Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 29
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Hvernig í ósköpunum máþað vera að þrátt fyrirað lög banni mismununvegna kynferðis og
þrátt fyrir að rannsóknir sýni að
fyrirtæki njóti meiri velgengni séu
hlutföll kynja jöfn í stjórnunar-
stöðum, sé raunveruleikinn sá að
karlar eru ítrekað valdir frekar en
konur í toppstöður og stjórnir fyr-
irtækja?
„Þetta snýst um kyn,“ segir Lotta
Snickare, annar höfundur bók-
arinnar „Það er staður í helvíti fyrir
konur sem hjálpa ekki hver annarri“
sem flutti erindi á jafnréttisráð-
stefnu Keilis í gær. „Konur eiga
samkvæmt hugmyndum fólks að
vita ákveðna hluti, ráða við ákveðna
hluti og segja ákveðna hluti. Það er
ekki litið á þær sem samkeppnis-
hæfa einstaklinga heldur sem hóp af
ákveðnu kyni. Þessi dilkadráttur er
grafinn lengst inn í vitund okkar
allra.“
Lars Einar Engström, höfundur
bókarinnar „Játningar karlrembu“,
sem einnig flutti fyrirlestur á ráð-
stefnunni í gær, segist sammála.
„Ég tel þetta snúast að miklu leyti
um uppeldi barna. Komið er fram
við börn í leikskólum, t.d. í Svíþjóð, á
sama hátt og gert var fyrir meira en
þremur áratugum síðan. Strákar
eru sagðir geta eitt og stelpur ann-
að. Strákar mega vera með hávaða
og fá mikla athygli en stelpurnar
eru til staðar til að hjálpa, ef svo má
að orði komast. Þetta heldur svo
áfram allt lífið.“
Ný nálgun nauðsynleg
„Til að ná jafnrétti þarf nýja nálg-
un,“ segir Lotta. „Við þurfum að
gera allt á annan veg en við erum
vön. Koma fram við fólk öðruvísi og
breyta öllu. En það er miklu einfald-
ari leið að halda áfram á sömu braut.
Það er erfitt að breyta. Og við höf-
um ekki gert það. Þrátt fyrir alla þá
vitneskju sem við höfum ráðum við
ennþá karla frekar en konur í
stjórnunarstöður og í stjórnir fyr-
irtækja. En síðan viljum við jafn-
rétti! Jafnrétti kemur ekki af sjálfu
sér, við þurfum að vinna fyrir því.“
En þetta snýst líka um völd, að
mati Lars. „Talað er um að karlar
þurfi að láta völd í hendur konum.
En þá vaknar spurningin, hvert á
ég, karlinn, að fara? Af hverju ætti
ég að afsala mér völdum?“
– En þú sást ljósið, Lars. Þú
vannst að ráðningarmálum hjá fyr-
irtækjum. Sast fyrir framan konu
og ákvaðst að ráða hana ekki þrátt
fyrir reynslu og menntun hennar.
„Margoft,“ játar Lars. „Stundum
var konan ekki ráðin af því þeirri
einföldu ástæðu að hún var kona.
Líklega fannst mér stundum stafa
ógn af henni. Oft var ástæðan sú að
hún var á barneignaraldri og ég sá
fyrir mér að hún gæti orðið ólétt
innan fimm mínútna! En það var
aldrei meðvitað að ráða ekki konu.
Ef kona sem átti fjögur börn sótti
um vinnu hugsaði ég: „Fjögur
börn?! Og hún vill verða fram-
kvæmdastjóri?!“ Svo leit ég á karl-
inn sem átti fimmtán börn og hugs-
aði: „Þetta er sönn hetja!“ Og svo
réð ég karlinn.“
– Vilja karlar frekar ráða karla af
því að þeir sjá fyrir sér að geta
tengst þeim betur?
„Já, þeir sjá sjálfan sig í yngri
mönnum sem þeir ráða,“ segir
Lotta. Lars segist þekkja þetta af
eigin raun. „Ég réð stundum karla
af því að þeir dáðust að mér,“ segir
hann og kímir. „Þarna er ungur
karl, hann líkist mér og hann lítur
upp til mín. Hann jafnvel klæðir sig
eins og ég!“
Lars segir algengt að konur játi
veikleika sína og reynsluleysi í at-
vinnuviðtölum. „Karlar ljúga frekar
og segjast ráða við hvað sem er.
Konur eru heiðarlegri í viðtölum.
Auðvitað er það gott mál því við vilj-
um að fólk sé heiðarlegt í starfsvið-
tali. En þessi sami kostur getur svo
aftur unnið gegn þeim þegar kemur
að því að ráða í starfið!“
Lotta og Lars eru sammála um að
konur sem hafa klifið upp met-
orðastigann í sínu fyrirtæki, segjast
flestar opinberlega ekki hafa fundið
fyrir neinni mismunun á leið sinni á
toppinn. En þegar rætt sé við þær
einslega komi annað í ljós. „Þá játa
þær að hafa vitanlega glímt við ýmis
vandamál, en að þær geti ekki sagt
það opinberlega, þá væri starfsferill
þeirra ónýtur,“ segir Lars. „Það er
ekki fyrr en kemur að starfslokum
að konurnar viðurkenni þetta,“ seg-
ir Lotta.
„Ég hef sjálf svarað því til, fyrir
mörgum árum, að ég teldi ekki
skipta neinu máli fyrir fyrirtæki
mitt að kynjajafnrétti yrði náð,“ við-
urkennir Lotta. „Þó vissi ég í hjarta
mínu að það væri ekki satt.“
– Rannsóknir sýna að það borgar
sig að huga að jafnri stöðu kvenna
og karla innan veggja fyrirtækja.
Skilja stjórnendur þetta ekki?
„Fjölmargar rannsóknir sýna að
ef starfsmannahópurinn er bland-
aður, bæði hvað varðar kyn, mennt-
un og aldur, verður hagnaðurinn og
framleiðnin meiri og hugmynda-
auðgi eflist,“ segir Lars. „Samt
breytast hlutirnir hægt.“
Lotta bætir við: „Þetta er athygl-
isvert því við erum alltaf að mæla
allt. Við mælum framleiðni og ár-
angur okkar starfsfólks og við
sjáum, t.d. í mínu fyrirtæki, að
yngstu kvenstjórnendurnir eru þeir
öflugustu. En það skiptir ekki máli!
Við klöppum þeim á bakið en svo
höldum við áfram að ráða karla í
toppstörfin!“
– En getum við þá nokkuð verið
bjartsýn að þetta muni breytast í
nánustu framtíð?
„Ekki nema að við leggjum mjög
hart að okkur,“ segir Lotta.
Lars segir það hafa verið reiknað
út að með sama áframhaldi muni
það taka 127 ár að ná 60-40 hlutfalli í
stjórnum fyrirtækja í Svíþjóð.
Hann segist þó vera með fljótlegri
lausn á vandanum. „Í Noregi eru
reglur um hlutföll karla og kvenna í
stjórnum fyrirtækja og ég tel að öll
Evrópa muni fylgja því fordæmi.“
Lotta og Lars styðja bæði þessa
aðferð. „Rökin gegn kynjakvótum
eru ávallt sögð þau að þá verði fólk
ráðið vegna kyns en ekki vegna
hæfni,“ segir Lars. „En það stenst
ekki. Ericson eða Nokia myndu
aldrei ráða vanhæfa konu til starfa.“
Lotta segir að þegar séu kvótar
varðandi margt í stjórnum fyrir-
tækja. Þegar hins vegar sé rætt um
kynjakvóta fari allir í baklás.
„Stjórn sænska knattspyrnu-
sambandsins segist ekki styðja
kvótakerfi,“ segir hún. „Stjórnin er
hins vegar skipuð ákveðið mörgum
fulltrúum úr hverjum landshluta,
mismörgum úr aðildarfélögum eftir
velgengni þeirra og styrk. Hvað er
það annað en kvótakerfi? Sama má
segja um sveitarstjórnir og þingið.“
Lars segir karlkyns vinnufélaga
ánægða með að hann skuli einbeita
sér að jafnréttismálum. „Þeir við-
urkenna að ójafnréttið sé vandamál,
en aldrei að það viðgangist innan
veggja síns fyrirtækis. Þeir segja:
Frábært hjá þér, Lars, að vekja at-
hygli á þessu, því það er sko ým-
islegt í gangi hérna í fyrirtækinu við
hliðina! En við höfum ekkert slíkt
hér! Það er því mikil afneitun í
gangi.“
Lotta og Lars segja afneitunina
einmitt eitt helsta verkefnið sem
þurfi að leysa. Lars segist nú m.a.
nota þá aðferð að tala helst ekki um
jafnréttismál hreint út, mun áhrifa-
ríkara sé að tala um samkeppnis-
hæfni og hagnað. Að honum megi ná
með blönduðum hópi, þ.e. fleiri kon-
um. „Ég er sammála þessu,“ segir
Lotta. „Fyrirtækin vilja meiri hagn-
að, verða samkeppnishæfari og ef
þau þurfa að ráða konur til að ná því
markmiði þá gera þau það frekar á
þessum nótum heldur en að viður-
kenna að ójafnrétti sé innan veggja
fyrirtækisins. Það er nefnilega
þannig að þegar talað er um hagnað
sperra stjórnendur eyrun.“
Fjögur börn? Og viltu
verða framkvæmdastjóri?
Morgunblaðið/Jim Smart
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Upp metorðastigann Konur játa seint að hafa orðið fyrir mismunun á
leið sinni á toppinn, segja Lotta og Lars. Það kemur þó að því.
Hún segir að jafnrétti
komi ekki af sjálfu sér,
það þurfi að vinna fyrir
því. Hann segir karla
stundum ráðna til
stjórnunarstarfa frek-
ar en konur „af því
bara“. Þau eru sam-
mála um að kynjakvót-
ar séu lausnin.
ALLT frá því börn fæðast í þennan
heim er þeim skipt í tvo hópa eftir
kynjum. Stelpur eru klæddar í
bleikt og þeim sagt að sitja kyrrum
og vera sætar en strákar eru
klæddir í blátt og hvattir til að sýna
frumkvæði.
„Komið er fram við börn í leik-
skólum, t.d. í Svíþjóð, á sama hátt
og gert var fyrir meira þremur ára-
tugum síðan,“ segir Lars Einar
Engström sálfræðingur.
„Strákar eru sagðir geta eitt og
stelpur annað. Strákar mega vera
með hávaða og fá mikla athygli en
stelpurnar eru til staðar til að
hjálpa, ef svo má að orði komast.
Þetta heldur svo áfram allt lífið.“
Frá vöggu
til grafar
Meira á mbl.is/ítarefni
ávarpi sínu og svaraði þar með yfirskrift mál-
þingsins. „Jafnrétti er í okkar hugum eins og
fjarlægt Timbúktú, þar sem allt er gott. Þangað
viljum við fara. Sumir segjast jafnvel vera þar.
En við erum stödd á Kárahnjúkum með Yrsu, við
erum ekkert í Timbúktú,“ sagði hún og sló á létta
strengi um leið og hún sagði Íslendinga að vissu
leyti í afneitun.
Fjörlegar umræður sköpuðust í lok ráðstefn-
unnar. Var þar velt upp ýmsum álitaefnum. Með-
al þess sem tekist var á um var afnám launa-
leyndar. Þorlákur Karlsson viðraði þá skoðun í
ræðu sinni að afnám launaleyndar gæti ekki ein-
ungis haft áhrif á kynbundinn launamun, heldur
einnig getubundinn launamun. Þ.e. möguleika
vinnuveitenda til að verðlauna hæfileikaríka
starfsmenn með hærri launum, en þetta gæti
haft neikvæð áhrif á framleiðni. Í umræðunum
voru ekki allir á eitt sáttir um þetta sjónarmið og
var þessu meðal annars svarað þannig að ef yf-
irmaður gæti ekki rökstutt getubundinn launa-
mun starfsmanna í hliðstæðum störfum væri
annað hvort uppi á teningnum: Yfirmaðurinn
væri ekki starfi sínu vaxinn eða munurinn ekki
raunverulega fyrir hendi.
Ljósmynd/Ellert Grétarsson
ð vera gerviplögg til að draga fram á tyllidögum.
unir í
kynja
því hvort þátttakandi fékk karl- eða kvenkyns
umsækjanda, frænda eða frænku.
Kvennafn eitt orsakar 10-12% lægri laun
Í sem fæstum orðum urðu niðurstöður þær að í
öllum tilvikum voru kvenfólki boðin, ráðlögð
og áætluð 10-12% lægri laun en karlkyns um-
sækjendum og frændum. Einnig gert ráð fyrir
áhrifum aldurs þátttakenda og kyns þeirra en
það hreyfði ekki við myndinni. Ungir sem aldn-
ir, karlar og konur buðu körlum sjálfkrafa
hærri upphæðir og ráðlögðu þeim að þiggja
hærri laun. Leiddi Þorlákur að því líkur í máli
sínu að kynbundinn launamunur væri því ekki
aðeins ástand sem viðhaldið væri á vinnumark-
aði, heldur yrði til í viðhorfum og aðstæðum
sem lægju dýpra í samfélaginu.
umfram konur
ðju) og Lotta Snickare (til hægri) tóku báðar til
gar umræður eftir flutning erindanna.