Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SÍ ÐU ST U SÝ N. - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir DÓMSDAGUR DJÖFULSINS! FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS! eee Dóri DNA - DV ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST 3 MEISTARAVERK FRUMSÝND eeee - Anna Sveinbjarnardóttir, Morgunblaðiðð eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið KVIKMYND EFTIR ALEXANDR SOKUROV KVIKMYND EFTIR FATIH AKIN HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" Las Vegas er horfin... Jörðin er næst! Þriðji hlutinn í framtíðartryllinum með Millu Jovovich í toppformi! Fór beint á toppinn í USA! Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Resident Evil kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Good Luck Chuck kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 3:45 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (Síðustu sýn) 300 kr. Heartbreak Kid kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 6 - 8 B.i. 14 ára The Kingdom Síðustu sýn. kl. 6 - 10 B.i. 16 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 Resident Evil kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára 4 Months Enskur texti kl. 5:40 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára The Edge of Heaven Enskur texti kl. 5:40 - 8 B.i. 12 ára Alexandra Enskur texti kl. 6 B.i. 14 ára Halloween kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Shoot´em Up kl. 10:20 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? eee - T.S.K., Blaðið Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda Ver ð aðeins 600 kr. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Ver ð aðeins 300 kr. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG ætla að velja helstu og vinsæl- ustu lögin mín, en líka þau ólíkleg- ustu, lög sem engum dettur í hug að sé hægt að setja í stórsveitarbún- ing,“ segir Bubbi Morthens sem ætl- ar að halda stórtónleika í Laug- ardalshöll að kvöldi nýársdags, 1. janúar næstkomandi. Honum til full- tingis verður Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Þóris Baldurssonar, sem einnig sér um útsetningar. „Ég hef hugsað lengi um þetta, hvort það sé gerlegt að setja upp svona stórsveitartónleika. Svo söng ég í afmælinu hjá Ólafi Ólafssyni í janúar og þá var stórsveitin með mér. Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir því hversu mikill kraftur býr í svona stórsveit,“ segir Bubbi. „Í kjöl- farið fór ég að hugsa hvað það væri gaman að halda svona grand tón- leika. Þá kom þessi hugmynd upp, því bæði í Danmörku og Svíþjóð hafa svona nýárstónleikar oft verið haldnir, og þetta er líka þekkt í Bandaríkjunum. Mér datt í hug að setja upp svona tónleika hér, og gera þetta að hefð sem ég myndi starta. Næstu nýársdaga myndu svo einhverjir aðrir halda nýárstónleika, hver með sínu nefi.“ Þrjú lög Bubba voru útsett fyrir stórsveit fyrir afmæli Ólafs í janúar, en stefnt er að því að spila alls 22 lög Bubba á nýárstónleikunum. Það er því ljóst að mikið verk er fyrir hönd- um. „Þórir sér um að útsetja, ég mæti bara á æfingar,“ segir Bubbi og hlær. Þá segir hann líklegt að ein- hverjir góðir gestir muni koma fram með honum á tónleikunum, það muni þó koma í ljós síðar. „Ég hlakka mikið til því mér finnst þetta mjög spennandi. Ég ætla líka að láta taka þetta upp fyrir bæði DVD og geisladisk. Ég ætla að tjalda öllu sem til er.“ Eins og margir eflaust muna hélt Bubbi sérlega veglega afmælistón- leika í Höllinni þann 06.06.06. Hann segir þessa tónleika hins vegar af allt öðrum toga. „Þetta verður meiri svona gala-stemning.“ Ísbjarnablús góður Að sögn Þóris Baldurssonar, stjórnanda Stórsveitarinnar, leggj- ast tónleikarnir ljómandi vel í hann. „Við prófuðum þetta fyrir nokkrum mánuðum síðan og það svínvirkaði. Það er engin ástæða til að ætla ann- að en að þetta virki aftur,“ segir Þórir sem vinnur nú baki brotnu að því að útsetja lög Bubba. „Já, ég er byrjaður og það gengur bara vel. En þetta er mikil handa- vinna, það þarf að finna þessu réttan búning og halda forminu sem Bubbi er með, og bæta svo hljómsveitinni inn í til þess að styrkja „sándið“ og fá nýja nálgun. Ég kem að þessum lögum og reyni að gera eitthvað spennandi, þannig að þetta sé ekki leiðinlegt,“ segir Þórir, og bætir við að fjölmörg lög Bubba henti vel fyrir stórsveit. „Ísbjarnablús er til dæmis rosalega skemmtilegur í þessu um- hverfi, hann hentar vel.“ Aðeins 2.500 miðar Ísleifur Þórhallsson tónleikahald- ari segir að ekkert verði til sparað til að gera tónleikana sem glæsileg- asta. „Þetta verður ekkert stærra. Þetta er líka á nýársdag þannig að það verður ákveðinn viðhafn- arbragur á þessu,“ segir hann. „Það er náttúrlega stórmerkilegt að Bubbi ætli að setja öll helstu lögin sín í þennan búning. Þarna verður kóngurinn eins og menn hafa aldrei séð hann áður. Þannig að þetta verð- ur mjög glæsilegt. Svo er líka gaman að sjá hve Bubbi sjálfur er spenntur fyrir þessu, þetta er náttúrlega hug- mynd sem fæddist hjá honum. Hann er líka búinn að taka árið í að und- irbúa sig.“ Miðasala á tónleikana hefst lík- lega seinni partinn í nóvember, en aðeins verða um 2.500 miðar í boði. „Þannig að við búumst við að það verði slegist um þá,“ segir Ísleifur. Kóngurinn aftur í Höllina Bubbi Morthens og Stórsveit Reykjavíkur með nýárstónleika í Laugardalshöll Morgunblaðið/Eggert Kóngurinn Bubbi Morthens ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þórir Baldursson Ísleifur Þórhallsson PLATAN Purple Rain inniheldur bestu kvik- myndatónlist allra tíma, sam- kvæmt kosningu sem fór fram meðal ritstjóra á tímaritinu Vanity Fair. Á Purple Rain er að finna lög sem hljómuðu í samnefndri kvik- mynd árið 1984 en sjálfur Prince lék m.a. í henni. Í öðru sæti er Bítlaplatan A Hard Day’s Night og lögin úr The Harder They Come í þriðja sæti. Allar kvikmyndatónlistarplöturn- ar, sem komust inn á topp fimmtíu listana, verða afhjúpaðar í næsta mánuði í sérstöku aukablaði sem mun heita Movies Rock. Einnig er von á tveggja stunda heimildarmynd um kvikmyndatónlist sem verður sýnd á CBS í desember. Topp tíu listinn hljóðar annars svona: 1. Purple Rain 2. A Hard Day’s Night 3. The Harder They Come 4. Pulp Fiction 5. The Graduate 6. Superfly 7. Trainspotting 8. Saturday Night Fever 9. American Graffiti 10. The Big Chill Besta tónlist í kvikmynd Fjólublátt regn Purple Rain. Prince Töff tónlistarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.