Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
RÍKIN sem bera hita og þunga bar-
áttunnar gegn talibönum í Afgan-
istan lögðu fast að öðrum löndum
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
að leggja meira af mörkum til bar-
áttunnar á fundi varnarmálaráð-
herra bandalagsins í hollenska
bænum Noordwijk í gær.
Jaap de Hoop Scheffer, fram-
kvæmdastjóri NATO, sagði að
verulegur árangur hefði náðst á
fundinum í gær. Robert Gates,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, kvaðst þó ekki vera ánægður
með viðbrögð aðildarlandanna við
áskorunum um að þau sendu liðs-
auka til Afganistans.
Stjórnarerindrekar sögðu að níu
af 26 ríkjum NATO hefðu boðist til
að senda fleiri hermenn til Afgan-
istans á fyrri degi tveggja daga
fundar varnarmálaráðherranna.
Líklegt er að til-
boðin verði stað-
fest á fundi í höf-
uðstöðvum
hersveita NATO
í Belgíu í næsta
mánuði.
Alls hafa um
41.000 hermenn
verið sendir til
Afganistans og
embættismenn sögðu í gær að erfitt
væri að meta hversu marga NATO-
ríkin væru tilbúin að senda til við-
bótar.
Scheffer sagði að tilboðin væru
mikilvæg vegna þess að fleiri her-
menn yrðu sendir á hættulegustu
svæðin í sunnanverðu landinu og
nokkur NATO-ríki væru tilbúin að
senda fleiri hernaðarráðgjafa til að
þjálfa afganska hermenn.
NATO-ríki leggi meira af
mörkum í Afganistan
Scheffer
Moskvu. AFP. |
Hinn svokallaði
„taflborðs-
morðingi“, Alex-
ander Pichus-
hkin, var fund-
inn sekur um 48
morð og þrjár
morðtilraunir í
Moskvu í gær
eftir tíu vikna
löng réttarhöld. Lýsti kviðdómur
þeim vilja sínum að hann fengi
mestu mögulegu refsingu, þ.e.
lífstíðarfangelsi.
Viðurnefnið fékk Pichushkin,
sem er 33 ára, eftir að hann sagð-
ist hafa haft áform um að drepa
jafn marga og reitirnir eru á
skákborðinu, þ.e. 64. Hann hefur
sjálfur sagt að morðin hafi verið
orðin 63 og eru saksóknarar að
rannsaka ellefu morð sem talin
eru hafa getað verið framin af
Pichushkin.
Pichushkin hefur sagt að hann
hafi þekkt 29 fórnarlamba sinna
en 34 þekkti hann ekkert er hann
myrti þá, flesta í Bitsa-garðinum í
útjaðri Moskvu. Fullyrt er að
Pichushkin hafi átt það markmið
að myrða fleiri en hinn alræmdi
morðingi á Sovét-tímanum,
Andrei Chikatilo, en hann var
árið 1992 sakfelldur fyrir morð á
52 manns.
Fundinn sekur
um 48 morð
A. Pichushkin
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði í gær að Bandaríkja-
menn myndu halda áfram að beita
kommúnistastjórnina á Kúbu við-
skiptaþvingunum á meðan hún
héldi „pólitísku og efnahagslegu al-
ræði“ sínu. Bush kvaðst hlakka til
þess að heimurinn yrði laus við
Fidel Castro, leiðtoga Kúbu, og
hvatti ríki heims til að grípa til
frekari aðgerða til að stuðla að lýð-
ræði í landinu.
Vill harðari að-
gerðir gegn Kúbu
TYRKNESKAR herþotur vörpuðu
sprengjum á meint vígi kúrdískra
skæruliða við landamæri Íraks og
Tyrklands í gær en á sama tíma
voru ráðamenn í Tyrklandi á fundi
með yfirmönnum hersins um mögu-
legar hernaðaraðgerðir gegn
skæruliðunum innan landamæra
Íraks.
Tyrkir sprengja
BARDAGAR á milli sveita Hamas
og Fatah á Gaza fyrr á árinu kost-
uðu 350 Palestínumenn lífið, að
sögn Amnesty International. Sam-
tökin krefjast þess að leiðtogar
fylkinganna grípi til aðgerða til
að binda enda á vítahring refsi-
leysis. Átökin milli fylkinganna
hafi alvarleg áhrif á líf Palestínu-
manna.
Vítahringur
KÍNVERJAR sendu í gær á loft gervitungl
sem mun fara á braut umhverfis tunglið og í
eitt ár safna upplýsingum sem eiga að miða
að því að Kínverjum verði kleift að senda
þangað ómannaða könnunarflaug fyrir árið
2012 og mannað geimfar fyrir árið 2020. Tíð-
indunum var fagnað sérstaklega í Kína en
þarlendir ráðamenn álíta framfarir á sviði
geimvísinda hluta af auknu vægi Kína á al-
þjóðlegum vettvangi. Asíuþjóðir horfa nú æ
frekar til geimrannsókna en Japanar sendu í
síðasta mánuði sitt fyrsta könnunarskip út í
geim og Indverjar hyggjast feta í fótspor Kín-
verja og Japana á næsta ári.
Kínverjar á tungl-
inu fyrir 2020?
Tímamót Frá geimskotinu.
Singapúr. AP. | Munnmök og enda-
þarmsmök verða ekki lengur brot á
lögum í Singapúr samkvæmt laga-
breytingum sem þingið í Singapúr
hefur samþykkt en þingmenn töldu
sig ekki geta gengið svo langt, að
heimila kynlíf milli fólks af sama
kyni. Um er að ræða umfangsmestu
endurskoðun á refsilöggjöf Singa-
púr sem ráðist hefur verið í í 20 ár.
Talsmenn réttinda samkyn-
hneigðra lýstu vonbrigðum sínum
með ákvörðun þingsins í Singapúr
en lög í landinu kveða á um að
dæma megi samkynhneigða í
tveggja ára fangelsi verði þeir upp-
vísir að því að hafa stundað saman
kynlíf. „Singapúr er í grunninn
íhaldssamt samfélag. Fjölskyldan
er sá klettur sem við byggjum á,“
sagði Lee Hsien Loong, forsætis-
ráðherra Singapúr, í ræðu á
þinginu áður en gengið var til at-
kvæða í gær. „Og þegar við tölum
um fjölskyldu í Singapúr þá eigum
við við konu og karl og hjónaband
þeirra, barneignir og barnauppeldi
innan þeirrar stofnunar sem traust
fjölskylda er.“
Varaði Lee baráttumenn fyrir
réttindum samkynhneigðra við því
að þrýsta á um breytingar og sagði
að best væri að allar breytingar
gerðust hægt. „Því meir sem bar-
áttufólk samkynhneigðra þrýsta
þeim mun meiri verður viðspyrnan
frá íhaldsöflunum í samfélagi okk-
ar,“ sagði hann.
Frjálsræði, en ekki fyrir alla
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
ANDERS Fogh
Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur, rauf
í gær þing og boð-
aði til kosninga í
landinu 13. nóv-
ember nk. Síðast
var kosið í Dan-
mörku í febrúar
2005 og tveggja
flokka sam-
steypustjórn Venstre og Íhalds-
flokksins hefði því getað setið að öllu
óbreyttu í fimmtán mánuði í viðbót
án þess að gengið yrði til kosninga.
Skoðanakannanir benda til að
staða stjórnar borgaralegu flokk-
anna sé sterk og skýrir það ákvörðun
Fogh Rasmussen að ganga til kosn-
inga nú. Efnahagsástand er jafn-
framt mjög gott í Danmörku og at-
vinnuleysi mælist aðeins 3,3% og
hefur vart verið lægra.
„Störf þingsins hafa verið því
marki brennd að orðrómur hefur
verið á kreiki um margra mánaða
skeið um yfirvofandi kosningar. Slíkt
getur skaðað stjórnmálin,“ sagði
Fogh Rasmussen þegar hann til-
kynnti um kosningarnar í gær. Sagði
hann að hætta væri á að pólitísk yf-
irboð í aðdraganda kosninga myndu
skaða efnahagsstöðugleika. Ríkis-
stjórnin vildi ekki taka þátt í slíku.
„Við förum fram á það við kjósendur
að þeir endurnýi og framlengi um-
boð okkar,“ sagði Fogh Rasmussen.
Haft var eftir fréttaskýrandanum
Peter Mogensen að kosningar nú
kæmu á versta hugsanlega tíma fyrir
jafnaðarmenn, stærsta stjórnarand-
stöðuflokkinn. Jafnaðarmenn hafa
aðeins haft um 25% fylgi í könnunum
að undanförnu en ríkisstjórnarflokk-
arnir tveir haft samanlagt um 35% –
en stjórn þeirra nýtur stuðnings
danska Þjóðarflokksins.
Nær sér ekki á strik
Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut
sína verstu útreið í kosningum sein-
ast, þ.e. í kosningunum í febrúar
2005, frá árinu 1973 en skoðana-
kannanir virðast ekki benda til að
þeir séu að ná sér á strik undir nýj-
um formanni, Helle Thorning
Schmidt.
Fogh Rasmussen hefur verið for-
sætisráðherra í Danmörku frá því í
nóvember 2001. Stjórn hans hefur
hert til muna innflytjendalög í land-
inu og studdi innrás Bandaríkja-
manna í Írak 2003. Danskir hermenn
voru þó kallaðir heim frá Írak í ágúst
á þessu ári.
Fer fram á endurnýjað
umboð frá almenningi
Í HNOTSKURN
»Ríkisstjórn Anders FoghRasmussen hefur verið við
völd í Danmörku frá því í nóv-
ember 2001.
» Innflytjendamál hafa veriðí brennidepli í stjórnartíð
þessarar stjórnar en ýmis verk
hennar hafa verið umdeild.
Anders Fogh
Rasmussen
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
EMBÆTTISMENN í Kaliforníu
sögðu í gær að áætlað væri að eigna-
tjónið af völdum skógareldanna, sem
geisað hafa í sunnanverðu ríkinu síð-
ustu fjóra daga, næmi um milljarði
dollara, sem svarar rúmum 60 millj-
örðum króna.
Um 1.700 hús, þar af 1.436 íbúðar-
hús, hafa brunnið í um tuttugu
stórum skógareldum frá því á sunnu-
dag og um 25.000 hús voru talin í
hættu í gær. A.m.k. hálf milljón
manna hefur þurft að flýja heimili
sín vegna eldanna og er þetta mesti
fjöldaflótti í sögu ríkisins, að sögn
fréttastofunnar AP. CNN-sjónvarp-
ið sagði að áætlað væri að alls hefði
yfir 900.000 manns verið sagt að
forða sér að heiman en yfirvöld sögð-
ust ekki geta staðfest þá tölu. Um
50.000 var leyft að snúa heim í gær
vegna hagstæðari vinda.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti lýsti því yfir að stórfelldar ham-
farir hefðu orðið á svæðinu. Yfirlýs-
ingin greiðir fyrir því að alríkis-
stofnanir veiti yfirvöldum og íbúum
svæðisins fjárhagsaðstoð.
Alls hafa um 172.000 hektarar af
skóglendi brunnið. A.m.k. sextán
eldar loguðu enn í gær og um 8.900
slökkviliðsmenn, þ. á m. 2.600 fang-
ar, tóku þátt í slökkvistarfinu. Alls
voru 90 flugvélar notaðar til að
slökkva eldana, mun fleiri en áður.
Aðstæðurnar bötnuðu verulega í
gær og vindurinn var víða mun minni
en fyrstu dagana. Meðalvindhraðinn
var um það bil 9-16 metrar á sek-
úndu í gær, en hann var allt að 44
metrar á sekúndu í mestu hviðunum
fyrr í vikunni.
Yfirvöld sögðu að sex dauðsföll
væru rakin til eldanna og um 40
manns hafa slasast eða fengið reyk-
eitrun.
„Mjög óhugnanlegt“
Um 300 Íslendingar búa á svæðinu
en ekki er vitað til þess að þeir hafi
orðið fyrir eignatjóni.
Una Lorenzen, námsmaður í bæn-
um Valencia í Santa Clarita-dalnum í
Los Angeles-sýslu, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að eld-
ar hefðu geisað í grennd við bæinn.
Ástandið hefði þó batnað í fyrradag
og lífið væri að komast í eðlilegt horf.
Una kvaðst hafa fylgst með skógar-
eldunum á hól nálægt heimili sínu og
sagði að það hefði verið óhugnanleg
sýn. Ástandið hefði þó ekki verið svo
slæmt að hún hefði haft ástæðu til að
óttast um líf sitt. „Það var mikil ring-
ulreið og allt í lamasessi hér í kring.
Mikinn reyk lagði yfir svæðið, huldi
himininn, bleik slikja lagðist yfir allt,
sólin varð eldrauð og þetta var mjög
óhugnanlegt.“
„Fólk tekur þessu mjög mismun-
andi, sumir eru mjög stressaðir en
flestir eru rólegir,“ sagði Una um
viðbrögð íbúanna. „Eldar voru að
blossa upp í kringum staðinn sem ég
bý á og maður var svolítið hræddur
um að vegirnir myndu lokast ef þetta
héldi áfram. Þess vegna var fólk í
viðbragðsstöðu til að það gæti flýtt
sér ef sú staða kæmi upp, sumir voru
með dót tilbúið í bílum sínum til að
geta forðað sér.“
Eignatjónið talið
nema 60 milljörðum
Morgunblaðið/Steinunn Ólína
Eyðilegging Talið er að um 300 heimili hafi orðið eldi að bráð í Rancho Bernardo, San Diego. Hér má sjá hvar bif-
reið hefur staðið í bílskúrnum og þar fyrir aftan þvottavél og þurrkari. Myndin er lýsandi fyrir ástandið í San
Diego-sýslu þar sem víða má sjá eyðileggingu af völdum eldanna.
Um 1.700 hús hafa brunnið í skógareldunum í Kaliforníu