Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖRYGGISKERFI Sundlaugar Kópavogs hefur verið vandlega yf- irfarið eftir sviplegt slys síðastliðið vor sem dró ungan pilt í skólasundi til dauða. Miklar endurbætur standa yfir á lauginni og verður lögð áhersla á að samkeyra alla ör- yggisþætti við nýtt mannvirki. Niðurstaða lögreglurannsóknar var að um slys hefði verið að ræða og staðfesti ríkissaksóknari hana. Strax eftir slysið voru allir örygg- isþættir skoðaðir og yfirfarnir. Gunnar Guðmundsson, íþrótta- fulltrúi í Kópavogi, segir það „eðli- legt, þegar svona gerist, að það sé farið yfir alla hluti og kannað hvort það er eitthvað sem hægt er að gera betur“. Öryggiskerfi Sundlaugar Kópa- vogs er tvískipt, annars vegar eft- irlit með myndavélum sem eru hjálpartæki og hins vegar laug- arvarsla þar sem laugin er skimuð af laugarvörðum. Farið var yfir myndavélaeftirlitið og upptaka tengd við myndavélar undir vatns- yfirborði. Ennfremur var ákveðið að laugarverðir gangi nær bakk- anum en áður til að greina betur allt sem er næst honum. Þá var haldinn fundur með skólastjórn- endum, sundkennurum og for- stöðumönnum sundlauga auk starfsmanna skólaskrifstofu og og munu þeir samráðsfundir verða fastur liður á hverju hausti hér eft- ir. Á þessum fundum verður farið yfir gildandi verkferla og neyð- aráætlanir sundlauganna. Gunnar sagði að þó að mynda- vélar væru mikilvægt öryggistæki í sundlaugum væri það þó laug- arvarslan sem skipti mestu máli. Þess vegna legði Kópavogsbær ávallt áherslu á að reglulega væri farið yfir alla verkferla í sambandi við laugarvörslu og þjálfun starfs- fólks. íþrótta- og tómstundaráðs Kópa- vogs um öryggi á sundstöðum, við- brögð þegar slys ber að höndum og samráð hlutaðeigandi aðila. Allt öryggiskerfi Sundlaugar Kópavogs verður yfirfarið og end- urskoðað þegar nýbygging laug- arinnar verður tekin í notkun á næsta ári. Nauðsynlegt verður þá að samkeyra alla öryggisþætti við nýtt mannvirki. Einnig verður hald- inn samráðsfundur með sundkenn- urum, forstöðumönnum sundlauga og vaktstjórum í byrjun næsta árs Öryggiskerfi yfirfarin Gert í kjölfar slyss í skólasundi í vor í Sundlaug Kópavogs Morguunblaðið/Brynjar Sundlaug Miklar endurbætur standa núna yfir á Sundlaug Kópavogs. Lögð er áherslu á að öryggi sundlaugargesta verði fyrsta flokks. UNGUR ökumaður og kvenkyns farþegi hans geta prísað sig sæl að hafa ekki slasast illa – eða þaðan af verra – í umferðarslysi á Kringlu- mýrarbraut seint á þriðjudags- kvöld. Ef tekið er mið af útliti bif- reiðarinnar eftir slysið er í raun stórmerkilegt að bæði skyldu þau hafa sloppið sem næst ómeidd. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu varð slysið á ellefta tímanum. Ný- legri BMW-bifreið var ekið norður Kringlumýrarbraut og missti öku- maður vald á henni í námunda við bensínstöð í Fossvoginum. Lenti bifreiðin fyrst á steinstólpum milli akreina – þar sem lögreglubifreið er oft staðsett – en við það virðist sem hjólabúnaður að framan hafi hreinlega rifnað undan bílnum. Í kjölfarið þeyttist gírkassinn og hluti af vélinni úr bílnum. Brak lenti m.a. á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðing- um að hana þurfti að draga af vett- vangi. Skemmst er frá því að segja að bifreiðin hentist í loft upp, lenti á ljósastaur og hafnaði á hvolfi á öf- ugum vegarhelmingi. Rannsókn á tildrögum slyssins er á frumstigi og verður að sögn lög- reglu litið á alla þætti málsins – venju samkvæmt. Ekki var hægt að upplýsa um ástand ökumanns, né hvort eitthvað hefði verið að búnaði bifreiðarinnar, s.s. dekkjum, en að- stæður voru ekki góðar á umrædd- um tíma; blautt og skyggni lélegt. Nokkur vitni voru að akstri öku- mannsins og sagði maður einn sem Morgunblaðið ræddi við, að bifreið- inni hefði verið ekið á ofsahraða, og skelfing hefði verið að sjá bílinn lenda á stólpanum.                                          !"# $##    % &  ' (          )  ( *  +        Hjólabúnaður rifn- aði undan bílnum Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ÞAU kynntust í fiskvinnslu á Húsa- vík. Sem væri ekki í frásögur færandi nema af því að hún er frá Lima í Perú og hann er frá Poznan í Póllandi. Elke Foelsche Polo og Piotr Paweł Kasperczak eru ástfangin og horfa bjartsýn til framtíðar. Elke kom til Íslands fyrir rúmu ári ásamt dóttur sinni, Sussette Terra- zas Foelsche. Hún segir helstu við- brigðin við búsetu í nýju landi vera frelsið. Veðrið segir hún ekki vera neitt vandamál og dásamar náttúr- una. Piotr kom hingað til lands, eins og svo margir landar hans, í von um betra líf í öðru landi. Hann segir vinnutíma vera styttri hér og kaup og kjör betri en í heimalandinu, Pól- landi. „Systir mín er gift íslenskum manni,“ segir Elke, „og þau bjuggu í Perú. Svo fluttu þau til Íslands og í kjölfarið ákvað ég að flytja hingað ásamt dóttur minni og ein önnur systir mín kom líka.“ Piotr kom hingað til lands sam- kvæmt vinnusamningi. Hann er lærður garðyrkjufræðingur og vill gjarnan starfa við fagið sitt þótt nú um stundir starfi hann í fiski. Hann hefur verið á Húsavík síðan í febrúar. Piotr talar ekki íslensku enn sem komið er en tínir út úr sér eitt og eitt orð á spænsku sem hann hefur lært til að geta talað við Elke, sem af áhuga og dugnaði er að læra ís- lensku. Með handapati og þeim fáu orðum sem hún kann gengur henni ótrúlega vel að gera sig skiljanlega. Sussette hefur, þrátt fyrir að hafa einungis verið hér í ár, náð góðum tökum á íslenskunni. Hún túlkar því samtalið auk þess sem Piotr sýnir með handabendingum hvað hann er að meina. „Ég er hér á Húsavík ásamt syni mínum en dóttir mín býr enn í Póllandi,“ segir Piotr og bætir við að hjónabandi hans hafi verið lok- ið þegar hann fluttist hingað. Sonur hans er 19 ára gamall. „Starfsgrein mín er garðyrkja,“ segir hann og dregur útlínur gróðurhúss með höndunum. „Hér á Húsavík er ekki mikið fyrir mig að gera í því fagi, en þegar ég get unnið við það er ég ham- ingjusamur.“ Hann segist horfa til Reykjavíkur og jafnvel Akraness ef hann ætti að eiga möguleika á að starfa við garðyrkju. „Hver er þetta eiginlega?“ Elke og Piotr hafa þekkst í sex mánuði. Í upphafi voru þau góðir vin- ir en smám saman þróaðist vináttan í ást. „Þegar ég kom til Húsavíkur fyrst horfðu menn á mig og hugsuðu hver er þetta eiginlega?“ segir hún og hlær. „Svo hitti ég Piotr og margir voru að spyrja okkur hvort eitthvað væri á milli okkar. En það var ekki í byrjun. Við vorum bara vinir.“ Bæði segja þau það hafa verið nokkur við- brigði að koma til Húsavíkur þar sem þó nokkuð var horft á þau af því að þau voru ný andlit. Í Reykjavík hafi þau ekki orðið vör við þetta, þar séu jú svo margir og ekki þekki allir alla. „Fyrst heilsaði mér enginn,“ lýsir Elke. „Ég er mjög opin og vil gjarn- an tala við fólk. Ég heilsaði öllum,“ segir hún og hlær dátt. Smátt og smátt breyttist viðmót bæjarbúa og nú orðið heilsa henni allir þegar hún fer í húsvískar verslanir. Á meðan Elke bjó í Lima starfaði hún í banka og er menntuð sem bankastarfs- maður. Nú vinnur hún í fiski á Húsa- vík og játar því að vissulega vildi hún heldur vinna í banka þar líka. Aðspurð segjast Elke og Piotr bæði hafa valið Húsavík til búsetu og vinnu vegna umhverfisins og Elke tekur sérstaklega fram að nálægð við hafið og náttúruna hafi henni fundist heillandi. „Nú er ég að læra íslensku á námskeiði í skólanum,“ segir hún og Piotr segist gjarnan vilja læra hana líka. „Nú tölum við pínulítið ís- lensku, pínulítið spænsku og pínulítið pólsku,“ segir Elke og skellihlær. „Það er mjög mikilvægt að geta talað íslensku þegar maður er að vinna á Íslandi.“ Hún leggur áherslu á að þó að menningarheimar hennar, Piotrs og Húsvíkinga séu ólíkir hafi þeim verið afskaplega vel tekið á Húsavík. „Það er líka svo mikið frelsi í því að geta farið í banka og þurfa ekki að ríghalda í veskið af ótta við að ein- hver ræni því af mér. Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vön frá Lima,“ segir Elke. Vináttan þróaðist í ást Morgunblaðið/Hafþór Á Húsavík Sussette Terrazas Foelsche; móðir hennar, Elke Foelsche Polo; Piotr Paweł Kasperczak og Karol, sonur hans. Njóta frelsisins á Húsavík. Hún er frá Perú, hann frá Póllandi, og þau kynntust á Húsavík Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GUÐJÓN A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, tekur að mörgu leyti undir með Félagi ungra frjálslyndra, sem vill að tekin verði upp að nýju stjórnun á innstreymi farandverkamanna og nýbúa frá að- ildarríkjum Evrópusambandsins og hefur sent frá sér ályktun þess efn- is. Greinarmunur FUF vill að farandverkamenn skili inn heilbrigðis- og sakarvott- orði við komu til landsins. Þeir fái hér tímabundið atvinnu- og dval- arleyfi, atvinnurekendur sjúkra- tryggi þá að fullu og tekið verði hart á öllum brotum gegn rétt- indum launamanna. Settur verði árskvóti á fjölda nýbúa og hann miðist við aukalega getu ásamt vilja þjóðarinnar til mannfjölgunar. Ný- búaumsækjendur skili inn sjúkra- sögu, heilbrigðis- og sakarvottorði og nýbúar fái fría íslensku- og þjóð- arkennslu. Guðjón A. Kristjánsson segir að ágætt sé að ungt fólk í Frjálslynda flokknum hugsi um þessi málefni og setji fram sínar hugsanir. Það hafi bent á mál sem þurfi mikla athygli. Hann vísar í því efni í viðtal við for- mann Samiðnar í Morgunblaðinu á þriðjudag, þar sem fram komi að iðnréttindi séu ekki virt og til að manna störf hafi ódýra leiðin verið valin og ófag- menntaðir Íslendingar og útlend- ingar ráðnir upp á lakari kjör en fagmenntuðum mönnum ber. Hjá Vinnumálastofnun hafi líka komið fram að menn væru hér óskráðir í vinnu og án atvinnuleyfis. Ekki nýtt mál Í máli Guðjóns kemur fram að Frjálslyndi flokkurinn hafi bent á fyrir kosningarnar í vor að taka þyrfti á þessum málum með ýmsum hætti til að bæta hér ástandið og gæta þess að innstreymi fólks á ís- lenskan vinnumarkað yrði ekki til þess að lækka launin varanlega. „Það er full ástæða til að standa vaktina,“ segir Guðjón. Full ástæða til að standa vaktina um innflytjendur Guðjón A. Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.