Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Magnús Jónssonfæddist í
Reykjavík hinn 21.
apríl 1975. Hann
lést í bifhjólaslysi
hinn 15. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
hjónin Jón
Tryggvason og
Hrefna Magnús-
dóttir. Systkini
Magnúsar eru a)
Auður, f. 16. febr-
úar 1959, gift Víði
Pálssyni, f. 3. mars
1958, dóttir þeirra er Sara, f. 25.
júlí 1994. Börn Auðar og stjúp-
börn Víðis eru María Ragna Ara-
dóttir, f. 15. ágúst 1979, dóttir
hennar Ísabella Bragadóttir, f. 12.
október 2001, og Jón Óskar Ara-
son, f. 9. júní 1983 ; b) Petra, f. 6.
Guðrún Dagný Pétursdóttir, f. 2.
nóvember 1975. Foreldrar hennar
eru Pétur Ómar Ágústsson, f. 27.
desember 1952 og Nína Breiðfjörð
Steinsdóttir, f. 9. febrúar 1951.
Magnús og Guðrún kynntust á
unglingsárum og tóku upp fasta
sambúð fyrir nokkrum árum. Þau
höfðu nýfest kaup á íbúð í Jökla-
seli 1 í Reykjavík og bjuggu þar
þegar Magnús lést.
Magnús ólst upp í Kópavogi og
gekk þar í grunnskóla. Hann
stundaði ýmis störf á almennum
vinnumarkaði en lengst af vann
hann hjá Samsölubakaríi, síðar
við járnabindingar og er hann lést
hafði hann starfað í nokkur ár í ál-
veri Alcan í Straumsvík. Magnús
átti sér hvers kyns vélhjólaíþróttir
að áhugamáli og aðstoðaði for-
eldra sína við uppbyggingu sum-
arhúss í landi Hafnar í Borgar-
firði.
Útför Magnúsar fer fram frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
október 1964; c)
Kristjana Þórdís, f.
11. nóvember 1967,
gift Jóhannesi Karli
Sveinssyni, f. 4. des-
ember 1967, börn
þeirra eru Hrefna
Ragnhildur, f. 5. júlí
1993; Sigurkarl Ró-
bert, f. 7. júní 1998
og Hafliði Jökull, f.
22. febrúar 2002; d)
Jón Tryggvi, f. 21.
mars 1972, sambýlis-
kona Svala Arnar-
dóttir, f. 30. júlí
1966, börn Svölu og stjúpbörn
Jóns Tryggva eru Guðrún Arna
Breiðfjörð Svöludóttur, f. 10. des-
ember 1983, Leifur Eiríksson, f.
11. desember 1989 og Eva Rut
Eiríksdóttir, f. 13. febrúar 1992.
Sambýliskona Magnúsar er
Jæja ástin mín, þú sagðir svo oft að
ég gæti allt, en þetta get ég ekki lag-
að. Við sem höfum næstum alltaf ver-
ið saman og vorum fyrir löngu búin
að gera grófan uppdrátt af lífinu
fram að elliheimili. En ég kann þetta
ekki alveg án þín.
Þú lifðir hratt og elskaðir mótor-
hjól og hefðir aldrei viljað sleppa því
að hjóla. Ég hafði heldur ekki neinar
áhyggjur af þér þegar þú varst að
rúnta. Þú varst meira og minna búinn
að eiga hjól frá því þú varst að sækja
mig í Austurbergið á skellinöðru þeg-
ar við vorum fimmtán. Þú varst mjög
öruggur, en það var greinilega ekki
nóg í þessari ferð, ástin mín. Við Bói
verðum bara sterk fyrir þig því við
vitum að þú saknar okkar líka. Ég
elska þig, ástin mín, og þú veist að ég
get aldrei gleymt þér
Þín
Guðrún Dagný.
Guð minn og Drottinn. Minnstu
mín og miskunna mér. Tak frá mér
kvíða og ótta og veit mér kraft til að
stríða. Hjálpa öllum sem líða. Þeir
eru svo margir, sem þjást eins og ég
og meira en ég. Hjálpa mér til þess
að bera mínar þrautir svo, að það
verði öðrum til uppörvunar og
styrktar. Hjálpa mér til þess að vera
glaður í voninni, þolinmóður í þján-
ingunni, staðfastur í bæninni.
Þú veist hvað mér er fyrir bestu.
Þú vilt mér það eitt, sem verður mér
til góðs. Hjálpa þú þeim sem vilja
hjálpa mér. Ég fel þér, Drottinn
minn og Guð minn, allt sem mér ligg-
ur á hjarta. Þú yfigefur mig eigi. Guð
hjálpræðis míns. Lofað og vegsamað
sé þitt heilaga nafn að eilífu. Amen.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Kveðja,
mamma og pabbi.
Elsku Maggi minn. Það er skrítin
tilfinning að sitja hér með tárvot
augu og skrifa minningargrein um
þig, ungan og hraustan manninn.
Hann getur verið kaldur þessi veru-
leiki. Ég trúi alls ekki að þú sért far-
inn frá okkur fyrir fullt og allt, eða
eins og Hildur Ýr sagði: „Það er svo
skrítið að eiga aldrei eftir að sjá
Magga aftur“. Þetta er svo ósann-
gjarnt og sárt. Slysin gera ekki boð á
undan sér. Maggi minn, þú lifðir
hratt og brottför þín héðan var með
þeim hætti. Þú ætlaðir bara að fara
einn hring á nýja hjólinu þínu.
Ég kynntist Magga þegar hann
var 15 ára en þá urðu þau vinir, Guð-
rún Dagný, dóttir mín og hann. Þetta
var svona unglingaást sem síðar þró-
aðist í sanna ást. Um tíma skildu leið-
ir, Guðrún fór í nám til Bandaríkj-
anna en kom aftur fyrir 4 árum
síðan. Þá náðu þau saman að nýju.
Allt gekk svo vel og þau voru svo ást-
fangin. Þau voru í sjálfu sér mjög
ólík en bættu hvort annað upp. Þegar
þau áttu frí fannst þeim mjög gott að
fara upp í bústað með hundinn sinn
hann Bóa og slappa þar af. Trúlofuðu
sig þann 07.07.07 og eignuðust sína
fyrstu íbúð í sumar. Svo gerist þetta
hræðilega slys. Vegir Guðs eru
stundum órannsakanlegir.
Maggi var góður og fallegur mað-
ur, prúður og mjög orðvar, ég heyrði
hann aldrei segja neitt ljótt um
nokkra manneskju. Þó að ég væri nú
stundum að tuða og leggja honum
lífsreglurnar þá svaraði hann mér
aldrei á leiðinlegan hátt heldur brosti
bara út í annað. Hann var mjög bón-
góður og oft hringdi ég í hann og bað
um aðstoð með eitt og annað. Það
brást ekki að hann var kominn um
leið. Maggi var mikill dellukarl í sam-
bandi við mótorhjól og dvaldi löngum
í bílskúrnum enda var það skilyrði að
það fylgdi bílskúr með nýju íbúðinni.
Þú ert ótrúlega sterk og dugleg,
elsku Guðrún mín. Það er mikið á þig
lagt og sorgin er yfirþyrmandi en þú
veist að ég er alltaf til staðar fyrir
þig.
Kæri vinur, nú er kveðjustundin
runnin upp. Ég óska þér góðrar ferð-
ar og veit að vel verður tekið á móti
þér og þar mun Eygló systir mín lík-
lega vera fremst í flokki því þið voruð
góðir vinir. Hef ég ykkur grunuð um
að standa saman undir húsvegg
þarna uppi því ég býst við að þar
gildi sömu reglur um reykingar og
hér.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Kveðja frá Smára og Hildi Ýr.
Ég votta foreldrum, systkinum og
ástvinum öllum innilega samúð.
Nína tengdó.
Elsku bróðir, mágur og frændi
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Vald. Briem.)
Minningin um þig lifir að eilífu í
hjörtum okkar, hvíl í friði.
Auður, Víðir og Sara.
Elsku Maggi minn, ég á svo erfitt
með að trúa þessu. Lífið var þér ekki
alltaf auðvelt en nú síðustu ár var bú-
ið að ganga svo vel hjá ykkur Guð-
rúnu. Þú varst svo stoltur af íbúðinni
og við að verða nágrannar.
Það var svo gaman síðast þegar
við hittumst í sumó, þú hlóst svo mik-
ið að bullinu í mér.
Við vorum ekki alltaf í miklum
samskiptum en ég vissi hvað þú varst
stoltur af mér.
Þú veist elsku Maggi minn, hvað
mér þykir vænt um þig, kysstu litla
engilinn minn.
Kveð þig og fallegu bláu augun þín
með uppáhalds bæninni minni.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Petra „stóra“ systir.
Elsku „litli“ bróðir, núna ertu ekki
lengur hjá okkur og mikið er erfitt að
sætta sig við að fá aldrei aftur að sjá
þig. Ég var svo ánægð þegar ég frétti
að þið Guðrún væruð að flytja í
næstu götu við mig. Ég hlakkaði til
að koma reglulega í heimsókn til
ykkar og vera meira með þér og
þinni yndislegu Guðrúnu, en það
urðu ekki nema rúmir tveir mánuðir
sem ég fékk að hafa þig sem ná-
granna. Ég rifja upp góðar minning-
ar um þig, elsku bróðir: hugsa til
þess hversu góður drengur þú varst,
þú hafðir hlýtt hjarta og það sást
best á því hvernig þú umgekkst
börnin mín, sem hreinlega dýrkuðu
þig.
Þegar þú varst unglingur var lífið
þér oft ansi erfitt en með tímanum
virtist tilvera ykkar Guðrúnar verða
bjartari með hverri vikunni sem leið.
Nýja heimilið ykkar var fallegt og
gaman að fylgjast með því hvað þú,
litli bróðir minn, varst duglegur að
standsetja. Þú varst svo stoltur af
þessu öllu og máttir líka vera það.
Elsku Maggi, ég veit að þú ert
engill á himnum núna og ég trúi því
að þú fylgist með Guðrúnu og okkur
hinum. Vertu ekki leiður þó að þú
heyrir mig gráta, það er bara svo
sárt að missa þig svona ungan í
burtu, þig sem áttir eftir að gera svo
margt skemmtilegt. Ég mun hugsa
til þín í hvert skipti sem ég bið bæn-
ina sem amma kenndi okkur krökk-
unum,
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Í huga mínum ert þú núna einn
þeirra. Þín systir,
Kristjana Þórdís.
Lífið hans Magga mágs míns varð
ekki langt. Ég kynntist honum þegar
ég fór að venja komur mínar til syst-
ur hans á heimili Jóns og Hrefnu vor-
ið 1987. Þá var hann tólf ára mynd-
arlegur strákur, dökkur yfirlitum
með blik í auga sem fylgdi honum
alla tíð. Hann var þá eins og strákar
eru, áhugasamur um að uppgötva
allt eins hratt og mögulegt var, og
pínulítið spilltur af eftirlæti eins og
stundum gerist með örverpin. Það
var alltaf handagangur í öskjunni,
einn daginn var Maggi mættur með
rafmagnsgítar undir hendinni, svo
fóru mótorhjólin að rata í hlaðið.
Manni fannst alltaf að svona kraft-
mikill strákur hlyti að ná langt í líf-
inu.
Magnús Jónsson
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR
húsmóðir,
Gunnarsstöðum,
Þistilfirði,
sem lést á sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn
15. október, verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju
laugardaginn 27. október kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningar- og gjafasjóð
Nausts í síma 468-1220.
Kristín Sigfúsdóttir, Ólafur H. Oddsson,
Jóhannes Sigfússon, Fjóla Runólfsdóttir,
Steingrímur J. Sigfússon, Bergný Marvinsdóttir,
Árni Sigfússon, Hanne Matre,
Ragnar Már Sigfússon, Ásta Laufey Þórarinsdóttir,
Aðalbjörg Þuríður Sigfúsdóttir, Jón Hallur Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar og fósturfaðir,
ÓSKAR B. BJARNASON,
Hörðalandi 6,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 12.
október.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25.
október, kl. 15.00.
Borghildur Óskarsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson,
Guðrún Óskarsdóttir, Jón Sveinsson,
Höskuldur Harri Gylfason, Anna Birna Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR KOLBEINS BJÖRNSSON
loftskeytamaður,
Strandgötu 85,
Hafnarfirði,
sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði
19. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 26. október kl. 13.00.
Finnur Torfi Stefánsson, Steinunn Jóhannesdóttir,
Ingveldur G. Ólafsdóttir, Jóhann Hauksson,
Sigurður Ólafsson, Ingibjörg H. Eiríksdóttir,
Björn Jóhann Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
AÐALSTEINS ÞÓRÓLFSSONAR,
Melateig 33,
Akureyri,
er lést 25. september.
Guð geymi ykkur öll.
Margrét Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur Aðalsteinsson, Aðalheiður Ingólfsdóttir,
Auður Aðalsteinsdóttir, Þráinn Pálsson,
Þórey Aðalsteinsdóttir, Stefán Jóhannsson,
Þórólfur Aðalsteinsson,
Signý Aðalsteinsdóttir, Jóhann Austfjörð
og afabörn.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HAUKS MATTHÍASSONAR,
Sóltúni 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við öllu því góða fólki
sem annaðist Hauk í veikindum hans.
Guð blessi ykkur.
Arnfríður Aradóttir,
Matthías Pétur Hauksson, Janet Monsen,
Arnar Páll Hauksson, Aldís M. Norðfjörð,
Ásrún Hauksdóttir, Torstein Tveiten,
Ari Jóhannes Hauksson, Sólveig Magnúsdóttir,
afabörn og langafabörn.