Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Er ekki heldur farið að draga úr rennslinu hjá þér Stefán minn, er ekki alveg óhætt að fara að bæta svo lítið í?? Dagur B. Eggertsson, hinn nýiborgarstjóri í Reykjavík, er hættur að tjá sig um málefni Reykjavík Energy Invest að því er fram kom í Morgunblaðinu í gær og ætlar að halda við það þangað til starfshópur hefur lokið rannsókn málsins.     Þetta eru töluverð tíðindi í ljósiþess, að sá sem hlut á að máli er borgarstjóri, sem á stundum virtist halda til á frétta- stofu útvarpsins fyrstu dagana á embættisferli sínum og var óhræddur við að tjá sig um hvaða mál, sem var.     Þetta eru líkanokkur tíð- indi í ljósi þess að borgarstjórinn nýi lofaði „opinni og lýðræðislegri umræðu“.     Þegar tilkynnt var um myndunhins nýja meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur á Tjarn- arbakkanum sagði Dagur B. Egg- ertsson: „Þessi meirihluti byggir fyrst og fremst á mjög miklu trausti milli þeirra oddvita, sem hér eru og mjög miklum kröfum til opinnar og lýðræðislegrar umræðu.“     Af hverju má sú opna umræðaekki fara fram um málefni Orkuveitunnar og REI, þótt rann- sókn málsins standi yfir?     Þessi rannsókn þarf að fara framfyrir opnum tjöldum.     Er vinstri meirihlutinn í borg-arstjórn hræddur við opnar um- ræður um þetta mál?     Það skyldi þó ekki vera, að meiri-hlutinn nýi eigi eftir að springa og Dagur hrökklast úr borg- arstjórastólnum eftir skamma við- dvöl?! STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Hættur að tjá sig!                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -               !   !        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     "#  "    $ %    !      :  *$;< &&&&                             ! "   # $ %     *! $$ ; *! ' ( ) &   &( &   !    *  =2 =! =2 =! =2 ' ! )  &+ %,&- .  <>!-         *  & ' ( )    *+  ,      /     ' -  -    *  $' . %      (%     ,      * -)       =7      $       * +  (%         ! #  /  /0 &&11  & &2   &+ % 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B #3 4 4 3# 3  3# #3# 3# 3# 3   3 3# 3#  3 #3 4 4 4# 4# 4# 4 4 4# 4 4# 4# 4 4 4#            Inga Helgadóttir | 24. október Getum við dáið hér og nú? Við getum ekki vitað hvort lífið hafi ein- hvern tilgang eða hvort til sé líf eftir dauðann, fyrr en eftir dauðann. Í fljótu bragði gæt- um við freistast til að afgreiða málið þar með. Það að við getum ekki vitað þetta fyrr en eftir dauðann jafngildir því að við getum ekkert vitað hér og nú. Meira er því ekki um þetta mál að segja. Meira: ingahel.blog.is Björk Vilhelmsdóttir | 23. október Velferð mín og borgarbúa Síðustu 12 daga hef ég hugsað mikið um vel- ferð borgarbúa og á köflum gleymt minni eigin. Ég hef komið heim á kvöldin úrvinda eftir hvirfilbyl dagsins en samt með bros á vör því verkefni daganna hafa verið óvenju krefjandi og skemmtileg. Ég og nýr meirihluti velferðarráðs erum að endurskoða starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs... Meira: bjorkv.blog.is Halla Rut | 24. október Þegar foreldrar barna með frávik verða fyrir fordómum Það er fátt eins sær- andi eins og það að vera foreldri andlega fatlaðs barns og verða svo fyrir fordómum. Sérstaklega þegar for- dómarnir ganga út að það að maður sé slæmt foreldri eða að barn manns sé ekki jafn velkomið einhverstaðar og „heilbrigð“ börn. Margir for- eldrar hafa tekið þann... Meira: hallarut.blog.is Sigurður Hreiðar | 24. október Uppblásið fjas um umhverfisvernd? Var að lesa að Toyota ætlar að koma með nýjan Prius, líklega 2011, sem á að vera hægt að hlaða með heimilisrafmagninu. Og aka 10 km bara á þeirri rafhleðslu. Fullhlaðinn Prius á að komast 1 km á hleðslunni eins og hann er núna. Hmm. Get ekki varist því að sú hugsun verður æ áleitnari að þetta tvinn- bíladæmi (hybrid) sé einhver best lukkaða sölubrella síðari tíma, hvað bíla áhrærir. Með Toyota í far- arbroddi, sem þessi misserin skiptist á við General Motors um að vera stærsti bílaframleiðandi heims. Núverandi Prius er með 1,5 l bensínvél. Ekki verður séð að Toyota noti þessa 1,5 l vél í annan bíl, en reiknaður CO2 (koldíoxíð) út- blástur á henni miðað við 4,3 l með- aleyðslu pr. 100 km er 104 g/km (grömm á kílómetra). Næsta sam- bærilega Toyotavél er 1,4 l vélin sem notuð er í Corolla og skilar 159 g/km af CO2 við 7,1 l meðaleyðslu. Út- blástursmengun Prius er því 65% af útblástursmengun miðað við Corolla með 1,4 vél – að vísu aflminni vél. En hvað stærð áhrærir og rými er Co- rolla býsna sambærileg við Prius. Þessar tölur miðast við það sem framleiðandi gefur upp. Honda á Íslandi býður nú Civic tvinnbíl (hybrid) með 1,3 l bensínvél móti rafbúnaðinum. Meðaleyðsla gefin upp 4,6 l og CO2 109 gr/km. Þessa vél finn ég heldur ekki í öðr- um bíl frá Honda, en 1,2 l vélin í Jazz – sem vissulega er minni bíll og ekki eins sambærilegur við Civic tvinnbíl- inn og Corolla við Prius – er gefin upp með 5,5 l meðaleyðslu og 129 gr/ kg CO2. Þriðji bíllinn sem boðinn er í tvinnútgáfu hérlendis er Lexus RX 400h, jeppi eða jepplingur eftir því hvernig menn kjósa að skilgreina þar á milli. Vélarstærð 3,3 l og með- aleyðsla uppgefin 8,1 l með 192 CO2 í mengun. Fjórði bíllinn er svo Lexus LS 600h sem forsetaembættið lét hafa sig í að kaupa og verður ekki ræddur hér frekar. ... En það sem þessir bílar áttu allir sameiginlegt var að meðaleyðslan var hátt yfir því sem uppgefið var... Meira: auto.blog.is ÞRÍR færeyskir lögreglumenn eru væntanlegir til landsins í vikulok til að yfirheyra þá sem eru í haldi vegna Pólstjörnumálsins svokallaða, stór- smyglsins sem upp komst á Fá- skrúðsfirði í september. Einn maður er í haldi í Færeyjum vegna málsins en hér á landi sitja fimm bak við lás á slá, fjórir í gæslu- varðhaldi en einn hefur hafið afplán- un á gömlum dómi. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu, miðar rannsókninni vel þótt töluverð vinna sé enn fyrir hönd- um. Færeyskir lögreglu- menn koma í vikulok Smygl Skútan sem flutti um 40 kíló af fíkniefnum kom við í Færeyjum. VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.