvit- undar þegar að var komið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.