Morgunblaðið - 25.10.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 25.10.2007, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Steinunn Sigríð-ur Jónsdóttir (Sissa) fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1929. Hún lést á Landspítalanum 15. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Steingrímsson, verkstjóri og for- maður, f. á Sölvhóli í Reykjavík 12.11. 1889, d. 14.7. 1962, og Þuríður Kristín Guðjónsdóttir, hús- freyja, frá Bakkagerði við Stokks- eyri, f. 26.10. 1906, d. 13.8. 1962. Systkini Steinunnar voru Guðrún Svava, f. 9.8. 1932, d. 20.10. 1933, og Einar, sjómaður, f. 25.3. 1935, d. 17.9. 1991. Steinunn giftist 12.11. 1950 Magnúsi Guðmundssyni, bifreiða- stjóra, f. 1928, þau skildu. Steinunn giftist 26.10. 1963 Knud Salling Vilhjálmsson, f. í Danmörku 18.5. 1923, d. í Reykja- vík 26.5. 1996. Dætur Knud frá fyrra hjónabandi eru: 1) Aníta f. 2.1. 1949, deildarstjóri hjá Ice- landair, gift Þór Steinarssyni menntaskólakennara, börn þeirra eru: Sonja markaðsfræðingur, f. 1976, gift Gesti Pálssyni tölv- unarverkfræðingi, og Stefán Þór jónsson háskólanemi, og dóttir þeirra er Kristín Sól, f. 2005. 2) Hilmar gullsmiður, f. 4. júní 1957, kvæntur Moniku S. Baldursdóttur tölvunarfræðingi, börn þeirra eru Margrét Steinunn háskólanemi, f. 1982, b) Hildur María mennta- skólanemi, f. 1990, og Einar Örn menntaskólanemi, f. 1991. 3) Sig- ríður Helga hjúkrunarfræðingur, f. 14.7. 1958, gift Hjálmari Björg- vinssyni, aðstoðaryfirlög- regluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, börn þeirra eru Eydís Hildur há- skólanemi, f. 1984, Guðný Björg nemi, f. 1986, og Björgvin Ragnar grunnskólanemi, f. 1993. Með síðari konu sinni, Finnu Bottelet, eignaðist Einar: 4) Kjart- an bifreiðastjóra, f. 1964, kona hans er Kanda Karoum ræsti- tæknir, sonur þeirra er Patrik, f. 2002, en dóttir Kjartans er Þóra nemi, f. 1988, dóttir hennar er Guðrún Eva, f. 2007. 5) Guðjón Páll framkvæmdastjóri, f. 1967, sambýliskona Dagbjört Írís Sum- arliðadóttir húsfrú, börn þeirra eru Diljá Rún, f. 1999, og Einar Páll, f. 2004. Steinunn lauk námi frá Miðbæjarskólanum í Reykja- vík og síðar verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Hún starfaði um tíma hjá Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur en lengstan starfsferil átti hún hjá Fálkanum. Útför Steinunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. iðnaðarverkfræð- ingur, f. 1980. 2) Hel- en hárgreiðslumeist- ari, f. 25.5. 1950, gift Guðna Sigurðssyni rafeindavirkja, börn þeirra eru: Bergþóra fatahönnuður, f. 1971, gift Jóel Páls- syni tónlistarmanni, börn þeirra eru: Breki, f. 1998, og Guðni Páll, f. 2003, Óttar kvikmynda- tökumaður, f. 1974, kvæntur Klöru Thor- arensen kaupmanni, börn þeirra eru: Dagur, f. 1998, og Helen Mál- fríður, f. 2002, og Ómar flug- maður, f. 1974, kvæntur Evu Jón- asdóttur lækni, börn þeirra eru Daði, f. 1999, og Silja, f. 2004. Steinunn eignaðist engin börn sjálf en hún leit ætíð á börn Ein- ars bróður síns nánast sem sín eigin, en þau misstu móður sína, Valdísi Hildi Valdimars, ung að árum, en börn Einars og Valdísar eru: 1) Jón Þór matreiðslumeist- ari, f. 7.2. 1954, sambýliskona Sjöfn Kristjánsdóttir lögmaður, og sonur þeirra er Tómas Þór menntaskólanemi, f. 1989. Dóttir Jóns Þórs frá fyrra hjónabandi er Steinunn Dúa háskólanemi, f. 1982, sambýlismaður Vignir Guð- Sissa kom inn í líf okkar systra þegar við vorum börn. Fyrsta minn- ingin er frá heimsókn til pabba okk- ar, Knud, að hringt var á bjöllunni og í gættinni stóð falleg ung stúlka með slæðu á höfði með hnút undir hökunni. Hún þáði ekki að koma inn en forvitni okkar var vakin. Stuttu síðar bauð pabbi okkur á Hótel Borg að kynna okkur fyrir vinkonu sinni. Vorum við systurnar mjög spenntar og áttum ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum. Æ síðan hefur hún reynst okkur sem hin besta stjúpmóðir og aldrei borið skugga á okkar samband. Fljótlega var hún kynnt fyrir fjölskyldu okk- ar í Danmörku. Amma og afi í Dan- mörku töluðu oft um hve pabbi hefði verið heppinn að kynnast Sissu. Þau ráku veitingastað í Kaupmannahöfn þar sem góður danskur matur var eldaður á hverj- um degi. Sissa var ekki lengi að sogast inn í það umhverfi og lærði þar mikið í danskri matargerðarlist. Í Danmörku kynntist hún líka Mo- gens, bróður pabba og konu hans Önnu Lisu og áttu þau margar góð- ar stundir saman þar og á Íslandi síðar. Minningarnar hrannast upp eins og t.d. þegar þau buðu okkur systr- unum í Grillið á Sögu og við borð- uðum eins mikinn humar og við gát- um í okkur látið og þegar þau buðu okkur í bíltúr upp í sveit og við fengum kaffi í Skíðaskálanum eða á Þingvöllum. Eiginmenn okkar Þór og Guðni eignuðust í Sissu mikla vinkonu og auka tengdamóður. Börn okkar Bergþóra, Óttar, Ómar, Sonja og Stefán Þór komu til sögunnar hvert af öðru og eignuðust yndislega ömmu Sissu. Hið sama gildir um barnabörn Helen og Guðna. Aníta og Þór bjuggu í Danmörku um langt árabil og eiga góðar minn- ingar um heimsóknir pabba og Sissu. Hápunktur minninganna úr Mávahlíðinni eru allar matarveisl- urnar. Um jólin var danskt hlaðborð eins og það gerist flottast og var setið í 5 tíma við borðið áður en haldið var í stássstofuna í kaffi og konfekt. Einu sinni á vetri bjó Sissa til „Hönseködsuppe med melboller“ og hlökkuðu börnin mikið til þeirrar veislu. Á gamlárskvöld ár hvert klæddu þau sig upp í smoking og síðan kjól og héldu tvö ein sín ára- mót, vildu ekki hafa það öðruvísi. Árið 1996 lést faðir okkar og var það mikið áfall fyrir Sissu að missa eiginmann, sinn besta vin og ferða- félaga. Þau fóru í margar ævintýra- ferðir um fjarlæg lönd m.a. um eyj- ar Karíbahafsins, Mexíkó, Marokkó. Þetta sama ár flutti Sissa í ynd- islega íbúð við Eikjuvog þar sem hún bjó sér glæsilegt heimili og naut til þess m.a. aðstoðar Guðna og Þórs. Hún hélt ein áfram fínu veisl- unum þar til á allra síðustu árum þegar heilsu og þrótti hrakaði að aðeins dró úr. Eikjuvogurinn varð áningarstöð í amstri dagsins hjá vinum og vandamönnum. Það varð fastur punktur í tilverunni að kíkja aðeins við á leið úr vinnu eða um helgar og fá sér hið rómaða kaffi hjá Sissu. Oftar en ekki var fullt hús hjá henni af vinum og vanda- mönnum sem sýndi hvað hún átti stóran vina- og ættingjahóp. Rækt- arsemi gagnvart sínum nánustu var eitt af aðalsmerkjum Sissu. Sissu var eðlislægt að vera alltaf fín til fara og vel til höfð og var fastagestur á hárgreiðslustofunni hjá Helen. Við systurnar, makar okkar, börn og barnabörn söknum Sissu og biðjum góðan Guð að geyma hana. Aníta Knútsdóttir, Þór Steinarsson, Helen Knúts- dóttir og Guðni Sigurðsson. „Mamma það er ekki svo slæmt að deyja, nú fær Sissa vængi og lærir að fljúga“ sagði 4 ára sonur minn þegar ég ræddi við hann og bróður hans um fráfall Sissu. Fyrir honum var þetta bara svona einfalt. Sissa kom inn í líf fjölskyldunnar minnar sem seinni kona afa áður en ég fæddist. Þegar ég hugsa nú til hennar er það fyrsta sem kemur í hugann matarboðin sem hún og afi héldu um páska og jól. Þetta voru með ólíkindum glæsileg boð og hin- ar danskættuðu kræsingar hreint með ólíkindum. Ég var svo heppin að alast upp við þennan kost en þeir sem fengu tækifæri síðar í lífinu til að upplifa þessar veislur eins og Jó- el maðurinn minn fengu umsvifa- laust matarást á Sissu. Heimalöguð lifrarkæfa, reyktur áll, purusteik, önd og buff-tartar, maður fær enn vatn í munninn þegar þessar veislur eru rifjaðar upp. Það kemur heldur ekkert annað til greina hjá okkur en að halda okkar dönsku hefð að borða önd með eplum og sveskjum á aðfangadagskvöld. Sissa var ein- mitt með okkur á aðfangadagskvöld fyrir tveimur árum, borðaði önd og hlýddi á klarinettuleik drengjanna okkar. Hún var líka sannkallað jóla- barn og fékk yfirleitt flesta pakkana enda átti hún fjölda vina, bæði hér heima og út um allan heim. Hún var afskaplega hlý manneskja, átti auð- velt með að kynnast fólki og halda vinskap. Það lýsir henni vel að fyrir mörgum árum kom hingað í heim- sókn dóttir franskra hjóna sem ég hafði dvalið hjá eitt sumar á ung- lingsárunum. Stúlkan kom með okkur í heimsókn til afa og Sissu og þrátt fyrir að hún talaði litla ensku og Sissa enga frönsku tókst Sissu að mynda þarna einhverskonar samband. Svo liðu árin og sjálf missti ég sambandið við þessa frönsku fjölskyldu. Mörgum árum síðar komst ég að því að Sissa fékk enn frá þeim jólakort og þau frá henni. Við eigum eftir að sakna Sissu við jólaborðið í ár. Bergþóra Guðnadóttir. Elsku Sissa, þegar ég hugsa til baka koma upp margar góðar minn- ingar. Ég man þegar þú og Knud bjugguð í Mávahlíðinni og ég fór alltaf beint í dótaskúffuna og lék mér með allar þrautirnar sem ég var svo fljót að leysa. Ætli ég hafi ekki verið 4 ára þegar mér tókst að setja saman eina hlið á Rubik- kubbnum. Svo var alltaf gaman að horfa á skrautfiskana í stóra búrinu í stofunni og ég var stundum smeyk við stóra orminn í sófanum. Þegar þú fluttir úr Mávahlíðinni og minnkaðir við þig dótið gafstu mér eitthvað af þrautunum sem ég rek augun af og til í. Það var alltaf svo gott að koma til þín og fá heitt súkkulaði og hlusta á frásagnir þínar frá því í gamla daga. Á köldum vetrardögum mun ég búa mér til heitt súkkulaði og drekka það úr sérstöku könnunni sem þú gafst mér um síðustu jól. Mér fannst þetta mjög skemmtileg gjöf því þú lést fylgja fullt af súkku- laði svo ég gæti örugglega búið til heitt súkkulaði í könnuna. Það er svo skrítið að þú varst allt- af eins, alltaf sjálfri þér lík, jákvæð og glaðleg, alveg sama hvernig að- stæður voru. Þegar við spjölluðum síðast sam- an 2 dögum áður en þú kvaddir var búið að flytja þig milli spítala með sjúkrabíl. Sömu leið og ég fór fyrir nokkru síðan og líkaði mér sjúkra- bíllinn illa. Því spurði ég þig hvern- ig ferðin hefði verið og þú varst snögg að svara: „Fín, strákarnir voru svo agalega sætir.“ Takk fyrir samfylgdina, elsku Sissa. Það var svo gott að hitta þig áður en þú fórst þótt ég viti ekki hvort þú vissir af mér. Þú komst í stað þeirrar ömmu sem engin okkar fengu að kynnast og við komum í stað barnabarna sem þú fékkst aldrei að eiga. Þú hefur gefið mér svo margt sem er mér svo dýrmætt og mér þykir óendanlega vænt um. Ég hef ekki ennþá keypt mér neitt fyrir peninginn sem þú gafst mér á af- mælinu mínu. Ég geri það bráðum og það verður eitthvað einstakt. Ég gæti sagt svo margt en það væri efni í heila bók því þú varst einstök; góðhjörtuð, ástrík og um- hyggjusöm kona sem fór ekki fram hjá neinum sem fékk að kynnast þér. Við vorum heppin að eiga þig að og missirinn er mikill. Núna eruð þið Knud sameinuð á ný og vakið yfir okkur ásamt Einari afa. Guð blessi minningar um ein- staka persónu sem ylja hjörtum okkar í sorgum og söknuði. Margrét Steinunn Hilmarsdóttir. Elsku Sissa amma. Einhvern veg- inn er þetta ekki orðið raunverulegt ennþá. Það er svo stutt síðan þú fórst yfir móðuna miklu að hitta afa og alla ættingjana sem hafa farið á undan. Alveg erum við systkinin viss um að þar verða veisluhöldin engu síðri en í Mávahlíðinni og svo í Eikjuvogi eftir að afi dó. Veislurnar eru eitt af þessum atriðum sem við eigum alltaf eftir að muna. Alltaf þegar maður lýsti kræsingunum fyrir vinum og kunningjum sá mað- ur hvernig aðdáunin skein úr aug- unum á þeim, álíka listamenn í mat- argerð og spekinga í öllu sem snýr að matreiðslu er erfitt að finna. En það er svo margt annað sem skýtur uppí hugann þegar við hugs- um til baka. Kubbar og dátar undir kommóðunni í svefnherberginu, galdraveröldin „Sjónvarpsherberg- ið“ þar sem í skápunum leyndust bækur eftir meistara á borð við Sig- mund. Auðvitað las maður það allt saman en hafði þó aldrei skilning á pólitískum bröndurunum frá 1970. Þá hefur nammiskápurinn í horninu fengið á sig ævintýralegan blæ sem endalaus uppspretta sælgætis, með- al annars M&M sem þá var bara til í fríhöfninni. Og svo jólagjafapokinn sem var eins og taskan hjá Mary Poppins, alveg botnlaus. En eins góð og Mávahlíðin var þá reyndist Eikjuvogurinn góður stað- ur fyrir spjall yfir kaffibolla og kræsingum í eldhúsinu. Það var eins og allri ástinni og hlýjunni sem bjó í Mávahlíð væri pakkað saman í örlítið minni umbúðir og svo bætt í blönduna góðum skammti af um- hyggju þannig að við vorum alveg umlukin. Við fundum svo sannar- lega fyrir því sama hvar við bjugg- um í heiminum, Danmörku, Spáni, Litháen eða miðbænum í Reykjavík. Bless, elsku amma, við sjáumst aft- ur eftir nokkra áratugi, eitt augna- blik á himnum. Þinn, Stefán Þór og Sonja. Með þeim fáu orðum sem hér fylgja Sissu reyni ég að tjá þakklæti mitt, væntumþykju og virðingu. Okkar fyrstu kynni eru mér minn- isstæð; en stuttu eftir að við Jón Þór byrjuðum að slá okkur upp bauð hann mér óvænt út að borða með Sissu og Knud. Ég varð hálf- kvíðin fyrir því að hitta svona fínt fólk, en í ljós kom að það var alveg óþarft því þau Knud voru bæði ynd- isleg og kvöddu með kossi, og kall- aði Knud mig þá strax „min skat“, eins og raunar stundum síðar. Þessi stutta frásögn sýnir í hnotskurn hvernig Sissa og Knud voru; alltaf góð og spjölluðu við hvern sem var sem jafningja. Vandfundin er glað- lyndari kona en Sissa var, þótt hún hafi líka verið mjög ákveðin og föst á sínu, þegar við átti. Sissa var áhugasöm um lífið og tilveruna, ekki síst um líf vina og vanda- manna, enda dagskrá hennar fé- lagslífs ætíð þétt bókuð, og ákaflega margir sem sóttust eftir hennar sel- skap. Þegar Sissa missti Knud kom einnig vel í ljós hve vinmörg hún var, enda var hún einnig vinur vina sinna og drengur góður. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast Sissu, og Knud líka, án þess að minnast á stórkostlega gestrisni þeirra, en á 2. í jólum var hjá þeim, og síðar Sissu einni, hið besta danska „julefrokost“ sem hugsast getur, og ætíð fjölmenni þá og boðið til dýrlegrar veislu. Sissa var frá- bær kokkur, og stóð bestu fag- mönnum hvergi að baki. Maturinn hjá henni var svo óviðjafnanlega góður, að erfitt var að gæta hófs, og ótalmargir hefðu eflaust viljað greiða vel fyrir að komast að sem kostgangarar hjá Sissu, ef til boða hefði staðið. Það var gaman að tala við Sissu um allt milli himins og jarðar, en ekki síst eru mér minn- isstæðar sögurnar hennar frá gömlu Reykjavík. Þegar Sissa sagði frá stóðu látnir og lifandi manni skýrt fyrir hugskotssjónum, en sumar sögurnar hennar Sissu fjölluðu um ýmislegt, sem hafði drifið á daga löngu genginna kynslóða, enda var Sissa ein af ekki svo mörgum sem voru Reykvíkingar í margra ættliði. Forfeður Sissu voru fæddir í Sölv- hóli, sem var bær sem stóð rétt við Arnarhólinn, en síðar flutti fjöl- skyldan á bæinn Klöpp, sem Klapp- arstígur er kenndur við. Faðir Sissu var lengi verkstjóri hjá Völundi, sem stóð á lóðinni sem nú er nr. 1-7 við Klapparstíg, en hann byggði hús fyrir sína fjölskyldu á Hverfisgötu 100, sem þá þótti nánast uppi í sveit, en það hús stendur rétt við núverandi Hlemmtorg. Að hafa kynnst Sissu er einstakt ríkidæmi, en ég veit einnig að margir aðrir hafa misst mikið, þeirra á meðal Jón Þór, sem elskaði hana sem bestu móður, og nú hefur sonur okkar, Tómas Þór, misst ömmu sína. Við erum langt í frá þau einu sem syrgja og sakna nú þegar Sissa okkar hefur lagt augun aftur hinsta sinni, en við getum leitað huggunar í þeirri vissu að góður Guð sjái til þess að Sissa njóti verðskuldaðs at- lætis hjá okkar himnaföður. Sjöfn Kristjánsdóttir. Fyrir margt löngu hringdi síminn hjá Sissu, þar var Jón Þór bróð- ursonur hennar. Erindið var það hvort hún gæti passað okkur yngri systkinin tvö sem þá vorum komin á fyrirferðarmikið aldursskeið. Af sinni ljúfmennsku var hún tilbúinn til þessa viðviks. Þegar mætt var með okkur til hennar tjáði móðir okkar henni feimnislega að ekki væri um skamma stund að ræða, heldur nokkra daga. Hún var nefni- lega á leiðinni með föður okkar í söluferð út á land. Í þeirri ferð auðnaðist henni að hitta föður sinn og afa okkar í fyrsta og eina skipti ævi sinnar. Í hönd fóru að því er virðist ævintýralegir dagar hjá Sissu ef dæma má eftir frásögum hennar af þessum tíma. Þegar móðir okkar lést fyrir ald- ur fram úr illvígum sjúkdómi sátum við systkinin allt of snemma á lífs- leið okkar hnípin uppi með særð lítil sálartetur. Fjölskyldur okkar slógu um okkur skjaldborg ákveðnar í að koma okkur til manns undir forystu systranna Steinunnar og Margrétar Valdimarsdætra sem bjuggu okkur gott heimili og atlæti. Álengdar var Sissa föðursystir okkar ásamt Knud sem alla tíð tók glöð á móti manni, hvort sem var heima í Mávahlíðinni eða í Fálkanum þar sem hún starf- aði. Jafn hlýlegar voru móttökurnar á báðum stöðum. Ekki gleymist það er hún færði undirrituðum glæsilegt DBS reiðhjól að gjöf, þvílíkur dýr- gripur sem það var í höndum ungs drengs. Knud sá síðan um smávið- vik og hjólaviðgerðir eftir að hann kom sér fyrir með mubluverkstæðið sitt í næsta nágrenni á Guðrúnar- götunni. Umhyggja Sissu gagnvart okkur bróðurbörnunum sínum kom hvað skýrast fram í þeirri mynd að hún leit á okkur sem sín eigin börn og síðar börnin okkar sem sín ömmubörn. Mér er það sérstaklega minnisstætt er ég kom í Mávahlíð- ina um áramótin 7́7 og 7́8 til þess að kveðja þau er ég að loknu námi í iðngrein minni ákvað að dvelja um sinn í Noregi. Ég skynjaði á þeirri stundu hversu sárt þeim Sissu og Knud þótti að ef til vill væri hætta á að ég myndi ílengjast svo fjarri. Sissa hafði einstaklega mikla ánægju af að kalla fjölskyldu og vini til veisluhalda og voru danskættuðu hlaðborðin hennar ævintýraleg og var uppteknum hætti lengi haldið áfram eftir að Knud féll frá. Um- hyggja Sissu fyrir fjölskyldum sín- um birtist í stóru og smáu. Enginn afmælisdagur leið að kvöldi án þess að hún hringdi í afmælisbörnin og í öll afmælisboð mætti hún svo fín og vel til höfð en það var hún alltaf. Steinunn S. Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.