Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 321. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is OPINN FYRIR ÖLLU BEHOLD ER FYRSTA OPINBERA PLATAN HANS OG ÖNNUR Í BÍGERÐ Á NÝJU ÁRI >> 60 FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is RÚMLEGA 660 fólksbílar eru nú skráðir á hverja 1.000 íbúa á Íslandi. Árið 2001 var þetta hlutfall 352 bílar á hverja 1.000 íbúa. Á þessu tímabili hefur skráðum fólksbílum fjölgað um tæplega 47 þúsund eða tæp 30%. Á sama tíma fjölgaði íbúum landsins eingöngu um tæp 9,8%. Sé horft eingöngu til höfuðborgarsvæð- isins eru þar nú skráðir 750 fólksbílar á hverja þúsund íbúa en árið 2001 var hlut- fallið 568 bílar á hverja 1.000 íbúa. Á þessu tímabili hefur fólksbílum, skráðum á svæð- inu, fjölgað um rúmlega 45 þúsund, eða um 45%. Á sama tíma fjölgaði íbúum á svæð- inu um 9,9%. Þess ber þó að geta að í skráningartölum Umferðarstofu eru bif- reiðar skráðar eftir eigendum en ekki um- ráðamönnum. Fjármögnunarfyrirtæki, sem flest eru í Reykjavík, eru skráð eig- endur bifreiða sem teknar eru á rekstrar- eða einkaleigu sem og keyptar með bíla- samningi. Því eru bílar sem fólk á lands- byggðinni kaupir með fyrrgreindum hætti stundum skráðir á höfuðborgarsvæðið. Unnið er nú að því hjá Umferðarstofu að flokka bifreiðar eftir búsetu umráðamanna þeirra. Jeppunum fjölgað verulega Það sem af er þessu ári hafa 14.650 nýir fólksbílar verið skráðir á landinu, þar af tæplega 3.400 af tegundinni Toyota, 240 BMW og 147 Lexus-bílar svo dæmi séu tekin. Jeppar eru ekki sérstaklega skráðir hjá Umferðarstofu en séu tekin dæmi af al- gengri jeppategund er augljóst að ný- skráning hefur margfaldast frá árinu 2001. Á því ári voru t.d. nýskráðir Toyota Land Cruiser 349 talsins eða tæplega einn á dag en í fyrra voru þeir 987 eða tæplega þrír á dag. Á tímabilinu þrefaldaðist fjöldi ný- skráðra jeppa af þessari tegund eða um nær 183%. Fækkun hefur almennt orðið í nýskrán- ingum ökutækja á landsvísu það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa þegar verið nýskráð 23.813 ökutæki miðað við um 24.500 ökutæki á sama tíma á síð- asta ári. Þetta er 3,5% fækkun milli ára. Eigendaskipti eru hins vegar mun meiri það sem af er ári en síðasta ár. Í fyrra voru skráð eigendaskipti 74.785 ökutækja frá 1. janúar til 28. september en á sama tímabili í ár eru skráð eigendaskipti á 79.136 öku- tækjum. Þetta er 5,8% hækkun á milli ára. Bílar: 30% Fólk: 9,8% Nýskráningum bifreiða fækkar frá fyrra ári Morgunblaðið/Ómar Jeppar Á hverjum degi í fyrra voru skráð- ir tæplega 3 nýir Land Cruiser hér á landi. JÓLASTEMNINGIN er allsráðandi í miðbæ Hafnarfjarðar um þessar mundir en í dag verður Jólaþorpið opnað og verður opið allar helgar fram að aðfangadegi. Þorpið saman- stendur af tuttugu söluhúsum þar sem kaup- menn bjóða upp á ýmsar vörur. Leikskólabörnin í bænum létu ekki sitt eftir liggja þegar kom að skreytingum en í hádeg- inu í gær mættu um átta hundruð börn með skraut sem þau höfðu sjálf búið til. Skreyttu þau þorpið hátt og lágt og fengu að launum kakó og kleinu í boði bæjarstjórans. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjuggu sjálf til skrautið Átta hundruð leikskólabörn skreyttu Jólaþorpið í Hafnarfirði ÁRIÐ 1980 voru heildaratvinnu- tekjur kvenna 46,6% af heildarat- vinnutekjum karla. Tæpum þremur áratugum síðar, eða árið 2006, var hlutfallið komið upp í 61,3%. Haldi bilið áfram að minnka með sama hraða og verið hefur má gera ráð fyrir því að heildaratvinnutekjur karla og kvenna verði jafnar á Ís- landi árið 2072. Þetta er meðal frumniðurstaðna rannsóknar á tekjumun karla og kvenna sem Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rannsóknasviðs Jafnrétt- isstofu, stýrir. Töluverður tekju- munur eftir landshlutum Að sögn Ingólfs er munurinn á heildaratvinnutekjum þó nokkur eftir landshlutum. Þannig voru kon- ur í póstnúmeri 101 Reykjavík árið 2006 með 70% af heildaratvinnu- tekjum karla og konur í 105 Reykjavík með 72% af tekjum karla. Á sama tíma voru konur í Vestmannaeyjum aðeins með 47% af tekjum karla, konur á Reyðar- firði með 50% af tekjum karla og konur á Akureyri með 60% af tekjum karla. | 6 Munurinn minni í höf- uðborginni Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SKULDATRYGGINGAÁLAG á skuldabréf Kaupþings er of hátt að mati greiningardeildar fjár- festingarbankans Merrill Lynch, en bankinn gaf nýlega út nýja skýrslu þar sem m.a. er fjallað um tryggingaálag á skuldabréfum ís- lenska bankans. Segir í skýrslunni að eignasafn og lausafjárstaða Kaupþings séu ekki til þess fallin að valda fjár- festum áhyggjum. Líkur á stór- felldri rýrnun eigin fjár Kaup- þings séu litlar og sömuleiðis sé bankinn vel staddur hvað varðar lausafé. Að vísu telji Merrill Lynch að kaup Kaupþings á hollenska bank- anum NIBC hafi ekki verið til hins besta, og að endurskipulagning á rekstri hollenska bankans sé nauðsynleg. Þá gerir greiningar- deildin ekki ráð fyrir frábæru ári hjá Kaupþingi árið 2008. Hins vegar sé tryggingaálag upp á 3,40 prósentustig eða meira of hátt miðað við það sem áður hefur ver- ið nefnt og mælir bankinn ekki með því að fjárfestar skortselji skuldabréf Kaupþings, þ.e. mælir gegn því að fjárfestar veðji á frek- ari hækkun álagsins. Hins vegar vill Merill Lynch sjá til hvernig mál þróast með NIBC áður en bankinn geti mælt með fjárfest- ingu í skuldabréfum Kaupþings. Álagið sígur niður á við Á fimmtudag var tryggingaálag á skuldabréf íslensku bankanna í hámarki. Var álagið 3,6 prósentu- stig fyrir Kaupþing, 2,55 pró- sentustig fyrir Glitni og 1,95 pró- sentustig fyrir Landsbankann. Þá hafði tryggingaálagið á skulda- bréf íslenska ríkisins hækkað mik- ið á nokkrum dögum, farið úr 0,41% 16. nóvember í 0,76% á fimmtudaginn. Í gær lækkaði hins vegar álagið á bréf Kaupþings, Landsbanka og íslenska ríkisins, en álag á skuldabréf Glitnis hélt áfram að hækka. | 16 Tryggingaálagið of hátt hjá Kaupþingi Merrill Lynch mælir gegn skortsölu á bréfum Kaupþings Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í HNOTSKURN » Tryggingaálag á skulda-bréf endurspeglar mat markaða á því hversu líklegt sé að útgefandinn geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. » Því hærra sem álagið erþví áhættusamari fjár- festing eru skuldabréfin talin vera. Leikhúsin í landinu Góða skemmtun! >> 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.