Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MATTHEW Barney sýnir um þess-
ar mundir verk úr Drawing Restra-
int-röðinni í Serpentine-galleríinu í
London og hefur sýningin hlotið
misjafna dóma. Gagnrýnandi Times
Literary Supplement segir hana
draga fram það sem heillar marga
við verk Barneys, hversu flókin og
margbreytileg þau séu og oft bæði
fyndin og ægifögur. Hún sýni hins-
vegar líka þá hlið listamannsins sem
mörgum falli ekki í geð utan Banda-
ríkjanna, nakinn metnað hans og
þann sjálfbirgingshátt sem felst í því
að skapa sér lokaðan einkaheim og
bjóða fólki að koma og skoða hann.
Gagnrýnandi Guardian var enn
síður ánægður, sagði verk Barneys
ómarkviss og þar væru gamlar hug-
myndir blóðmjólkaðar.
Barney fær
misjafna dóma
Samstarf Barney og Björk.
DAGSKRÁ til heiðurs Jónasi
Svafár (1925-2004), skáldi og
myndlistarmanni, verður hald-
in í sal ReykjavíkurAkademí-
unnar í kvöld kl. 20.
Dagskrá þessi er haldin í
tengslum við sýningu á teikn-
ingum eftir Jónas sem nú
stendur yfir í Hoffmannsgall-
eríi sem er til húsa á sama stað.
Á samkomunni flytur Bene-
dikt Hjartarson erindi um Jón-
as og lesin verða ljóð eftir hann. Einnig mun hóp-
ur myndlistarmanna og rithöfunda flytja eftir sig
verk. ReykjavíkurAkademían er til húsa á Hring-
braut 121, 4. hæð. Aðgangur er ókeypis.
Upplestur
Dagskrá til heiðurs
Jónasi Svafár
Jónas
Svafár
SÍGRÆNAR perlur verða í
forgrunni á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í kvöld.
Verk á borð við „Finlandia“
eftir Sibelius, „Rondo alla
Turca“ Mozarts, forleikur
Rossinis að Rakaranum í Se-
villa og „Vókalísa“ Rakhman-
inoffs eru verk sem verða flutt
á tónleikunum, svo nokkur séu
nefnd. Stjórnandi er hinn
finnski Esa Häkkilä. Einleikari
tónleikanna er hinn margverðlaunaði trompet-
leikari Alison Balsom, sem mun flytja þátt úr
trompetkonsert eftir Josef Haydn. Tónleikarnir
fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30.
Tónlist
Sígrænar perlur á
Sinfóníutónleikum
Alison
Balson
LIND Völundardóttir opnar
sýninguna Litir án forms í
Skotinu í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í dag.
Lind útskrifaðist úr nýlista-
deild Myndlista- og handíða-
skólans 1993. Myndirnar á sýn-
ingunni eru allar teknar á 50
mm Pentax-linsu þar sem Lind
ákvarðar ramma myndarinnar
í töku án þess að nokkuð sé
skorið af mynd í eftirvinnslu.
Það sem fyrir augu ljósmyndarans ber eru lita-
blöndur í ferköntuðum álvaski, alltaf sami vask-
urinn og alltaf sama niðurfallið í vinnustofu lista-
mannsins. Sýningin stendur til 18. desember.
Myndlist
Litablöndur í fer-
köntuðum álvaski
Verk eftir Lind
Völundardóttur.
þemað. Þarna verða margir skúlp-
túrar, en líka myndir. Efniviðurinn
og útfærslurnar er mjög ólíkar,“
segir Petrína Ásgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaheilla.
Stefnt er á að hátíðin verði héðan í
frá haldin annað hvert ár og festi sig
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir hleypti
af stokkunum listaverkauppboði til
styrktar Barnaheillum í verslun
Sævars Karls í gær. Þar gefst list-
unnendum kostur á að styðja gott
málefni og eignast íslensk samtíma-
listaverk um leið.
Flest verkin eru útbúin sérstak-
lega fyrir uppboðið. Þau verða til
sýnis næstu daga í versluninni þar
sem áhugasömum gefst tækifæri á
að skila inn tilboðum. Endanleg nið-
urstaða ræðst síðan á hátíðarkvöld-
verði á Hótel Nordica 9. nóvember,
sem ber yfirskriftina Hátíð trjánna –
list í þágu barna.
Viðfangsefni allra verkanna eru
tré í öllum sínum fjölmörgu mynd-
um. „Þau hafa frjálsar hendur með
í sessi sem listviðburður. „Þetta er
þriðja árið í röð sem Hátíð trjánna
er haldin. Flestir listamennirnir
hafa verið með okkur frá byrjun,
þannig að þeir hafa lagt heilmikið í
þetta,“ segir Petrína.
Ágóðinn af uppboðinu hefur verið
um tíu milljónir og er varið bæði í
verkefni hér á landi og erlendis.
„Áherslan hjá okkur hérlendis er á
því að sporna við ofbeldi gegn börn-
um, þá sérstaklega kynferðisofbeldi.
Við höfum verið að skoða þátt nýrr-
ar tækni og netsins í ofbeldi gegn
börnum. Síðan höfum við líka beitt
okkur í heilbrigðismálum, til dæmis
til að bæta hag barna með geðrask-
anir. Ágóðinn af fyrstu Hátíð
trjánna rann einmitt til BUGL.“
Samtímalist í þágu barna
Ljósmynd/Anton Brink
Opnun Frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði í gær uppboð á samtímalist í
verslun Sævars Karls til styrktar Barnaheillum.
EINN áhrifamesti gagnrýnandi
heims segir Þriðja táknið eftir
Yrsu Sigurðardóttur frábæra
glæpasögu og
gefur bókinni
fimm stjörnur af
fimm mögulegum
en bókin kom út
á dögunum í
Bandaríkjunum.
Gagnrýnand-
inn áhrifamikli,
Harriet Klaus-
ner, segir að
bókin sé spenn-
andi og skemmtileg aflestrar, ráð-
gátan hugvitsamlega smíðuð og les-
andinn geti fundið marga
hugsanlega sökudólga, jafnvel þeg-
ar lögreglan telji sig vera búna að
leysa málið öðru sinni. Stórblaðið
The New York Times sagði nýverið
að Þriðja táknið væri frumleg
glæpasaga og það gerði söguna
bara áhugaverðari að vera blandin
hryllingi.
Harriet Klausner, sem er fyrrum
bókavörður, er enginn venjulegur
gagnrýnandi en fyrir nokkru
fjallaði vikuritið Time um hana og
sagði hana einn áhrifamesta rit-
dómara heims nú um stundir. Hún
fái sendar fimmtíu bækur á viku
frá bandarískum forlögum sem
keppist um að ná athygli hennar.
Klausner birti umsögn sína um
Þriðja táknið meðal annars á
www.amazon.com og www.barnes-
andnoble.com.
Frumleg
saga
Þriðja táknið fær
góða dóma í USA
Yrsa
Sigurðardóttir
TILNEFNINGAR til íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsverðlaunanna,
Eddunnar, voru kynntar í gær. Verð-
launin verða afhent við hátíðlega at-
höfn á Hótel Hilton Nordica hinn 11.
nóvember. Kvikmyndin Veðramót
hlaut flestar tilnefningar, alls ellefu
talsins í sjö flokkum. Sú íslenska
kvikmynd sem mestum vinsældum
hefur átt að fagna í ár, Astrópía,
hlaut hins vegar aðeins tilnefningu
fyrir bestu leikstjórn. Tilnefningar í
helstu flokkum voru annars á þennan
veg:
Kvikmynd ársins
Foreldrar
Leikstjóri Ragnar Bragason
Vandræðamaðurinn
Leikstjóri Jens Lien
Veðramót
Leikstjóri Guðný Halldórsdóttir
Leikstjóri ársins
Guðný Halldórsdóttir
fyrir kvikmyndina Veðramót
Gunnar B. Guðmundsson
fyrir kvikmyndina Astrópía
Ragnar Bragason
fyrir kvikmyndina Foreldrar
Leikið sjónvarpsefni ársins
Næturvaktin
Leikstjóri Ragnar Bragason.
Sýnt á Stöð 2.
Sigtið án Frímanns Gunnarssonar
Leikstjóri Gunnar Hansson.
Sýnt á Skjáeinum.
Stelpurnar
Leikstjóri Sævar Guðmundsson.
Sýnt á Stöð 2.
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Hera Hilmarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni
Veðramót
Nanna Kristín Magnúsdóttir
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni
Foreldrar
Tinna Hrafnsdóttir
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni
Veðramót
Leikari ársins í aðalhlutverki
Gunnar Hansson
fyrir hlutverk sitt í sjónvarps-
þáttaröðinni Sigtið án Frímanns
Gunnarssonar
Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni
Foreldrar
Pétur Jóhann Sigfússon
fyrir hlutverk sitt í sjónvarps-
þáttaröðinni Næturvaktin
Heimildarmynd ársins
Heima
Leikstjóri Dean DeBlois
Lifandi í Limbó
Leikstjórar Hrafnhildur Gunnars-
dóttir, Tina Naccache og Erica
Marcus.
Syndir feðranna
Leikstjórar Ari Alexander Ergis
Magnússon og Bergsteinn
Björgúlfsson
Skemmtiþáttur ársins
Gettu betur
Umsjónarmaður Andrés Indriða-
son. Sýnt á RÚV
Tekinn 2
Umsjónarmaður Auðunn Blöndal.
Sýnt á Stöð 2
Útsvar
Umsjónarmenn Þóra Arnórs-
dóttir og Sigmar Guðmundsson.
Sýnt á RÚV
Veðramót með 11 tilnefningar
Tilnefningar til Edduverðlaunanna kynntar í gær Veðramót Guðnýjar
Halldórsdóttur fékk langflestar tilnefningar Astrópía tilnefnd í einum flokki
Morgunblaðið/Ómar
Kátar Guðný Halldórsdóttir með leikkonunum Heru Hilmarsdóttur og
Tinnu Hrafnsdóttur, en þær voru allar tilnefndar til Edduverðlauna.
Tæmandi lista yfir tilnefningarnar
er að finna á www.mbl.is
Þau gefa verk: Alistair Macintyre,
Brian Pilkington, Finnbogi Péturs-
son, Helgi Gíslason, Hulda Hákon,
Jónas Bragi Jónasson, Sigurður
Guðmundsson, Steinunn Þórarins-
dóttir, Svava Björnsdóttir, Vignir
Jóhannsson og Þórdís Alda Sigurð-
ardóttir.
11 listamenn
VEÐRAMÓT Guðnýjar Halldórs-
dóttur fékk ellefu tilnefningar til
Edduverðlaunanna í ár, meðal
annars sem besta kvikmynd og
fyrir bestu leikstjórn. „Mér getur
ekki annað en litist vel á þetta,“
segir Guðný. Hún er þó ekki alls-
kostar sátt við niðurstöður val-
nefndarinnar og þykir henni hafa
yfirsést nokkuð af því hæfi-
leikafólki sem kom að gerð mynd-
arinnar.
Hvorugur aðalleikara Veðra-
móta, þeir Hilmir Snær Guðnason
og Atli Rafn Sigurðarson, voru til-
nefndir í flokki bestu leikara í að-
alhlutverki. „Mér kom þetta á
óvart og ekki síður að tónlistin í
myndinni væri ekki tilnefnd. Ég
var kannski mest hissa á því, þetta
er tónlist sem er sérstaklega sam-
in fyrir myndina og hefur fengið
rosalegt umtal. En maður veit
aldrei,“ segir Guðný, en það var
Ragnhildur Gísladóttir sem samdi
tónlistina fyrir Veðramót.
Aðsóknin að myndinni hefur
ekki verið eins mikil og vonir að-
standenda hennar stóðu til og
tekjur af myndinni hafa ekki enn
svarað kostnaði við gerð hennar.
Guðný telur að átakanlegt umfjöll-
unarefni hennar hræði kannski
einhverja frá, en segir að það sé
óþarfi. „Þetta er skáldskapur með
húmor í, þó það sé líka verið að
tala um alvarleg mál. Ég hef hitt
nokkrar konur sem voru voða
hræddar, en þetta er bara mynd
um þrjá hippa sem færast of mikið
í fang.“
Saknar
nokkurra
tilnefninga