Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 25 AKUREYRI NÁNAST var fullt út úr dyrum í íþróttahöllinni á Akureyri í fyrra- kvöld og mjög góð stemmning, á tónleikum Friðriks Ómars og Guð- rúnar Gunnarsdóttur. Segja má að með þessum tónleikum sé jóla- vertíðin formlega hafin á Akureyri! Á tónleikunum fluttu þau m.a. lög af plötunni Ég skemmti mér um jólin, sem er nýkomin út, en einnig lög af fyrri plötum sínum. Hljóm- sveit undir stjórn Ólafs Gauks lék á tónleikunum en Ólafur Gaukur út- setti lögin eins og á fyrri plötum þeirra Guðrúnar og Friðriks. Kátt var í Höllinni Ljósmynd/Þórir Tryggvason VALGERÐUR Andrésdóttir pí- anóleikari er með tónleika í Laug- arborg á morgun, sunnudag, kl. 15. Á efnisskránni er tónlist eftir Franz Mixa, jap- anska tónskáldið Toru Takemutsu, Sodia Gubaidul- ina frá Rússlandi, Wolfgang Ama- deus Mozart og Franz Liszt. Franz Mixa fæddist í Vínarborg árið 1902 en kom til Íslands í tengslum við Alþingishátíðina 1930 og settist hér að. Hann lauk dokt- orsprófi frá Tónlistarháskólanum í Vín 1929, hafði þá þegar samið þó nokkur verk og er píanósónatan frá þessum tíma. Að öllum líkindum er hér um að ræða fyrsta opinbera flutning sónötunnar hér á landi. Valgerður í Laugarborg Líklega fyrsti opin- beri flutningur sónötu Mixa hér á landi Valgerður Andrésdóttir KIMI records, útgáfu- og dreifingarfyrirtæki, tók til starfa á Akureyri á dögunum og eru viðbrögðin vonum framar, að sögn Baldvins Esra Einarsson- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Fyrsta plat- an kom út í gær og þrjár eru væntanlegar. „Þegar ég flutti til Akureyrar fannst mér lítið vera að gerast hér í tónlistarmálum. Ég þekkti nokkra tónlistarmenn úr Reykjavík frá því ég var þar í skóla og byrjaði að stússast í því að halda tón- leika hér – aðallega til þess að ég kæmist á tón- leika sjálfur!“ sagði hann við Morgunblaðið. „ Fyrsta plata Kimi kom út gær, með hljómsveit- inni Hellvar. Eftir nokkra daga kemur út plata með Hjaltalín og tvær eru væntanlegar eftir áramót: með Morðingjunum og Borko, en sú síðarnefnda kem- ur út víða í Evrópu í samstarfi við þýska útgáfufyrirtækið More Music. Höfuðstöðvar Kimi records eru og verða á Akureyri. Starfsmenn eru auk Baldvins Esra þeir Sigurbjörn Óskars- son forritari og Hjálmar Stefán Brynjólfsson kynningarstjóri. Baldvin hefur staðið að tónlistar- hátíðinni AIM festival ásamt fleirum, og finnst áhugavert að starfa á þessu sviði. „Tónleikahald er ekki góður grunnur til þess að fæða fjölskylduna nema þá að flytja inn erlenda listamenn, en það eru nógu margir í því.“ Þess vegna ákvað Baldvin að fara í útgáfu, til þess að hafa í sig og á, og sagði einmitt að myndast hefði eyða á markaðnum á milli stóru fyrirtækjanna og þess að tónlistar- mennirnir gæfu út sjálfir. Kimi records ætli sér að fylla upp í það gat – og byrjunin lofi góðu. „Móttökurnar vonum framar Nýtt fyrirtæki á Akureyri, Kimi records, gefur út fjórar plötur á skömmum tíma Baldvin Esra Einarsson TIL stendur að stofna fagfélag myndlistarmanna á Norðurlandi, og kynningarfundur verður af því tilefni haldinn í Deiglunni í Lista- gilinu á Akureyri í dag kl. 17. Kynntar verðar hugmyndir að fé- laginu og á fundinum verður valin undirbúningsnefnd til stofnunar fé- lagsins. Allt myndlistarfólk er vel- komið á fundinn. Myndlistar- menn stofna fagfélag DAGSKRÁ um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi verður flutt í Populus Tremula í kvöld kl. 21. Dagskráin er í umsjón Hjálmars Stefáns Brynjólfssonar, en hann hefur kynnt sér skáldið ítarlega á undanförnum árum og mun gera Davíð og skáldskap hans skil; áhrifum hans og stöðu í íslensk- um bókmenntum. Aðgangur er ókeypis og tilkynning frá Populus Tremula endar, eins og venju- lega, á þessum orðum: Malpokar leyfðir. Hjálmar ræð- ir um Davíð SÝNING á verkum tveggja skoskra listamanna verður opnuð í Gallerí BOX í dag kl. 18. Sýningin nefnist Songs With Dirty Words en þar verða til sýnis prentverk, skúlptúr- ar og teikningar. Listamennirnir eru Niall Macdonald og Ruth Bar- ker. Macdonald stundar meist- aranám við Glasgow School of Art, en Barker, sem lauk meistaraprófi frá sama skóla 2004, er einn af sýn- ingarstjórum Washington Garcia gallery í Glasgow. Tveir Skotar í Galleríi BOX þær gjafir sem kirkjunni hafa borist á liðnu ári. Sturla Böðv- arsson, forseti Alþingis, flutti er- indi í máli og myndum um bygg- ingarsögu Ólafsvíkurkirkju en hann kom að smíði hennar frá upphafi til enda ásamt föður sín- um, Böðvari Bjarnasyni, bygging- armeistara kirkjunnar. Allmiklar gjafir bárust kirkj- unni í afmælishófinu. Sparisjóður Ólafsvík | Ólafsvíkurkirkja átti fjörutíu ára vígsluafmæli á dög- unum. Af því tilefni var sungin hátíðarmessa í kirkjunni sunnu- daginn 18. nóvember. Biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, prédikaði, Magnús Magnússon, sóknarprestur í Ólafsvík, þjónaði fyrir altari ásamt Friðriki Hjartar og Guð- mundi Karli Ágústssyni, fyrrver- andi sóknarprestum í Ólafsvík. Einnig lásu tveir aðrir fyrrver- andi sóknarprestar ritning- arlestra, þeir Ágúst Sigurðsson og Óskar Hafsteinn Óskarsson en meðhjálpari var Pétur Bogason. Sameiginlegur kór flestra kirkna af Snæfellsnesi söng undir stjórn Harðar Áskelssonar söng- málastjóra, við undirleik Elenu Makeeva organista í Ólafsvík, Kay Wiggs organista á Ingjalds- hóli og Tómasar Guðna Eggerts- sonar organista í Grundarfirði og Stykkishólmi. Veronica Oster- hammer, kórstjóri í Ólafsvík, söng einsöng sem og Arna Eir Árnadóttir. Hátíðarkaffi var haldið í fé- lagsheimilinu Klifi að messu lok- inni og var það í umsjón unglinga úr 9. og 10. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar og foreldra þeirra. Þar léku Valentina Kay og Ev- geny Makeev lifandi tónlist undir borðum. Sigrún Ólafsdóttir sókn- arnefndarformaður stýrði veislu og í upphafsávarpi sínu talaði hún um þá fjölbreytni sem ein- kennt hefði safnaðarstarfið á af- mælisárinu og tíundaði einnig Ólafsvíkur gaf 500 þúsund krón- ur, Ásgeir Jóhannesson og Sæunn Sveinsdóttir gáfu 200 þúsund og Kvenfélag Ólafsvíkur gaf matar- og kaffistell í safnaðarheimilið. Afkomendur Halldórs Jónssonar og Matthildar Kristjánsdóttur gáfu veisluáhöld í safnaðarheim- ilið. Einnig gaf Landsbanki Ís- lands 150 þúsund krónur í vik- unni fyrir afmælið. Morgunblaðið/Alfons Athöfn Fjöldi fyrrverandi sóknarpresta tók þátt í hátíðarmessunni ásamt biskupi Íslands og sóknarprestinum í Ólafsvíkurprestakalli. Fjölbreytt starf á vígslu- afmæli Ólafsvíkurkirkju Gerðuberg • www.gerduberg.is • sími 575 7700 GERÐUBERGLANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.