Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 26
neytendur
26 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einatt er stutt í landnáms-manninn því menn seilastgjarnan eins langt ogþeir geta og helst lengra
ef það er smuga. Landamerkjaþræt-
ur eru forn þjóðaríþrótt, sem menn
tóku með sér úr sveitinni og iðka nú
af kappi á mölinni.
Hér á landi skortir hinsvegar
heildarlöggjöf um nábýli sem kveður
skýrt á um það hvað húseigandi má
og hvað nágranninn verður að þola.
Ákvæði og fyrirmæli af grenndar-
toga eru að finna víðsvegar í opin-
berri löggjöf, meðal annars í heil-
brigðis- og mengunarvarnarlöggjöf,
í brunavarnarlöggjöf og í lögreglu-
samþykktum. Reglurnar eru al-
mennt á forræði stjórnvalda en ekki
einstaklinga og varða velferð, öryggi
og heilbrigði almennings, segir Sig-
urður Helgi Guðjónsson, formaður
Húseigendafélagsins.
„Flest deilumál og nágranna-
árekstrar eru til komnir vegna þess
réttarvafa, sem er fylgifiskur vönt-
unar á skráðum og skýrum reglum.
Grenndarreglur þurfa að vera sýni-
legar og áþreifanlegar fyrir hinn al-
menna borgara, sem getur þá áttað
sig á réttarstöðu sinni og hegðað sér
í takt við hana. Ólögfestar megin-
reglur og dómafordæmi eru ekki
boðleg og alls ekki fullnægjandi
grundvöllur fyrir svo þýðingarmikið
atriði sem eignaráð yfir fasteignum
er,“ segir Sigurður og bætir við að
nábýlis- og grenndarmál séu á for-
ræði umhverfisráðherra.
Nábýlisréttur eða grenndarreglur
eru þær réttarreglur nefndar sem
setja eignaráðum manna yfir fast-
eignum takmörk með tilliti til ann-
arra fasteigna og þeirra, sem þar
búa eða starfa.
Þegar mat fer fram á því hvort at-
hafnir fasteignaeiganda séu leyfileg-
ar eða gangi um of á rétt granna er
byggt á hagsmunamati. Annars veg-
ar er litið til hagnýtingarréttar, það
er réttar granna til að nýta eign sína
á þann veg sem honum er hagfelld-
ast og hugnast best. Hinsvegar er
litið til réttar granna til að nýta sínar
eignir í friði og án truflunar og
óþæginda umfram það sem óhjá-
kvæmilegt, venjulegt og eðlilegt er.
Mengun og ónæði
Til Húseigendafélagsins rata
grenndarmál í öllum regnbogans lit-
um, allt frá léttum pirringi til há-
alvarlegra mála þar sem miklir
hagsmunir geta verið í húfi, að sögn
Sigurðar Helga Guðjónssonar, lög-
fræðings og formanns Húseigenda-
félagsins.
„Sem klassíska ónæðisvalda má
nefna tos um girðingar, lóðamörk,
hljóðmengun, loftmengun, vatns-
mengun, titring, jarðvegsskrið, lykt,
reyk, ljósaáreiti, sjónmengun, ljós-
mengun, sóðaskap, sorpurðun,
byggingaframkvæmdir og uppgröft.
Trylltur trjágróður, trampólín,
dýrahald, ónæði frá skólum og leik-
völlum, meint geislavirkni frá möstr-
um, stripl, rassaköst og fyllerí í
sukkpottum valda líka nágrannaerj-
um,“ segir Sigurður.
Reynt hefur á reglur nábýlis-
réttar í ríflega tuttugu hæstarétt-
ardómum. Þrátt fyrir að dómar í
málum þessum séu tiltölulega fáir,
þýðir það ekki að um þýðingarlítið
réttarsvið sé að ræða. Þvert á móti
reynir oft á grenndarreglur í ná-
grannasamskiptum þó málin rati
sjaldnast til dómstóla. Menn láta
kyrrt liggja og bera harm sinn í
hljóði á meðan ágreiningurinn og
reiðin kraumar undir og eitrar sam-
skiptin, að sögn Sigurðar.
Snýst um hagsmunamat
„Hagsmunamatið er möndullinn
sem allt snýst um. Vegnir eru saman
annars vegar hagsmunir eiganda af
því að hafa frelsi til að hagnýta eign
sína eins og hann kýs og honum er
Trylltur trjágróður og stripl í sukk p
Teikning/Andrés
Þó grenndarmál rati
sjaldan til dómstóla
reynir mjög oft á
grenndarreglur, sem
lúta að því að meta at-
hafnafrelsi eins and-
spænis friði annars.
Formaður Húseig-
endafélagsins sagði Jó-
hönnu Ingvarsdóttur
að mörkin milli þess
sem má og ekki má réð-
ust af hagsmunamati.
ferðalög
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
E
ftir nokkrar vikur, nánar tiltekið
hinn 14. nóvember næstkomandi
eru 100 ár liðin frá fæðingu
sænska barnabókahöfundarins
Astrid Lindgren. Þótt sænska
akademían hafi aldrei séð ástæðu til þess að
veita henni Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á
Astrid sér stóran sess í sænsku þjóðarsálinni.
Svíum er mikið í mun að halda minningu skálds-
ins á lofti, enda stór hluti þjóðarinnar alist upp
við sögur hennar, og sem dæmi um það má
nefna Junibacken, glæsilegt safn á Djurgården í
Stokkhólmi. Junibacken, Sólbakki á íslensku, er
annars nafnið á húsinu sem Madditt, ein þekkt-
asta persóna Astridar bjó í.
Annað glæsilegt minnismerki um arfleifð
þessarar merku konu, sem meðal annars tók
virkan þátt í sænskri samfélagsumræðu, er
skemmtigarðurinn Astrid Lindgrens Värld –
Heimur Astrid Lindgren – í Vimmerby, fæðing-
arbæ skáldsins í austurhluta Smálanda. Þangað
fór blaðamaður í sumar með fjölskyldunni og
það er óhætt að mæla með því við alla sem eiga
leið um svæðið að heimsækja garðinn. Nú, eða
bara að gera sér ferð til Svíaríkis og koma við í
Vimmerby, það er vel þess virði.
Sýningar og leikur
Þegar gengið hefur verið inn um hlið garðsins
má segja að maður sé umsvifalaust kominn inn í
hugarheim skáldsins. Skarkalagata blasir við og
húsið hennar Lottu er ekki langt undan. Þegar
áfram var haldið heyrðist kunnuglegur söngur
og var það sjálfur Kalli sem stóð á þakinu sínu
og skemmti börnunum.
Í nánast öllum þeim „attraksjónum“ sem sett
hafa verið upp í ALV eru nefnilega reglulegar
sýningar þar sem börn, á öllum aldri fá að kynn-
ast þeim sögupersónum sem yljað hafa um
hjartaræturnar. Þegar sýningunni er lokið
mega börnin, helst þá þau yngri, leika sér eins
og þau vilja í húsunum og var varla sá krakki
sem ekki prílaði upp á þakið hans Kalla og
renndi sér svo niður.
Næst í röðinni var Kattholt og smíðakofinn
hans Emils og skammt þar undan gátu börnin
keypt sér húfu og trébyssu, líkt og Emil átti, og
stærri börnin gátu keypt sér hníf til þess að
tálga spýtukarla. Þannig gátu allir lifað sig inn í
hlutverk Emils en reyndar var ekki hægt að
hífa Ídu upp í fánastöngina góðu, sem þó var á
sínum stað fyrir utan Kattholt.
Garðurinn er byggður upp í stóru skógar-
rjóðri sem síðan hefur að hluta til verið rutt og
hefur leiðin verið lögð þannig, og sýningar
skipulagðar þannig, að gestirnir ganga í raun í
hring. Á eftir Kattholti kemur maður inn í þann
ævintýraheim Astridar sem alltaf hefur verið í
mestu uppáhaldi hjá blaðamanni, Kirsuberjadal
í Nangijala, landinu sem bræðurnir Snúður og
Jónatan Ljónshjarta fóru til. Ein viðvörun þó,
gæti fólk ekki að sér er aldrei að vita nema einn
af skósveinum Þengils, harðstjórans illa úr
Þyrnirósadal, dúkki upp og reyni að færa drek-
anum Kötlu eins og einn gest.
Frábær skemmtun
Næst liggur leiðin í Sjónarhól þar sem Lína
langsokkur ræður ríkjum og þá hefst fjörið fyrir
alvöru, a.m.k. hjá krílunum sem vilja allt til þess
gera að hitta þessa prinsessu uppátækjanna. Á
leiðinni tilbaka er svo komið við í Mattíasarborg
og stokkið yfir Helvítisgjána, Ólátagarði, Sól-
bakka og síðast en ekki síst ber að nefna líkan af
Vimmerby frá þeim tíma sem skáldkonan var að
alast þar upp. Þar kemur berlega í ljós sá metn-
aður sem lagður hefur verið í garðinn.
Heimsókn í Astrid Lindgrens Värld er frá-
bær skemmtun en undirritaður ráðleggur þeim
sem vill upplifa garðinn í öllu sínu veldi að gefa
sér a.m.k. tvo daga til þess arna.
Innlit í hugarheim skálds
Morgunblaðið/G.Sverrir Þór
Eftirsótt Öll vildu börnin fá að sitja í fanginu á Línu langsokki og spjalla aðeins við hana.
Sólbakki Hér bjuggu Madditt og Beta.
www.alv.se
Gjáin Gaman er að feta í fótspor Ronju.
Þannig gátu allir lifað sig inn í
hlutverk Emils en reyndar var
ekki hægt að hífa Ídu upp í fána-
stöngina góðu, sem þó var á sín-
um stað