Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 24
neytendur
24 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Mestur reyndist munurinn álitlum jeppum eða rúm 90%og fyrir stærri fólksbíla var
verðmunurinn um og yfir 80%. Þetta
kemur fram í nýrri verðkönnun sem
verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 19 þjón-
ustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu
þriðjudaginn 23. október sl.
Skipting, umfelgun og jafnvægis-
stilling á öllum stærðum bíla sem
könnunin náði til var dýrust hjá
Betra gripi í Lágmúla 9, en oftast
ódýrust hjá Borgardekkjum í Borg-
artúni 36. Lægsta verð á þjónustu
fyrir minni fólksbíla bauð Hjólbarða-
verkstæði Vöku, 4.800 kr. Verð fyrir
stærri fólksbíla og allt upp í stóra
jeppa var hins vegar alltaf lægst hjá
Borgardekkjum, nema í tilfelli með-
alstórra jeppa en þá var Hjólbarða-
verkstæði Sigurjóns með lægsta
verðið, 7.000 kr. Nesdekk var síðan
með sama verð og Borgardekk fyrir
minni jeppa á stálfelgum eða 5.990
kr.
Minni verðmunur á Akureyri
ASÍ athugaði einnig verð á sömu
þjónustu hjá þremur þjónustuaðilum
á Akureyri þennan sama dag. Þar
reyndist verðmunurinn langtum
minni en á höfuðborgarsvæðinu.
Þannig mældist verðmunurinn
mestur 1.600 kr. fyrir stærri fólks-
bíla, eða um 23%. Hjólbarðaverk-
stæðið í Réttarhvammi 1 var oftast
með lægsta verðið fyrir allar stærðir
bifreiða, nema í tilfelli minni fólksbíla
með álfelgum, en verðið fyrir þá var
lægst hjá Dekkjahöllinni á Drápn-
isgötu. Höldur á Dalsbraut 1 voru
síðan með lægsta verðið fyrir minni
jeppa með álfelgum.
7-9% hækkun frá
síðustu könnun
Verð á þjónustu hjólbarðaverk-
stæða á höfuðborgarsvæðinu hefur
að meðaltali hækkað um 7% frá könn-
un verðlagseftirlits ASÍ í október á
síðasta ári, sem er svipuð meðaltals-
hækkun og á milli áranna þar á und-
an, 2005 og 2006.
Verð á þjónustu fyrir fólksbíla
hækkaði um 6-7% frá því í fyrra, en
mest var verðhækkunin á umfelgun
minni jeppa á álfelgum, eða 9%. Til
samanburðar má geta þess að á tíma-
bilinu á undan, 2005-2006, hækkaði
þjónustan við minni fólksbíla mest í
verði eða um rúm 11%.
Aðeins er um beinan verðsaman-
burð á þjónustu að ræða, en ekki var
lagt mat á gæði eða þjónustu sölu-
aðila.
Allt að
90%
verð-
munur
!"#$
%#
#
%&##
!,-
!./012.
33 4
5515
$,!06$#/.###
1,!56$#/0"0"
33 4
."52
2,!.6!5/7.2#
8 33 4
..5#
33 4
555#
",9*
7"##
7,8 33 4
!#12$
33 4
!!#"2
'
(!
&
)*+
,-
).
71#1
9
+ :3 ;
+ + ( $1!,
+17
:+ 9<
9
3 1"
= 6 %(33 + =
: : ( =
9 =
+$ ",
=
(
' ( 7$,
8 >! ( !1,
?
-
1#2,
9 6
9*+ 89#!
=
9 $7
@ 9 1#
9 12
% A !7
9 9 0#
:; ;
?! B
"7
A
<3 = < # %,,)
:= #
>= #
< # %,,0
1 7/
=
B !7,
A
( A
3( =( A < # %,,)
:= #
>= #
/
%,-
?
?; @
0+.
+012
2+1
0+*03
+00
+)2
0+31
/
%,-
?
?; @
! %,-
?
?; @
4
""
?
?; @
/
,
""
!"
#$ %&'
! %,-
?
?; @
4
""
?
?; @
!,
""
+3
+.10
2+1
0+1.
+2*)
.+2
+0*
+*33
1+3)2
2+33
+3
+*02
.+
0+31
+.
3+)**
2+33
+*20
.+0
1+.
.+2
.+)0
+2.
0+33
+.2
.+.2
1+
.+220
.+)
+0*
0+33
+31)
1+).2
1+.
.+01
3+0
+.
.+
1+2.*
3+11
+*2
3+)1
3+112
+.
.+33
3+00
+).
+1
3+.3
Ríflega 5.000 króna
verðmunur getur verið
á þjónustu hjólbarða-
verkstæða á höfuð-
borgarsvæðinu við
skiptingu, umfelgun og
jafnvægisstillingu
dekkja.
út í loftið
BREYTUM heiminum með mat úr
nágrenninu (Local eating For Global
Change) er slagorð fjöldahreyfing-
ar sem gengur undir nafninu 100
mílna kúrinn. Hreyfingin er við-
bragð við þeirri staðreynd að
dæmigerð máltíð Norður-Amer-
íkana hefur ferðast rúma 2.400
km áður en hún endar fyrir
framan þá á matarborðinu.
Eins og fram kom í
Morgunblaðinu sl. sunnudag
er talið að um 30% gróðurhúsaáhrifa
megi rekja til framleiðslu og flutn-
ings á mat. Þessu vildu kanadísku
hjónin Alisa Smith and James MacK-
innon berjast gegn þegar þau
ákváðu vorið 2005 að neyta ein-
göngu matar sem framleiddur væri
innan 100 mílna, eða um 161 km, frá
heimili þeirra í Vancouver, í heilt ár.
Ótrúlega mikið af kartöflum
Uppátækið reyndist þeim erfiðara
en þau gerðu sér grein fyrir að því
er frá greinir á heimasíðu samtak-
anna. „T.d. tók það okkur sjö mán-
uði að finna bónda innan þessa svæð-
is sem ræktar hveiti,“ segja þau. „Á
meðan borðuðum við ótrúlega mikið
af kartöflum. En með því að fylgja
kúrnum út í ystu æsar urðum við
margs vísari um hvernig framleiðslu
matvæla er háttað. Auðvitað hentar
þetta ekki öllum. En kannski gæti
það verið hugmynd fyrir einhverja
að skipuleggja matarboð með vinum
eða vandamönnum þar sem máltíðin
væri öll fengin innan 100 mílna.“
Stefán Gíslason, umhverfisstjórn-
unarfræðingur og verkefnisstjóri
Staðardagskrár 21 á Íslandi segir
100 mílna kúrinn bjóða upp á ýmsan
hliðarávinning. „T.d. héldu hjónin
þessari reglu á ferðalögum líka, að
neyta eingöngu matvæla sem fram-
leidd væru innan 100 mílna frá dval-
arstaðnum. Hvar sem þau komu
urðu þau því að fara í gegn um heil-
miklar rannsóknir og læra um svæð-
ið og hvað væri framleitt þar. Það
hafði ekki bara loftslagsvæna þýð-
ingu heldur öðluðust ferðalögin al-
veg nýjan tilgang.“
Þrátt fyrir vandkvæðin sem fylgja
kúrnum hefur fjöldi fólks heillast af
hugmyndinni og útfært hana með
einum eða öðrum hætti. Kúrinn var
fljótur að spyrjast út því þau Alisa
og James blogguðu um uppátækið.
Þeir sem fylgdust með voru duglegir
að vísa í bloggið á sínum heimasíð-
um og fyrr en varði höfðu margir
fjölmiðlar fjallað um kúrinn. Í dag
hafa hjónin gefið út bækur og skrif-
að greinar um tilraunina. Haldið er
úti heimasíðu um hugmyndafræðina
sem æ fleiri taka upp á sína arma.
!
"!#$!
,, @ # * A?@1B
% $
% $
%
% $
$
Allur matur innan 160 kílómetra
www.100milediet.org