Morgunblaðið - 24.11.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 24.11.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 25 AKUREYRI NÁNAST var fullt út úr dyrum í íþróttahöllinni á Akureyri í fyrra- kvöld og mjög góð stemmning, á tónleikum Friðriks Ómars og Guð- rúnar Gunnarsdóttur. Segja má að með þessum tónleikum sé jóla- vertíðin formlega hafin á Akureyri! Á tónleikunum fluttu þau m.a. lög af plötunni Ég skemmti mér um jólin, sem er nýkomin út, en einnig lög af fyrri plötum sínum. Hljóm- sveit undir stjórn Ólafs Gauks lék á tónleikunum en Ólafur Gaukur út- setti lögin eins og á fyrri plötum þeirra Guðrúnar og Friðriks. Kátt var í Höllinni Ljósmynd/Þórir Tryggvason VALGERÐUR Andrésdóttir pí- anóleikari er með tónleika í Laug- arborg á morgun, sunnudag, kl. 15. Á efnisskránni er tónlist eftir Franz Mixa, jap- anska tónskáldið Toru Takemutsu, Sodia Gubaidul- ina frá Rússlandi, Wolfgang Ama- deus Mozart og Franz Liszt. Franz Mixa fæddist í Vínarborg árið 1902 en kom til Íslands í tengslum við Alþingishátíðina 1930 og settist hér að. Hann lauk dokt- orsprófi frá Tónlistarháskólanum í Vín 1929, hafði þá þegar samið þó nokkur verk og er píanósónatan frá þessum tíma. Að öllum líkindum er hér um að ræða fyrsta opinbera flutning sónötunnar hér á landi. Valgerður í Laugarborg Líklega fyrsti opin- beri flutningur sónötu Mixa hér á landi Valgerður Andrésdóttir KIMI records, útgáfu- og dreifingarfyrirtæki, tók til starfa á Akureyri á dögunum og eru viðbrögðin vonum framar, að sögn Baldvins Esra Einarsson- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Fyrsta plat- an kom út í gær og þrjár eru væntanlegar. „Þegar ég flutti til Akureyrar fannst mér lítið vera að gerast hér í tónlistarmálum. Ég þekkti nokkra tónlistarmenn úr Reykjavík frá því ég var þar í skóla og byrjaði að stússast í því að halda tón- leika hér – aðallega til þess að ég kæmist á tón- leika sjálfur!“ sagði hann við Morgunblaðið. „ Fyrsta plata Kimi kom út gær, með hljómsveit- inni Hellvar. Eftir nokkra daga kemur út plata með Hjaltalín og tvær eru væntanlegar eftir áramót: með Morðingjunum og Borko, en sú síðarnefnda kem- ur út víða í Evrópu í samstarfi við þýska útgáfufyrirtækið More Music. Höfuðstöðvar Kimi records eru og verða á Akureyri. Starfsmenn eru auk Baldvins Esra þeir Sigurbjörn Óskars- son forritari og Hjálmar Stefán Brynjólfsson kynningarstjóri. Baldvin hefur staðið að tónlistar- hátíðinni AIM festival ásamt fleirum, og finnst áhugavert að starfa á þessu sviði. „Tónleikahald er ekki góður grunnur til þess að fæða fjölskylduna nema þá að flytja inn erlenda listamenn, en það eru nógu margir í því.“ Þess vegna ákvað Baldvin að fara í útgáfu, til þess að hafa í sig og á, og sagði einmitt að myndast hefði eyða á markaðnum á milli stóru fyrirtækjanna og þess að tónlistar- mennirnir gæfu út sjálfir. Kimi records ætli sér að fylla upp í það gat – og byrjunin lofi góðu. „Móttökurnar vonum framar Nýtt fyrirtæki á Akureyri, Kimi records, gefur út fjórar plötur á skömmum tíma Baldvin Esra Einarsson TIL stendur að stofna fagfélag myndlistarmanna á Norðurlandi, og kynningarfundur verður af því tilefni haldinn í Deiglunni í Lista- gilinu á Akureyri í dag kl. 17. Kynntar verðar hugmyndir að fé- laginu og á fundinum verður valin undirbúningsnefnd til stofnunar fé- lagsins. Allt myndlistarfólk er vel- komið á fundinn. Myndlistar- menn stofna fagfélag DAGSKRÁ um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi verður flutt í Populus Tremula í kvöld kl. 21. Dagskráin er í umsjón Hjálmars Stefáns Brynjólfssonar, en hann hefur kynnt sér skáldið ítarlega á undanförnum árum og mun gera Davíð og skáldskap hans skil; áhrifum hans og stöðu í íslensk- um bókmenntum. Aðgangur er ókeypis og tilkynning frá Populus Tremula endar, eins og venju- lega, á þessum orðum: Malpokar leyfðir. Hjálmar ræð- ir um Davíð SÝNING á verkum tveggja skoskra listamanna verður opnuð í Gallerí BOX í dag kl. 18. Sýningin nefnist Songs With Dirty Words en þar verða til sýnis prentverk, skúlptúr- ar og teikningar. Listamennirnir eru Niall Macdonald og Ruth Bar- ker. Macdonald stundar meist- aranám við Glasgow School of Art, en Barker, sem lauk meistaraprófi frá sama skóla 2004, er einn af sýn- ingarstjórum Washington Garcia gallery í Glasgow. Tveir Skotar í Galleríi BOX þær gjafir sem kirkjunni hafa borist á liðnu ári. Sturla Böðv- arsson, forseti Alþingis, flutti er- indi í máli og myndum um bygg- ingarsögu Ólafsvíkurkirkju en hann kom að smíði hennar frá upphafi til enda ásamt föður sín- um, Böðvari Bjarnasyni, bygging- armeistara kirkjunnar. Allmiklar gjafir bárust kirkj- unni í afmælishófinu. Sparisjóður Ólafsvík | Ólafsvíkurkirkja átti fjörutíu ára vígsluafmæli á dög- unum. Af því tilefni var sungin hátíðarmessa í kirkjunni sunnu- daginn 18. nóvember. Biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, prédikaði, Magnús Magnússon, sóknarprestur í Ólafsvík, þjónaði fyrir altari ásamt Friðriki Hjartar og Guð- mundi Karli Ágústssyni, fyrrver- andi sóknarprestum í Ólafsvík. Einnig lásu tveir aðrir fyrrver- andi sóknarprestar ritning- arlestra, þeir Ágúst Sigurðsson og Óskar Hafsteinn Óskarsson en meðhjálpari var Pétur Bogason. Sameiginlegur kór flestra kirkna af Snæfellsnesi söng undir stjórn Harðar Áskelssonar söng- málastjóra, við undirleik Elenu Makeeva organista í Ólafsvík, Kay Wiggs organista á Ingjalds- hóli og Tómasar Guðna Eggerts- sonar organista í Grundarfirði og Stykkishólmi. Veronica Oster- hammer, kórstjóri í Ólafsvík, söng einsöng sem og Arna Eir Árnadóttir. Hátíðarkaffi var haldið í fé- lagsheimilinu Klifi að messu lok- inni og var það í umsjón unglinga úr 9. og 10. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar og foreldra þeirra. Þar léku Valentina Kay og Ev- geny Makeev lifandi tónlist undir borðum. Sigrún Ólafsdóttir sókn- arnefndarformaður stýrði veislu og í upphafsávarpi sínu talaði hún um þá fjölbreytni sem ein- kennt hefði safnaðarstarfið á af- mælisárinu og tíundaði einnig Ólafsvíkur gaf 500 þúsund krón- ur, Ásgeir Jóhannesson og Sæunn Sveinsdóttir gáfu 200 þúsund og Kvenfélag Ólafsvíkur gaf matar- og kaffistell í safnaðarheimilið. Afkomendur Halldórs Jónssonar og Matthildar Kristjánsdóttur gáfu veisluáhöld í safnaðarheim- ilið. Einnig gaf Landsbanki Ís- lands 150 þúsund krónur í vik- unni fyrir afmælið. Morgunblaðið/Alfons Athöfn Fjöldi fyrrverandi sóknarpresta tók þátt í hátíðarmessunni ásamt biskupi Íslands og sóknarprestinum í Ólafsvíkurprestakalli. Fjölbreytt starf á vígslu- afmæli Ólafsvíkurkirkju Gerðuberg • www.gerduberg.is • sími 575 7700 GERÐUBERGLANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.