Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 1

Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 321. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is OPINN FYRIR ÖLLU BEHOLD ER FYRSTA OPINBERA PLATAN HANS OG ÖNNUR Í BÍGERÐ Á NÝJU ÁRI >> 60 FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is RÚMLEGA 660 fólksbílar eru nú skráðir á hverja 1.000 íbúa á Íslandi. Árið 2001 var þetta hlutfall 352 bílar á hverja 1.000 íbúa. Á þessu tímabili hefur skráðum fólksbílum fjölgað um tæplega 47 þúsund eða tæp 30%. Á sama tíma fjölgaði íbúum landsins eingöngu um tæp 9,8%. Sé horft eingöngu til höfuðborgarsvæð- isins eru þar nú skráðir 750 fólksbílar á hverja þúsund íbúa en árið 2001 var hlut- fallið 568 bílar á hverja 1.000 íbúa. Á þessu tímabili hefur fólksbílum, skráðum á svæð- inu, fjölgað um rúmlega 45 þúsund, eða um 45%. Á sama tíma fjölgaði íbúum á svæð- inu um 9,9%. Þess ber þó að geta að í skráningartölum Umferðarstofu eru bif- reiðar skráðar eftir eigendum en ekki um- ráðamönnum. Fjármögnunarfyrirtæki, sem flest eru í Reykjavík, eru skráð eig- endur bifreiða sem teknar eru á rekstrar- eða einkaleigu sem og keyptar með bíla- samningi. Því eru bílar sem fólk á lands- byggðinni kaupir með fyrrgreindum hætti stundum skráðir á höfuðborgarsvæðið. Unnið er nú að því hjá Umferðarstofu að flokka bifreiðar eftir búsetu umráðamanna þeirra. Jeppunum fjölgað verulega Það sem af er þessu ári hafa 14.650 nýir fólksbílar verið skráðir á landinu, þar af tæplega 3.400 af tegundinni Toyota, 240 BMW og 147 Lexus-bílar svo dæmi séu tekin. Jeppar eru ekki sérstaklega skráðir hjá Umferðarstofu en séu tekin dæmi af al- gengri jeppategund er augljóst að ný- skráning hefur margfaldast frá árinu 2001. Á því ári voru t.d. nýskráðir Toyota Land Cruiser 349 talsins eða tæplega einn á dag en í fyrra voru þeir 987 eða tæplega þrír á dag. Á tímabilinu þrefaldaðist fjöldi ný- skráðra jeppa af þessari tegund eða um nær 183%. Fækkun hefur almennt orðið í nýskrán- ingum ökutækja á landsvísu það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa þegar verið nýskráð 23.813 ökutæki miðað við um 24.500 ökutæki á sama tíma á síð- asta ári. Þetta er 3,5% fækkun milli ára. Eigendaskipti eru hins vegar mun meiri það sem af er ári en síðasta ár. Í fyrra voru skráð eigendaskipti 74.785 ökutækja frá 1. janúar til 28. september en á sama tímabili í ár eru skráð eigendaskipti á 79.136 öku- tækjum. Þetta er 5,8% hækkun á milli ára. Bílar: 30% Fólk: 9,8% Nýskráningum bifreiða fækkar frá fyrra ári Morgunblaðið/Ómar Jeppar Á hverjum degi í fyrra voru skráð- ir tæplega 3 nýir Land Cruiser hér á landi. JÓLASTEMNINGIN er allsráðandi í miðbæ Hafnarfjarðar um þessar mundir en í dag verður Jólaþorpið opnað og verður opið allar helgar fram að aðfangadegi. Þorpið saman- stendur af tuttugu söluhúsum þar sem kaup- menn bjóða upp á ýmsar vörur. Leikskólabörnin í bænum létu ekki sitt eftir liggja þegar kom að skreytingum en í hádeg- inu í gær mættu um átta hundruð börn með skraut sem þau höfðu sjálf búið til. Skreyttu þau þorpið hátt og lágt og fengu að launum kakó og kleinu í boði bæjarstjórans. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjuggu sjálf til skrautið Átta hundruð leikskólabörn skreyttu Jólaþorpið í Hafnarfirði ÁRIÐ 1980 voru heildaratvinnu- tekjur kvenna 46,6% af heildarat- vinnutekjum karla. Tæpum þremur áratugum síðar, eða árið 2006, var hlutfallið komið upp í 61,3%. Haldi bilið áfram að minnka með sama hraða og verið hefur má gera ráð fyrir því að heildaratvinnutekjur karla og kvenna verði jafnar á Ís- landi árið 2072. Þetta er meðal frumniðurstaðna rannsóknar á tekjumun karla og kvenna sem Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rannsóknasviðs Jafnrétt- isstofu, stýrir. Töluverður tekju- munur eftir landshlutum Að sögn Ingólfs er munurinn á heildaratvinnutekjum þó nokkur eftir landshlutum. Þannig voru kon- ur í póstnúmeri 101 Reykjavík árið 2006 með 70% af heildaratvinnu- tekjum karla og konur í 105 Reykjavík með 72% af tekjum karla. Á sama tíma voru konur í Vestmannaeyjum aðeins með 47% af tekjum karla, konur á Reyðar- firði með 50% af tekjum karla og konur á Akureyri með 60% af tekjum karla. | 6 Munurinn minni í höf- uðborginni Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SKULDATRYGGINGAÁLAG á skuldabréf Kaupþings er of hátt að mati greiningardeildar fjár- festingarbankans Merrill Lynch, en bankinn gaf nýlega út nýja skýrslu þar sem m.a. er fjallað um tryggingaálag á skuldabréfum ís- lenska bankans. Segir í skýrslunni að eignasafn og lausafjárstaða Kaupþings séu ekki til þess fallin að valda fjár- festum áhyggjum. Líkur á stór- felldri rýrnun eigin fjár Kaup- þings séu litlar og sömuleiðis sé bankinn vel staddur hvað varðar lausafé. Að vísu telji Merrill Lynch að kaup Kaupþings á hollenska bank- anum NIBC hafi ekki verið til hins besta, og að endurskipulagning á rekstri hollenska bankans sé nauðsynleg. Þá gerir greiningar- deildin ekki ráð fyrir frábæru ári hjá Kaupþingi árið 2008. Hins vegar sé tryggingaálag upp á 3,40 prósentustig eða meira of hátt miðað við það sem áður hefur ver- ið nefnt og mælir bankinn ekki með því að fjárfestar skortselji skuldabréf Kaupþings, þ.e. mælir gegn því að fjárfestar veðji á frek- ari hækkun álagsins. Hins vegar vill Merill Lynch sjá til hvernig mál þróast með NIBC áður en bankinn geti mælt með fjárfest- ingu í skuldabréfum Kaupþings. Álagið sígur niður á við Á fimmtudag var tryggingaálag á skuldabréf íslensku bankanna í hámarki. Var álagið 3,6 prósentu- stig fyrir Kaupþing, 2,55 pró- sentustig fyrir Glitni og 1,95 pró- sentustig fyrir Landsbankann. Þá hafði tryggingaálagið á skulda- bréf íslenska ríkisins hækkað mik- ið á nokkrum dögum, farið úr 0,41% 16. nóvember í 0,76% á fimmtudaginn. Í gær lækkaði hins vegar álagið á bréf Kaupþings, Landsbanka og íslenska ríkisins, en álag á skuldabréf Glitnis hélt áfram að hækka. | 16 Tryggingaálagið of hátt hjá Kaupþingi Merrill Lynch mælir gegn skortsölu á bréfum Kaupþings Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í HNOTSKURN » Tryggingaálag á skulda-bréf endurspeglar mat markaða á því hversu líklegt sé að útgefandinn geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. » Því hærra sem álagið erþví áhættusamari fjár- festing eru skuldabréfin talin vera. Leikhúsin í landinu Góða skemmtun! >> 56

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.