Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 17
ÚR VERINU
Náðst hefur samkomulagstrandríkja um að heild-araflamark verði1.250.000 tonn árið 2008.
Samkvæmt samkomulaginu verður
íslenskum skipum heimilað að veiða
202.836 tonn. Aflaheimildir Íslands í
kolmunna á þessu ári eru 335.000
tonn og skerðast því um 132.000
tonn. Aflinn á árinu er orðinn 237.000
tonn.
Samningur um stjórn kolmunna-
veiða var gerður síðla árs árið 2005
og kom böndum á þær stjórnlausu of-
veiðar sem höfðu viðgengist árin þar
á undan. Við gerð samningsins árið
2005 reyndist nauðsynlegt til að ná
samkomulagi að ákvarða heildarafla-
mark sem var of hátt til lengri tíma
litið. Lækkun heildaraflamarks
næstu árin var hluti af því samkomu-
lagi og í því sambandi var á strand-
ríkjafundinum árið 2006 ákveðið að
draga úr veiðum sem nemur 300.000
tonnum fyrir árið 2007. Markmiðið er
að veiðar séu í samræmi við veiðiráð-
gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins
(ICES) innan fárra ára.
Niðurstaða strandríkjanna núna
felur í sér að dregið verði úr veiðum
milli ára um alls 597.000 tonn, eða
32,32%. Eru þau sammála um að
þetta sé stórt skref í átt til þess að
gera veiðarnar sjálfbærar til lengri
tíma.
Í sendinefnd Íslands á strandríkja-
fundinum voru Stefán Ásmundsson
formaður og Steinar Ingi Matthías-
son frá sjávarútvegsráðuneytinu auk
Kristjáns Þórarinssonar frá LÍÚ.
ICES leggur til 835.000
tonna heildarafla
Þessi niðurstaða er verulega um-
fram tillögur Alþjóða hafrannsókna-
ráðsins (ICES), en í þeim segir svo: Á
árunum 1996-2004 var mjög góð ný-
liðun í kolmunnastofninn, sem
stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygn-
ingarstofninn stækkaði í tæpar 7
milljónir tonna árið 2003, en hefur
farið minnkandi síðan vegna minnk-
andi nýliðunar. Stofninn er samt sem
áður talinn vera yfir varúðarmörk-
um. Gögn úr bergmálsleiðöngrum í
ár benda til þess að árgangar 2005 og
2006 séu litlir. Aflinn hefur verið yfir
2 milljónir tonna síðan 2003 og er
gert ráð fyrir að hann verði um 1,8
milljónir tonna í ár. Talið er að stofn-
inn sé nú nýttur umfram afraksturs-
getu. Alþjóðahafrannsóknaráðið
leggur til að verulega verði dregið úr
kolmunnaveiðum og aflamark árið
2008 verði 835 þús. tonn, enda sé það
í samræmi við varúðarsjónarmið (var
980 þús. tonn árið 2007).
Samið um verulega skerð-
ingu kolmunnakvótans
Hlutur Íslands fer
úr 335.000 tonnum
í 203.000 tonn
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Veiðar Kolmunninn hefur verið ofveiddur síðustu ár að mati Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins.
Í HNOTSKURN
»Niðurstaða strandríkjanna núna felur í sér að dregið verði úr veið-um milli ára um alls 597.000 tonn, eða 32,32%. Eru þau sammála um
að þetta sé stórt skref í átt til þess að gera veiðarnar sjálfbærar til lengri
tíma.
»Samningur um stjórn kolmunnaveiða var gerður síðla árs árið 2005og kom böndum á þær stjórnlausu ofveiðar sem höfðu viðgengist ár-
in þar á undan.
»Aflinn hefur verið yfir 2 milljónir tonna síðan 2003 og er gert ráðfyrir að hann verði um 1,8 milljónir tonna í ár.
AÐALFUNDUR LÍÚ fer fram á
Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26.
október nk. Málefni tengd hafrann-
sóknum við Ísland verða meginvið-
fangsefni fundarins en vísindamenn
frá Hafrannsóknastofnuninni og
fulltrúar atvinnugreinarinnar munu
halda erindi og svara fyrirspurnum.
Auk þeirra munu Einar K. Guðfinns-
son, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, Björgólfur Jóhannsson,
formaður LÍÚ, Björn Rúnar Guð-
mundsson, sérfræðingur hjá Lands-
banka Íslands, Pétur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Vísi í Grindavík,
Sigurður Kári Kristjánsson alþing-
ismaður og Peter Hajipieris, fram-
kvæmdastjóri stefnumótunar fyrir
innkaup á sjávarafurðum hjá Tesco í
Bretlandi, ávarpa fundinn.
Fundurinn er opinn fjölmiðlum.
Hann stendur frá kl. 13-16 á fimmtu-
deginum 25. okt. og frá kl. 10-15 á
föstudeginum 26. okt.
Rætt um hafrannsóknir
í 101 Skuggahverfi
Sala nýrra íbúða
er hafin
H
im
in
n
og
ha
f/
SÍ
A
Kynntu þér frábæran
valkost í miðborginni.
Nánari upplýsingar á
www.101skuggi.is
eða í síma 599 5000.
101skuggi.is
50%
afsláttur af þurrkublöðum
með afmæliskorti Olís
Þú færð afmæliskortið
á næstu Olís-stöð.